Morgunblaðið - 25.06.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.06.2003, Blaðsíða 40
DAGBÓK 40 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Víkverji skrifar... YNGSTA barn Víkverja er aðbyrja í leikskóla þessa dagana en það eru tíu ár síðan hann átti síð- ast ungviði á yngstu deild slíkrar stofnunar. Og þvílík breyting sem hefur átt sér stað á leikskólum eða þá að mikill munur er á starfi milli skóla. Þriðji möguleikinn er auðvitað sá að Víkverji sé orðinn gleyminn með árunum! Hann fékk ítarlegar upplýsingar í upphafi skólagöngu barnsins en var svo bent á að leik- skólinn héldi úti heimasíðu þar sem fréttir eru skráðar og hægt er að lesa sér til um hitt og þetta sem snertir skólastarfið. Það var tilkomumikið að sjá sér- fræðingateymi leikskólans en í því er atferlisþjálfi, iðjuþjálfi, sálfræð- ingur, talmeinafræðingur og þroska- þjálfi. Foreldrar eru hvattir til að hafa samband við deildarstjórana ef þeir halda að barnið þurfi aðstoð slíks kunnáttufólks. Og matseðill vikunnar liggur frammi og síðan er tíundað á blaði uppi á vegg hvernig barnið borðar svo foreldrar geti fylgst með og líka hvernig börnin hvílast. Dagskráin er í föstum skorð- um en fjölbreytt og þó að á stefnu- skránni sé ýmiss konar fræðsla þá er hún klædd í búning leikja og skemmtana. Víkverji er ánægður með leik- skóla barnsins og skilur vel að það hafi strax samþykkt að fara þangað með bros á vör eftir eina stutta heimsókn. x x x VINUR Víkverja skrapp til Wrocl-av í Póllandi fyrir nokkrum dög- um vegna vinnu sinnar og fannst borgin einstaklega falleg og vinaleg. Hann segir að hún sé endurbyggð í sinni upprunalegu mynd eftir að hún eyðilagðist í seinni heimsstyrj- öldinni árið 1945. Þetta var áður þýsk borg, Breslau, en Pólverjar breyttu nafninu í Wroclav þegar hún komst í þeirra hendur eftir að stríð- inu lauk. Vinurinn benti á að þarna væru góð hótel, fín veitingahús, að borgin væri þrifaleg og enn sem komið er væri fjöldi ferðamanna temmilegur. Verð er hagstætt. Wroclav er í Neðri Slésíu sem er mjög fallegt landbúnaðarhérað og liggur að landamærum Tékklands. x x x OG AF ÞVÍ að Víkverji er svo já-kvæður í dag þá má hann til með að agnúast aðeins út í stór- markaðina. Málið er að maki Vík- verja átti leið um París á dögunum og keypti glæný kirsuber í 500 gramma öskju. Fyrir þau borgaði hann þrjár evrur eða 259 íslenskar krónur sem eru þá 518 krónur kílóið. Berin voru frábær, alveg mátulega þroskuð og næst þegar leiðin lá í Hagkaup var Víkverji að leita að kirsuberjum. Jú, viti menn, þau voru til í 200 gramma boxum og kostuðu þar 299 krónur. Það þýðir að kílóið kostar 1.495 krónur. Og þá spyr Vík- verji: Hvað skýrir þennan geysilega verðmun? Flutningskostnaður? Varla. Morgunblaðið/Árni Sæberg Í París kostaði kíló af kirsuberjum 518 kr. en 1.495 kr. í Reykjavík MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag eru væntanleg Goðafoss, Sunna, Alb- atros, Green Frost og Selfoss. Hafnarfjarðarhöfn: Í dag fer Selfoss frá Straumsvík. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur Skrif- stofa, s. 551 4349, opin miðvikud. kl. 14–17. Flóamarkaður, fataút- hlutun og fatamóttaka opin annan og fjórða hvern miðvikud. í mán- uði kl. 14–17, s. 552 5277 Mannamót Árskógar 4. Kl. 9–12 bað og opin handa- vinnustofa, kl. 13–16.30 opin smíða- og handa- vinnustofa. Keila í Mjódd kl. 13.30. Pútt- völlur opinn. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–13 hárgreiðsla, kl. 8– 12.30 bað, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 10– 10.30 bankinn, kl. 13– 16.30 brids/vist. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 bað, kl. 10 leikfimi, kl. 14.30 bankaþjónusta, kl. 14.40 ferð í Bónus. Félagsstarfið Dal- braut 27. Kl. 8–16 er handavinnustofan op- in, kl. 9 silkimálun, kl. 13–16 körfugerð, kl. 10–13 er verslunin op- in, kl. 11–11.30 leik- fimi, kl. kl. 13.30 bankaþjónsuta. Félagsstarfið, Hæðar- garði 31. Kl. 9–16 opin vinnustofa, kl. 9–12 hárgreiðsla, kl. 9–16.30 fótaaðgerð. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9.30 er hjúkrunarfræð- ingur á staðnum, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 10–12 er verslunin opin, kl. 13 föndur og handa- vinna. Félag eldri borgara Kópavogi. Skrifstofan er lokuð frá og með 30. júní til 6. ágúst. Við- vera í Gjábakka fellur niður á sama tíma. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Í dag er línudans kl. 11, glerlist kl. 13, pílukast kl. 13.30. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði í Glæsibæ. S. 588 2111. Í dag er línudanskennsla Sigvalda kl. 19.15. Minnum á Veiðivötn 1. júlí. Leiðsögn Tómas Einarsson, laus sæti. Gerðuberg, félags- starf. Frá kl. 9 eru vinnustofur opnar. Frá hádegi fellur niður leiðsögn í vinnustofum vegna ferðalags. Frá hádegi er spilasalur opinn. Allar upplýs- ingar á staðnum og í síma 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan op- in, kl. 13 félagsvist, kl. 17 bobb. Gullsmári, Gullsmára 13. Opið frá kl. 9–17, handavinnustofan opin frá kl. 13–16. Hraunbær 105. Kl. 9 opin handavinnustofa, leiðbeinandi kemur í júlí, kl. 9 fótaaðgerð og hárgreiðsla, kl. 10 pútt, kl. 11 banki, kl. 13 brids. Hvassaleiti 58–60. Kl. 10.30 ganga. Fótaað- gerðir og hársnyrting. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa, kl. 9–12 tréskurður, kl. 9–16 fótaaðgerð, kl. 13–13.30 banki, kl. 14 félagsvist. Vesturgata 7. Kl. 8.25– 10.30 sund, kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9–12 myndmennt, kl. 13–16 postulínsmálun, kl. 12.15–14.30 versl- unarferð í Bónus, kl. 13–14 myndbandssýn- ing. Vitatorg. Kl. 8. 45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 10 morgunstund, fótaaðgerð, bókband og handmennt, kl. 13 handmennt, kl. 13.30 bókband, kl. 12.30 verslunarferð. Brúðubíllinn Brúðubíllinn verður í dag, miðvikudaginn 25. júní, kl. 10 við Vestur- berg og kl. 14 við Rauðalæk. Brúðubíll- inn verður svo næst á ferðinni 7. júlí. Minningarkort Minningarkort Barna- heilla til stuðnings málefnum barna fást afgreidd á skrifstofu samtakanna á Lauga- vegi 7 eða í síma 561- 0545. Gíróþjónusta. Barnaspítali Hrings- ins. Upplýsingar um minningarkort Barna- spítalasjóðs Hringsins fást hjá Kvenfélagi Hringsins í síma 551- 4080. Kortin fást í flestum apótekum á höfuðborgarsvæðinu. Bergmál, líknar- og vinafélag. Minning- arkort til stuðnings or- lofsvikum fyrir krabbameinssjúka og langveika fást í síma 587-5566 alla daga fyr- ir hádegi. Minningarkort barna- deildar Sjúkrahúss Reykjavíkur eru af- greidd í síma 525-1000 gegn heimsendingu gíróseðils. Í dag er miðvikudagur 25. júní, 176. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Sá sem elskar líf sitt, glatar því, en sá sem hatar líf sitt í þessum heimi, mun varðveita það til eilífs lífs. (Jóh. 12, 25).     Guðjón Ólafur Jónsson,varaþingmaður og formaður Kjördæmis- sambands framsóknar- manna í Reykjavíkur- kjördæmi, ritar pistil á Hriflu, vefriti framsókn- armanna í Reykjavík, um Reykjavíkurlistann. Guðjón Ólafur segir í pistli sínum að það sé „skondið“ að fylgjast með „potintátum Sam- fylkingar leggja sig í líma við það trekk í trekk að koma Reykja- víkurlistanum fyrir katt- arnef“. Guðjón Ólafur fór á árunum 2001 og 2002 fyrir hópi framsóknar- manna í viðræðum um sameiginlegt framboð til borgarstjórnar með Sam- fylkingu og vinstri. Þar náðist meðal annars sam- komulag um að Ingi- björg Sólrún Gísladóttir yrði sem borgarstjóri fulltrúi allra flokkanna þriðja kjörtímabilið í röð. Hann segir að hún hafi hins vegar tekið ákvörð- un um að fara í framboð í þingkosningum fyrir einn þessara flokka og þá gegn hinum.     Síðan segir GuðjónÓlafur: „Eftirleikinn þekkja allir. Ingibjörg Sólrún, sem sett var til höfuðs Halldóri Ásgríms- syni, formanni Fram- sóknarflokksins, í Reykjavíkurkjördæmi norður, náði auðvitað ekki kjöri til þings … Og nú er blessuð kon- an farin að taka til í geymslunni. Það var kannski vonum seinna. Engum dylst þó hversu úrill hún er og grætur örlög sín sárt. Í upphafi skyldi endinn skoða. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir sem í skjóli og krafti framsóknarmanna sat í embætti borgar- stjóra í átta ár er nú óbreyttur borgarfulltrúi og varaþingmaður. Það er örugglega ekki það sem að var stefnt með þeirri furðulegu ákvörð- un að bjóða sig fram fyr- ir Samfylkinguna í síð- ustu alþingiskosningum.     Þó að Samfylkingar-fólk bugti sig og beygi, standi og sitji og stingi upp í frúna dúsu eins og henni dettur í hug hverju sinni leynir örvæntingin og óánægj- an sér ekki. Staðan er önnur og verri. Verst væri þó ef Reykjavíkur- listinn myndi lifa þrátt fyrir brotthvarf drottn- ingarinnar úr borgar- stjórastóli. Það myndi svíða sárast. Að sjá ann- an mann blómstra í stólnum á vegum Reykja- víkurlistans er vont. Reykjavíkurlistinn, það er ég. Þess vegna er engin tilviljun að helstu kálfar Samfylkingar- innar skuli nú hver á fætur öðrum enn bugta sig og beygja og reyna allt hvað af tekur til að eyðileggja samstarfið um Reykjavíkurlistann með misgáfulegum yfirlýs- ingum og ummælum. Einhvers staðar yrði allavega grátið þurrum tárum!“ STAKSTEINAR Þurr tár „Láttu okkur vita“ ÉG FÓR í Rúmfatalager- inn um daginn. Mér varð það á að kaupa of stór rúm- föt; þau voru ekki „stand- ard“ stærð heldur „over- size“. Mér varð þetta ekki ljóst fyrr en ég hafði tekið þau úr umbúðunum. Ég gat ekki fengið þeim skipt vegna þess að ég var búin að opna umbúðirnar. Það minnsta sem þau í Rúm- fatalagernum hefðu getað gert var að borga fyrir breytingu. Því var ekki að heilsa og var mér sagt að hypja mig. Þarna er skilti á veggn- um sem á stendur eitthvað á þessa leið: „Ef þú ert ánægð(ur) láttu aðra vita. Ef þú ert óánægð(ur) láttu okkur vita.“ Ég lét þau vita af óánægju minni en beiðni mín um umbætur fékk eng- an hljómgrunn. Þetta þykir mér léleg framkoma og undarlegt að fyrirtæki sem Rúmfatalagerinn sjái ekki sóma sinn í að koma al- mennilega fram við við- skiptavini sína. Þessi þjón- usta er þeim ekki til framdráttar, hún er í raun svo léleg að ég á ekki til orð. Kristín Sigurðardóttir 020755-2969 Féll í sundi SUNDLAUGAGESTUR hafði samband við Velvak- anda og sagði farir sínar ekki sléttar. Leið hans lá í Vesturbæjarlaug, þar sem hann rann á sundlaugar- bakkanum og féll í laugina. Hann hafði þó farið sér að engu óðslega, heldur gengið afar varfærnislega og stigið á lítið þrep sem er þarna við bakkann. Ekki vildi betur til en svo, að honum skrik- aði fótur, rann hann út í laug og á bandið sem skiptir brautunum. Kenndi hann nokkuð til eftir fallið. Ungur starfsmaður laugarinnar tjáði sund- laugagestinum að nýbúið væri að lakka bakkann, hann væri því háll. Þarna voru vissulega merkingar til staðar, en betur má ef duga skal. Ákjósanlegt væri að koma þarna fyrir gúmmídúk, þá væri lítil sem engin hætta fyrir hendi og ekki þyrfti að lakka eitt né neitt. Fólk er því varað við lakkaða bakkanum. Að lokum vildi sundlaugagestur beina því til forsvarsmanna Vestur- bæjarlaugar að úrbætur væru nauðsynlegar. Tapað/fundið Silkislæða tapaðist MARGLIT silkislæða frá Norður-Kóreu tapaðist um sexleytið sl. mánudags- kvöld. Hún hefur eflaust týnst í Hljómskálagarðin- um. Slæðan hefur sögulegt og tilfinningalegt gildi fyrir eigandann. Skilvís finnandi hafi samband við Sólveigu í síma 525 5648 eða 551 2560. Lyklakippa í óskilum LYKLAKIPPA, með hvítu merki á hringnum, fannst á Suðurlandsbraut við Nóa- tún kl. rúmlega 16 hinn 20. júní sl. Lyklakippan er nú í vörslu óskilamunadeildar lögreglu. Dýrahald Pási er týndur FYRIR u.þ.b. mánuði slapp lítill páfagaukur, blár að lit með gulleitan haus, frá Mosarima 14. Við erum að vona að hann sé heill á húfi og að einhver viti um afdrif hans. Pása er sárt saknað. 567 5680 eða 866 2043. Kettling vantar heimili 8 vikna gullfallegur kett- lingur fæst gefins á gott heimili. Upplýsingar í síma 865 9510. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Stelpur þrífa styttu við þvottalaugarnar í Laugardal. Morgunblaðið/Sverrir LÁRÉTT 1 skrifli, 8 óskertan, 9 óþolinmæði, 10 sár, 11 kjánann, 13 miður, 15 málms, 18 ætla, 21 ílát, 22 setja saman, 23 æpa, 24 samkomulag. LÓÐRÉTT 2 dý, 3 hinn, 4 frum- eindar, 5 angur, 6 kona, 7 kolla, 12 stórfljót, 14 skessa, 15 samsull, 16 sætta sig við, 17 sorp, 18 alda, 19 hamingju, 20 ættmenni. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 sleip, 4 vomar, 7 uglur, 8 lýkur, 9 art, 11 dáða, 13 vala, 14 keyta, 15 haka, 17 reit, 20 fat, 22 pukra, 23 undum, 24 assan, 25 terta. Lóðrétt: 1 skuld, 2 eðlið, 3 pera, 4 volt, 5 mýkja, 6 rorra, 10 reyta, 12 aka, 13 var, 15 hoppa, 16 kökks, 18 eldur, 19 tomma, 20 fann, 21 tukt. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.