Morgunblaðið - 25.06.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.06.2003, Blaðsíða 31
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2003 31 „Hvar er Sibba?“ spurði einn vistmaðurinn í Skálatúni mig dag- inn eftir hörmulegt slys sem kost- aði Sibbu lífið. „Hún er hjá Guði,“ svaraði ég. Önnur spurning fylgdi strax á eftir: „Líður henni núna vel?“ Ég hef velt þessari spurningu fyrir mér. Sibba var þroskaheft og gat ekki talað þrátt fyrir að hún gæti bjargað sér sjálf á mörgum sviðum. Er hún núna heilbrigð og getur talað. Sibba vildi helst aldrei fara neitt úr húsi. Það eina sem hún fékkst til að fara var að fara til sum- ardvalar fjarri Skálatúni. En venjulega var hún heima að fylgj- ast með hvort allt væri í röð og reglu í fataskápunum. Hún fór í reglubundnar eftirlitsferðir í skáp- ana í Skálatúni og gætti þess að röð og regla væri á öllu. Þannig skoðaði hún vandlega skyrtur og önnur föt. Ef fötin á herðatrjánum voru ekki hneppt eða flíkurnar ekki rétt hengdar upp kom hún umsvifalaust með þær og gaf okk- ur starfsfólkinu til kynna að þarna þyrfti að bæta úr. Við hlýddum enda var hún ekki í rónni fyrr. Fyrsti vorboðinn í Skálatúni var sá að Sibba hélt sig úti og rölti um lóðina og naut veðurblíðunnar. SIGURBJÖRG BENEDIKTSDÓTTIR ✝ SigurbjörgBenediktsdóttir fæddist í Reykjavík 10. janúar 1950. Hún lést af slysför- um 12. júní síðast- liðinn. Sigurbjörg bjó á Skálatúnsheimilinu í Mosfellsbæ frá ungum aldri. Útför Sigurbjarg- ar fer fram frá Lágafellskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Sibba vildi alltaf vera nýklippt og við urðum að gæta þess að hún næði ekki í skæri því þá klippti hún sig sjálf með misjöfnum árangri. Á endanum gripum við til þess að burstaklippa hana. Skærin urðu að vera vel falin. Nokkrum dögum eftir að Sibba lést sá ég skæri liggja á borði og greip andann á lofti. Sibba gæti náð þeim og klippt sig. En svo rann upp fyrir mér ljós. Sibba var horfin og enginn hafði lengur áhuga á skærum eða eftirliti með fataskápum. Sibba sem var svo heimakær og vildi helst aldrei fara frá Skálatúni þar sem hún bjó allt frá barnæsku var farin í sitt sein- asta ferðalag. Enginn fylgist með fataskápunum og ekki þarf að gæta skæranna. Seinasta ferðalag Sibbu felur í sér þau fyrirheit að henni líði vel og hún sé nú heil- brigð hinum megin. Ég trúi því að svarið við spurningu félaga hennar sé það að henni líði vel þar sem hún er núna. Við sem sinntum henni daglega söknum hennar sárt. Halldóra Jónsdóttir. Vertu Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (H. Pétursson) Í dag kveðjum við okkar kæru vinkonu, Sibbu, eins og hún var alltaf kölluð. Elsku Sibba, margar góðar stundir höfum við átt saman í Kjallaranum en þangað komstu hvern virkan dag í þjálfun. Það er skrýtið að byrja ekki daginn eins og vanalega með andlits- og hand- arnuddi. Nú er enginn til að sjá um að geymslan og skáparnir séu í lagi. Okkur er sérlega hugsað til síðustu ferðar okkar saman, þegar við fórum í heimsókn í Daðahús. Hvað þér fannst gaman en varst samt fegin að koma heim í Skála- tún því þar leið þér best. Guð geymi þig, elsku Sibba, og takk fyrir samveruna. Bertha og Margrét Kristín. Í dag kveðjum við okkar elsku- legu sambýliskonu og félaga Sig- urbjörgu, sem var búsett hér í Skálatúni frá því að hún var barn- ung. Sigurbjörg setti með fasi sínu og framkomu sterkan svip á mann- lífið hér. Hún lifði í eigin heimi þar sem hún gat ekki tjáð sig með orð- um. Eigi að síður duldist það eng- um hvernig henni leið og oft hreif hún fólk með sér í kæti eða leiða. Hún var hér eins konar staðar- haldari og rölti um allt svæðið til þess að kanna hvern krók og kima því að Sigurbjörg vildi hafa allt eftir settum reglum. Eitt er víst að nærvera hennar og svipbrigði hafði mikil áhrif á okkur öll. Við þökkum henni fyrir allar samveru- stundirnar. Ó, drottinn viltu að mér gá. Ó, drottinn leið mig til og frá. Ó, drottinn gakktu á undan mér. Ó, drottinn mig á höndum ber. Ó, drottinn skil þú ei við mig. Einkaförunaut kýs ég þig. Kveðja. Sambýlis- og starfsfólk á neðri gangi. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pét.) Með þessum orðum kveðjum við Sibbu sem nú er komin á góðan og fallegan stað. Blessuð sé minning hennar. Steinunn og Birna Ósk. Elsku afi minn. Þú varst minn besti vinur og félagi, þær voru ófáar stundirnar sem við áttum saman og umhyggjan sem þú sýndir mér alltaf lýsir þeim kærleik sem þú gast gefið frá þér. Þú varst alltaf tilbúinn þegar ein- hvers þurfti með. Þær voru yndislegar, stundirnar þegar við fórum saman í Suður- sveitina og þú fræddir mig á leiðinni á öllum örnefnum og yfirheyrðir mig svo á leiðinni til baka. Sjálfsagt hefur þér ekki þótt mikið til eft- irtektar minnar koma. Þú hafðir fyrir sið að hringja í mig daglega í nokkur ár og þá GUÐBRANDUR BENEDIKTSSON ✝ GuðbrandurBenediktsson fæddist á Kálfafelli í Suðursveit í A- Skaftafellssýslu 22. maí 1920. Hann lést á elliheimilinu Grund 10. apríl síðastliðinn. Útför Guðbrands fór fram frá Grafar- vogskirkju 25. apríl síðastliðinn. ræddum við um allt milli himins og jarðar. Nú hefurðu kvatt þetta líf og ég veit að þessi stund var þér kær- komin vegna veikinda þinna. Ég kveð þig með sárum söknuði, elsku afi minn. Þinn Björgvin. Við erum á leiðinni austur í Suðursveit að heimsækja Steinþór frænda og Önnu frænku eða við er- um úti á túni að virða Kálfafells- tindinn fyrir okkur. Já, hann er virðulegur, tindurinn, eða það finnst okkur. Elsku afi, þér þótti alltaf gaman að ferðast og nú ertu farinn í langt ferðalag þar sem þér líður vel og ég efast ekki um að þú færð höfðing- legar móttökur, enda höfðingi á ferð. Alltaf þegar von var á afa var hlaupið út í búð og keypt eitthvað gott því að nú skyldi halda veislu, borða og hlæja mikið. Við göntuðumst oft með hve ríki- dæmið þitt væri mikið, þú ættir 22 afkomendur og það væri nú ekki svo lítið og alltaf fannst þér þetta fólk sérlega myndarlegt og skemmtilegt. Já, hverjum þykir sinn fugl fagur. Ég er líka rík því ég á ótal góðar minningar um hlýjan og góðan faðm alltaf þegar á þurfti að halda. Og um mikinn húmorista sem sagði svo skemmtilega frá enda víðlesinn. Einn stærsti gullmolinn í mínu ríkidæmi er þegar elstu börnin mín fæddust, tvíburarnir svo litlir, þeg- ar þú komst inn á vökudeild, tókst þau upp óhræddur, kysstir og knús- aðir og tárin runnu niður kinnar þínar af gleði. 14 mánuðum seinna fæddist þriðji gullmolinn, stór og stæðileg stúlka, og mikið fannst þér hún falleg, svei mér þá ef hún væri ekki bara lík þér, blessað barnið. Viti menn, átta árum seinna stækkaði enn ríkidæmi okkar, ynd- islegur drengur leit dagsins ljós og þótt þú værir mjög veikur aftraði það þér ekki frá að heilsa upp á okkur með alla þína hlýju og stolt. Elsku afi, takk fyrir allar stund- irnar okkar, takk fyrir alla ástina og hlýjuna sem þú gafst okkur. Guð geymi þig. Ingunn Benedikta. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. LEGSTEINAR Mikið úrval af legsteinum og fylgihlutum Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, sími 587 1960 Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AÐALHEIÐUR HALLDÓRA GUÐBJÖRNSDÓTTIR, andaðist á Landspítalanum Fossvogi föstu- daginn 20. júní. Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnar- firði fimmtudaginn 26. júní kl. 15.00. Oddný Lína Sigurvinsdóttir, Guðbjörn Magnús Sigurvinsson, Þórunn Einarsdóttir, Viktor Jón Sigurvinsson, Ólína Sverrisdóttir, Sigurvin Heiðar Sigurvinsson, Auður Auðunsdóttir, Jón Ásgeir Sigurvinsson, Elínborg Sturludóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ÁGÚST ÖGMUNDSSON frá Litla landi, Vestmannaeyjum, andaðist á sjúkrahúsi í Slagelse, Danmörku, fimmtudaginn 19. júní. Útförin fer fram frá kapellunni í Korsör mið- vikudaginn 25. júní. Systkini hins látna og fjölskyldur. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við and- lát og útför eiginkonu minnar, móður, tengda- móður, ömmu og langömmu, GUÐRÍÐAR BENEDIKTSDÓTTUR, Fjarðarstræti 33, Ísafirði. Andrés Jóhannsson og fjölskyldur. Jarðarför frænku okkar, HELGU EYJÓLFSDÓTTUR, Lindargötu 61, Reykjavík, fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 27. júní kl. 13.30. Bræðrabörnin. Föðursystir okkar, INGIBJÖRG GUÐNADÓTTIR, Hjallaseli 55, lést laugardaginn 14. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug. Sérstakar þakkir til starfsfólks Seljahlíðar fyrir góða umönnun og hlýju. Björk Jónsdóttir, Svala S. Jónsdóttir, Lind Ebbadóttir, Sigurveig Ebbadóttir, Gerður Ebbadóttir og aðrir aðstandendur. Elskulegur maðurinn minn og faðir, BJÖRN Á. GUÐJÓNSSON trompetleikari, Grandavegi 47, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ að kvöldi mánudagsins 23. júní. Ingibjörg Jónasdóttir, Anna Þóra Björnsdóttir og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.