Morgunblaðið - 25.06.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.06.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞESSA vikuna stendur Sjálfsbjörg, félag fatlaðra, fyrir Sjálfsbjargar- dögum á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið er að vekja athygli á því að árið 2003 er Evrópuár fatlaðra. Af þessu tilefni er gefið út sérstakt blað um aðgengismál fatlaðra en blaðið mun fylgja með Klifri, frétta- blaði Sjálfsbjargar. Að sögn Alexanders Harðar- sonar, aðstandanda útgáfu sér- blaðsins, er mjög misjafnt hvernig aðgengi er fyrir hjólastóla. Í tengslum við útgáfu blaðsins var Þórólfur Árnason borgarstjóri í hjólastól í gær við sín daglegu störf. Tilgangurinn með uppátækinu er að vekja athygli á aðgengismálum fatlaðra á nýstárlegan hátt, vekja fólk til vitundar og opna umræðu um daglegar aðstæður fatlaðra. Þórólfur segir þessa reynslu hafa verið spennandi en að jafnframt hafi hann komið auga á marga þröskulda. „Við höfum sniðgengið þá staði sem eru með slæmt aðgengi. Það er erfitt að komast inn á ýmsa staði hér í bænum. Sums staðar vantar lítið upp á til að það gæti verið betra en annars staðar er erfiðara að koma því við. Þetta vekur mann til umhugsunar. Fólk sem er að kljást við fötlun alla daga á að njóta betra aðgengis á alla þessa staði sem við getum umhugsunarlaust farið á,“ segir Þórólfur. Þórólfur fór í sund í hjólastólnum og var nokkuð ánægður með að- gengið þar. Hann taldi þó líklegt að hann fengi harðsperrur enda mikil átök að koma sér ofan í heitu pott- ana. Auk þess sagði hann aðgengi fyrir hjólastóla vera sérlega gott í Ráðhúsinu. Borgarstjóri er ekki sá eini sem fær að kynnast veru í hjólastól heldur mun Lúðvík Geirsson, bæj- arstjóri í Hafnarfirði, gera slíkt hið sama á föstudaginn, 45 ára afmæl- isdegi Sjálfsbjargar. Morgunblaðið/Arnaldur Þórólfur Árnason borgarstjóri sést hér handlanga sig ofan í heita pottinn í Laugardalslauginni. Borgarstjóri reynir aðgengi fatlaðra á Sjálfsbjargardegi „Vekur til umhugsunar“ FASTEIGNASALAR segja að af- greiðsla Íbúðalánasjóðs á húsnæðis- lánum dragist meira en góðu hófu gegnir. Tvær til þrjár vikur taki að af- greiða mál, sem venjulega eigi að taka þrjá til fjóra daga. Hallur Magnússon, sérfræðingur stefnumótunar- og markaðsmála Íbúðalánasjóðs, segir marga frídaga í miðri viku undanfarið og frí starfsmanna skýringuna. Sveinbjörn Halldórsson, hjá fast- eignasölunni Gimli, segir að það taki allt að tvær vikur fyrir kaupendur að fá lán sín afgreidd hjá Íbúðalánasjóði. Oft virðist sem ferlið taki lengri tíma á sumrin þegar óvant starfsfólk hefji störf og fastir starfsmenn fari í frí. Ingólfur G. Gissurarson, hjá Val- höll, tók dæmi af umsókn sem var lögð inn hjá Íbúðalánasjóði 4. júní og afgreidd í gær. Hvimleitt sé þegar svona bið verði á afgreiðslu lána. Leifur Aðalsteinsson, hjá fast- eignasölunni 101 Reykjavík, segir biðina sveiflukennda og fari mikið eft- ir því hve flóknar umsóknirnar séu. Allt að tíu dagar geti liðið þangað til umsóknir séu afgreiddar. Enn hafi það ekki komið illa við viðskiptavini fasteignasölunnar. Ástandið gott í næstu viku Hallur segir að kerfisbilun hafi ollið töfum á afgreiðslu umsókna í kring- um páskana, sem síðan var unnið upp. Síðustu vikurnar hafi aftur dregist að afgreiða umsóknir þar sem einungis voru fjórir vinnudagar í viku vegna fjölda frídaga. Hann sér fram á að starfsfólk nái að afgreiða fleiri umsóknir næstu daga og afgreiðsluferlið verði komið í eðlilegt horf í næstu viku. Frídagarn- ir séu færri og lykilstarfsfólk komi úr fríi. Hann skilur vel óþolinmæði fast- eignasala enda sé það óviðunandi að umsóknir séu ekki afgreiddar innan þeirra tímamarka sem Íbúðalána- sjóður setur sér. Biðtíminn tvær til þrjár vikur Tafir á afgreiðslu hjá Íbúðalánasjóði BJÖRN Á. Guðjónsson trompetleikari lést af völdum langvinns sjúk- dóms sl. mánudag. Björn vann mikið starf í þágu tónlistar á Ís- landi, bæði sem tromp- etleikari og kennari. Björn fæddist í Reykjavík 7. mars 1929. Faðir hans var Guðjón Þórðarson, skó- smiður í Reykjavík og formaður Lúðrasveitar Reykjavíkur, og Anna Jónsdóttir kona hans. Björn nam við Det kongelige danske musikkonservatorium árin 1949 til 1953 undir leiðsögn Kurts Pedersens. Þegar hann sneri heim gerðist hann trompetleikari við Sin- fóníuhljómsveit Íslands til ársins 1960 og aftur á árunum 1961 til 1967. Björn stofnaði Skólahljómsveit Kópavogs árið 1967 og var fyrsti stjórnandi hennar. Því hlutverki gegndi hann allt til ársins 1995. Hann var félagi í Lúðrasveit Reykjavíkur 1943–1971, var formaður LR 1963–66 og varafor- maður Félags íslenskra hljóðfæraleikara 1960. Hann var stjórnandi Lúðrasveitar verkalýðs- ins 1964 og stjórnandi Hornaflokks Kópavogs 1977. Björn var félagi í Det danske trompeter laup og heiðursfélagi í Lúðra- sveit Vestmannaeyja og Havnarhornorkestur í Færeyjum. Björn var valinn heiðurs- listamaður Kópavogs árið 1988. Eftirlifandi eiginkona Björns er Ingibjörg Jónasdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri. Börn þeirra eru Jónas Björnsson tónlistarkennari, sem er látinn, og Anna Þóra Björns- dóttir (f. 1962) kaupmaður. Sigríður Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur er dóttir Ingibjargar og stjúpdóttir Björns. Andlát BJÖRN Á. GUÐJÓNSSON TÍVOLÍIÐ sem undanfarin ár hefur verið við Reykjavíkurhöfn verður við Smáralind í sumar. Tív- olíið verður opnað á föstudaginn og verður hér í mánuð. Í ár verða fleiri og stærri tæki í tívolíinu en áður, m.a. „Freak Out“ sem er stærsta tívolítæki sem hingað hefur komið. Í því sit- ur fólk í hring og snýr inn á við, hringurinn snýst svo og sveiflast fram og til baka samtímis. Þetta tæki hefur verið ákaflega vinsælt erlendis. Meðal annarra tækja má nefna „Extreme“ en í því situr fólk í lá- réttri röð í föstum sætum sem er lyft í hringi, og „Twister“ sem er þriggja arma tæki með sætum á hverjum armi sem snúast aftur- ábak og áfram. Tívolíið verður op- ið milli kl. 13 og 23 í mánuð. Tívolí við Smáralind NÆRRI lá að stórvirkar vinnuvélar eyðilegðu forn- og náttúruminjar í Af- stapahrauni við Kúagerði við malar- nám vegna tvöföldunar Reykjanes- brautarinnar fyrr í vikunni. Að sögn Vegagerðarinnar fór verktaki 20 til 30 metra út fyrir það svæði sem hann átti að vinna á. Eins og sagt var frá í blaðinu í vik- unni er um að ræða fornan hlaðinn garð og svonefndan tófustíg sem ligg- ur austan við námuna. Malarnám hef- ur nú verið stöðvað. „Þetta er í austurjaðrinum á nám- unni og rétt við þetta svæði sem var verið að vinna úr,“ segir Jóhann Bergmann, deildarstjóri fram- kvæmda á Reykjanesi hjá Vegagerð- inni. Ekkert hafði skemmst við framkvæmdirnar „Verktakinn var að vinna þarna al- veg í jaðrinum á námunni og við stöðvuðum hann í gær og færðum hann inn á raskað svæði. Ég held ég geti fullyrt það að það hefur ekkert skemmst við framkvæmdirnar núna en hann hefði væntanlega farið í þetta ef hann hefði ekki verið stöðvaður.“ Jóhann segir að aldrei hafi farið fram umhverfismat í tengslum við grjótnám úr námunni enda sé hún bú- in að vera í notkun svo lengi sem hann man. Hann segir að það hafi ekki staðið til að fara út fyrir raskað svæði í námunni og því hafi ekki verið talin þörf á umhverfismati. „Nú er ég búinn að hafa samband við Fornleifastofnun og biðja þá að gera úttekt á svæðinu,“ segir Jóhann. Hann segist eiga von á að það verði gert í næstu viku. „Það hefur ekki staðið til að fara út fyrir námusvæðið þar sem búið er að raska öllu síðustu hálfa öld, svo þetta hefði átt að sleppa í sjálfu sér. Ég get alveg fallist á að náman sé of nálægt þessum minjum þannig séð. Þetta er nú að vísu hraun- bolli og stígurinn bakvið hraunhól, svo ef maður gengur stíginn þá er maður í friði í náttúrunni ef það er Morgunblaðið/Árni Torfason Veggurinn liggur þvert á tóustíginn örfáa metra frá malarnámunni. Gengið nærri forn- og náttúruminjum á Reykjanesi Grjótnám fór út fyrir raskað svæði ekki verið að vinna í nágrenninu með vinnuvélum.“ Ómar Smári Ármannsson, áhuga- maður um sögu og náttúru Reykja- nessins, benti á raskið eftir að hafa gengið stíginn. Hann er ánægður með viðbrögð Vegagerðarinnar: „Þetta er mjög gott mál. Það er oft þannig að þegar verktakar eru að vinna á svona svæðum er það oft af meira kappi en forsjá. Það eru mörg dæmi þess að sögulegar minjar hafi farið forgörð- um og þær verða aldrei endurgerð- ar.“ LESENDUR The Guardian, The Observer og Guardian Unlimited hafa kosið Ísland „Uppáhalds Evr- ópulandið“, en fjölmiðlarnir veita árlega ferðaverðlaun sem eru byggð á könnun meðal lesenda. Verðlaunin, sem eru veitt í nokkr- um flokkum, vekja jafnan athygli en þau voru afhent í Marokkó á mánudag. Í ár tóku 24 þúsund lesendur þátt könnuninni sem gengur þannig fyr- ir sig að lesendur eru beðnir að meta þá þjónustu sem þeir fá á ferðalögum sínum með því að gefa henni einkunn. Magnús Oddsson, framkvæmdarstjóri ferðamálaráðs, segir sérstaklega ánægjulegt að verðlaunin séu byggð á vali neyt- endanna sjálfra. „Í þessum verðlaunum felst tvö- föld ánægja fyrir okkur. Í fyrsta lagi er ljóst að það mikla kynning- arstarf sem unnið hefur verið á Bretlandseyjum hefur skilað þeim árangri að gestirnir koma til okkar. Síðan hefur landið sjálft og sú þjón- usta sem við veitum skilað gest- unum ánægðum til baka. Það er, þegar upp er staðið, mikilvægasta kynningin fyrir okkur,“ segir Magnús. Ísland í uppáhaldi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.