Morgunblaðið - 25.06.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.06.2003, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2003 33 Nonni bróðir hefur nú fengið hvíld- ina eftir erfiða sjúkdómslegu þar sem hann naut umönnunar og umhyggju eiginkonu sinnar og fjölskyldu fram á síðasta dag. „Harður dómur“ var það eina sem Nonni hafði að segja þegar ljóst var hvert stefndi. Eftir það tók hann sjúk- dómnum af einstöku æðruleysi eins og hans var von og vísa og ávallt var stutt í brosið. Æðruleysið fékk hann í arf frá mömmu, en þau voru um margt lík, og verður það vonandi styrkur hennar nú þegar hún sér á eftir öðru barni sínu. Í hugann streyma minningar frá uppvaxtarárunum í Heiðarhöfn þar sem ávallt var líf og fjör. Þótt ekki væru þar öll lífsins þægindi voru sam- verustundirnar hamingjuríkar í stórum systkinahópi. Þar var nóg að gera í leik og starfi og aldrei leiðin- legt. Nonni bróðir var elstur bræðranna og mæddi mest á honum. Eldri syst- kinin þurftu að gæta þeirra sem yngri voru og eins þurfti hjálparhönd við búskapinn. Nonni fór á grásleppu með pabba og hafði m.a. þann starfa að hengja hana upp sem og að sigta hrogn í tunnur og senda suður. Verkefnin voru mörg og fjölbreytt í sveitinni. Það var nóg að gera við sauðburðinn; finna líflítil lömb í skurðum og koma þeim í hús og inn í bakaraofn. Eins þurfti að hugsa um kýrnar og svínin sem mér þóttu leið- inleg. Farið var upp á Heiðarfjall að sækja svínamat og oft var gaman að fara á haugana því þar var margt merkilegt þótt ekki væri það nema blýantur eða kaka í dós. Á vorin stál- umst við út í nóttina þegar kríuvarpið stóð sem hæst og tíndum egg. Mér er minnisstæð nóttin þegar við krakkarnir urðum innlyksa vegna veðurs í Stólpavík. Þá var gott að hafa Nonna bróður með sem gætti okkar og hélt ró sinni. Þegar við komum heim var öllum stillt upp á eldhús- bekk og skammtaður vínsopi úr mat- skeið til að ná úr okkur mesta hroll- inum. Nonni hafði gaman af öllu því sem hann tók sér fyrir hendur, hvort sem það voru bústörf, sjómennskan eða starfið á flugvellinum á Þórshöfn sem hann sinnti fram undir það síðasta. Hann hafði yndi af sveitinni og sýndi það sig hversu römm sú taug var er hann bað um að fá að heimsækja Heiðarhöfn í síðasta sinn. Þar kvaddi hann minningu æskuáranna. Nú er JÓN AXEL MATTHÍASSON ✝ Jón Axel Matt-híasson fæddist á Patreksfirði 17. sept- ember 1942. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Húsavík fimmtudag- inn 12. júní síðastlið- inn og var hann jarð- sunginn frá Þórs- hafnarkirkju laugar- daginn 21. júní. Vegna mistaka í vinnslu blaðsins féll niður fyrri hluti greinarinnar, sem hér fer á eftir, þegar hún birtist á útfarardaginn ásamt fleiri greinum um Jón Axel, og er hún því endurbirt hér. Hlutaðeig- endur eru beðnir velvirðingar á þesssum mistökum. Heiðarhöfn komin í eyði en hún á ítök í okk- ur öllum. Ég verð ævinlega þakklát Nonna og Möttu fyrir hjálpina er þau tóku mig og dóttur mína litla inn á heimili sitt hluta úr vetri. Þótt húsnæðið væri lítið og börnin mörg munaði þau ekki um að bæta okkur við. Ég var svo heppin að fá tækifæri til að launa þeim greið- ann að einhverju leyti er Sigga „stóra“ eins og börnin mín kölluðu hana, dóttir Nonna og Möttu, dvaldi hjá okkur fyrir sunnan í einn vetur á meðan hún stundaði nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Þá var nú oft kátt á hjalla. Þegar Nonni varð 60 ára hélt hann upp á afmælið með ferð til Mallorca ásamt Möttu, Höddu og Bjarka og þeirra bestu vinum Jónu og Þorbergi. Allir lögðust á eitt til þess að gera ferðina eftirminnilega. Ég sá þegar ég tók á móti honum við komuna heim hvað hann var alsæll með afmælis- ferðina, brosandi út að eyrum þótt hann væri þá kominn í hjólastól. Margir lögðust á eitt og stóðu ætt- ingjar, vinir og íbúar á Þórshöfn fyrir söfnun um síðustu jól til þess að Nonni gæti farið í aðra ferð. Því mið- ur gat hún ekki orðið vegna veikind- anna en fólk gaf af heilum hug og á þakkir skilið fyrir það. Elsku stóri bróðir, þótt söknuður- inn sé sár er ég þakklát fyrir það að þessu stríði er lokið. Hafðu þökk fyrir allt sem þú varst mér. Af öllum öðrum ólöstuðum hefur Jón bróðir stutt dyggilega við bakið á Möttu og fjölskyldu í veikindum Nonna og gert allt sem mögulegt var. Við sendum innilegar samúðar- kveðjur til Möttu, Ívars, Siggu, Lilju og Matthíasar sem og maka og barna. Megi ljósið vísa ykkur veginn og styðja á þessum erfiðu tímum. Magnea Guðný (Maggý) og fjölskylda. Elsku pabbi. Það eru svo margar minningar sem leita á hugann, en samt er erf- itt að koma þeim á blað. Þú og ég áttum alltaf okkar sérstöku tengsl sem voru bara okkar á milli. Alveg frá því að ég var lítil stelpa var það þannig. Þú varst mjög ákveðinn maður með sérstakar áherslur. Ég man til dæmis eftir orðsendingum á herbergishurðinni minni sem á stóð: GYLFI JÓHANNSSON ✝ Gylfi Jóhannssonfæddist í Lax- dalshúsi á Akureyri 21. ágúst 1935. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ak- ureyri sunnudaginn 18. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Ólafsfjarð- arkirkju 23. maí. „Umgengni eykur manngildi“ og „Um- gengni sýnir innri mann“. Þá var þér nóg boðið draslið í herberg- inu og þetta var aðferð- in við að koma því á framfæri. Þú varst mesta snyrtimenni sem ég hef þekkt og þoldir verst af öllu óburstaða skó og óstraujaðar skyrtur. Þú kenndir okkur að vera hrein og bein og vera dugleg og fyrir það þakka ég ykkur mömmu alla tíð, því það tel ég vera bestu kosti hvers manns. Ég kveð þig, pabbi minn, þar til að við hitt- umst næst og ég veit að þú skilar kveðju til mömmu frá mér. Ástarkveðja, Alda Agnes. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minning- argreina Elskuleg vinkona okkar, SIGURBJÖRG BENEDIKTSDÓTTIR, til heimilis í Skálatúni, Mosfellsbæ, sem lést fimmtudaginn 12. júní síðastliðinn, verður jarðsungin frá Lágafellskirkju í dag, miðvikudaginn 25. júní, kl. 13.30. Starfsmenn og heimilisfólk í Skálatúni. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGÓLFUR JÓNSSON frá Suðureyri við Súgandafjörð, til heimilis á dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, lést miðvikudaginn 18. júní sl. Jarðsett verður frá Akraneskirkju fimmtudag- inn 26. júní kl. 14.00. Jónína Ingólfsdóttir, Ásmundur Ólafsson, Magnús Ingólfsson, Margrét Guðjónsdóttir, Arnfríður Ingólfsdóttir, Pálmi Adólfsson, Hafsteinn Ingólfsson, Guðrún Kristjana Kristjánsdóttir, barnabörn og langafabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, DÓRA S. JÓNSDÓTTIR, Tejn, Borgundarhólmi, Danmörku, áður til heimilis í Hvammsgerði 7, Reykjavík, lést á sjúkrahúsi í Rönne, Borgundarhólmi aðfaranótt mánudagsins 23. júní. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Erna Espersen, Ivar Espersen, Þór Magnússon, Svanhvít Ásmundsdóttir, Rut Magnúsdóttir, Smári Magnússon, Óðinn Magnússon, Agnieszka Iwona Szejnik, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, JÓRUNN ÞÓRÐARDÓTTIR frá Keflavík, lést á Droplaugarstöðum aðfaranótt mánu- dagsins 23. júní. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 1. júlí klukkan 13.30. Knútur Karlsson, Guðný Ögmundsdóttir, Birgir Karl Knútsson, Sigríður Sía Jónsdóttir, Ögmundur Haukur Knútsson, Hildigunnur Svavarsdóttir og langömmubörnin. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, BJÖRN JÓNSSON, Kópavogsbraut 1B, Kópavogi, lést á hjartadeild Landspítala við Hringbraut sunnudaginn 15. júní. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Jón Björnsson, Þorgerður Aðalsteinsdóttir, Þuríður Björnsdóttir, Þór Sigurbjörnsson, Björn Björnsson, Kolbrún Magnúsdóttir, Gunnar Björnsson, Hilda Furuseth, Matthildur Björnsdóttir, Thor Erik Jörgensen, barnabörn, barnabarnabörn og langalangafabarn. Ástkær móðir mín, JÓHANNA ARADÓTTIR, áður til heimilis í Stangarholti 20, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli að morgni þriðjudagsins 24. júní. Ásmundur Halldórsson. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORVALDUR KRISTJÁN JÓNSSON, Hrafnagilsstræti 32, Akureyri, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fimmtudaginn 19. júní. Útför hans mun fara fram í kyrrþey að ósk hins látna. Bryndís Ármann Þorvaldsdóttir, Örlygur Ívarsson, Ásdís Ármann Þorvaldsdóttir, Kári Árnason, Stefán Þorvaldsson, María Guðmundsdóttir, Heiðdís Ármann Þorvalsdóttir, Bergþór Erlingsson, Valdís Ármann Þorvaldsdóttir, Sigurður Lárusson, Hafdís Ármann Þorvaldsdóttir, Tómas Lárus Vilbergsson, barnabörn og barnabarnabörn. Bróðir okkar, HRÓLFUR VALDIMARSSON frá Vatnsfjarðarseli, Eyrargötu 6, Ísafirði, andaðist á Sjúkrahúsi Ísafjarðar mánudaginn 23. júní. Systkini hins látna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.