Morgunblaðið - 25.06.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.06.2003, Blaðsíða 17
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2003 17 Viðskiptavinir Herjólfs athugið! Frá og með 1. júlí næstkomandi þarf að staðfesta bókun fyrir bifreiðar með fullri greiðslu eigi síðar en kl. 12 á hádegi daginn fyrir brottför. Að öðrum kosti fellur bókunin niður. Bókið á netinu: www.herjolfur.is Áætlun Herjólfs Brottfarartímar 1. maí til 31. ágúst Sun.–fös. 8.15 og 16.00 12.00 og 19.30 Lau. 8.15 12.00 Frá Vestmannaeyjum Frá Þorlákshöfn 03 -0 29 4 KRAKKAFOSS, nýtt leiktæki, var opnað í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í tilefni af tíu ára afmæli Fjöl- skyldugarðsins í gær. „Skipið rúmar 24 farþega, sem samtals mega vega allt að 1,2 tonn. Í tilefni afmælis- dagsins var frítt í tækið,“ segir Einar Þór Karlsson, markaðsstjóri Fjölskyldu- og húsdýragarðsins. Hann segir að töluverður fjöldi hafi sótt garðinn á afmælinu og biðröð var í Krakkafoss, þótt veðrið hafi sett strik í reikninginn. Þórólfur Árnason borgarstjóri hélt ávarp. Þá var hann hæðarmældur og hæð hans mörkuð á öndvegis- súlurnar líkt og venjan er þegar nýr borgarstjóri tekur við völdum. „Það hefur myndast sú hefð að hæðarmæla borgarstjóra þegar þeir taka við völdum. Þórólfur Árnason mældist 176 sentimetrar. Árni Sigfússon hef- ur mælst hæstur borgarstjóra og hann var svo hár að forstöðumaður garðsins náði ekki að mæla hann, held- ur þurfti að fá staðgengil, en reyndar er forstöðumað- urinn frekar lágvaxinn,“ bætir Einar við. Að sögn hans mældist Árni Sigfússon 190 sentimetrar þegar hann tók við völdum 16. apríl 1994, en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er hins vegar lægst eða 164 sentimetrar. Borgarstjórinn fór um borð í Krakkafoss ásamt börnum af leikjanámskeiði TBR og Þróttar og Guð- mundi Þorbjörnssyni, framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs Eimskips, en fyrirtækið er einn styrkt- araðila tækisins. Árni Sigfús- son hæstur borgarstjóra Morgunblaðið/Jim Smart Laugardalur SKIPULAGSNEFND Kópavogs hefur samþykkt nýtt deiliskipulag fyrir Lundarsvæðið, þar sem gert er ráð fyrir íbúðarbyggð, en annað deiliskipulag fyrir svæðið hafði lengi verið til umfjöllunar. Gunnsteinn Sigurðsson, formaður skipulags- nefndar Kópavogs, á von á því að bæjarráð fjalli um skipulagið í vik- unni. Eignarhaldsfélagið Lundur, sem stendur á bak við framkvæmd- ina, lagði fram nýjar hugmyndir er hafa verið til skoðunar í skipulags- nefnd og í bæjarskipulagi í nokkurn tíma og nú er, að sögn Gunnsteins, komin niðurstaða í málið. Hann segir að gert sé ráð fyrir átta húsum, frá tíu og upp í fjórtán hæðir og samtals 481 íbúð. „Það sem hefur verið lögð megináhersla á af hálfu skipulagsnefndar er að hafa græna svæðið sem mest og í skipu- lagsferlinu var reynt að koma sem mestu af bílastæðum niður í jörðina. Það hefur tekist á þann hátt að ég held að það sé nálægt því að vera tveir þriðju af bílastæðunum sem eru komnir undir yfirborðið í dag samkvæmt þessum tillögum sem liggja fyrir,“ lýsir hann og bætir við að í hverfinu sé gert ráð fyrir leik- skóla og hverfisverslun. Sem flestir njóti útsýnis Hann bendir á að reynt hafi verið að staðsetja nýju byggingarnar sem fjærst þeim húsum sem fyrir séu í dalnum. Einnig var lögð áhersla á að setja húsin þannig niður að sem flestir íbúar nytu útsýnis. Gunnsteinn segir að fyrra deili- skipulagið hafi verið töluvert lengi til umfjöllunar, en í því var gert ráð fyrir svokölluðum þekkingarlundi. Þar átti að vera blönduð byggð, jafnt atvinnustarfsemi sem íbúa- byggð. „Hugsunin var sú að at- vinnustarfsemin væri á neðri hæð- um og síðan íbúðarhúsnæði á efri hæðum. Þetta er búið að vera tölu- vert lengi í deiglunni og var til með- ferðar í skipulagsnefnd rétt fyrir jól. Það var horfið frá þessu skipu- lagi vegna þess að það er búin að vera svolítil lægð yfir þessum mark- aði. Það var ein ástæðan, auk þess sem við erum með verslunar- og þjónustusvæði Kópavogsmegin í dalnum og þar eru óbyggð hús ennþá þannig að þetta fór eiginlega ekkert saman,“ leggur hann áherslu á. Hærri hús og stærra grænt svæði heppilegra Nokkuð hefur borið á gagnrýni á fyrirhugað skipulag, meðal annars frá minnihluta bæjarstjórnar Kópa- vogs. Flosi Eiríksson, oddviti Sam- fylkingarinnar, skrifaði grein í Morgunblaðið á dögunum, þar sem hann lýsti yfir vanþóknun sinni á fyrirhugaðri háhýsabyggð á svæð- inu. Þegar hann er spurður um þessar gagnrýnisraddir segir Gunn- steinn að auðvitað geti hver og einn haft skoðun á málinu. Skoðun sín sé sú að skipulagið komi ágætlega út, þar sem hann telji það heppilegra að hafa húsin aðeins hærri og grænu svæðin stærri og af því taki skipulagið töluvert mið. „Það er heilmargt annað sem fylgir þessu. Það fylgir með tillaga um breytingu á aðalskipulagi, auk þess sem gatna- kerfinu er breytt í leiðinni. Nýbýla- veginum er breytt og það er gengið þarna frá aðrein sem kemur frá Hafnarfjarðarvegi inn á Nýbýlaveg- inn sem ekki hefur verið áður. Ég tel þetta allt til mikilla bóta fyrir þetta svæði. Það hefur lengi staðið til að byggja á þessu svæði, en þetta svæði sem við vorum að samþykkja í skipulagsnefndinni er að mínu viti allt annað og miklu betra skipulag heldur en skipulagsnefndin var búin að afgreiða frá sér í haust.“ Gunnsteinn segir að ef deiliskipu- lagið verði samþykkt í bæjarráði fari það í hefðbundið auglýsingaferli og telur hann að miðað við eðlilegan gang gætu framkvæmdir hafist jafnvel á næsta ári. Hann undir- strikar að sérstakt eignarhaldsfélag sjái um framkvæmdina og því sé það bæjarins að sjá um skipulagið en nánari útfærsla framkvæmdanna sé á hendi félagsins. Skipulagsnefnd samþykkir nýtt deiliskipulag fyrir Lundarsvæðið Átta háhýsi fyrirhuguð í landi Lundar Kópavogur Morgunblaðið/Arnaldur Gert er ráð fyrir átta húsum, frá tíu og upp í fjórtán hæðir og samtals 481 íbúð, í landi Lundar í Kópavogi. Megináhersla hefur verið lögð á að hafa sem stærst grænt svæði og koma bílastæðum undir yfirborðið. Bikiní - BCD skálar Sundbolir Strandpils COS Undirfataverslun • Glæsibæ • S: 588 5575

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.