Morgunblaðið - 25.06.2003, Blaðsíða 42
ÍÞRÓTTIR
42 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
PÉTUR Hrafn Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Körfuknattleikssam-
bands Íslands, hefur verið tilnefnd-
ur af FIBA til að vera annar tveggja
eftirlitsmanna á úrslitakeppni EM
drengjalandsliða, en mótið verður
haldið í Madríd á Spáni síðari hluta
næsta mánaðar. Þetta er í fyrsta
sinn sem íslenskur eftirlitsmaður er
tilnefndur í úrslitakeppni EM.
ÖRLYGUR Helgi Grímsson, kylf-
ingur í Golfklúbbi Vestmannaeyja,
sló draumahöggið sitt á mánudag-
inn, fór holu í höggi á 14. braut sem
er 122 metra löng. Til verksins not-
aði hann fleygjárn.
EDOURD Malofeev, landsliðs-
þjálfari Hvít-Rússa í knattspyrnu,
sagði upp störfum í gær. Uppsögnin
kemur í kjölfar 5:0 ósigurs Hvít-
Rússa gegn Austurríkismönnum í
undankeppni EM á dögunum.
DAVID Beckham komu fréttirnar
um uppsögn Vicente del Bosque,
þjálfara Real Madrid, mjög á óvart
en hann vildi að öðru leyti ekki tjá
sig um málið þegar breskir fjöl-
miðlar leituðu eftir áliti hans á upp-
sögninni.
COLIN Healy verður að öllum lík-
indum fyrsti leikmaðurinn sem Dav-
id O’Leary, nýskipaður knatt-
spyrnustjóri Aston Villa, fær til liðs
við sig. Healy, sem er miðjumaður,
er írskur landsliðsmaður sem leikið
hefur með Celtic í Skotlandi.
ENSKIR fjölmiðlar gera því
skóna að koma Healy til Villa verði
til þess að O’Leary reyni ekki að
halda Jóhannesi Karli Guðjónssyni
hjá félaginu en hann var sem kunn-
ugt er í láni hjá Birminghamliðinu
frá Real Betis.
FRAMTÍÐ Brasilíumannsins
Ronaldinho mun ráðast á föstudag.
Þá mun leikmaðurinn ákveða hvort
hann fari frá PSG eða ekki. Kapp-
inn fann sig engan vegin í Álfu-
keppninni sem Brasilíumenn duttu
út úr í riðlakeppninni. Ronaldinho
hefur verið orðaður m.a. við Man-
chester United, Barcelona, New-
castle og Real Madrid.
NÝLIÐARNIR, Pourtsmouth í
ensku úrvalsdeildinni fengu góðan
liðstyrk í gær er þeir gerðu þriggja
ára samning við króatíska varnar-
manninn Boris Zivkovic sem leikið
hefur með Bayer Leverkusen í
þýsku úrvalsdeildinni undanfarin
ár.
UNGVERSKI handknattleiks-
maðurinn Jozef Eles hefur gert
samning við gríska liðið Filippos
Verias en Eles hefur leikið mörg
undanfarin ár með hinu geysisterka
Fotex Vezsprém í heimalandi sínu.
Hjá Filippos Verias, sem tapaði fyr-
ir danska liðinu Skjern í úrslitaleik
Áskorendakeppni Evrópu í vor,
hittir Eles fyrir tvo gamla jaxla,
Rússana Alexandre Tutchkine og
Viacheslav Atavin, sem ættu að
vera íslenskum handboltaáhuga-
mönnum vel kunnugir.
FÓLK
Liðunum er skipt upp í fjórastyrkleikaflokka. Í fyrsta
flokki eru Svíþjóð, Þýskaland,
Danmörk og Ísland, í næsta Rúss-
land, Frakkland, Spánn og Tékk-
land, í þeim þriðja Slóvenía, Portú-
gal, Júgóslavía og Úkraína og í
fjórða flokki eru Sviss, Pólland,
Króatía og Ungverjaland.
Dregið verður þannig að fyrst
verða liðin í fjórða flokki dregin í
riðla, sem eru fjórir. Því næst lið
úr öðrum flokki og síðan úr fyrsta
flokki. Þá vantar aðeins eitt lið í
hvern riðil og gestgjafarnir, Sló-
venar, hafa stundarfjórðung til að
velja sér riðil áður en hinar þrjár
þjóðirnar í þriðja flokki eru dregn-
ar í riðla.
„Ég er nokkuð viss um að Sló-
venar velja okkur, eða þann riðil
sem við erum í,“ sagði Einar Þor-
varðarson, framkvæmdastjóri
Handknattleikssambandsins, í
samtali við Morgunblaðið í gær.
„Við erum taldir slakastir þjóð-
anna í fyrsta flokki og það hefur
verið tilhneiging til að telja okkur
það lið sem oftast leikur yfir getu
á svona mótum. Svo er líka annað
sem gæti spilað inn í ákvörðun
Slóvena en það er sú staðreynd að
við og Þjóðverjar höfum þegar
tryggt okkur rétt til að leika á Ól-
ympíuleikunum næsta ár en Svíar
eru að berjast um laus sæti þar,“
sagði Einar.
Sex þjóðir komust beint á Evr-
ópumótið í Slóveníu, Svíar sem
Evrópumeistarar, Slóvenar sem
mótshaldarar og síðan þær þjóðir
sem urðu í 2. til 5. sæti á EM í
Svíþjóð í fyrra. Þetta eru Þýska-
land, Danmörk, Ísland og Rúss-
land.
EM verður leikið í fjórum borg-
um í Slóveníu: Celje, Koper,
Ljubljana og Velenje. Milliriðlarn-
ir verða leiknir í Celje og Ljublj-
ana og úrslitin í höfuðborginni
Ljubljana.
Dregið er á föstudagskvöldið og
verður hafist handa klukkan 19 að
íslenskum tíma í Portoroz. Enginn
Íslendingur verður viðstaddur
dráttinn. „Við treystum Slóvenum
til þess að gera þetta eins og vera
ber,“ sagði Einar.
Dregið verður í riðla í Evrópukeppninni í handknattleik á föstudag
Morgunblaðið /RAX
Það kemur í ljós á föstudagskvöldið hverja Guðmundur Þ. Guð-
mundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, og lærisveinar
hans glíma við á EM í Slóveníu í upphafi næsta árs.
Slóvenar
vísir til að
velja Ís-
lendinga
DREGIÐ verður í riðla lokakeppni Evrópukeppninnar í handknatt-
leik á morgun. Keppnin verður í Slóveníu í lok janúar á næsta ári og
verður dregið í borginni Portoroz.
sams konar keppni og Ryder Cup
hjá körlunum. Hún varð fyrst
kvenna til að fá Rolexverðlaunin á
mótaröðinni en þau hlaut hún í
hittiðfyrra þegar hún lék fjóra
hringi í röð undir 70 höggum.
Beth Bauer hefur verið atvinnu-
maður í rúm tvö ár og var kjörin
nýliði ársins það árið á mótaröð-
inni. Hún varð sex sinnum í einu af
tíu efstu sætunum og fimmtán
sinnum í einhverju af tuttugu efstu
sætunum á mótaröðinni.
Stephanie Louden gerðist at-
vinnumaður 2001 eftir glæstan
bandarískri stúlku. Þrjár þeirra
bandarísku hafa getið sér gott orð
á mótaröðinni þar. Carin Koch
gerðist atvinnumaður 1992 og var í
liði Bandaríkjanna árið 2000 sem
sigraði á Solehim Cup, sem er
Íslensku stúlkurnar sem keppaeru Herborg Arnarsdóttir og
Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR
og Keilisstúlkurnar Ólöf María
Jónsdóttir og Þórdís Geirsdóttir.
Hver þeirra leikur í liði með einni
áhugamannaferil frá því hún
komst í átta manna úrslit á Opna
bandaríska áhugamannamótinu
1997.
Amstel Light-mótið hefst eins
og áður segir í dag hjá Keili og GR
og hefst keppnin klukkan 16 í dag.
Á morgun hefja menn leik kl.
18.30 og leika fram yfir miðnætti.
Alls eru um 300 erlendir golf-
áhugamenn hér vegna mótsins en
ríflega 200 spila, hinir gera annað
sér til skemmtunar, fara á hest-
bak, í Bláa lónið, á jökla og fleira
skemmtilegt.
AMSTEL Light Iceland Open-golfmótið hefst í dag á tveimur völlum
samtímis, Hvaleyrarvelli Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði og Graf-
arholtsvelli Golfklúbbs Reykjavíkur. Þetta er boðsmót, þar sem
rúmlega 200 bandarískir kylfingar taka þátt, og stendur í tvo daga. Í
tengslum við mótið koma fjórar konur sem leika á LPGA-mótaröð-
inni í Bandaríkjunum og á morgun ætla þær að taka þátt í fimm holu
scramble-keppni ásamt fjórum íslenskum stúlkum. Keppnin verður
á Grafarholtsvelli og hefst klukkan 10 árdegis.
Atvinnukylfingar á Grafarholtsvelli
INDRIÐI Sigurðsson, landsliðs-
maður í knattspyrnu og leikmaður
Lillestrøm í Noregi, sagði í samtali
við Morgunblaðið að blaðamaður
Romerikes Blad í Noregi hefði farið
ansi frjálslega með orð sín í viðtali
sem birtist í blaðinu um helgina og
Morgunblaðið sagði frá á mánudag.
Þar var haft eftir Indriða að hann
væri mjög óhress með að hafa verið
settur út úr byrjunarliði Íslands fyr-
ir leikinn í Litháen á dögunum, og
einnig að hann hefði sagst vera besti
vinstri bakvörður Íslands.
Indriði sagði að í báðum þessum
atriðum hefði viðkomandi blaða-
maður getið í eyður og lagt sér orð í
munn. „Ég sagði aldrei að ég væri
óhress eða pirraður yfir því að vera
settur út úr byrjunarliðinu, heldur
að ég hefði að sjálfsögðu verið
svekktur yfir því að byrja ekki inn á
eins og eðlilegt er í fótboltanum. Það
sást hins vegar á leiknum í Litháen
að sú ákvörðun þjálfarans að breyta
um leikaðferð, sem kostaði mig sæt-
ið í liðinu, var klók og vel ígrunduð
og ég er fyllilega sáttur við hana, og
var sammála þjálfaranum þegar
hann lagði hana upp fyrir leikinn.
Enda er ég afar ánægður með að
vera í landsliðshópnum og vera hluti
af því sem þar er að gerast. Varð-
andi meintar yfirlýsingar mínar um
að ég væri besti vinstri bakvörður-
inn á Íslandi er það algerlega frá
blaðamanninum komið; ég hefði
aldrei farið að lýsa einhverju svona
yfir. Ég ræddi við blaðamanninn og
hann lofaði að leiðrétta þetta að ein-
hverju leyti, hvort sem hann svo
stendur við það eða ekki.“
Indriði segir sér hafa verið
lögð orð í munn
Í ÚRSLITAKEPPNI Evr-
ópumótsins í handknattleik í
Slóveníu á næsta ári verður leik-
ið í fjórum borgum. Riðlakeppn-
in fer höfuðborginni Ljubljana í
Tívolí-höllinni sem tekur 8.000
áhorfendur í sæti. Einnig verður
leikið í Celje, en Pod Golovcen-
íþróttahöllin rúmar 5.616 manns
í sæti. Þá verður spilað í Koper
og Velenje. Bonifika-íþróttahöll-
in í Koper rúmar 5.500 áhorf-
endur og Rodeca Dvorona-
íþróttahöllin í Velenje rúmar
5.000 áhorfendur.
Undanúrslit fara síðan fram í
Ljubljana og Celje en úrslitaleik-
irnir í höfuðborginni síðustu
keppnishelgina, laugardaginn
31. janúar og sunnudaginn 1.
febrúar. Blásið verður til leiks
fimmtudaginn 22. janúar.
Leikið í fjórum borgum
KEFLVÍKINGURINN Adolf Sveins-
son var í gær úrskurðaður í tveggja
leikja bann af aganefnd KSÍ vegna
atviks sem átti sér stað í leik Kefla-
víkur og Leifturs/Dalvíkur í 1. deild
karla síðastliðinn föstudag.
Leikmaður Þórs/Dalvíkur lá
óvígur eftir á vellinum eftir við-
skipti við Adolf á 38. mínútu leiksins
en leikmaðurinn var alblóðugur í
andliti og þurfti að fá skiptingu. Örn
Bjarnason dómari sá ekki atvikið
enda sneri hann baki í það og að-
stoðardómararnir tóku ekki eftir
því hvað gerðist. Guðmundur Sig-
urðsson, eftirlitsdómari KSÍ, sá hins
vegar hvað gerðist og samkvæmt
skýrslu hans gaf Adolf mótherja sín-
um olnbogaskot með fyrrgreindum
afleiðingum. Aganefnd KSÍ hafði til
hliðsjónar skýrslu eftirlitsmannsins
og dæmdi Adolf í tveggja leikja
bann í gær sem tekur gildi á föstu-
daginn.
Þess má geta að Milan Stefán
Jankovic, þjálfari Keflvíkinga, tók
Adolf út af í leikhléinu enda fór at-
vikið ekki framhjá honum þar sem
það átti sér stað beint fyrir framan
varamannabekk Keflvíkinga.
Í keppnisbann fyrir
olnbogaskot