Morgunblaðið - 25.06.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.06.2003, Blaðsíða 19
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2003 19 „REYKJANESSKAGINN býr yfir mikilli fegurð og náttúran er mjög margbreytileg. Við erum búin að ganga saman um svæðið í fjögur sumur og þó við höfum farið víða eigum við margt eftir að skoða. Mér sýnist við geta gengið nokkur sum- ur í viðbót án þess að fara um sömu svæði,“ segir Rannveig Lilja Garð- arsdóttir (Nanný) í samtali við Morgunblaðið, en hún er önnur tveggja í forsvari fyrir Strand- gönguhópinn. „Ég er alin upp á fjöllum,“ segir Nanný og er nokkuð ljóst að áhugi á ferðamennsku og útivist er henni í blóð borin. „Ég var, eins og svo margir aðrir, afar upptekin af því að fara alltaf eitthvert út á land til þess að njóta náttúrunnar og stunda úti- vist. Fyrir nokkrum árum varð þó hugarfarsbreyting hjá mér og ég vildi vita meira um mitt nánasta umhverfi, en ég er uppalin í Kefla- vík. Það voru fleiri sem höfðu þetta sama áhugamál og smám saman myndaðist lítill hópur áhugafólks um göngur í fallegri náttúru Reykjanesskagans.“ Göngusvæðið afmarkað með strandgöngu Nanný segir hópinn hafa byrjað á því að ganga strandlengjuna frá Vogum að Stafnesi í nokkrum áföngum og má segja að fyrstu göngurnar hafi verið mjög táknræn- ar, því með strandgöngunni markaði hópurinn það svæði sem hann ætl- aði að einbeita sér að, enda er nafn gönguhópsins dregið af þessari strandgöngu. „Í framhaldi ákváðum við að ganga alltaf einu sinni í viku á sama tíma og á sömu kvöldum til að gera fleirum kleift að vera með. Smám saman hafa fleiri og fleiri heyrt af þessu og bæst í hópinn, bæði héðan af Suðurnesjum en einn- ig frá höfuðborgarsvæðinu. Ákveð- inn kjarni hefur myndast en auðvit- að er þetta opið öllum sem hafa áhuga. Það eina sem þetta kostar er 800 krónur fyrir rútuna á staðinn.“ Þetta er fjórða göngusumar Strandgönguhópsins og hófst það með göngu í kringum Kleifarvatn á sumardaginn fyrsta. Forsvarsmenn hópsins, Nanný og Elín Halldóra Hermannsdóttir, leggja mikinn metnað í alla umgjörð ganganna, m.a. með dreifingu upplýsinga um göngur sumarsins og fróðleik um svæðið sem ganga á um. Hópurinn hittist við Njarðvíkur- kirkju á hverju miðvikudagskvöldi kl. 19 og bíður þar rúta frá Sérleyf- isbifreiðum Keflavíkur sem sér um að koma göngumönnum á áfanga- stað. Á leiðinni á gönguslóðir fræðir Nanný hópinn um áfangastað kvöldsins og hefur jafnframt hvatt fólk til þess að lesa sér til um svæð- ið í bókum og blöðum. „Við höfum byggt þetta þannig upp að við höf- um þrjár stórar góðar dagsgöngur yfir sumarið, en hinar eru á bilinu þriggja til fimm klukkustunda lang- ar. Göngurnar eru miserfiðar og í dreifibréfinu sem við útbúum hvert sumar er þyngdarstig hverrar göngu tekið fram. Við leggjum þó áherslu á að hafa þetta göngur við allra hæfi.“ Góðir skór eru mikilvægir Nanný segir að jafnframt væri lögð áhersla á að fólk væri vel útbú- ið. „Ég hef fengið fyrispurnir um hvort óhætt sé að koma í striga- skóm en við því er svarið nei. Mjög mikilvægt er að vera í góðum gönguskóm og einnig að klæða sig eftir veðri. Nesti verður líka að vera með í för og á meðan við snæðum fræði ég fólk um staðinn eða segi sögur.“ Auk þess að vera mikil áhuga- manneskja um útivist hefur Nanný menntað sig í ferðamálafræðum og er um þessar mundir að ljúka slíku námi frá Ferðamálaskólanum í Kópavogi. Starfsnámið stundar hún í nýrri Upplýsingamiðstöð Reykja- ness sem staðsett er í Bókasafni Reykjanesbæjar „Ég er alin upp á fjöllum þannig að áhuginn hefur alltaf verið til staðar. Sennilega hafa göngurnar þó orðið til þess að ég dreif mig loksins í þetta nám. Ekki spillir að mitt aðaláhugamál er úti- vist og uppáhaldssvæðið er Reykja- nesskaginn þannig að þetta hefur unnið mjög vel saman, göngurnar og námið. Reykjanesskaginn á sér svo mikla sögu sem er svo víða greinileg, t.d. í öllum gömlu þjóðleiðunum sem ennþá markar fyrir víða í hrauninu og heiðunum. Að hugsa sér að mað- ur skuli vera að ganga í spor fólks- ins sem var að ganga hér þvert yfir skagann fyrir mörgum öldum. Það eru svo margir sem segja að nátt- úrufegurð felist aðeins í fjöllum og skógum. Því er ég ekki sammála. Fegurðin er ekki síður hraunið, mó- inn, gróðurinn, jarðfræðin og fugla- lífið sem hér má finna í miklum mæli.“ Strandgönguhópurinn kannar Reykjanesskagann Ganga í spor forfeðranna Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Eins og sést er góða skapið ætíð með í för. Suðurnes HANDVERKSFÓLK og aðrir lista- menn á Suðurnesjum láta ljós sitt skína þessa dagana í Sumargallerí- inu í Svarta pakkhúsinu við Kefla- víkurhöfn. Þar sýna tæplega tuttugu handverksmenn og -konur afurðir sínar og sköpun og er úrvalið enn fjölbreyttara en í fyrra. Þar má finna allt frá tréskurði og keramikmunum upp í íkona og málverk í alls kyns stíl. Sumargalleríið er nú talið ómiss- andi hluti af sumarmenningu Reykjanesbæjar. Listaskóli og góð aðstaða Guðrún Greipsdóttir, starfsmaður hjá Listasafni Suðurnesja, segir um- ferðina um galleríið hafa verið afar góða, þrátt fyrir að ekkert hafi verið auglýst. „Það komu á þriðja hundrað manns á sautjánda júní og skoðuðu handverkið og fólk sýndi þessu mik- inn áhuga.“ Guðrún segir þó lokun Hafnarstrætisins og fleiri gatna gera galleríinu erfitt fyrir að fá inn fólk af götunni, þar sem það þurfi að taka á sig mikinn krók til að komast að pakkhúsunum. „Það gerir fólki vissulega erfitt fyrir að bara detta hérna inn, en fólk kemur engu að síð- ur, því þetta eru fallegir munir og gott umhverfi. Í sumargalleríinu er einnig að- staða fyrir kennslu í myndlist. Þang- að koma börn á aldrinum 8–13 ára í listaskóla á vegum menningar-, íþrótta- og tómstundasviðs Reykja- nesbæjar og er þeim skipt í hópa eft- ir aldri. Thelma Björk Jóhannesdótt- ir myndlistarkennari segir þennan valkost við leikjanámskeiðin hafa notið mikilla vinsælda jafnt hjá for- eldrum sem börnum. „Það er frá- bært að geta boðið börnunum upp á nýja hluti og þjálfun í að tjá sig í gegnum listina. Það er líka æðislegt að hafa þessa aðstöðu í pakkhúsinu, og líka fyrir krakkana. Þau eru svo spennt fyrir því að fá að stunda myndlist hér í þessu umhverfi og upplifa sig sem alvöru listamenn. Þau fá mikinn innblástur af því að fá að vera hérna og læra.“ Sumargallerí í svarta pakkhúsinu Morgunblaðið/Svavar Guðrún Greipsdóttir lóðsar gesti sumargallerísins um Svarta Pakkhúsið. Morgunblaðið/Svavar Thelma Björk Jóhannesdóttir kennir börnum grímugerð. Reykjanesbær VÐ FUGLAVÍK og Norðurkot er mikið æðarvarp og er það girt af. Þúsundir æðarfugla hafa þarna varpstaði á hverju ári og er dúnninn nýttur af bændum. Fleiri fuglar en æðarfuglinn njóta hinna góðu stað- hátta á svæðinu og býr þarna gríðarlegur fjöldi kría sem gætir ekki aðeins sinna eigin eggja, heldur einnig ann- arra varpfugla. Magnús Stefánsson æðarbóndi kynntist móðureðli krínnar þegar hann var að líta eftir hreiðrum á dög- unum og fékk ergilegt garg í eyra frá gírugum kríunum. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Krían sér um sína Suðurnes

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.