Morgunblaðið - 25.06.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 25.06.2003, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. UNDANFARNA daga hefur verið einmuna veður- blíða á Norðurlandi og svo virðist sem framhald verði þar á. Opinber hitamælir við lögreglustöðina á Akureyri fór í 17°C klukkan þrjú í gær en hinn frægi mælir á Ráðhústorginu fór vel yfir 20°C. Hitamælir Veðurstofunnar sýndi mest 18°C. Hrafn Guðmundsson, veðurfræðingur á spádeild Veðurstofunnar, sagði að framhaldið yrði senni- lega ekki alveg jafn sólríkt og verið hefur en samt sem áður verður áfram hlýtt og fínasta veð- ur. „Það eru hlýindi í kortunum eins langt og við sjáum. Það sem gerist hugsanlega í framtíðinni er að það verða suðlægar áttir áfram en á sunnudag og mánudag virðist hann ætla að snúast í norðan- eða norðaustanátt, en samt verður áfram mjög hlýtt. Það verður einhver væta sunnan og vestan til á landinu en síst þó á Norðurlandi og vænt- anlega verður hiti víða 15 stig yfir daginn,“ sagði Hrafn við Morgunblaðið í gær. Gísli Kristinn Lórenzson, forstöðumaður Akur- eyrarsundlaugar, sagði að þeir tækju fagnandi á móti öllum gestum. „Hér er mikið af fólki í sól- baði sem hefur það gott,“ sagði hann. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Þessir krakkar léku sér við að vaða í einni tjörninni í Lystigarðinum á Akureyri. Það var líf og fjör í Sundlaug Akureyrar. Hlýindi í kort- unum eins langt og sést Í SKÝRSLU stjórnar Prestafélags Íslands, PÍ, sem flutt var á aðalfundi félagsins á mánudag, voru kjaramál ofarlega á baugi og var m.a. vikið að gjaldskrá vegna aukaverka presta en gildis- tími hennar rann út í febrúar. Hafa prestar ósk- að eftir því við dómsmálaráðherra og fjármála- ráðherra að taka aukaverk eins og fermingarfræðslu og skírn inn í föst laun. Í kjaramálahluta skýrslunnar segir að for- svarsmenn félagsins hafi fylgt því mjög eftir að ný gjaldskrá þoli enga bið. Ekki sé hægt að hefja fermingarfræðslu í haust nema að vita hvort, og þá hve mikið, eigi að innheimta fyrir fræðsluna. Þá sé „mikill kurr í prestum með að hjónavígslur séu enn eitt sumarið á sama lága verðinu“. Í skýrslunni segir ennfremur að nýr dóms- málaráðherra, Björn Bjarnason, hafi verið sett- ur inn í málið og hyggist taka á því sem fyrst. „Hann styður ósk okkar um að taka skírnir og fermingar út úr aukaverkagjaldskrá og inn í föst laun.“ Séra Jón Helgi Þórarinsson, formaður PÍ, sagði við Morgunblaðið að kjaramálin væru oft- ar en ekki efst á baugi á aðalfundum. Skiljanlegt væri að aukaverkin hefðu komið til umræðu þar sem gjaldskráin hefði lítið sem ekkert breyst undanfarin ár og örðugt hefði reynst að ná fram frekari breytingum. Þannig hefðu gjöld fyrir aukaverk eins og skírnir og hjónavígslur hækk- að um 15% frá árinu 1993, en launavísitalan hefði hækkað um 70% á sama tíma. Aðspurður sagði sr. Jón Helgi að grunntaxti fyrir hjóna- vígslu væri 4.600 kr., að frátöldum aksturs- kostnaði, og hefði aðeins hækkað um 600 krónur frá árinu 1993. Staða guðfræðinga könnuð Staða guðfræðinga og djákna var einnig til umræðu á aðalfundinum en sr. Jón Helgi sagði að óvígðir guðfræðingar ættu erfitt með að fá embætti innan kirkjunnar. Samþykkt var álykt- un þess efnis að fela stjórn PÍ að kanna stöðu guðfræðinga frá Háskóla Íslands og hvernig finna má leiðir til þess að fjölga prestsembætt- um innan þjóðkirkjunnar. Niðurstaða þessarar könnunar yrði lögð fram á næsta aðalfundi fé- lagsins. „Hjónavígslur enn eitt sum- arið á sama lága verðinu“ Reglur um aukið eftirlit í höfnum í gildi á næsta ári Veldur kostnaði upp á milljarða ÓLAFUR J. Briem, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra kaupskipaútgerða, seg- ir í grein í blaðinu í dag að tillögur sem Al- þjóðasiglingamálastofnunin, IMO, hefur samþykkt og miðast að því að hindra óheftan aðgang manna að höfnum, skipum í höfnum og farmi sem bíður flutnings þýði kostnað upp á mörg hundruð milljarða króna. Hann segir að verði þessum kröfum ekki framfylgt hérlendis muni skip frá Íslandi ekki fá að koma í erlendar hafnir né erlend skip hafa áhuga á að koma í íslenskar hafnir. Markmið þessara ráðstafana segir Ólafur vera að koma í veg fyrir að skip verði vett- vangur hryðjuverka og þær séu hliðstæðar reglum um hert eftirlit með flugsamgöngum sem tóku gildi í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum 11. september 2001. Umferð skipa, bíla og manna um hafnir verði undir eftirliti og aðeins þeir sem eigi erindi inn í hafnir og geti gert grein fyrir sér fái aðgang að hafnarsvæðinu. Enn fremur sé þess krafist að farmur sé gegnumlýstur og að við tilteknar aðstæður sé skylt að leita í farangri þeirra sem komi inn á hafnarsvæði og eins á þeim sjálfum. Stýrihópur sem samgönguráðherra skip- aði á að gera tillögur um með hvaða hætti eigi að innleiða þessar auknu öryggisráðstaf- anir hér á landi en þær eiga að vera komnar í gildi 1. júlí 2004.  Ótti við/25 BANDARÍSKA rokkhljómsveitin Foo Fighters heldur tónleika á Íslandi síðar í sumar. Tónleikarnir fara fram í Laugar- dalshöllinni 26. ágúst en þetta er í fyrsta sinn sem sveitin leikur hérlendis. Foo Fighters er ein allra vinsælasta rokksveitin í heiminum í dag en for- sprakki hennar, Dave Grohl, er ekki síður kunnur fyrir að hafa verið trommuleikari í hljómsveitinni Nirvana. Eftir að Kurt Cobain, söngvari og aðallagahöfundur Nirvana, féll frá 1993 og sveitin lagðist niður stofnaði Grohl Foo Fighters árið 1995. Sveitin hefur síðan gefið út fjórar stórar plötur, komið allmörgum lögum hátt á vinsældalista og unnið til fjölda verðlauna, þar á meðal Grammy- verðlauna. Miðasala hefst 18. júlí kl. 10 um morg- uninn í verslunum Skífunnar. Rokkhljómsveitin Foo Fighters. Dave Grohl er lengst til vinstri. Foo Fighters til Íslands  Ein vinsælasta / 46 ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, var send eftir sjómanni, sem talinn var með slæmt botn- langakast, um borð í rússneskt rannsóknarskip um 190 sjómílur suðaustur af Vestmannaeyjum snemma í gærmorgun. Í sömu ferð sótti þyrlan tæplega áttræðan far- þega á skemmtiferðaskipinu Alb- atros sem þar var skammt frá en hann var með blóðtappa í fæti. Flogið var með sjúklingana til Hafnar í Hornafirði þar sem þeir voru settir um borð í Fokkerflug- vél Gæslunnar, TF-SYN, sem flaug með þá til Reykjavíkur og lenti þar kl. 15.42. Af öryggisástæðum var talið nauðsynlegt að Fokker Gæslunnar fylgdi þyrlunni til að halda uppi fjarskiptum og vegna lengdar sjúkraflugsins. Tveir sjúklingar sóttir á haf út Ljósmynd/Gæslan TF-LÍF á sveimi yfir Albatrosi, skemmtiferðaskipi frá Bahamaeyjum. Landaði í flutningaskip á miðunum ÞORSTEINN Vilhelmsson EA, skip Samherja, landaði um 470 tonnum af síld í frystiflutningaskip í Síldar- smugunni í gær. Að sögn Kristjáns Vilhelmssonar, framkvæmdastjóra útgerðarsviðs Samherja, er þetta í fyrsta sinn sem skip Samherja skila afla sínum í flutningaskip en hann vonast til þess að Þorsteinn EA nái að landa öðrum farmi í flutninga- skipið áður en það heldur til Evrópu til að setja aflann á markað. „Ástæðan fyrir þessu er fyrst og fremst sú að þetta er mjög góður kostur þar sem það er langt að fara í land,“ segir Kristján. Hann segir að þessi háttur sé víða hafður á við löndun afla en Samherji tekur skip á leigu til að sinna þessu verkefni. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ 25 ÁRA gamall maður í San Diego í Bandaríkjunum hefur játað að hafa selt miða á tónleika með Björk Guð- mundsdóttur sem aldrei stóð til að halda. Maðurinn játaði brot sitt í gær. Með brotinu rauf hann skilorð fyrir eldri brot, að því er fram kemur á fréttavef ABC. Við yfirheyrslur í apríl síðastliðn- um kom fram að maðurinn sann- færði eiganda næturklúbbs í San Diego um að Björk hefði fallist á að koma þar fram. Fyrirhuguð dag- setning tónleikanna var 15. janúar. Maðurinn hafði náð að selja miða fyrir að minnsta kosti níu þúsund dollara, tæplega 700 þúsund krónur, en miðann seldi hann á 40 dollara. Seldi falsaða miða á Bjark- ar-tónleika

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.