Morgunblaðið - 25.06.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.06.2003, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Elínborg Jóna Jó-hannsdóttir fæddist í Gunnólfsvík í Skeggjastaðahreppi í N-Múlasýslu hinn 8. apríl 1947. Hún lést á heimili sínu í Hafnar- firði 16. júní síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Jóhann Sigurður Jón Frí- mannsson bóndi, f. í Gunnólfsvík 14. mars 1915, d. 18. febrúar 1989, og Sigríður Jó- hanna Jónsdóttir hús- móðir, f. á Þorvalds- stöðum í N-Múlasýslu 12. júní 1922, d. 20. desember 1988. For- eldrar Jóhanns voru Frímann Jónsson, fæddur á Akri, Skinna- staðasókn, N-Þingeyjarsýslu, 5. nóvember 1882, d. 8. mars, 1956 og Kristbjörg Magnúsdóttir húsmóð- ir, fædd í Þingeyjarsýslu 4. desem- ber 1884, d. 17. október 1981. For- eldrar Sigríðar voru Jón Árni Benediktsson, fæddur á Fremri- Nípum, Vopnafirði, 3. nóvember 1885, d. 10. desember, 1970 og El- ínborg Eiríksdóttir, fædd á Djúpa- læk, Skeggjastaðahreppi, N-Múla- sýslu 14. ágúst 1884, d. 17. mars, 1962. Hálfsystkini Elínborgar, samfeðra, eru Stella, f. 1938, Edda, f. 1940 og Matthildur, f. 1941. Al- systkini Elínborgar eru Krist- björg, f. 1944, Herdís, f. 1945, Frí- mann Grétar Benedikt, f. 1948, Ólafía Soffía, f. 1950, Magnþór, f. 1952, Halldór, f. 1953, Óttar Þór, f. 1959 og Bergfríður, f. 1963, d. 1992. Elínborg giftist árið 1965 Ólafi Erlendssyni bifreiðastjóra, f. 1943. Þau skildu. Börn Elínborgar og Ólafs eru: a) Berglind, f. 28. ágúst 1965, gift Helga Þór Guðbjarts- syni, f. 1964. Dóttir þeirra er Þór- dís, f. 8. september 1997. Dóttir Berglindar og Adolph Bergssonar er Rakel, f. 11. janúar, 1986. b) Jó- hann Sigurður, f. 19. september 1966. Dóttir Jóhanns og Melkorku Guð- mundsdóttur, f. 1973, er Agnes Ýr, f. 23. janúar 1992. c) Erlendur Jón, f. 15. desember 1970, sam- býliskona María Steindórsdóttir, f. 1972. Dóttir Maríu og uppeldisdóttir Er- lendar er María Dís Sigurjónsdóttir, f. 27. febrúar 1991. d) Stúlka, f. 23. apríl, 1973, d. 23 apríl, 1973. Hinn 3. nóvember 1996 giftist Elínborg eftirlifandi eiginmanni sínum, Magnúsi Þór Þórissyni skipstjóra, f. 16. mars 1950. Sonur þeirra er Matthías Már, f. 26. mars 1980, sambýliskona Þórunn Ed- wald, f. 1979. Elínborg ólst upp hjá foreldrum sínum í Gunnólfsvík en þegar móðir hennar þurfti að dvelja langtímum saman á Vífils- stöðum vegna berklaveiki fór hún til Elínborgar ömmu sinnar og Jóns afa síns á Þórshöfn og dvaldi lengst af hjá þeim þar til fjölskyld- an flutti til Akureyrar árið 1962. Eins og títt var með börn og ung- linga á þessum árum fór hún fljótt að vinna hin ýmsu störf þar til hún kynnist fyrri manni sínum og flutti suður. Í fyrst bjuggu þau í Reykja- vík en fluttu til Hafnarfjarðar árið 1967 þar sem hún bjó allt til dauða- dags. Á meðan börnin voru yngri var Elínborg heimavinnandi en fór síðan að vinna á St. Jósepsspítalan- um í Hafnarfirði en flutti sig yfir á Landspítalann og starfaði á rönt- gendeild Landspítalans í meira en áratug eða þar til hún varð að hætta störfum vegna heilsubrests. Útför Elínborgar verður gerð frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Kæra amma, við viljum kveðja þig með þessari bæn úr Litlu bænabók- inni sem þú gafst okkur: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Megi drottinn gefa Magga afa og öðrum ástvinum styrk í þessari miklu sorg. Hvíldu í friði elsku amma. Þínar dótturdætur, Rakel og Þórdís. Kallið er komið. Líkami Ellu mág- konu lét undan langvarandi veikind- um og strangri lyfjameðferð og svefn- inn aðfaranótt 16. júní varð að svefninum langa, sem bíður okkar allra þegar kallið kemur frá þeim sem öllu ræður. Þó svo að við sem eftir sitjum höfum gert okkur grein fyrir hversu alvarleg veikindi Ellu voru vonuðumst við samt öll í hjarta okkar til að hún fengi að vera lengur á meðal okkar. Kvöldið áður hafði hún verið hress og lék á als oddi þegar hún skenkti okkur kaffi og við skiptust á bröndurum að venju. Hún hafði áhyggjur af því hvort læknarnir myndu leyfa henni að sitja með okkur í bíl austur á Þórshöfn í jarðarför Jóns Axels Matthíassonar, eigin- manns Matthildar systur sinnar, en hann lést þremur dögum áður. Aldarfjórðungur er liðinn frá því við Ella kynntumst. Daginn man ég eins og gerst hefði í gær. Ella hafði tælt litlu systur sína með sér á dans- leik þar sem sú stutta féll fyrir skeggjuðum, úfnum manninum er var nýfluttur til landsins. Hún minnti okkur síðan reglulega á að það væri nú henni að þakka að við hjónin hefð- um kynnst og ætti hún allan heiður skilinn fyrir sinn þátt í því að koma þessu hjónabandi á koppinn. Að eðlisfari var Ella vinmörg, alltaf hress og hrókur alls fagnaðar. Bein í baki, reffileg og það gustaði af henni. Eitt sinn sem oftar er ég var að stríða henni vegna framkomu sinnar sagði hún mér að þetta væri ósköp eðlileg framkoma. Hún hefði nefnilega verið drottning í fyrra lífi og drottningar ættu að koma svona fram. Hún var veisluglöð og mátti aldrei missa af mannfagnaði þegar einhverjir af hin- um fjölmörgu afkomendum foreldra hennar voru að gifta sig, láta skíra eða ferma börnin sín. Ella var forvitin að eðlisfari og vildi fylgjast með öll- um. Má vera að sumum hafi stundum þótt nóg um en ég hafði alltaf gaman af þessu og stríddi henni óspart. Allt- af var hægt að stóla á hana varðandi fæðingar-, giftingar- eða dánardaga. Hún fylgdist með og hafði alltaf á hreinu allt í sambandi við systkina- börn sín, og afkomendur þeirra, en hópurinn fyrir utan maka er nú farinn að nálgast hundraðið. Hún hafði skemmtilegan húmor og hló vel og lengi þegar ég lét flakka á hana brandara sem voru ekki alveg drottn- ingarlegir. Margir landar okkar tengja sjó og rómantík órjúfanlegum böndum. Ella skellti sér eitt sinn með vinkonu sinni í siglingu á millilandaskipi. Björt sumarnóttin og blóðrautt sólarlagið kveiktu þá ástarelda sem loguðu æ síðan milli hennar og eftirlifandi eig- inmanns, sem þá var við stjórnvölinn á skipinu. Minnist ég ætið þess sælu- bross sem lék um hana þegar við sótt- um hana til skips og hún trúði okkur fyrir þessu leyndarmáli sínu. Með Magga átti hún góða daga og með honum fékk hún útrás fyrir það sem hún naut svo vel en það var að ferðast um landið og njóta hinnar einstöku ís- lensku náttúru. Ella var ávallt stolt af því sem hún hafði. Hún var stolt af börnunum sín- um og barnabörnin voru henni miklir dýrgripir. Hún þreyttist aldrei á að segja frá og veittu þau henni ómæld- an styrk í erfiðum veikindum hennar. Það var haustið 1998 sem dökk ský bar fyrir sólu í lífi hennar og fjöl- skyldu hennar. Dómur læknanna var ekki mildur. Henni var tjáð að mán- uðirnir yrðu ekki margir sem hún ætti eftir með okkur. Með staðfestu og miklu baráttuþreki barðist hún gegn sjúkdómi sínum og gleymi ég aldrei þegar hún hringdi í mig í árs- byrjun 1999 og tilkynnti mér að hún væri sko ekkert að fara strax. Hún ætlaði sér að vera með okkur mörg ár í viðbót. Hún stóð við það, þó svo að við vildum að árin yrðu fleiri. Þegar mér varð hugsað um baráttu Ellu síðustu árin kom kvæðið Traust upp í huga minn. Engan þarf ég óttast voða eigi’ hin dekkstu þrumuský. Gegn um lífsins brim og boða ber mig drottinn faðmi í. Þegar hinsta brotnar bára, brýt ég skip við feigðarströnd, framhaldslíf í fegra heimi fel ég, guð! í þína hönd. (Erla.) Maggi minn, Berglind, Jói, Elli og Matti, megi allar góðar vættir styðja ykkur og ykkar fólk á þessum erfiðu tímum. Minningin lifi um kæra mág- konu og góðan vin. Hannes Hafsteinsson. Það eru rúm 15 ár síðan þú, Ella mín, fylgdir góðri vinkonu þinni og móður minni, Björgu Helgu, til graf- ar. Þér var mikið í mun eftir lát mömmu að fá að fylgjast áfram með okkur systkinunum og eitt sinn sagð- irðu mér að þú hefðir svo gjarnan vilj- að, ef aðstæður hefðu leyft, taka okk- ur til þín og ala okkur upp við sama öryggi og móðir okkar hafði alið okk- ur upp við. Þér þótti svo vænt um þegar við Ágúst bróðir komum í heimsókn til þín og mér þótti svo gott að koma til þín. Þú talaðir mikið um mömmu og í gegnum þig kynntist ég henni mikið og mun ég sakna þess að fá ekki að heyra þig tala um hana. Þér var mikið í mun að halda minningu hennar á lofti. Ykkur þótti svo vænt hvorri um aðra og ég heyrði alltaf á rödd þinni hversu mikið þú saknaðir hennar. Um jólin ákváðum við tvær að næst þegar ég kæmi til Íslands skyldum við setjast niður og spjalla um gömlu góðu dagana ykkar mömmu og þú ætlaðir að finna til myndir sem þið mamma höfðuð tekið af mér lítilli. Mikið hlakkaði ég til þess fundar og einnig hlakkaði ég mikið til að leyfa þér að hitta Gunnar Geir aftur sem þú varst svo hrifin af og sagðistu ekki vita hvar fegurð hans myndi enda. Þú skrifaðir margar fallegar kveðjur í gestabækurnar á heimasíðum sona minna og þær kveðjur eru mér mjög dýrmætar og mun ég alltaf geyma þær og einnig öll fallegu vefkortin sem þú sendir mér hingað út. Mér þótti mjög vænt um að þið Maggi skylduð geta komið í brúðkaup mitt og skírn Gunnars Geirs síðustu jól og samgleðjast mér og Sigurjóni á stóra deginum okkar. En sárt þykir mér að geta ekki afhent þér þakk- arkortið með mynd af okkur brúð- hjónunum þegar ég kem núna til Ís- lands. Umslagið þitt var með þeim fyrstu sem skrifað var á því ég vissi hversu mikið það myndi gleðja þig að eiga brúðarmynd af „stelpunni þinni“ eins og þú kallaðir mig. Elsku Ella mín, með þér á ég mikið af góðum og skemmtilegum minning- um þó að ég hafi svo sannarlega verið svolítið frekjuskass við þig á mínum yngri árum. Þú minntir mig nú reglu- lega á það þegar ég vísaði þér úr sex ára afmælinu mínu en þá komstu ekki með pakka, afmælið var um helgi og þú sagðir mér að pakkinn kæmi á mánudeginum en ég lokaði bara á þig hurðinni og sagði mömmu að það hefði enginn verið við dyrnar, svo komstu á mánudeginum með fallegan silfurhring með rauðum steini í og ár- ið eftir gafstu mér silfurhjartaháls- men með rauðum steini í stíl við hringinn. Þú sagðist ekki þora að koma í afmælið mitt nema með flotta gjöf því annars yrðirðu bara lokuð úti. Og á brúðkaupsdaginn minn rifjað- irðu þetta atvik upp hlæjandi og sagð- ist ekki hafa þorað annað en að mæta með gjafir með þér. Þú áttir rauðan kjól sem þú varst eitthvert kvöldið í þegar þú og for- eldrar mínir voruð á leið út á lífið og ég heimtaði að tekin yrði mynd af þér í rauða kjólnum og talaði ég svo um rauða kjólinn í nokkur ár á eftir við mömmu. „Svona kjól skyldi ég sko eignast.“ Og enn þann dag í dag stend ég sjálfa mig að því að leita eftir svip- uðum rauðum kjól. Elsku Ella mín, nú eruð þið vinkon- ur sameinaðar á ný, heilbrigðar og fallegar, og fylgist stoltar áfram með börnum ykkar og barnabörnum. Mér þykir mjög leitt að geta ekki fylgt þér til grafar; ég lendi í Keflavík að kvöldi þess dags sem þú ert jarðsett á en ég verð með fólkinu þínu í huganum. Minning þín mun ávallt lifa í hjarta mínu. Blessuð sé minning þín og Guð geymi þig. Sem móðir hún býr í barnsins mynd; það ber hennar ættarmerki. Svo streyma skal áfram lífsins lind, þó lokið sé hennar verki. Og víkja skal hel við garðsins grind, því guð vor, hann er sá sterki. Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson.) Kæra fjölskylda Ellu, ættingjar og vinir, ég og fjölskylda mín vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Elínborgar Jónu Jóhannsdóttur. Guð geymi hana. Heiða Björg Gústafsdóttir. Ég hef augu mín til fjallanna: Hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar. Hann mun eigi láta fót þinn skriðna, vörður þinn blundar ekki. Nei, hann blundar ekki og sefur ekki, hann, vörður Ísraels. Drottinn er vörður þinn, Drottinn skýlir þér, hann er þér til hægri handar. Um daga mun sólarhitinn eigi vinna þér mein, né heldur tunglið um nætur. Drottinn mun vernda þig fyrir öllu illu, hann mun vernda sál þína. Drottinn mun varðveita útgöngu þína og inngöngu héðan í frá og að eilífu. (121. Davíðssálmur.) Blessuð sé minning Elínborgar. Jóhanna Sigrún og Emil Hörður. Mér er þungt þegar ég sest niður með penna í hönd til að skrifa nokkur minningarorð um vinkonu mína, Ellu, eins og hún var kölluð meðal vina. Hún lést á heimili sínu 16. júní síðast- liðinn eftir erfið veikindi sem hún hafði þurft að kljást við síðustu ár. Nýlega greindist hún með krabba- mein í þriðja sinn og var mjög erfitt fyrir hana að takast á við það. Ella var mjög næm og tilfinningarík og hafði miklar áhyggjur af þeim sem áttu bágt. Undanfarið hafði hún talað mik- ið um Jón mág sinn, sem er nú nýlát- inn, aðeins fjórum dögum áður en hún lést. Hún sagði mér að hún væri búin að þekkja hann síðan hún var stelpa, og fyndist erfitt að geta ekki vegna heilsu sinnar fylgt honum til grafar. Jón var giftur Matthildi systur Ellu. Hann lést 12. júní síðastliðinn. Nú vit- um við að hann hefur tekið á móti henni og eru þau bæði laus við þrautir og þjáningar. Ella var trúuð kona og ég veit að hún hafði tekið á móti Jesú, og hún bað sínar bænir. Oft sagði hún við mig: „Elsa veistu að stundum skil ég ekki Guð, ef hann á að skapa og stýra öllu, af hverju er þetta svona?“ Ég kynntist Ellu þannig að ég fór að vinna á St. Jósefsspítala í Hafn- arfirði 1978. Fyrsta dag minn í vinnunni þar var ég við hlið Ellu og síðan eru liðin 25 ár. Allan þennan tíma höfum við haft samband, þá sér- staklega síðustu ár. Talað saman í síma á hverjum degi og oft á dag. Enda var ég víst sú síðasta sem talaði við hana um kvöldið áður en hún lést. Það síðasta sem hún sagði við mig þegar við kvöddumst var: „Nú ætla ég að fara að sofa.“ Síðan bauð hún mér á sinn hlýja hátt góða nótt. Ella talaði mikið um fjölskyldu sína og að hún hefði viljað hafa alla hjá sér. Hún hefði helst viljað sjá þau á hverj- um degi. Ella var stolt af Magnúsi sínum enda veit ég að hann var henni góður og vildi allt fyrir hana gera. Og er hann börnum hennar og barna- börnum sem besti faðir og afi. Ég kveð elsku vinkonu mína með þessum orðum: Nú hefur fallega rós- in okkar lagt saman blöðin sín, en opnar aftur krónu sína á móti eilífð- arljósinu á æðra tilverustigi þar sem áður gengnir ástvinir og nánir ætt- ingjar breiða út faðminn og bjóða hana velkomna. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Elsku Magnús og fjölskylda, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Elsa Jóhanna Gísladóttir og Þorleifur Jón Thorlacius. Það var sorgardagur í lífi mínu þegar ég frétti að Elínborg, vinkona mín til margra ára, hafði kvatt þenn- an heim. Ég kynntist henni fyrir lið- lega tuttugu árum þegar við unnum saman á röntgendeild Landspítalans; þar hófst vinátta okkar sem hélst óslitin alla tíð. Hún var þeim eigin- leika gædd að vera einstaklega næm á líðan annarra og fyrir henni var ekkert hægt að fela. Elínborg mín, þú last mig oft eins og opna bók og í kjölfarið komstu með þín góðu og óbrigðulu ráð. Þess er skemmst að minnast að þú sem oftar hringdir í mig til að segja mér að þig hefði dreymt mig og í framhaldi af því varaðirðu mig við ákveðinni persónu. Síðar hringdi ég í þig til að segja þér að eins og yfirleitt hefðir þú haft rétt fyrir þér og draumurinn hefði ræst. Þú svaraðir ekki í símann þinn, held- ur Jóhann sonur þinn sem sagði mér að þú hefðir kvatt þennan heim fyrir stundu. Þú hafðir lotið í lægra haldi fyrir sjúkdómnum sem þú barðist svo hetjulega við í langan tíma, þú varst alltaf staðráðin í því að bera sigur úr býtum, svo dugleg og bjartsýn fram á síðasta dag. Lífið var ekki alltaf auðvelt hjá þér en þú lést aldrei bilbug á þér finna, alltaf svo dugleg og ráðagóð. Það birti í lífi þínu þegar þú kynntist Magnúsi, þið voruð eins og sköpuð hvort fyrir annað, hann var stoðin og styttan í lífi þínu. Þú varst ekki bara góður vinur heldur líka einstök móðir, eiginkona og amma, fjölskyldan var þér afar dýrmæt alla tíð. Það var margt brall- að þessi ár sem okkur voru gefin sam- an og margt væri hægt upp að telja en hér er ekki tími til þess. Þú varst hrókur alls fagnaðar og engin veisla var fullkomnuð nema þú værir þar með þinn smitandi hlátur og glettin tilsvör. Þú varst alltaf svo dugleg að heimsækja mig en eftir að þú veiktist fækkaði þeim heimsóknum að vonum. Ég saknaði þess en við bættum okkur það upp með því að tala oft og stund- um lengi saman í síma. Elsku Elínborg mín, heimurinn er fátækari við fráfall þitt, allt er eitt- hvað svo grátt og nöturlegt þessa stundina, ég sakna þín svo mikið og þrátt fyrir veikindi þín undanfarin ár kom mér andlát þitt á óvart. Ég hefði þegið með þökkum að njóta vinskap- ar þíns lengur. Þú varst mikill mann- vinur og gædd ríkri réttlætiskennd og sonum mínum varstu jafngóður vinur og þú varst mér. Elsku Elín- borg, hafðu þökk fyrir allt, þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu. Elsku Magnús, Erlendur, Matt- hías, Jóhann, Berglind, tengdabörn og barnabörn, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og bið algóðan Guð að veita ykkur styrk í þessari miklu sorg. Svava Jóhannsdóttir. ELÍNBORG JÓNA JÓHANNSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.