Morgunblaðið - 25.06.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.06.2003, Blaðsíða 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2003 13 FRAMKVÆMDASTJÓRI Kaup- félags Árnesinga, Óli Rúnar Ást- þórsson, hefur látið af störfum. Í til- kynningu frá KÁ segir að tekist hafi samkomulag um þetta og Óli Rúnar hafi hætt störfum sl. mánu- dag. Í framhaldi af því hefur Einar Pálsson fjármálastjóri óskað eftir því að láta af störfum og hætti hann einnig á mánudaginn. Haft var eftir Óla Rúnari í frétt- um Ríkisútvarpsins í gærkvöldi að hann hefði ekki náð settum mark- miðum í rekstri félagsins og því væri eðlilegt að hann hætti störfum. Í tilkynningu frá KÁ segir að fram- undan sé fjárhagsleg endurskipu- lagning félagsins og dótturfélaga þess. Nokkurt tap hafi verið af starfseminni síðustu misseri og á þeim tíma hafi félagið staðið fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu á Suðurlandi ásamt þjónustu við bændur. Reksturinn skoðaður í heild Guðmundur Búason, sem starfað hefur hjá félaginu um árabil, hefur tekið við framkvæmdastjórn þess fyrst um sinn. Valur Oddsteinsson, stjórnarformaður, og Páll Zóphaní- asson, varaformaður stjórnar KÁ, munu vinna að endurskipulagningu rekstrar ásamt Guðmundi, að sögn Vals. „Nú er verið að byrja að vinna að þessu og reksturinn verður tek- inn til skoðunar í heild. Við erum í miklum samkeppnisrekstri, þetta er harður heimur og verkefnið er að laga sig að þeim aðstæðum,“ segir hann aðspurður um væntanlegar aðgerðir í rekstri. Rekstur endurskipulagður hjá Kaupfélagi Árnesinga SAMKEPPNISRÁÐ Bretlands lýsti í gær yfir áhyggjum sínum af tilboð- um keppinauta Safeways í verslana- keðjuna. Tesco, Sainsbury og Asda hafa boðið í fyrirtækið, en ráðið telur að samruni Safeways við eitt þessara félaga myndi minnka samkeppni á markaðnum. Samkeppnisráðið hefur nú tilboðin til meðferðar. Á hinn bóginn lýsti ráðið yfir, við sama tækifæri, að yfirtökutilboð Morrisons-keðjunnar, sem er smærri en hinar fyrrnefndu, væri „samkeppnisvænt“. Þessar yfirlýs- ingar eru taldar vera áfall fyrir stóru keðjurnar þrjár. Þó sagði í yfirlýs- ingu samkeppnisráðsins að staðhæf- ingarnar byggðust aðeins á „núver- andi hugleiðingum“ og væri ætlað að gefa vísbendingar um hvað kynni að ráða úrslitum við meðferð málsins. Stór samruni talinn hamla samkeppni VÆNTINGAVÍSITALA Gallup lækkar í júní um tæp 19 stig og mælist nú 117,9 stig eftir að hafa hækkað það sem af er ári. Þótt vísital- an lækki umtalsvert milli mánaða er hún tæpum 9 stigum hærri en hún var í júní í fyrra og rúmum 14 stigum hærri en meðaltal ársins 2002. Væntingavísitala Gallup mælir tiltrú og væntingar fólks til efnahags- lífsins, atvinnuástandsins og heildar- tekna heimilisins. Þegar væntinga- vísitala Gallup er 100 stig á tilteknum tíma þýðir að það eru jafn margir já- kvæðir og neikvæðir svarendur. Ef hún er hærri eru fleiri jákvæðir en ef hún er lægri eru fleiri neikvæðir. Samkvæmt upplýsingum frá Gall- up lækkar vísitalan meðal kvenna nú um 25,6 stig en meðal karla um 13,1 stig. Væntinga- vísitala Gall- up lækkar SÆPLAST hf. gaf í vikunni út skuldabréf að nafnverði 370 milljónir króna og voru þau seld í lokuðu skuldabréfaútboði til fagfjárfesta. Um er að ræða stækkun á 530 millj- óna króna skuldabréfaflokki sem var gefinn út í febrúar síðastliðnum og flokkurinn er því nú orðinn 900 millj- ónir króna að nafnverði. MP Verðbréf hf. voru umsjónar- aðili útboðsins sem var liður í að und- irbúa Sæplast hf. undir frekari vöxt og fjárfestingar, að því er segir í til- kynningu. Bréfin eru verðtryggð eingreiðslubréf til 5 ára með vaxta- gjalddögum hálfsárslega. MP Verðbréf hf. höfðu umsjón með rafrænni skráningu á stækkun flokksins hjá Verðbréfaskráningu Íslands. Sæplast gefur út skuldabréf ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.