Morgunblaðið - 25.06.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 25.06.2003, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2003 41 DAGBÓK Komið fótunum í lag fyrir fríið! SJÚKRAVÖRUR EHF. Verslunin Remedia í bláu húsi v/Fákafen, sími 553 6511. Hinar sívinsælu handunnu mokkasínur í svörtu, hvítu og beige. Einnig með reimum. Sendum í póstkröfu. 15% afsláttur af öllum gerð- um af Delilah og Samson stuðnings- sokkum og sokkabuxum Vorum að fá sendingu af þýsku opnu sjúkraskónum. Nokkrar tegundir. 10% afsláttur af skóm Einnig fylgir hverju seldu pari Aloa Vera Plus+ fótakrem við fótapirringi Eigum einnig nokkrar gerðir af extra breiðum götuskóm. SVEIT Roy Wellands frá Bandaríkjunum vann para- sveitakeppnina í Menton, fyrsta mót hinnar nýju Evr- ópuhátíðar sem ætlað er að laða að sér spilara frá öllum heimsálfum. Íslenskir spil- arar muna sumir eftir Well- and, en hann spilaði á síð- ustu bridshátíð í sveit Zia með Björn Fallenius sem makker. En í Menton var eiginkonan makker Wel- lands, Christal-Henner, og með þeim spiluðu Rosen- berg-hjónin, Debbie og Michael, og þriðju hjónin, Robert og Jill Levin. Mich- ael Rosenberg er fæddur og uppalinn Skoti og eina teng- ing hópsins við Evrópu. Silf- urverðlaunin komu í hlut sænsk-íslenskrar sveitar, þar sem Magnús „okkar“ Eiður Magnússon spilaði á móti konu sinni „Cat“ Mid- skog í liði með Bertheau og Nyström. Vestur gefur; NS á hættu. Norður ♠ D4 ♥ KD10 ♦ K93 ♣ÁKD104 Vestur Austur ♠ G108752 ♠ K ♥ 98 ♥ ÁG7543 ♦ D10 ♦ 8642 ♣972 ♣63 Suður ♠ Á963 ♥ 62 ♦ ÁG75 ♣G85 Spil dagsins kom upp í undanúrslitum, en þar mætti Welland danskri stórsveit undir forystu Dor- othe Schaltz. Með frú Scheltz spiluðu Lars Blaks- et og Auken-hjónin, Sabine og Jens. Þau síðastnefndu spiluðu þrjú grönd í NS á öðru borðinu og tóku 11 slagi, 660, en hinum megin gerðist þetta: Vestur Norður Austur Suður Schaltz J. Levin Blakset R. Well- and 2 tíglar * Dobl 2 spaðar * 3 grönd Pass 6 grönd Pass Pass Pass Opnun vesturs sýndi veika tvo í hálit (multi) og tveir spaðar á móti var leit- andi. Í mótsblaðinu segir að hitinn í Menton sé eina skýringin á sögnum NS og við látum þar við sitja. Útspil vesturs var spaða- gosi, sem neitaði hærra mannspili samkvæmt varn- arreglum AV – „þriðja frá brotinni röð“. Welland lét því lítið úr borði og fangaði kónginn. Þá var hann kom- inn upp í 10 slagi. Hann spilaði hjarta á kóng og Lars dúkkaði fumlaust. Fimm slagir á lauf fylgdu í kjölfarið og svo tók Welland á tígulkóng. Tía vesturs var athyglisvert spil og Welland ákvað að trúa því. Hann spilaði tígulníu á ÁS og felldi drottninguna. Fór svo inn í borð á spaðadrottningu og svínaði fyrir tíguláttu. Tólf slagir og 13 IMPar. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson Brunnu beggja kinna björt ljós á mig drósar – oss hlægir það eigi – eldhúss of við felldan; en til ökkla svanna ítrvaxins gat eg líta – þrá muna oss um ævi eldast – hjá þreskeldi. * Brámáni skein brúna brims und ljósum himni Hristar hörvi glæstrar haukfránn á mig lauka; en sá geisli sýslir síðan gullmens Fríðar hvarmatungls og hringa Hlínar óþurft mína. * Kormákur Ögmundsson. LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA STJÖRNUSPÁ Frances Drake KRABBI Afmælisbörn dagsins: Frumlegar hugmyndir og öflugt ímyndunarafl ein- kenna þig. Þú ert hugsjóna- manneskja og því á undan þinni samtíð. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú verður að fara að öllu með gát í dag. Ekki láta uppsafnaða spennu brjótast út og valda ósætti og sundr- ung meðal vina. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú hefur mikið dálæti á fögrum hlutum og í dag get- urðu ekki staðist freisting- una og ákveður að eignast einn slíkan. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Varastu öfundsýki. Ekki láta óánægju eða óöryggi þitt valda því að þú segir eitt- hvað sem þú síðar gætir séð eftir. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Annað af tvennu gæti átt sér stað í dag: Óvænt daður á vinnustað gæti komið þér úr jafnvægi eða þér mun finn- ast þú þurfa á breytingum að halda í starfi. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Fyrirferðamikill nýr vinur gæti komið inn í líf þitt í dag. Þessi manneskja mun hafa mikil áhrif á þig. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Velgengni þín gæti valdið öf- undsýki hjá öðrum. Hvað sem því líður dregur þetta ekki úr árangri þínum eða endurspeglar þig á nokkurn hátt. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Löngun þín í frelsi og flótta frá hversdagslegu amstri er sterk í dag. Gerðu eitthvað nýtt og láttu undan þessari sterku löngun. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Í dag gætir þú fengið eitt- hvað sem þú átt inni hjá öðr- um. Þú hefur unnið lengi fyrir þessari viðurkenningu og nú er hún komin. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Ekki taka mark á undar- legum deilum sem kunna að rísa á milli þín og félaga þinna. Óskynsamlegar til- finningar eru rót þessa. Virtu þær því að vettugi. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú kýst að gera endurbætur í starfi vegna þess að þú hef- ur trú á hugmyndum þínum. Þú ættir þó að byrja á því að afla hugmyndum þínum fylgis. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Rómantík gæti komið inn í líf þitt með miklum látum í dag. Varastu þó að láta af- vegaleiða þig. Treystu á skynsemi þína. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Endurbætur heimafyrir eru nauðsynlegar í dag. Þessar endurbætur munu að öllum líkindum vera til góða. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 60 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 25. júní, verður sextugur Guð- mundur Einarsson, for- stjóri Heilsugæslunnar. Eiginkona hans er Dóra Sigurðardóttir. Þau hjónin eru stödd erlendis. 85 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 25. júní, er 85 ára Hrefna Her- mannsdóttir, dvalarheim- ilinu Skálarhlíð á Siglu- firði. Hún er að heiman í dag. 90 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 25. júní, er níræð Ragnheiður Finnsdóttir, fyrrverandi skólastjóri og kennari, frá Hvilft í Önundarfirði, til heimilis að Skjóli, Klepps- vegi 64, áður Álfheimum 12, Reykjavík. Ragnheiður tekur á móti gestum í dag í samkomusal Skjóls milli kl. 16 og 18. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Bxc6 dxc6 5. h3 Dd6 6. 0-0 c5 7. b3 Be6 8. Rc3 Rf6 9. Bb2 0-0-0 10. d3 Rd7 11. Rg5 h5 12. a4 Be7 13. Rxe6 Dxe6 14. Rd5 Bd6 15. Bc1 f5 16. Bg5 Hdf8 17. h4 f4 18. Df3 c6 19. Rc3 Be7 20. Dh3 Dd6 21. Bxe7 Dxe7 22. Rd1 g5 23. hxg5 Dxg5 24. Kh1 Kc7 25. Rb2 f3 26. Rc4 fxg2+ 27. Dxg2 De7 28. Re3 Hhg8 29. Dh3 Hf4 30. Rg2 Staðan kom upp á Skákþingi Hafn- arfjarðar sem lauk fyrir skömmu. Sig- urbjörn Björnsson (2.335) hafði svart gegn Agli Þórðar- syni (1.790). 30. ... Hxg2! 31. Kxg2 Dg5+ og hvítur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik.            KIRKJUSTARF Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyrirbænum í síma 520 9700. Hallgrímskirkja. Morgunmessa kl. 8. Hug- leiðing, altarisganga, léttur morgunverður. Háteigskirkja. Bænaguðsþjónusta kl. 11. Súpa og brauð borið fram í Setrinu kl. 12. Brids í Setrinu kl. 13–16. Kvöldbænir kl. 18. Laugarneskirkja. Gönguhópurinn Sólar- megin leggur í hann kl. 10.30. Næstu vik- ur mun hópurinn leggja upp frá kirkjunni alla mið. og föst. kl. 10.30. Neskirkja. Fyrirbænamessa kl. 18. Prest- ur sr. Örn Bárður Jónsson. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í dag kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum. Allir hjartanlega velkomnir. Tekið á móti fyrirbænaefnum í kirkjunni í síma 567 0110. Vídalínskirkja. Foreldramorgnar í safnað- arheimilinu Kirkjuhvoli kl. 10–12. Hitt- umst og spjöllum. Heitt á könnunni og djús fyrir börnin. Allir foreldrar velkomnir með eða án barna. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í kirkj- unni kl. 12, íhugun, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur hádegisverður kl. 13 í Ljós- broti Strandbergs. Víðistaðakirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund í dag kl. 12. Boðið er upp á súpu og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. Hægt er að koma fyrirbænaefnum til sóknarprests eða kirkjuvarðar. Opið hús fyrir eldri borg- ara í dag kl. 13. Gott tækifæri til að hitt- ast, spjalla saman, spila og njóta góðra veitinga. Verið velkomin. Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgnar í dag kl. 10–12. Lágafellskirkja. AA-fundur kl. 20.30 í Lágafellskirkju. Unnið í 12 sporunum. Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 20 op- ið hús í KFUM&K heimilinu. Síðasta opna húsið fyrir ferð Æskulýðsfélagsins á nor- rænt mót í Danmörku. Kletturinn, kristið samfélag. Kl. 20.30 bænahópar í heimahúsum. Upplýsingar í síma 565 3987. Kefas. Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Lofgjörð, lestur orðsins, fróðleikur og samvera. Allt ungt fólk velkomið. Kristniboðssalurinn, Háaleitisbraut 58. Samkoma í kvöld kl. 20. Ræðumaður Har- aldur Jóhannesson. Kaffiveitingar eftir samkomuna. Allir velkomnir. Sauðárkrókskirkja. Kyrrðarstund kl. 21. Safnaðarstarf Morgunblaðið/Jim Smart Dómkirkjan í Reykjavík. Ljósmynd: Dagsljós - Akureyri BRÚÐKAUP. Hinn 27. maí sl. gaf séra Jóna Lísa Þor- steinsdóttir þau Unni Huld Sævarsdóttur og Þórð Kárason saman í Grundar- kirkju. Heimili þeirra er á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.