Morgunblaðið - 25.06.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.06.2003, Blaðsíða 30
MINNINGAR 30 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Magnús Pétur Þor-bergsson fæddist á Frakkastíg 19 í Reykjavík 25. júní 1920. Hann lést á hjúkrunarheimili í New York 30. nóvem- ber 2002. Foreldrar Magnúsar voru Jósef- ína Katrín Magnús- dóttir húsfrú og Þor- bergur Gunnarsson málari. Þau bjuggu í Reykjavík. Magnús var elstur systkina sinna, fjögurra bræðra og tveggja systra, einn bróðirinn lést í bernsku. Magnús lauk námi í málm- steypu. Dóttir Magnúsar og Sigurlínu Ingimundardóttur frá Hellissandi á Snæfellsnesi er Fríða Ingunn, f. 28. septem- ber 1941. Stuttu síðar slitu þau Sigurlína samvistir og Fríða ólst upp hjá Sigríði Andr- ésdóttur og Hafliða Guðmundssyni á Hell- issandi. Fríða Ingunn giftist Sverri Krist- jánssyni og eignuðust þau fjórar dætur og einn son, en hann lést í bernsku af slysförum 16. apríl 1963. Þau bjuggu á Hellissandi þar til Sverrir lést 12. september 1976. Seinni maður Fríðu Ingunnar er Stein- grímur Þórarinsson. Útför Magnúsar fór fram í kyrr- þey. Kveðja til Magga bróður. Erindi sem minna mig á líf hans. Sumarið líður. Sumarið líður. Það kólnar og kemur haust. Bylgjurnar byrja að ólga og brotna við naust. Af liminu fýkur laufið. Börnin breyta um svip. Fuglarnir kveðja. Í festar toga hin friðlausu skip ... Ég lýt hinum mikla mætti. Það leiðir mig hulin hönd, og hafið – og hafið kallar. – Það halda mér engin bönd. Ég er fuglinn sem flýgur, skipið sem bylgjan ber. Kvæði mín eru kveðjur. Ég kem, og ég fer. Stormurinn liggur frá landi. Brimið brotnar við naust. Ég kom að sunnan í sumar og sigli í haust. Bænir aftra mér ekki. Ég hegg á helgustu bönd, – yfirgef ástvini mína og æskunnar heimalönd. Af skipinu horfi ég heim ... Faðir, fyrirgef mér. Kvæði mín eru kveðjur. Ég kem, og ég fer. Ég berst fyrir bylgjum og stormi frá landi til lands. Ég bið bið ekki lýðinn um lof eða lárviðarkrans. Ég þrái að vera með vinum og þó er ég alls staðar einn, alls staðar útlendingur, alls staðar förusveinn. Kvæði mín eru kveðjur. Brimið brotnar við naust. Ég kom að sunnan í sumar og sigli í haust. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Minningarnar frá bernskuárunum streyma til mín, þegar við systkinin vorum að alast upp hjá henni mömmu. Þá var oft fjör og gaman. Eins er það mér góð minning þegar við Hemmi komum að heimsækja þig og Stellu systur og börn hennar, til Bandaríkjanna. Þá var glatt á hjalla hjá okkur og heilsan góð, sólin skein, framtíðin var björt og við skemmtum okkur á ýmsa vegu. En svo dró ský fyrir sólu og heilsan gaf sig hjá þér, elsku Maggi minn, og það stytti ekki upp í mörg erfið ár, fyrr en þú fékkst hvíldina. Þegar ég kom síðast til Bandaríkj- anna og heimsótti þig á sjúkrahúsið, þá áttaði ég mig á því hvað þú varst mikið veikur. Ég fylltist sorg við að sjá hversu veikur og hjálparvana þú varst. Ég er þess fullviss að hvíldin er þér kærkomin og ég trúi því að hún mamma hafi tekið á móti þér. Ég vil þakka Stellu systur okkar fyrir alla þá umhyggju sem hún sýndi þér. Núna veit ég að þú hefir öðlast kraft til þess að fara þínar eigin leiðir í nýjum heimi. Guð geymi þig, elsku bróðir. Ég sendi öllum ástvinum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Þín systir, Fjóla. MAGNÚS PÉTUR ÞORBERGSSON Elsku afi minn, nú er komið að kveðjustund hjá okkur. Þegar ég hugsa til þín koma margar minningar upp í huga mér. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig og fjölskyldu mína. Heima- vistin var sem skjól í stormi og þang- að gat maður alltaf leitað – til þín og ömmu. Þú sast alltaf í sama stólnum og drakkst úr sama bollanum. Það var líka ástæða fyrir því að þú sast innst við eldhúsborðið því að þá sástu fram í Svarfaðardalinn þinn, sem þú unnir svo heitt. Ég giska á að bollinn hafi verið ættaður úr smiðju eldhús- bíla Úlfars Jacobsen sem þér þótti svo vænt um. Afi, ég lærði svo margt af þér í líf- inu með nærveru þinni. Þú varst svo vandvirkur, handlaginn og skipulagð- ur sem sást vel t.d. í bílskúrnum þín- um. Þar var hægt að finna litlar skrúf- ur í eldspýtustokkum og stóra kartöflupoka í sérsmíðaðri kartöflu- geymslu. Þú kenndir mér lög eins og „Norður um land yfir svartan sand“ og „Nú bind ég skíði á fiman fót“ og þú sagðir mér ótal sögur þar sem þú og fleiri voruð sögupersónur. Þetta voru ferðasögur, öræfasögur, drauga- sögur, æskusögur og þetta voru líka draumar um sumarbústaðinn og framkvæmdir þar. Þú varst alveg einstaklega barn- góður, afi minn, og eru minningarnar úr sumarbústaðnum Lynghamri eins og gull í fjársjóðskistu minninganna sem gleymast aldrei. Þar var hægt að finna margt sem börn hafa gaman af að leika sér við eins og læk, tjörn og fleira sem náttúran bauð upp á og tjöld, „kofa“ sem kallast Tásustaðir og ýmislegt fleira. Ég hef buslað í læknum, baðað mig í tjörninni, haft stóran stein fyrir hest og þúfubarð fyrir hús. Þú og amma gáfuð mér GUNNAR JÓNSSON ✝ Gunnar Jónssonfæddist á Hær- ingsstöðum í Svarf- aðardal 26. október 1924. Hann lést á heimili sínu á Dalvík 15. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dalvíkur- kirkju 21. júní. tækifæri á að upplifa náttúruna og voru stundirnar ófáar sem við Kristín Björk áttum í þessum sælureit. Afi, þú sást líka til þess að maður gleymir aldrei jólaboðunum á annan í jólum en þar varst þú skríðandi á fjór- um fótum og sagðir: „Hohohó, ég er jóla- sveinninn.“ Þetta þótti okkur skemmtilegt og fyndið. Það má eiginlega segja að þú hafir gert þetta í 30 ár, þegar ég var lítil, þegar Gunnar bróðir var lítill, þegar Ívar frændi var lítill og þegar Halldór Logi var minni. Það voru alltaf litlir krakk- ar, börnin þín, barnabörnin þín og nú barnabarnabörnin þín. Þú heilsaðir Gunnhildi Lilju minni alltaf þegar við komum í heimsókn og sagðir sæl og blessuð og réttir fram höndina. Hún lærði líka svolítið af þér um daginn. Þú hafðir sagt með þinni fallegu rödd: „Æ, já, Guð blessi ykk- ur,“ og þetta greip hún, rétt að verða tveggja ára gömul. Daginn eftir fór- um við aftur í heimsókn til þín og ömmu og þegar það var komið að kveðjustund fór hún út og kallaði: „Blessi ykkur“ og lyfti hendinni í átt- ina til mín. Mig langaði svo, afi minn, að skrifa í minningargreininni atriði sem ég vil ekki gleyma – hversdagslegar minn- ingar um þig, afi. Eins og hvernig þú kveiktir í pípunni þinni með eldspýtu og þú lést loga svo lengi á henni að puttarnir þínir voru í hættu, þú lést eldspýtuna ýmist falla útbrunna í öskubakkann eða slökktir rólega á henni. Og ilmurinn af Raleigh-tóbak- inu þínu var svo mildur og góður. Svo vil ég ekki gleyma röddinni þinni, hvernig þú sagðir svo oft: „Jaaaááá“ eins og enginn annar segir það. Þú sagðir líka alltaf: „Jaaaááá, Magga mín.“ Þótt ég vildi láta kalla mig Mar- gréti varst þú sá eini sem fékk að segja Magga, það hljómaði aðeins vel hjá þér því þú varst svo góður og röddin svo góðleg. Elsku afi, þú varst svo heppinn að eiga hana ömmu því að hún hugsaði svo vel um okkur öll. Hún laðaði fram það besta í þér og okkur öllum sem syrgjum þig núna. Ég bið góðan Guð að vera hjá henni og styrkja hana á þessum erfiðu tímum. Elsku afi, ég kveð þig með söknuð í hjarta og segi Guð blessi þig og minn- ingu þína. Margrét Eiríksdóttir. Jæja, afi minn, þá er ferðin þín á enda, ferðin sem byrjar og endar hjá okkur öllum. Það er erfitt að setjast niður og skrifa um þig minningar- grein því að þú ert búinn að vera fast- ur punktur í tilveru minni síðan ég man eftir mér. Allar stundirnar sem ég er búinn að eyða með þér, í heima- vistinni, bústaðnum og bílskúrnum, koma upp í huga minn á þessari stundu. Allar sögurnar sem þú sagðir mér úr Svarfaðardalnum, af hálend- inu, rútuferðunum og skemmtilegu bílstjórunum sem þú kynntist í gegn- um starf þitt, koma sömuleiðis upp í hugann ásamt mörgu fleiru. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig, afi minn, hvernig var það þegar mig langaði í mótorhjól 11 ára gamlan? Ég þóttist vita að ég fengi ekki góðar undirtektir hjá foreldrum mínum svo ég kom til þín. Ég lýsti gripnum og þú spurðir að endingu: „Hvað kostar svo gripurinn?“ Ég sagði þér að hann kostaði 500 krónur og þær fékk ég að sjálfsögðu að láni hjá þér. Á yngri árum var maður nú dug- legur að skreppa í bústaðinn til ykkar ömmu, en bústaðurinn var ykkar sameiginlega áhugamál. Þar lærði maður eitt og annað um lífið í gegnum sögurnar frá þér. Eftir því sem árin liðu hittumst við ekki eins oft og áður þar sem ég fór á sjóinn, en það leið nú ekki það frí að við hittumst ekki yfir kaffibolla og meðlæti því hún amma sér nú alltaf til þess að enginn fari svangur heim. Þegar við pabbi fórum með þér með í smáfjallaferð fyrir tveimur árum var það þvílík upplifun að fara á söguslóðir þínar inn að Herðubreið sem þú dáðir, Kreppu- tungu og á fleiri staði. Við vorum farnir að tala um aðra ferð, en þú veiktist og náðir þér ekki, enda krabbinn harður andstæðingur. Nú kveð ég þig, afi minn, ég veit að hún Gunnhildur Lilja hefur tekið á móti þér opnum örmum ásamt fleir- um. Þið eigið örugglega eftir að bralla ýmislegt saman sem við hin fáum að vita seinna. Elsku amma, Guð veri með þér og okkur öllum sem söknum afa svo sárt. Ágúst Eiríksson. Í bakgarðinum héldu ná- grannar mínir kanínu, sem dóttir mín fylgdist spennt með. Einn daginn var kanínan dauð og búið að greftra hana í garðinum. Ég reyndi að útskýra það fyrir dótt- ur minni, sem er að verða tveggja ára, að kanínan væri dá- in. Og þótt hún skildi eflaust ekki hvað í orðunum fólst, þá tengdi hún þau við að kanínan væri ekki lengur í garðinum. Fyrstu dag- ana á eftir sagði hún alltaf þegar hún gekk í garðinn: „Kanína dá- in.“ Um allan heim deila menn um hversu langt ríkisvaldið á að teygja sig til að hafa áhrif á og skipta sér af lífi borgaranna og hvert hlutverk samfélagsins eigi að vera. Innan herbúða Íhalds- flokksins breska eru miklar vær- ingar og einna harðasta gagnrýnin á Iain Duncan Smith, formann Íhaldsflokksins, hefur komið frá hans eigin flokksmönnum. Eitt skýrasta dæmi um hug- myndafræðileg átök innan flokksins er bókin „There is Such a Thing as Society“ eða Það er til samfélag, sem kom út síðastliðið haust. Forspjallið skrifar Dunc- an Smith. Þar segir hann gagn- rýni á fræg ummæli Margaret Thatcher reista á misskilningi, en þau voru á þá leið að samfélag væri ekki til. Ummælin urðu táknræn fyrir einstaklings- hyggju níunda áratugarins og hafa óspart verið notuð sem dæmi um andfélagslega afstöðu Íhaldsflokksins. Duncan Smith segist með þessu ekki vera að „endur- skilgreina“ flokkinn eða fjarlægj- ast arfleifð Thatcher. Aðstoðar- menn hans halda því raunar fram að Thatcher hafi verið látin vita af bókinni og kippi sér ekki upp við titilinn. Með ummælunum á sínum tíma hafi hún ekki átt við að fólk ætti að vera sjálfselskt og hunsa þarfir annarra. Þvert á móti hafi hún saknað þess að ein- staklingar tengdust jafn sterkum böndum og áður. Duncan Smith skrifar að Thatcher hafi vel vitað að fólk veitti hvert öðru gagnkvæman stuðning. „Það stofnar fjöl- skyldur, styður góðgerðarmál og gengur jafnvel í stjórn- málaflokka. Ríkisstjórnirnar sem hún stýrði ýttu undir frjálsa ákvarðanatöku, en þær eru grunnurinn að samfélagi frjálsra manna.“ Það sem vakir fyrir Duncan Smith er að búa Íhaldsflokknum þá ímynd að hann standi með þeim sem minna mega sín, að minnka vægi andstöðu flokksins við evruna og auka áhersluna á almannaþjónustu, þar sem fólkið sjálft gegnir lykilhlutverki: „… sonurinn sem annast aldr- aða og veika móður sína, ná- granninn sem heimsækir sjúk- ling sem ekki á heimangengt, kennarinn sem starfrækir lista- klúbb með nemendum eftir skóla, lögreglumaðurinn sem sinnir eft- irliti og tryggir öryggi í hverfinu, kaupsýslumaðurinn sem vinnur myrkranna á milli til að tryggja fjölskyldu sinni betra líf.“ Duncan Smith virðist hugleikið að breyta skilgreiningu sam- félags úr samtryggingu rík- isvaldsins í samtryggingu sem einstaklingarnir veita hver öðr- um af fúsum og frjálsum vilja. Með því að færa valdið frá ríkinu til einstaklingsins kemst sam- félag aftur í kokkabækur frjáls- hyggjunnar. Siðferðislegur grundvöllur frjálshyggjunnar er sá að enginn hafi rétt til að þvinga skoðunum sínum upp á aðra. Einstaklingar séu frjálsir að því marki, að at- hafnir þeirra skaði ekki frelsi annarra. Reynslan sýnir líka að framtak einstaklingsins er hag- kvæmara en ríkjanna. Þeir vita betur en valdhafar hvar hæfi- leikar þeirra liggja, hvernig best- ur árangur næst. Afköstin aukast og meira verður til skiptanna. En vandinn byrjar þegar orð- ræðan hittir fyrir veruleikann, einkum ef heimurinn á að rúmast innan ferkantaðrar hug- myndafræði. Ótal spurningum lætur frjálshyggjan ósvarað, sem verður ekki svarað svo vel sé, t.d. hvenær frelsi eins skerðir frelsi annars, hvort skiptingin sé rétt- lát, hversu mikla umsýslu ríkið þurfi að hafa, o.s.frv. Fleira spil- ar inn í, s.s. öryggis-, mannúðar- og menningarsjónarmið. Íhaldsflokkurinn breski á það sammerkt með öðrum stjórn- málaflokkum að þar er og verður ágreiningur. Íhaldsstefnan er ekki ferköntuð, heldur stöðug togstreita milli hefðar og breyt- inga, einstaklinga og samfélags. Edmund Burke, sem nefndur hefur verið faðir íhaldsstefn- unnar, sagði að umbætur væru aldrei fyllilega nýjar af nálinni; hefðin aldrei alveg úrelt. Jafnvel Thatcher vissi að fleira þyrfti til en hugmyndafræði, eins og fram kom í leiðara Morgun- blaðsins eftir kosningarnar 1983: „Íhaldsflokkurinn … setti ekki fram langan loforðalista eða háði baráttuna á hugmyndafræðileg- um forsendum heldur vísaði til ábyrgðar og trausts sem er ein- kenni raunsærra stjórnmála- manna er bregðast við hverjum vanda þegar hann rís án þess að fara undan í flæmingi eða á svig við hugsjónir sínar.“ Ég sá kanínu í garðinum í fyrradag og kallaði á dóttur mína, en hún hristi höfuðið vantrúuð og sagði: „Kanína dá- in.“ Þegar hún lét loks til leiðast og sá kanínuna glaðnaði yfir henni. Nágrannarnir höfðu af manngæsku sinni fengið sér nýja kanínu, krökkunum til ómældrar gleði. Þessa manngæsku þarf einnig að virkja þegar meira ligg- ur við. Það þarf ekki að stangast á við grundvallarlögmál frjáls- hyggjunnar að einstaklingarnir nýti samtakamáttinn, eins og Thatcher sagði: „Okkur er skylt að vernda þá þjóðfélagsborgara sem standa höllustum fæti … Efnahagsframfarir veita þeim sem mesta þörf hafa fyrir aðstoð besta tryggingu fyrir því að þeir fái hana.“ Þannig verður hófleg frjálshyggja, samspil hugmynda- fræði og veruleikans sem við glímum við, undirstaða velferð- arinnar. Samfélag, er það til? En vandinn byrjar þegar orðræðan hittir fyrir veruleikann, einkum ef heimurinn á að rúmast innan ferkantaðrar hugmyndafræði. VIÐHORF Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.