Morgunblaðið - 25.06.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.06.2003, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Á FÉLAGSFUNDI í LeikfélagiReykjavíkur fimmtudaginn 19.júní sl. lögðu Vigdís Finnboga-dóttir, fyrrverandi leikhússtjóri LR, og Steindór Hjörleifsson, formaður og stjórnarmaður LR í samtals 25 ár, fram spurningar varðandi rekstur félagsins og hugmyndir um nýja stjórnskipun þess. Formaður stjórnar brást ekki við og tók ekki til máls á fundinum. Síðan eru liðnir nokkrir sólarhringar og enn hafa engin svör borist. Það er þó nauðsynlegt þannig að heiðursfélagar LR sem boðið var til þessa fundar geti brugðist við þeirri tillögu sem að þeim forspurðum var samþykkt á fundinum, að fulltrúi þeirra taki sæti í nefnd til að fjalla um umræddar breyting- artillögur á lögum félagsins. Á fundinum var af hálfu okkar heiðurs- félaga lögð áhersla á að hér eftir sem hing- að til sé tryggt með lögum að fagmenn á sviði leiklistar marki stefnu leikhússins og fari þar með mál, líkt og krafa er gerð um í flestum helstu leikhúsum heims, og að leik- hús félagsins sé rekið með menningarlega hugsjón að leiðarljósi og ekki í ábataskyni fyrir einstaklinga, hópa eða fyrirtæki. Í leiðara í Morgunblaðinu sl. sunnudag eru mál Leikfélags Reykjavíkur rædd og er það maklegt svo mjög sem Leikfélag Reykjavíkur hefur lagt til menningar landsins og höfuðborgarinnar frá stofnun 1897. Í umræddri forystugrein gætir þó hugsanlega misskilnings. Þar segir orð- rétt: „Leikfélag Reykjavíkur stendur frammi fyrir miklum vanda. Reykjavíkur- borg er augljóslega treg til að ganga lengra í fjárstuðningi við félagið en gert hefur ver- ið. Jafnframt eru vísbendingar um, að ein forsenda fyrir því að yfirleitt sé hægt að ná einhverjum viðbótarsamningum við borg- ina séu þær lagabreytingar, sem frestað var að taka ákvörðun um á fimmtudaginn var.“ Í útvarpsþætti sl. laugardag (Í vikulok- in), þar sem þessi mál bar á góma, lýsti for- maður menningarmálanefndar borgarinn- ar, Stefán Jón Hafstein, yfir því, að borginni kæmi ekki til hugar að blanda sér í innri skipulagsmál Leikfélags Reykjavík- ur. Hann minnti jafnframt á að borgin hef- ur á síðustu árum aukið fjárstyrk sinn við LR umtalsvert, svo að hann nemur nú hærri fjárhæð en nokkru sinni fyrr. Ef þessar breytingartillögur eru fram lagðar til að þóknast borginni og til að hafa áhrif á frekara fjárstreymi þaðan, þá er sem sagt augljóst, að það hefur engin áhrif; þær vís- bendingar sem menn hafa talið sig hafa í þá átt eru ekki á rökum reistar. Enda kemur fram í viðtali við Guðjón Pedersen, leik- hússtjóra LR, í Fréttablaðinu 12. júní sl., undir fyrirsögninni „Leikfélagið opnað fjársterkum aðiljum“, að róið er á önnur mið. Staðreyndin er nefnilega sú, að sá vandi sem við blasir er fyrst og fremst heima- tilbúinn, og fyrst þetta er orðið að opinberu blaðamáli, og reyndar ekki að frumkvæði okkar heiðursfélaga, er sennilega best að leggja spilin á borðið. Sumarið 2000 var eiginfjárstaða félagsins upp á 124 milljónir, þarmeð talinn eignarhluti í Borgarleikhúsi. Stjórn Leikfélags Reykjavíkur hefur á undanförnum þremur árum keyrt framúr í fjárhagslegum rekstri sínum sem virðist nema að meðaltali 40 milljónum á ári, þrátt fyrir að á sama tíma hafi í tvígang komið til aukaframlag af hálfu borgarinnar, samtals um 50 milljónir. Þessu tapi sem þannig nemur á annað hundrað milljóna króna hefur því verið mætt með varaforða félags- ins, sem meðal annars var tilkominn fyrir sölu á eignarhlut félagsins í Borgarleikhús- inu 11. janúar 2001. Sú upphæð nam rúm- um 145 millj. króna en við bættist skuld sem upp var gerð, að upphæð um 50 millj- ónir, þannig að heildartala þess sem borgin greiddi var rúmlega 195 milljónir (Heimild: Greinargerð til borgarráðs, 11. apr. 2003). Umræddur eignarhluti varð fyrst og fremst til fyrir óeigingjarnt starf þeirra sem nú eru eldri félagar, og hinna sem gengnir eru og margir voru í hópi fremstu listamanna þjóðarinnar. Með samningunum fyrir tveimur árum, sem um leið tryggir félaginu rekstrarfé frá borginni til 12 ára, afsalaði félagið sér í raun og veru sínum fjárhagslega rétti til forgangs í því húsi sem það hafði átt frum- kvæði að því að reisa. Í nýlegum uppsögn- um nokkurra elstu leikaranna, m.a. arki- tekts hússins og formanns til margra ára, fólst yfirlýsing um að hinn siðferðilegi rétt- ur væri ekki hátt skrifaður. Það getur varla talist eftirsóknarverður vinnustaður, ef menn eiga á hættu að vera sparkað eftir 40 ára dygga þjónustu. En nú er það spurn- ing, hvort þær tillögur sem til umræðu eru fela einnig í sér að félagið afsali sér sínum listræna rétti. Lagabókstafir hafa auðvitað ekki eilífð- argildi og eðlilegt að þeir þurfi breytinga við, eftir því sem tímar og viðhorf velkjast, enda hefur lögum Leikfélags Reykjavíkur margoft verið breytt í tímans rás. Sé hins vegar um að ræða tillögur sem geta raskað starfsgrundvelli rekstrareiningar eins og leikhúss eða jafnvel tilgangi þess er ráðlegt að horfa framfyrir fætur sér og hugsa vel ráð sitt áður en til framkvæmda er gengið. Þær tvær meginbreytingar sem stjórn Leikfélags Reykjavíkur leggur til eru þær að opna inngöngumöguleika í félagið „öllu áhugafólki um leiklist og leikhúsrekstur Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsi“ og jafnframt meina launuðum starfsmönn- um félagsins, jafnt listamönnum sem öðr- um, að koma að stjórn þess. Hvað síðara atriðið áhrærir má vera að núverandi stjórnendur leikhússins eigi þar í einhverjum umtalsverðum erfiðleikum. Það er hins vegar reynsla okkar sem fylgst höfum með eða komið að stjórn og stefnu- mörkun félagsins í rúmlega 50 ár, eða frá 1947, að í þeim efnum sé fremur um lausnir en vanda að ræða; veldur hver á heldur. Þvert á móti hefur það verið sérstaða Leik- félags Reykjavíkur og merkilegt dæmi um atvinnulýðræði, að þarna hafa fulltrúar listamannanna sjálfra ráðið ferðinni og ekki verið stýrt „að ofan“ af mis-áhuga- sömum og mis-skilningsríkum stjórnmála- mönnum eða fjármálamönnum. Stjórn fag- manna hefur í senn verið aðhald og stuðningur leikhússtjórans og okkar reynsla er sú, að að því hafi verið einstakur listrænn styrkur. Hvað fyrra atriðið snertir, þá má vel vera, að félagið sé nú orðið svo blóðlítið að það þurfi að opna það fleiri áhugamönnum. Það verður þá að gerast á þann máta að ávinningur sé að. Hverjir eru þeir áhuga- menn sem flutningsmenn breytingartil- lagnanna eru að sælast eftir? Eru það leik- arar eða leikhúsmenn sem starfa á öðrum vettvangi, til dæmis í Þjóðleikhúsi eða í sjálfstæðu leik menn úr öðrum ar áhorfenda; það kaupsýslu vega kostun? H á opinber fram fram fé til sta hafa áhrif á st með því að bei val sé takmark ar sem þeir ha Er kannski von áhugamanna u kvæðamagns k stefnu sem L leitast við að fy Hverjir eru þeir ekki að bú að hafa greitt f þeir séu áhug kvæmt tillögu stjórnin ein rá göngu. Hvaða að ekki sé einb eða tilviljanir félagi Reykjav í tillögunum: „ og ber ábyrgð hönd. Stjórnin ráðuneytis um ráðuneyti að f stjórninni sitji kunna til veit amsræktarstöð hafa mikinn áh Því er nefnil ing þess að rek af almannafé h leiksýninga se það sem borið unni einni, veg frá ímynduðum anlegra áhorfe við, hvar sem s húslífi nágrann Í þeim tillög miður margur þarna er opna kaupskap og inntökuskilyrð sem í raun er f lega endurspe sinni, verður a menningarlegt tryggt með áb við liggur sóm unga félags. Um framtíð Le félags Reykjaví Morgunblaðinu hefur bor- ist eftirfarandi greinargerð frá heiðursfélögum Leik- félags Reykjavíkur: Sveinn Einarsson Baldvin Tryggvason Steinþór Sigurðsson Jón Sigurbjörnsson BREYTINGAR OG STAÐFESTA Á prestastefnu, sem hófst á Sauð-árkróki í fyrradag, er stefnumót-un kirkjunnar til umræðu. Und- anfarið hefur talsverð vinna átt sér stað innan kirkjunnar til að greina styrk- leika hennar og veikleika, ógnanir og tækifæri. Á prestastefnu á að beina sjónum að hlutverki kirkjunnar og framtíðarsýn. Eins og Karl Sigur- björnsson biskup Íslands orðaði það í ræðu sinni við setningu prestastefnu: „Hvert er hlutverk Þjóðkirkjunnar í samfélagi sem sífellt verður fjölþættara og flóknara? Hvernig ætlar hún að mæta þeim sívaxandi kröfum sem gerð- ar eru til hennar um atbeina hennar að góðum málum, um þjónustu á æ fleiri sviðum?“ Þetta eru stórar spurningar og svörin ekki einföld. Þó er deginum ljósara að krafan um breytingar er hávær innan kirkjunnar. Jafnframt er gerð sú krafa, að þótt kirkjan aðlagist breyttum tímum haldi hún áfram í heiðri þau grundvall- argildi kristindómsins, sem hafa staðið óbreytt í tvö þúsund ár. Björn Bjarnason hélt við setningu prestastefnu sína fyrstu opinberu ræðu sem kirkjumálaráðherra. Af þeirri ræðu má ráða að í nýjum kirkjumálaráðherra á kirkja og kristni öflugan stuðnings- mann. Til að mynda má gera ráð fyrir að kirkjunnar menn hafi tekið vel yfirlýs- ingu Björns um að honum sé það kapps- mál að ljúka gerð samninga milli ríkis og kirkju um prestssetur og uppgjör vegna þeirra, þar á meðal um hlut kirkjunnar á Þingvöllum. Meira máli skiptir þó sá eindregni stuðningur við boðskap kirkj- unnar, sem lesa má úr ræðu Björns. Nýr kirkjumálaráðherra er augljós- lega þeirrar skoðunar að kirkjan eigi ekki að taka neinar kollsteypur þegar hún leitast við að svara kalli tímans. Hann sagði í ræðu sinni: „Hvarvetna takast menn á við þá spurningu, hvernig laga eigi meira en tveggja árþúsunda gamlan boðskap Krists að kröfum þjóð- félaga, þar sem afsiðun setur æ meiri svip á daglegt líf. Í því efni mega tísku- straumar ekki gára meira en yfirborð- ið.“ Hann tók dæmi af nýlegum um- ræðum um helgidagalöggjöfina og sagði: „Á sínum tíma var sagt: Hér stend ég og get ekki annað! Of oft vakn- ar sú spurning, hvort ekki sé nauðsyn- legt að endurtaka þá staðfestu í þágu kristni og kirkju. Ekki vegna lokunar matvörubúða heldur til að árétta hlut þess, sem stendur vörð um mikilvæg gildi. Óttafull kirkja í vörn er þver- stæða, því að hún er reist á bjargi, – og að bregðast við ögrun með þögn er ekki í anda hins lúterska fordæmis.“ Kirkjumálaráðherra áréttaði þá skoðun sína að „tískustraumar koma ekki í stað þeirra gilda, sem Biblían boð- ar. Betra er að ávinna sér traust og virð- ingu með því að standa vörð um þessi gildi en blakta eins og strá í vindi“. Hið vandasama verkefni kirkjunnar er að bregðast við breytingum en sýna jafnframt þá staðfestu og hollustu við gömul gildi kristindómsins, sem nauð- synleg er, eigi hún áfram að skipta máli í þjóðlífinu, í sálar- og trúarlífi lands- manna. Karl Sigurbjörnsson benti í ræðu sinni á að kirkjan yrði að hlusta eftir skilaboðum og ábendingum um hvað betur mætti fara í starfi hennar og taka alvarlega. „Einn valkostur er alls- endis ófær og það er að sætta sig við óbreytt ástand, það verður banamein kirkjunnar,“ sagði biskup. „En muna megum við, að samtíminn hefur aldrei aðlagað sig kirkjunni. Einhver vitur maður sagði að sú kirkja sem giftist tíð- arandanum yrði brátt ekkja. Kirkjan hefur alltaf þurft að finna leiðir til að hafa áhrif með boðskap sínum á samtíð- ina, og mótast af en umfram allt móta samtíð sína. Henni er alltaf ætlað að vera salt jarðar, salt samtíma síns, verj- andi, bætandi, eflandi lífið. Tilveru hennar og iðkun er ætlað að vera heim- inum til lífs.“ Í þessum orðum er kjarni málsins kannski fólginn. Kirkjan þarf að breyt- ast til að geta sjálf verið afl til breytinga í samfélagi okkar. Kirkjan á að vinna gegn hinum neikvæðu hliðum á nútím- anum; glæpum og ofbeldi, dvínandi virð- ingu fyrir helgi manneskjunnar, fíkni- efnaneyzlu, upplausn fjölskyldna, skorti á ábyrgðartilfinningu. Aðrar breytingar í nútímanum geta hins vegar samrýmzt prýðilega boðskap kirkjunnar. Á það verður kirkjan hverju sinni að leggja mælikvarða kjarnans í kærleiksboðskap Krists, ekki mælikvarða hefðar, venju eða kreddu. En kjarnann verður líka að verja af staðfestu. HVERFANDI ÍBÚALÝÐRÆÐI Borgarstjórn Reykjavíkur hefursamþykkt að breyta samþykktum borgarinnar um hverfisráð þannig að opnum fundum hvers ráðs með íbúum viðkomandi hverfis verði fækkað úr fjórum á ári í einn. Í frétt Morgunblaðsins í gær kemur fram að þrátt fyrir að ársgömul sam- þykkt borgarstjórnar kveði á um fjóra fundi á ári hafi aðeins eitt hverfisráð- anna átta haldið tvo slíka fundi, fjögur hafi haldið einn fund en þrjú hverfisráð hafi engan íbúafund haldið. Þessar töl- ur eru í ágætu samræmi við það, hversu mikið hinn almenni borgarbúi hefur haft af hverfisráðunum að segja, sem er svo að segja ekki neitt. Hverfisráðin voru kynnt til sögunnar með talsverðum lúðrablæstri í upphafi kjörtímabilsins, undir merkjum íbúa- lýðræðis. Þau áttu að stytta boðleiðir milli borgaryfirvalda og borgarbúa og gefa almenningi færi á að kynnast áformum borgaryfirvalda og segja skoðanir sínar á þeim. Hins vegar hefur verið gagnrýnt, m.a. í skýrslu á vegum Borgarfræðaseturs, að ráðunum hafi verið fengin of lítil völd og þess vegna stuðli þau ekki að raunverulegri eflingu íbúalýðræðis. Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi virðist í raun staðfesta réttmæti þess- arar gagnrýni með ummælum sínum í Morgunblaðinu í gær: „Það var þver- pólitísk samstaða að fenginni þessari eins árs reynslu að það væri óeðlilegt að gera kröfu um opna ársfjórðungslega fundi ef engin tilefni væru til […] Menn vilja náttúrlega ekki grafa undan trú- verðugleika ráðanna með því að halda fundi sem fjalla um lítil efni og verða því fámennir.“ Ef hverfisráðunum eru ekki fengin nein raunveruleg áhrif og þau hafa ekk- ert ákvarðanatökuvald verður afleið- ingin óhjákvæmilega sú að enginn nennir að mæta á fundi hjá þeim. Hafa hverfisráðin þá stuðlað að auknu íbúa- lýðræði? Sú hætta virðist fyrir hendi að hverfisráðin verði aðallega nafnið tómt og tal borgaryfirvalda um íbúalýðræði að sama skapi innantómt hjal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.