Morgunblaðið - 25.06.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.06.2003, Blaðsíða 18
AKUREYRI 18 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ KARLAKÓR Akureyrar Geysir syngur við messu í Péturskirkjunni í Róm á morgun, fimmtudag, þar sem Jóhannes Páll páfi verður við- staddur og syngur raunar aðal- messuna. Akureyringarnir syngja fjögur lög og hlakkar hópurinn mikið til að sögn Erlu Þórólfs- dóttur, stjórnanda kórsins. Alls eru 29 kórfélagar með í för auk Erlu. Svo skemmtilega vill til að þetta er ekki í fyrsta skipti sem Erla flytur tónlist fyrir páfa; hún söng barn með Kirkjukór Akraness við nýárs- messu Páls páfa þrettánda 1978, skömmu áður en hann dó, og segir það hafa verið ógleymanlegan at- burð. „Þetta verður klukkustundarlöng athöfn þar sem páfi syngur aðal- messuna, en auk hans tekur þátt í athöfninni herskari kardinála, munka og preláta,“ sagði Erla í samtali við Morgunblaðið í gær þar sem hún var stödd í litlu þorpi skammt utan Rómaborgar. Þegar hún er spurð um lagavalið segir Erla að kórinn syngi það flott- asta sem hann geti boðið upp á, að hennar mati. Fyrst syngur kórinn Almáttugur Guð allra stétta úr Lilju (sem allir vildu kveðið hafa) Ey- steins Ásgrímssonar, þá Ave María eftir Kaldalóns, síðan Faðir vor eft- ir Malotte og loks Heyr himna smið- ur eftir Kolbein Tumason við lag Þorkels Sigurbjörnssonar. Nýlega var kveðið upp úr um það að sálmur Kolbeins væri elsti sálmur sem sam- inn hefði verið á Norðurlöndum. Karlakór Akureyrar Geysir stát- ar af prýðilegum einsöngvurum, og tveir kórfélaga spreyta sig í einsöng að páfanum viðstöddum á morgun; annars vegar Jóhannes Gíslason í Faðir vorinu og hins vegar Þorkell Pálsson í Ave Maríu. Kórinn hélt utan á laugardag og söng á sunnudaginn í hádegismessu í Markúsarkirkjunni í Feneyjum og á mánudagskvöldið söng hann svo í Anastasíu-kirkjunni í Verónu, elstu kirkju borgarinnar að sögn Erlu. Kórinn á frí í dag en á morgun rennur „stóri dagurinn“ upp eins og Erla orðaði það. „Jú, það eru allir orðnir mjög spenntir. Þetta verður rosalega gaman og örugglega stund sem maður á eftir að muna alla ævi,“ sagði hún. Erla sagði helst að menn kviðu því að syngja vegna hit- ans. „Það er svolítið erfitt fyrir strákana að vera í smóking í 32–35 stiga hita.“ Kórfélagar eru 29 í ferðinni, auk Erlu, sem fyrr segir og einnig er með í för Sólveig Anna Jónsdóttir píanóleikari. Akureyringar syngja fyrir páfann Erla Þórólfsdóttir stjórnandi Karlakórs Akureyrar Geysis söng fyrir Pál páfa þrettánda sem barn 1978 Reuters Jóhannes Páll páfi II HÁSKÓLINN á Akureyri og Dul- kóðun Islandia hafa gert með sér samning um kaup þess fyrrnefnda á Webdemo-fjarkennslu- og net- fundakerfinu. Kerfið mun gera há- skólanum kleift að halda kennslu- stundir í rauntíma með nemendum beint yfir Netið með hljóði og mynd, en það byggist á nýrri teg- und fjarfundakerfa sem það mun keyra á tölvukerfi háskólans. Það styður vörpun á skjá fundarstjóra yfir á skjá allra fundarmanna, flutning á skjölum, sameiginleg vinnslusvæði fyrir netfundi og samvinnslu á forritum. Allir fundir verða nú teknir upp til að hægt sé að spila þá aftur í heild sinni seinna. Notendur þurfa einungis að vera með nýlega útgáfu af Internet Explorer og þokkalega góða net- tengingu til að geta notað kerfið. Sigrún Magnúsdóttir, forstöðu- maður upplýsingasviðs HA, sagði að þetta kerfi væri hrein viðbót við þann fjarfundabúnað sem verið hefur í notkun og að HA væri eini skólinn á landinu sem er kominn með þetta kerfi. „Þetta gerir okkur kleift að kenna mörgum nemend- um í einu þó að þeir séu dreifðir um stórt svæði. Við erum ekki lengur bundin því að þurfa að hafa marga nemendur á sama stað á landinu. Þetta skapar nýja mögu- leika í fjarkennslunni og í raun og veru er Netið það eina sem þarf. Við erum fyrst til að taka kerfið í notkun en ég veit að það eru aðrir skólar sem eru að skoða kerfið og eru að hugsa um að kaupa það. Kerfið er ekki dýrt miðað við þau not sem við munum hafa af því. Það sem er líka kostur við þetta er að við getum leyft nemendum okk- ar að hafa samskipti sín á milli, til dæmis vegna hópverkefna sem verið er að vinna. Þau geta unnið saman, verið í mynd og haft hljóð, þau geta einnig deilt með sér skjöl- um úr tölvunni og því verið á mörg- um stöðum á landinu. Þetta getur því skapað aukna samvinnu meðal fjarnema við skólann. Einnig er þetta fundarkerfi fyrir okkur ef við þurfum að halda fjarfundi. Kennar- arnir geta líka verið heima hjá sér við kennsluna ef þeir vilja þannig að þetta er mikil hagræðing fyrir háskólann,“ sagði Sigrún. Háskólinn á Akureyri tekur fyrstur skóla í notkun nýtt fjarfundakerfi Fjarnemar þurfa ekki lengur að vera á sama stað IÐANDI mannlíf var í fyrrakvöld í Kjarnaskógi, hinu vinsæla útivist- arsvæði Akureyringa, í blíðskapar- veðri. Aðalheiður S. Eysteinsdóttir myndlistarkona stóð þar fyrir tveimur uppákomum, annars vegar grillveislu í tilefni fertugsafmælis síns og hins vegar opnaði hún myndlistarsýningu, af sama tilefni, og þær verða einmitt 40 sem hún opnar víðs vegar um heiminn á jafn mörgum dögum í tilefni afmælisins eins og áður hefur komið fram í Morgunblaðinu. Í dag, miðvikudag, opnar Aðal- heiður þriðju sýninguna í þessari 40 sýninga röð, í Gránuhúsinu í sínum gamla heimabæ, Siglufirði. Gilfélagið stóð einnig fyrir uppá- komu í Kjarnaskógi í fyrrakvöld vegna Jónsmessunnar, nokkurs konar ratleik sem mikill fjöldi fólks tók þátt í. Þá var boðið upp á brúðusýningar fyrir börnin í tengslum við alþjóðlega brúðuleik- húshátíð á Akureyri um helgina. Fulltrúar Minjasafnsins grófu upp gamla drauga, að sögn, fluttur var margvíslegur fróðleikur um Jóns- messuna og að endingu var dansað og sungið. Þá ku einhverjar hafa velt sér naktir upp úr dögginni… Aðalheiður afmælisbarn Eysteinsdóttir heilsar upp á tvo gestanna í fer- tugsafmælinu, sem haldið var á vinsælu grillsvæði neðst í Kjarnaskóginum. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Arnar Elfar var einn fjölmargra sem skoðuðu listaverk Aðalheiðar í fyrra- kvöld. Hann sagðist ekkert óttast að svanurinn flygi með sig á brott! Líf og fjör í Kjarnaskógi NÚ er að mestu lokið þeirri miklu uppbyggingu við gróðr- arstöðina í Kjarnaskógi sem ákveðið var að ráðast í fyrir tveimur árum með auknum framleiðslusamningum í kjöl- far útboðs fyrir Norðurlands- skóga- og Landgræðsluskóga- verkefnið. Vignir Sveinsson, formaður Skógræktarfélags Eyjafjarð- ar, segir að heildarfjárfesting sl. tvö ár nemi rúmlega 20 milljónum króna. „Framleiðslugeta stöðvar- innar hefur nær tvöfaldast og er hún nú ein hin stærsta á landinu. Hægt er að framleiða um tvær milljónir trjáplantna auk garðplantna og sumar- blóma. Með þessu er félagið orðið öflugt framleiðslu- og þekkingarfyrirtæki sem skiptir verulegu máli í at- vinnulegu tilliti, en ársstörf eru að meðaltali fimmtán og hefur fjölgað um fjögur frá fyrra ári.“ Hann segir áætlaða veltu ársins 54 milljónir króna og muni væntanlega aukast þeg- ar afkastageta verður full- nýtt, sem stefnt er að að verði á næsta ári. „Það stefnir í auknar fjárveitingar á næstu árum og með vaxandi verk- efnum á sviði skógræktar kunna einnig að skapast enn frekari tækifæri til aukinnar framleiðslu sem leiðir af sér þörf fyrir byggingu fleiri gróðurhúsa og stækkun á ræktunarsvæði,“ sagði Vignir. NÆSTKOMANDI laugardag, hinn 28. júní, kl. 16 ætla gamlir innbæjingar að hittast við Hoepfner og fara í sögu- göngu um innbæinn undir leiðsögn Gunnars Árnasonar, sem sjálfur er gamall innbæ- ingur. Göngunni lýkur við Skauta- höllina þar sem áætlað er að grilla um sexleytið. Grill munu verða til staðar en hver og einn þarf að koma með mat, drykki, borð og stóla. Ætlunin er að skemmta sér fram eftir kvöldi og vonast er eftir að sem flestir sjái sér fært að mæta, segir í frétta- tilkynningu frá Átthagafélagi innbæinga. Gamlir innbæing- ar hittast Kjarnaskógur Gróðrar- stöðin stækkuð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.