Morgunblaðið - 25.06.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 25.06.2003, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Fyndnasta myndin sem þú sérð á árinu! 2 vik ur á top pnum í USA ! Sýnd kl. 10. B.i. 12. Sýnd kl. 6 og 8. Sýnd kl. 6, 8 og 10. HK DV X-97,7  HJ MBL  Kvikmyndir.com ÓHT Rás 2 Ef þú hélst að þú værir heimskur, þá hefurðu ekki hitt Harry og Lloyd. Þeir eru komnir aftur, heimskari en nokkru sinni fyrr í geggjaðri grínmynd! HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Miðasala opnar kl. 15.30 Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16 ára Sýnd kl. 10.15. B.i. 12 2 vik ur á to ppnu m í US A! Fyndnasta myndin sem þú sérð á árinu! Losaðu þig við reiðina og hlæðu þig máttlausan! Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 6 og 8.30. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 3.40, 5.50 og 8. Ef þú hélst að þú værir heimskur, þá hefurðu ekki hitt Harry og Lloyd. Þeir eru komnir aftur, heimskari en nokkru sinni fyrr í geggjaðri grínmynd!  HJ MBL  SV DV  X-ið 977  Kvikmyndir.com kl. 4. Ísl. tal. 500 kr. FORSÝN. MIÐ. 25/6 miðav. 1.500 UPPSELT FRUMSÝN. FIM. 26/6 - KL. 20.00 UPPSELT 2. LAU. 28/6 - KL. 15.00 ÖRFÁ SÆTI LAUS 3. SUN. 29/6 - KL. 17.00 ÖRFÁ SÆTI LAUS 4. FIM. 3/7 - KL. 20.00 ÖRFÁ SÆTI LAUS 5. FÖS. 4/7 - KL. 20.00 ÖRFÁ SÆTI LAUS 6. SUN. 6/7 - KL. 17.00 ÖRFÁ SÆTI LAUS ÞAÐ var greinilegt á öllu þegar stúlknasveitin Destiny’s Child sló fyrst rækilega í gegn með laginu „Bills, Bills, Bills“ árið 1999 að hin kornunga Beyoncé Knowles var ekkert minna en Diana Ross sveit- arinnar. Það var líka faðir hennar, Mathew Knowles, sem öllu stjórnaði bak við tjöldin og hafði stofnað sveit- ina árið 1990 þegar Beyoncé var ein- ungis níu ára. Eftir að hafa gefið út þrjár stúd- íóplötur og eina jólaplötu stóð Dest- iny’s Child uppi sem allra vinsælasta stúlknasveit í heimi, hafði velt TLC úr sessi. Á þeim tímapunkti árið 2001 tilkynntu stúlkurnar sem þá skipuðu Destiny’s Child, Beyoncé, frænka hennar Kelly Rowland og Michelle Williams, að þær hygðust sinna eigin hugðarefnum áður en þær gerðu nokkuð saman aftur. Var Beyoncé þá greinilega orðin allt í öllu í sveitinni, hafði átt þátt í að semja mörg lög á síðustu plötunni Survivor og var meira að segja með puttana á tökkunum þegar platan var hljóðrituð. Kelly varð samt fyrst til að gefa út efni undir eigin nafni, lagið „Angel“, sem var í myndinni Down To Earth. Michelle gaf hins vegar fyrst út sólóskífu þegar hún gaf út gospelplötuna Hear to You snemma á síðasta ári. Kelly gaf síð- an út sína sólóplötu í lok ársins síð- asta sem heitir Simply Deeply og hefur gengið ágætlega. Hættulega ástfangin En allir hafa samt beðið eftir Beyoncé því örlög hennar eru að verða ein af þeim skærustu. For- smekkurinn að sólóferli hennar kom þegar hún söng lagið „Work it Out“ í þriðju Austin Powers-myndinni og slíkur var hitinn í kringum það að eftirvæntingin jókst ef eitthvað eftir fyrstu plötunni. Hún er nú komin og heitir Dangerously in Love, sem auðvitað er ástarjátning hennar til síns heittelskaða, rapparans Jay-Z. Platan kom út á mánudaginn form- lega, útgáfudeginum flýtt vegna sjó- ræningjaóttans, eins og þurft hefur að gera með svo margar plötur upp á síðkastið og nægir þar að nefna Eminem og Metallicu. Og innihaldið er 16 lög samin af hinum og þessum en flestöll með hennar þátttöku. Í ljósi þess hversu mikil áhrif Beyoncé hefur innan Destiny’s Child svipar tónlistinni skiljanlega til þess sem þær hafa verið að gera, stór- smella á borð við „Say My Name“, „Independent Woman, Part I “og „Survivor“, en þó er platan ekkert lík Destiny’s Child-plötunum. Hún er í fyrsta lagi mun marg- breytilegri, og það líka vísvitandi. „Ég vildi fyrst og fremst sýna fjöl- hæfni mína á þessari fyrstu plötu minni,“ segir Beyoncé, stolt af frum- burðinum. „Leyfa fólki að heyra öll hin ólíku áhrif sem ég hef orðið fyrir í gegnum tíðina, allt frá hipphoppi til rokks og djass. Ég hafði virkilega þörf fyrir að sanna mig og hversu hæfileikarík ég er. Ég veit vel hversu dáð ég er sem poppstjarna. Núna vil ég að fólk fari líka að líta á mig sem listamann.“ Brjálæðislega ástfangin Skreytt opinskárri textum en Beyoncé hefur áður sent frá sér eru lögin á plötunni sannarlega fjöl- breytt; allt frá taktþungum dans- lögum, sveiflandi hipphoppi til ljúf- sárra ballaða. Hvergi leynir sér að stúlkan er orðin fullþroska, bæði sem kona og tónlistarmaður, og henni er mjög í mun að sýna hvað hún getur ein og óstudd – eða allt að því. Hún hefur nefnilega sankað að sér haugi af hæfileikaríkum sam- starfsmönnum og meðhöfundum á borð við vinkonu sína Missy Elliott, Sean Paul, Big Boi úr OutKast, D- Roy og Mr. B, gömlu R&B- goðsögnina Luther Vandross, sem syngur með henni ástardúettinn „The Closer I Get To You“, og síðast en ekki síst hinn helming- inn, hann Jay-Z, sem syngur með Beyoncé í þremur lög- um, nýja smáskífulaginu „Crazy In Love“, „That’s How I Like It“ og „Bonnie & Clyde ’03“, sem þegar er orðið smellur. Örlög stúlkubarnsins Beyoncé voru þau að verða skærasta söngstjarna í heimi. Skarphéðinn Guðmundsson skrifar að nú þegar út er komin hennar fyrsta sólóplata fari fyrst að reyna á hvort hún stendur undir öllum væntingunum. skarpi@mbl.is Dangerously in Love er komin út. Beyoncé er 22 ára gömul. Hún nýtur mikillar virðingar meðal samstarfs- manna, veit hvað hún vill og þykir óvenju jarðbundin. Og Guð skapaði konuna Beyoncé, aðalsöngkona Destiny’s Child, er hættulega ástfangin á fyrstu sólóplötu sinni mind og In Utero, og er Nevermind jafnan talin til merkari platna í sögu rokksins. Grohl lék einnig á tromm- ur á síðustu plötu rokksveitarinnar Queens of the Stone Age. Að sögn tónleikahaldara hefur staðið til nokkuð lengi að Foo Fight- ers leiki á Íslandi en nú þykir tíminn BANDARÍSKA rokksveitin Foo Fighters heldur tónleika í Laugar- dalshöll 26. ágúst næstkomandi. Sveitin er án vafa ein allra vinsæl- asta rokksveit í heiminum í dag og hafa plötur hennar selst í á annan tug milljóna eintaka. Stofnandi Foo Fighters, for- sprakki, aðallagahöfundur, söngvari og gítarleikari, er Dave Grohl, sem áður var trommuleikari í Nirvana. Eftir að Kurt Cobain, söngvari og lagahöfundur Nirvana, lést árið 1993 lagðist sveitin niður og Grohl stofn- aði brátt Foo Fighters, hljómsveit sem sló rækilega í gegn með sinni fyrstu plötu árið 1995 og hefur haldið velli allar götur síðan sem ein allra vinsælasta rokkhljómveit sem um getur. Foo Fighters gáfu út sína fjórðu plötu seint á síðasta ári sem heitir One By One en af henni hafa notið vinsælda undanfarið lögin „All My Life“ og „Times Like These“. Áður hafa notið vinsælda lög sveitarinnar á borð við „This is A Call“, „My Hero“, „Monkey Wrech“, „Learn to Fly“, „I’ll Stick Around“ og „Big Me“. Foo Fighters hafa unnið til fjölda verðlauna, þar á meðal Grammy- verðlauna og MTV-tónlistarverð- launa. Þótt Dave Grohl njóti nú vin- sælda sem forsprakki Foo Fighters er hann ekki síður frægur fyrir að hafa lamið húðir í einhverri merk- ustu rokksveit síðustu áratuga, Nirvana. Með þeirri sveit lék hann inn á þrjár plötur, Bleach, Never- vera réttur, sveitin á tónleikaferð að fylgja eftir plötunni One By One sem selst hefur í milljónum eintaka. Tónleikarnir í Höllinni verða sem fyrr segir haldnir 26. ágúst. Miðasala hefst 18. júlí kl. 10 um morguninn í verslunum Skífunnar. Upphitunar- sveitir verða nánar auglýstar síðar. Ein vinsælasta rokksveit í heimi Foo Fighters leika í Laugardalshöllinni í ágúst Dave Grohl for-sprakki Foo Fighters hefur komið víða við á glæstum ferli og leikið á trommur með Nirvana og Queens of the Stone Age. MOGGABÚÐIN mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.