Morgunblaðið - 26.06.2003, Side 32

Morgunblaðið - 26.06.2003, Side 32
MINNINGAR 32 FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ingólfur Jónssonfæddist á Suður- eyri við Súganda- fjörð 9. ágúst 1917. Hann lést á Land- spítala – háskóla- sjúkrahúsi við Hringbraut 18. júní síðastliðinn. Foreldr- ar Ingólfs voru Jón Hálfdan Guðmunds- son, útvegsbóndi á Gelti og Suðureyri, f. á Gelti í Súganda- firði 29.11. 1880, d. 4.11. 1954, og kona hans, Arnfríður Guð- mundsdóttir, f. að Laugum í Súg- andafirði 10.6. 1879, d. 11.2. 1946. Systkini Ingólfs voru Guðmundur Bergur sjómaður, f. 22.2. 1900, drukknaði 18.3. 1921; Sigurborg Sumarlína, f. 23.4. 1903, gift Bjarna Friðrikssyni; Ásgrímur, f. 19.2. 1905, kvæntur Maríu Frið- riksdóttur; Ólafur, f. 3.11. 1906, kvæntur Sigríði Örnólfsdóttur; El- ín Lára, f. 20.2. 1909, gift Guð- mundi Markússyni; Markúsína, f. 20.11. 1911, gift Ingimar Magnús- syni; Ingibjörg, f. 14.8. 1914, lést fjögurra mánaða; Jón Hinrik, f. 2.7. 1916, kvæntur Ragnheiði Jó- hannsdóttur; og Friðrik, f. 18.5. 1920, kvæntur Guðbjörgu Jónu Guðmundsdóttur. Öll þessi syst- kini, 10 að tölu, eru nú látin. Ingólfur kvæntist 1. júní 1941 Mikkalínu Maríu Alexandersdótt- ur, f. 18.3. 1914, d. 29.9. 2001. For- eldrar Línu voru Alexander Jó- hannsson, sjómaður á Suðureyri, og fyrri kona hans, Berta Guðrún fjögur börn, Jakob Daníel, f. 7.11. 1988, Júlíu, f. 18.12. 1990, Lilju Líf, f. 1.6. 1995, og Enok, f. 3.4. 1997; 3) Arnfríður Ingibjörg, skólaliði í Hafnarfirði, f. 29.9. 1947, gift Pálma E. Adólfssyni, f. 12.2. 1950. Synir þeirra eru a) Þröstur, f. 30.5. 1965, kvæntur Arndísi Magnúsdóttur, f. 21.5. 1967, og eiga þau fjórar dætur, Lindu Björk, f. 29.9. 1986, Andreu Ósk, f. 4.2. 1991, Helgu Rut, f. 3.4. 1995, og Brynju Sif, f. 23.9. 1998, b) Adólf, f. 11.3. 1971, í sambúð með Helgu Pálsdóttur, f. 11.8. 1978, og c) Ingólfur, f. 8.9. 1981; 4) Hafsteinn, kafari á Ísafirði, f. 20.5. 1950, kvæntur Guðrúnu Kristjönu Kristjánsdóttur, f. 20.6. 1951. Syn- ir þeirra eru: a) Hafþór, f. 12.9. 1970, kvæntur Ragnheiði Stefáns- dóttur, f. 9.8. 1979, og eiga þau einn son, Ingólf Örn, f. 11.5.2001, b) Róbert, f. 5.1. 1975, kvæntur Guðnýju Erlu Guðnadóttur, f. 10.8. 1976, og eiga þau eina dóttur, Elvu Rún, f. 7.5.2000, og c) Stefán Þór, f. 28.4. 1980, í sambúð með Elínu Hólm Pálsdóttur, f. 27.5. 1983. Af- komendur Línu og Ingólfs eru því 36 talsins. Ingólfur stundaði ýmis störf, sjómennsku og landformennsku á Suðureyri; einnig mörg önnur störf tengd fiskvinnslu, bæði út- réttingar fyrir útgerðina og af- greiðslu í fiskbúðinni. Á Akranesi vann Ingólfur á sama hátt ýmis störf tengd fiskveiðum, m.a. hjá Fiskiðjunni Arctic og H.B. hf. Þau Lína áttu lengst af heima í Stein- búð (Garðastíg 4) á Suðureyri. Þau fluttust síðan til Akraness árið 1984 og áttu heima þar síðan, fyrst á Hjarðarholti 8 en á Dvalarheim- ilinu Höfða frá árslokum 1993. Útför Ingólfs fer fram frá Akra- neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Daníelsdóttir frá Vöðlum í Önundar- firði. Ingólfur og Lína eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Jón- ína Jóhanna, ljósmóð- ir á Akranesi, f. 10.4. 1941, gift Ásmundi Ólafssyni, f. 25.11. 1938. Synir þeirra eru: a) Ingólfur Geir Gissurarson, f. 4.12. 1962, kvæntur Mar- gréti Svavarsdóttur, f. 11.12. 1963, og eiga þau þrjár dætur, Jón- ínu, f. 7.11. 1985, Sig- urbjörgu Ölmu, f. 1.11. 1990, og Línu Maríu, f. 10.11. 1997, b) Þórð- ur Ásmundsson, f. 28.4. 1968, áður kvæntur Elínu Gunnlaugu Al- freðsdóttur, f. 28.6. 1970, og eiga þau tvö börn, Stefaníu, f. 19.4. 1994, og Ásmund, f. 4.1. 1996, c) Stefán Orri Ásmundsson, f. 18.3. 1971, lést af slysförum 13.5. 1977; 2) Magnús Daníel, vélstjóri í Kópa- vogi, f. 11.3. 1944, kvæntur Mar- gréti Guðjónsdóttur, f. 27.10. 1944. Börn þeirra eru: a) Guðjón, f. 18.8. 1965, kvæntur Bjarnheiði Jane Guðmundsdóttur, f. 30.11. 1965, og eiga þau tvær dætur, Margréti, f. 10.7. 1989, og Guð- rúnu Ósk, f. 23.3. 1993, b) Inga María, f. 11.9. 1966, í sambúð með Magnúsi Björgvini Sveinssyni, f. 20.10. 1966, og eiga þau þrjár dæt- ur, Tönju Dís, f. 2.10. 1999, Cam- illu Rós, f. 1.8.2001, og Katrínu Ósk, f. 1.9.2002, og c) Halldóra, f. 22.12. 1968, gift Magnúsi Gunnars- syni, f. 18.4. 1966, og eiga þau Nú þegar sól er hæst á lofti og sumarið gengur í garð kveður góður vinur og tengdafaðir, Ingólfur Jóns- son, eftir stutta en snarpa sjúk- dómslegu. Hann gekkst undir alvar- lega hjartaaðgerð á Landspítalanum við Hringbraut, aðgerð sem brugðið gat til beggja vona. Að vanda brást Ingólfur við af æðruleysi og karl- mennsku, tilbúinn að takast á við allt það sem að höndum bæri. Hann gekk óhikað til þessa síðasta verk- efnis lífs síns, en stigið sem sjúk- dómurinn var kominn á og hár aldur höfðu betur, þrátt fyrir almennt gott heilsufar hans að öðru leyti. Að- standendur vilja þakka læknum og hjúkrunarfólki, og öðrum þeim sem önnuðust Ingólf á þessum síðustu stundum hans. Einnig starfsfólki og íbúum Dvalarheimilisins Höfða fyrir góða umönnun og vináttu við hann og Línu þau ár sem þau áttu heima þar. Það var árið 1966 sem ég kynntist Ingólfi fyrst, en þá eignaðist ég hann og eiginkonu hans Línu fyrir tengdaforeldra, en Lína lést 29. september 2001, 87 ára að aldri. Þá höfðu þau búið nokkuð lengi í húsi sínu, Steinbúð, sem stóð nálægt flæðarmálinu á Suðureyri við Súg- andafjörð, nánar tiltekið á svoköll- uðum Mölum. Húsið var frekar lítið en einstaklega fallegt og vinalegt og féll vel að nálægðinni við sjóinn. Snyrtimennska húsbóndans hvert sem augað leit, ásamt fallegu hand- verki og öðrum myndarskap hús- móðurinnar átti sinn þátt í því að manni leið vel um leið og inn fyrir þröskuldinn var komið. Ekki drógu kvöldin á Suðureyri úr áhrifunum, að heyra gjálfrið í öldunum og æð- arfuglinn úa í nokkurra metra fjar- lægð frá Steinbúðinni. Áfast húsinu hafði Ingólfur reist hjall þar sem hann hengdi upp bæði steinbít, há- karl og annan fisk; þaðan barst ilm- ur sem freistaði gesta og gangandi. Ég minnist svartalognsins, oft á kvöldin, mannamáls og skrölts í vél- um, sem barst langar leiðir, bæði frá Norðureyri og innan úr Firðinum. Þetta voru ógleymanlegar stundir í vestfirsku þorpi undir háum fjöllum, stundir sem fólk má vonandi eiga um langa framtíð. En fyrst og síðast voru það kynnin við þessi góðu hjón, Ingólf og Línu, sem lifa í minning- unni. Árin liðu, en alltaf voru þær jafn kærar stundirnar, sem við áttum í Súganda, fyrst við hjónin saman, ásamt syni okkar Ingólfi og síðar Þórði og Stefáni Orra. Þetta eru stundir sem ég vil þakka fyrir af heilum hug við leiðarlok. Fljótt myndaðist traustur og góður vin- skapur við þau Ingólf og Línu og komu þau oft í heimsóknir á Akra- nes, eftir því sem færi gafst. Við ferðuðumst töluvert saman innan- lands; fórum saman með tjöld og annan útbúnað, bæði hringferðir um landið, ferðir um Vestfirði, út í Eyj- ar og víðar. Einnig áttum við saman góðar stundir í sumarbústaðnum í Svínadal. Þessi félagsskapur við Línu og Ingólf var ómetanlegur, stundir sem aldrei bar skugga á. Ingólfur var hinn dæmigerði Vestfirðingur, duglegur og útsjónar- samur. Hann stundaði sjóinn um langa hríð, oftast á Freyjunni, með frændum sínum og vinum, en síðar á eigin trillum sem báru nafnið Bliki. Eftir að Ingólfur hætti á sjónum hóf hann störf í landi hjá Fiskiðjunni Freyju á Suðureyri við ýmis tilfall- andi verk tengd sjónum. Þó grunar mig að búskapur og landbúnaður hafi staðið hjarta hans nær en hann lét uppi. Hann hélt nokkrar skepnur og heyjaði fyrir þær í mörg ár þrátt fyrir mikla erfiðleika vegna land- leysis á Eyrinni. Þessi vinna veitti honum mikla ánægju og voru mál- efni landbúnaðarins honum ávallt hugleikin. Eftir að þau Ingólfur og Lína fluttu á Akranes fjölgaði sam- verustundunum. Það var gaman og fróðlegt að ræða við Ingólf um lífið og tilveruna og sérstaklega menn og málefni tengd Súgandafirði. Fjallið Göltur var honum einstaklega kært, en þar bjó stórbúi, á samnefndu býli, um langa hríð, afi hans Guðmundur Ásgrímsson af Arnardalsætt. Ing- ólfur var hinn dæmigerði veiðimað- ur, sem einnig ber virðingu fyrir auðlind lands og sjávar. Honum fannst landið vannýtt, vildi efla land- búnað og fjárbúskap til að seðja hungraðan heim. Hann studdi það eindregið að hefja hvalveiðar að nýju og vildi nýta fiskistofnana í þágu landsbyggðarinnar. Eins og aðrir sjómenn hafði hann fast- ákveðna skoðun á stjórn fiskveiða og lét þær oft í ljósi af tilfinningahita. Á Akranesi undu þau hjón sér vel, þó held ég að hugur Ingólfs hafi löngum dvalið vestra. Lína aftur á móti ákvað að kaflaskiptin yrðu al- gjör, á Akranes var hún komin og þar var hennar heimili. Það sama skeði þegar þau gerðust íbúar á Dvalarheimilinu Höfða að Lína átti auðveldara með að aðlaga sig þeim nýjum aðstæðum; en þrátt fyrir að hugur Ingólfs dveldi löngum vestra, undi hann hag sínum vel á Höfða. Þar eignaðist hann marga góða vini og kunningja. Hann stundaði starfs- þjálfun af kappi, óf mottur, sem hann hafði lært ungur fyrir vestan; prjónaði bæði fyrir börn og barna- börn, sem og fyrir aðra og þótti handavinna hans vel unnin og falleg. Hann tók þátt í golfi og púttkeppn- um á heimilinu, spilaði brids daglega við ágæta spilafélaga og stundaði útiveru og annan félagsskap sem til boða stóð á hverjum tíma. Í huga mínum stendur myndin af Ingólfi augljós og skýr. Hreinskiptinn vinur í raun. Tillögugóður og útsjónar- samur; athafnasamur og hagsýnn. Skapmikill, en stillingarmaður eins og afa hans á Gelti var lýst. En fyrst og síðast var hann einlægur og sannur Súgfirðingur. Blessuð sé minning Ingólfs Jóns- sonar. Ásmundur Ólafsson. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Þetta er óhagganleg stað- reynd sem á við um alla og þá einnig hann elsku afa minn sem fyrirvara- lítið kvaddi þennan heim. Þótt afi hafði náð hárri elli eða tæpum 86 ár- um og sagst vera tilbúinn til að „kveðja“, þá er það samt ótrúlega erfitt að upplifa tilveruna án hans og hugsa til þess að ekki sé hægt að hringja í hann eða heimsækja til að spjalla um menn, málefni og liðna tíð sem hann hafði svo gaman af. Hann sem var í augum lítils afastráks allt- af svo traustur, sterkur, blíður, góð- ur og harður af sér að erfitt var að sjá að nokkuð amaði að honum, all- tént kvartaði hann sjaldan eða aldr- ei. Merkja mátti þó að baráttuþrekið gegn sjúkdómum og þeim kvillum sem óhjákvæmilega eru fylgifiskur ellinnar minnkaði til muna eftir að hún elsku amma mín féll frá fyrir tæpum tveimur árum. Þau höfðu verið óaðskiljanleg í u.þ.b. 60 ár og lífið varð heldur einmanalegra án hennar. Ég fæddist í rúmi afa, var skírður í höfuðið á honum og var svo lán- samur á ungaaldri að fá að dveljast á sumrin hjá afa og ömmu á Suður- eyri. Þau gengu mér í föður og móð- ur stað á hverju sumri. Á þeim árum var líf og fjör á Súganda og mikið um að vera og mikil vinna. Þá þótti eðlilegt að krakkar færu að vinna í kringum 10 ára aldurinn og það jafnvel allan daginn. Afi kom því að sjálfsögðu til leiðar að sú yrði raunin með mig. Ég á því margar góðar minningar um styrka og þolinmóða handleiðslu hans við mín fyrstu störf, við beitningu, frystihúsvinnu o.fl. Síðar, er ég var tæplega tvítug- ur, kom afi mér til sjós á togara staðarins. Þá naut ég góðs af reynslusögum hans af sjómennsk- unni sem hann hafði stundað í ára- tugi. „Hvað ungur nemur gamall temur,“ varð afa oft að orði, og hefur það orðið mér að leiðarljósi síðan. Afi var sjálfur alinn upp við mikla og oft á tíðum þrotlausa vinnu bæði til sjós og lands. Vinnusemi var honum í blóð borin og traustari maður á þeim vettvangi var vandfundinn. Hollusta hanns og ósérhlífni var annáluð. Hann þurfti alltaf, alla tíð, að hafa eitthvað fyrir stafni. Það breyttist ekkert þótt hann væri hættur að vinna og kominn á Dval- arheimilið Höfða. Hann var að setja upp net fyrir trillukarla á Akranesi og hafði til þess aðstöðu í kjallara Höfða. Kvartaði hann helst yfir því að fá ekki nógu margar trossur og ekki nógu reglulega eða eins og hann sagði sjálfur: „Þetta er nú eig- inlega ekki neitt, neitt.“ Ég minnist símtala frá honum fyrir nokkrum árum þar sem hann var að biðja mig að kanna í Reykjavík hvort ekki væri hægt að fá svona handavinnu þar, þ.e. setja upp net, hnýta á eða jafnvel setja upp lóðir, hann var til í hvað sem er í þeim efnum. Ég, öll barnabörn og síðar barnabarnabörn hans höfum alla tíð verið klædd í ull- arsokka, vettlinga, húfur, peysur o.fl., sem afi og amma prjónuðu. Síð- ustu árin prjónaði afi eingöngu því amma hafði misst sjón. Síðustu mánuðina talaði hann meira að segja um að hann og annar vistmaður á Höfða, sem átti trillu, hefðu á prjón- unum að fara einhverja róðra í sum- ar þegar gott væri veður og það var ánægjuglampi í augum hans við til- hugsunina. Elsku afi minn, farsælli ævi þinni er nú lokið og þú hefur markað djúp spor hjá mér og mínum nánustu. Eftir stendur minningin um ástrík- an, hugljúfan mann sem alltaf stóð dyggan vörð um velferð sinna nán- ustu. Þín verður sárt saknað á heim- ili mínu. Ég, Magga og dæturnar þökkum fyrir yndislegar samveru- stundir. Þrátt fyrir að sorgin knýi dyra er ljúft til þess að vita að þið amma séuð nú sameinuð á ný. Al- góður Guð blessi þig, elsku afi minn, við munum hittast á ný um síðir. Þinn dóttursonur, Ingólfur Geir. Steinbúðin við fjörukambinn á Suðureyri við Súgandafjörð. Tvílyft hvítt hús. Snyrtimennskan allsráð- andi að innan sem utan. Allt bar vott um hlýju og væntumþykju, einstak- lega heimilislegt. Fjölskyldumyndir í fyrirrúmi. Handverk prýddu heim- ilið og garðinn og það var alltaf eins og allt væri nýmálað. Þarna bjuggu Lína og Ingólfur til margra áratuga – þangað lá leiðin oft – og þangað var gott að koma. Alltaf. Lína lést 2001 og það varð Ingólfi mikill missir. Nú hefur Ingólfur einnig kvatt þennan heim og eftir lifir mining um einstakan mann og einstaka konu, Ingólf og Línu. Ingólfur frændi minn og góður vinur til langs tíma hefur verið mér fyrirmynd um mann sem bæði legg- ur mikla áherslu á mikilvægi sam- heldinnar fjölskyldu og einnig mik- ilvægi þess að vera heiðarlegur og skila sínu verki vel af hendi. Ingólfur var af gamla skólanum, sívinnandi, ákveðinn og raunsær. Minningu frá vorinu 1976 bregður fyrir. Við Ingólfur útveguðum okkur nokkur rauðmaganet og nú átti að hefja útgerð. Ég lagði til árabátinn en hann þekkinguna og það sem til þurfti með netunum. Róið var frá Suðureyri yfir fjörðinn og netin lögð í Galtarlandi og Stekk. Samhliða þessu fékk ég ótal margar sögur um steinana í fjörunni, hvar best var að leggja netin og hversu djúpt. Þegar komið var heim með aflann var ekki hætt fyrr en búið var að gera að honum og ganga frá. Hjá Ingólfi tíðkaðist ekki að geyma verk dags- ins í dag til morguns. „Það kann ekki góðri lukku að stýra,“ sagði Ingólfur. Oft höfum við rifjað upp þetta vor sem í minningunni er eins og það hafi gerst í gær. Þegar ég heimsótti Ingólf á Höfða á Akranesi, þar sem hann bjó síðustu æviár sín, rifjuðum við upp útgerðina okkar og ég fann að Ingólf dauðlangaði að finna ein- hvern til að fara með sér og leggja smá netabút, þó ekki væri nema til að „viðra sig“. Sjórinn var honum í blóð borinn. Nú er komið að kveðjustund. Mik- ill og mætur höfðingi hefur kvatt. Eftir lifa minningar, minningar um einstakan mann. Ég og fjölskylda mín erum þakklát fyrir ljúfa sam- fylgd og ómetanlega vináttu og hlýju sem við höfum fundið fyrir alla tíð. Afkomendum Ingólfs sendum við öllum okkar einlægustu samúð- arkveðjur. Friðbert Pálsson. Fljótt ber ský fyrir só1u: Kær vinur og félagi á Höfða hefur kvatt. Óvænt mættum við mönnum með sjúkrabörur, sem á lá Ingólfur, fé- lagi okkar. Þetta var á hvítasunnu- dag, og við hjón að skreppa í sveit- ina. Ég sagði í fáti: „Ertu veikur, vinur?“ Hann lyfti hendinni og sagði: „Verið þið blessuð.“ Það var hans hinsta kveðja til okkar hjóna, hlý sem venjulega. Síðar fengum við fréttir af veikindum hans og andláti. Hinn 23. ágúst 1983 seldum við þeim hjónum Ingólfi og Línu íbúð okkar á Hjarðarholti 8. Milligöngumaður var Ásmundur, tengdasonur þeirra, vinur okkar allra. Það var verið að byggja húsin á Höfðalóð, við áttum að fá hús nr. 14 við Höfðagrund. Samkomulag var um að við yrðum í hinu selda húsi, þar til að við gætum flutt í það nýja, sem varð um ári seinna. Öll voru þessi viðskipti traust og ánægjuleg og sömuleiðis öll kynni við þetta heiðursfólk. Þau urðu strax ánægð með íbúðina, og kynni urðu þegar þau fluttu að vest- an. Þau fluttu frá Súgandafirði úr sínu húsi. Á vordögum 1989 fórum við fjögur pör í orlofsfrí til Hvera- gerðis, að leika okkur. Í hópnum voru Ingólfur og Lína. Við áttum góðar samverustundir þar, sem glæddu góð kynni. Nú hefur þetta fólk kvatt lífið nema við hjón, erum ófarin. Við fluttum inn á Höfða l. sept. 2001. Þau Ingólfur og Lína tóku vel á móti okkur, eins og fleiri, Lína með sínu blíða brosi, sem geisl- aði alltaf af. Hún var lasin og lést 29. sept. í rúmi sínu hér, að nóttu, svo samveran varð stutt, en viðmótið hlýtt. Þegar Ingólfur var orðinn einn flutti hann í einsmannsíbúð á okkar hæð, sem hann varð mjög ánægður með og bað okkur að sjá hjá sér. Hann var ekki yðjulaus, þessi vaskleika vestfirski sjóari og vinnuþjarkur, nú handprjónaði hann stórar sjóarapeysur o.fl. og kunni ekki að hlífa sér. Það þóttu í eina tíð næg meðmæli að vera vanur sjó- maður af vestfirsku útileguskipun- um, og er kannski enn. Fólkið okkar frá Miðfelli var á ferð hjá okkur fyr- ir stuttu, er Ingólf bar að. Ég kynnti þau, hann sagði: „Ég hélt þú ætlaðir að sýna mér óðalið þitt.“ „Það er hægt ennþá,“ sagði ég, og þau buðu okkur velkomna. Ég hugsaði mér að fara með hann þegar heyannir væru komnar á fullt, þessi ákafamaður hefði gaman af að sjá mikil afköst stórvirkra véla nútímans. En það varð ekki að veruleika. Á Höfða ríkti hljóður harmur við andlátsfregn Ingólfs Jónssonar, hann var virtur vel og góður félagi, alltaf jákvæður, hress og virðulegur. Með þessum orðum færum við Ingólfi og Línu hugheilar þakkir og tökum undir hans hinstu kveðju: „Verið þið bless- uð og Guði falin.“ Innilegar sam- úðarkveðjur til vina og vandamanna. Valgarður L. Jónsson og Guðný Í. Þorvaldsdóttir frá Eystra- Miðfelli. INGÓLFUR JÓNSSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.