Morgunblaðið - 25.06.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.06.2003, Blaðsíða 16
ERLENT 16 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MATTI Vanhanen, varnarmálaráð- herra í ríkisstjórn Anneli Jäätt- eenmäki sem sagði af sér í síðustu viku, var í gær kjörinn af finnska þinginu til að taka við forsætisráð- herraembættinu. „Hann var kjörinn með 109 at- kvæðum; 67 greiddu atkvæði á móti og 23 voru fjarverandi,“ tilkynnti Paula Grönlund, talsmaður þingsins. Tarja Halonen forseti þarf að staðfesta kjör Vanhanens í ríkis- stjórnarleiðtogasætið. Vanhanen er 47 ára gamall þingmaður Miðflokks- ins, fyrrverandi blaðamaður sem hefur getið sér orð m.a. sem sér- fræðingur í Evrópumálum. Auk þess að vera stjórnmálamaður er hann þekktur fyrir að vera algjör bindind- ismaður. Anneli Jäätteenmäki sagði skyndilega af sér sl. miðvikudag vegna ásakana um ósannsögli í sam- bandi við það hvernig hún hefði kom- izt yfir upplýsingar úr trúnaðar- gögnum úr utanríkisráðuneytinu, en hún notfærði sér þessar upplýsingar, sem snertu stefnu Finnlandsstjórn- ar í Íraksmálinu, í kosningabarátt- unni fyrir þingkosningarnar í marz sl. Því hefur verið haldið fram að það högg sem Jäätteenmäki tókst að koma á aðalkeppinautinn, Paavo Lipponen, leiðtoga jafnaðarmanna og þáverandi forsætisráðherra, hafi gert útslagið með að Miðflokki Jäätt- enmäki tókst að verða stærsti flokk- urinn á þingi, með nokkur þúsund at- kvæða forskoti á Jafnaðarmanna- flokkinn á landsvísu. Er Jäätteenmäki varð forsætisráðherra settist Lipponen í stól þingforseta. Hún sat aðeins 63 daga í embætti. Jäätteenmäki hættir einnig sem formaður Miðflokksins Jäätteenmäki sagði einnig af sér formannsembættinu í Miðflokknum í gær. „Mér er ekki fært að halda áfram sem formaður finnska Mið- flokksins,“ tjáði hún öðrum frammá- mönnum flokksins á fundi í Helsinki í gær. „Mér er ókleift að berjast með því afli sem til þarf fyrir baráttumál- um okkar,“ sagði hún. Stjórnmálaskýrendur telja hina tiltölulega litlitlu ímynd Vanhanens vera honum til framdráttar eins og á stendur. „Hann vekur ekki sterkar tilfinningar, hvorki með sér né á móti. Hann hefur því allt sem þarf til að ná árangri undir þessum storma- sömu kringumstæðum,“ hefur fréttavefur BBC eftir Erkki Laatik- ainen, ritstjóra dagblaðsins Kesk- isuomalainen. Vanhanen kjörinn forsætisráðherra Sömu þrír flokk- ar halda áfram um stjórnartaum- ana í Finnlandi Helsinki. AFP, AP. Reuters Matti Vanhanen ávarpar fjölmiðla í þinghúsinu í Helsinki í gær, eftir að hann var kjörinn nýr forsætisráðherra Finnlands. Hann var varnar- málaráðherra í ríkisstjórn Anneli Jäätteenmäki. SKEYTASENDINGAR gengu á milli grískra og súdanskra stjórn- valda í gær eftir að Grikkir tóku flutningaskipið Baltic Sky í sína vörslu á sunnudag en skipið var yf- irfullt af sprengiefni. Áhöfn Baltic Sky – fimm Úkraínumenn og tveir Aserar – hefur verið ákærð fyrir að hafa í fórum sínum sprengiefni sem flytja átti til þriðja aðila, með ólög- lega notkun þeirra í huga. Stjórnvöld í Súdan segja hins vegar að farmur skipsins, sem var á leiðinni til Khartoum í Súdan, hafi einungis ver- ið ætlaður til borgaralegra nota. Grikkir héldu áfram í gær að grandskoða farm Baltic Sky, sem er skráð á Comoros-eyjum en var tekið austarlega á Miðjarðarhafinu á sunnudag og hafði þá, að því er næst verður komist, innanborðs 680 tonn af sprengiefnum, þ.m.t. TNT og um 8 þúsund hvellhettur. Mustafa Ismail, utanríkisráðherra Súdans, fullyrðir að farmurinn hafi verið pantaður af skráðu fyrirtæki í Súdan en seljandinn hafi verið fyrir- tæki í Túnis. Segir hann að öll til- hlýðileg skjöl vegna kaupanna hafi verið samþykkt af hálfu ráðuneytis- ins. Um væri að ræða hráefni til gerðar sprengiefnis. Hefur hann kallað sendiherra Grikklands í Khartoum á sinn fund í því skyni að lýsa formlegum mótmælum sínum við töku skipsins. Súdan er, sem kunnugt er, á lista Bandaríkjastjórnar yfir þau ríki sem grunuð eru um að rétta alþjóðlegum hryðjuverkahópum hjálparhönd. Grikkir sögðust ekki botna neitt í mótmælum Súdana. Sagði George Anomeritis, sjávarútvegsráðherra Grikklands, að farmurinn væri svo stór að það hlyti að vekja grunsemd- ir. Leiðabækur skipsins sýndu að það hefði verið á siglingu um Mið- jarðarhafið allan maí- og júnímánuð, sem hlyti að teljast grunsamlegt. Stjórnvöld í Súdan mótmæla Aþenu. AFP. AP Þungvopnaður grískur strand- gæsluliði stendur vörð við Baltic Sky, sem liggur í Platiyali-höfn, um 235 km norðvestur af Aþenu. Grikkir stöðva flutningaskip sem var yfirfullt af sprengiefnum DAVID Blunkett, innanrík- isráðherra Bretlands, bað bresku konungsfjölskylduna í gær inni- lega afsökunar á atviki sem átti sér stað í afmælisboði Vilhjálms Bretaprins, sem haldið var í Wind- sor-höllinni á laugardag. Blunkett sagði þegar hann ávarpaði breska þingið að hundakúnstir grínistans Aarons Barschaks, sem gerðist boðflenna í afmælinu, hefðu flett ofan af „hræðilegum misbresti“ á öryggisviðbúnaðinum sem breska konungsfjölskyldan á að venjast. Blunkett sagðist hafa fyr- irskipað frekari rannsókn á því hvernig Barschak komst í jafn- mikið návígi við prinsinn og raun bar vitni. Jafnframt yrði lagt mat á hvort einhverjir embættismenn eða öryggisfulltrúar yrðu látnir sæta ábyrgð vegna atviksins. Blunkett staðfesti enn fremur að lögreglumaður við inngang kast- alans hefði beðið um að Barschak yrði fylgt að aðalinngangi þess hluta kastalans þar sem afmælið var haldið, eftir að Barschak hafði sagst vera einn af gestum prinsins. „Herra Barschak tókst að kom- ast í óþægilega mikið návígi við Vilhjálm prins,“ sagði Blunkett. Sagði hann mikilvægt að menn drægju lærdóm af þessum atburði en um er að ræða alvarlegasta brest á öryggisgæslu konungsfjöl- skyldunnar í 20 ár. Kyssti Vilhjálm á báðar kinnar Barschak lýsti því fyrir breskum dagblöðum í gær hvernig hann komst óboðinn í 21 árs afmælis- veislu Vilhjálms. Sagðist Barschak, sem er 36 ára Lundúnabúi og kall- ar sig „hryðjuverka-húmorista“, undrandi á því hversu auðvelt var að komast óboðinn í veisluna. „Það var bara engin öryggis- gæsla,“ sagði hann í samtali við Daily Mail. „Ég var með tösku með mér og ég hefði getað verið með sprengju í henni. Ég var fá- eina metra frá drottningunni og Karli Bretaprinsi. Hefði ég verið alvöru hryðjuverkamaður hefði allri konungsfjölskyldunni verið grandað,“ sagði Barschak. Hann komst inn í kastalann með því að klifra upp 5 m háan vegg og þóttist síðan vera drukkinn gestur til að fá starfsfólk kast- alans til að leiða sig inn í veisluna. Hann var klæddur eins og sádi- arabíski hryðjuverkamaðurinn Osama bin Laden í bleikum serk með hvítan vefjarhött á höfði, en veislugestir voru flestir í bún- ingum í veislunni sem kennd var við Afríku. Vilhjálmur var á lenda- skýlu, faðir hans Karl Bretaprins var dulbúinn sem ættbálkahöfðingi í V-Afríku og amma hans, Elísabet Englandsdrottning, var í búningi frá Svasílandi. Þegar Vilhjálmur prins steig á svið stökk Barschak óðara upp á sviðið til hans og hugsaði sér gott til glóðarinnar að auglýsa skemmt- un í Edinborg í ágúst þar sem hann mun koma fram. „Hann sá mig og fór að flissa,“ sagði Barschak sem þessu næst þreif hljóðnemann og fór að syngja fyr- ir gesti og var launað með miklum hlátrasköllum. Hann tilkynnti síð- an afmælisgestunum að „hryðju- verka-húmoristinn“ hefði rænt þeim og bauð þeim að koma og sjá sýninguna sína á Edinborgarhátíð- inni. „Ég kyssti síðan Vilhjálm á báð- ar kinnar og hrópaði „við elskum ykkur öll“ og fór af sviðinu undir dynjandi lófataki. Enginn þreif til mín eða reyndi að draga mig í burtu,“ segir Barschak. Nokkru síðar var hann spurður um nafn og síðan fluttur á eftirlitsstöð lög- reglu fyrir utan kastala en sú stöð hafði áður veitt honum leyfi til að fara inn í kastalann. Barschak var látinn laus gegn tryggingu en á að koma fyrir rétt 7. júlí nk. þar sem honum mun verða lesin ákæra fyrir innbrot. Blunkett fyrirskipar frekari rannsókn AP Grínistinn Aaron Barschak við Windsor-kastala á laugardag, skömmu áður en hann gerðist þar boðflenna í afmælisboði Vilhjálms Bretaprins. AP Vilhjálmur hélt upp á 21 árs afmæl- ið á laugardag. Hann er annar í röð, á eftir föður sínum, Karli Breta- prins, til að taka við konungstign. Harmar þann brest sem varð á örygg- isgæslu í afmælisboði Vilhjálms prins London. AFP. ’ Hefði ég verið al-vöru hryðjuverka- maður hefði allri konungsfjölskyld- unni verið grandað ‘

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.