Morgunblaðið - 26.06.2003, Side 47

Morgunblaðið - 26.06.2003, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2003 47 Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 www.regnboginn.is Kvikmyndir.com  X-ið 977  HJ MBL  HK DV Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i.16 Martröðin er raunveruleg! Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Ef þú hélst að þú værir heimskur, þá hefurðu ekki hitt Harry og Lloyd. Þeir eru komnir aftur, heimskari en nokkru sinni fyrr í geggjaðri grínmynd! Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 16  sv MBL Fyndnasta myndin sem þú sérð á árinu! T H E Y Ef þú hélst að þú værir heimskur, þá hefurðu ekki hitt Harry og Lloyd. Þeir eru komnir aftur, heimskari en nokkru sinni fyrr í geggjaðri grínmynd! Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Fyndnasta myndin sem þú sérð á árinu! Losaðu þig við reiðina og hlæðu þig máttlausan! Sýnd kl. 6, 8 og 10. www.laugarasbio.is  ARI Í ÖGRI: Óskar Einarsson trúbador föstudag og laugardag.  ÁSGARÐUR, Glæsibæ: Dans, Caprí-tríó leikur fyrir dansi sunnu- dag kl. 20 til 00.  BÚÁLFURINN, Hólagarði, Breið- holti: Hermann Ingi föstudag og laugardag.  CAFÉ FLÓRA, Grasagarðinum: Endurteknir sólstöðutónleikar með Páli Óskari og Móniku sunnudag kl. 22.  CATALINA, Hamraborg 11, Kópavogi: Halli Reynis trúbador föstudag og laugardag.  CELTIC CROSS: Threesome og Garðar Garðars föstudag og laugar- dag.  GAUKUR Á STÖNG: X- Slash, Botnleðja og I Adapt fimmtudag. Hljómsveitin Í svörtum fötum föstu- dags. Moonboots laugardag.  GLAUMBAR: Atli skemmtana- lögga fimmtudag. Þór Bæring föstu- dag og laugardag.  GRANDROKK: Útgáfutónleikar Kentár fimmtudag kl. 22. Buff föstu- dag, Dikta laugardag.  GRÆNI HATTURINN, Akureyri: Rokkhljómsveit Rúnars Júlíussonar föstudag og laugardag.  GULLÖLDIN: Stórsveit Ásgeirs Páls föstudag og laugardag.  HÓTEL EGILSBÚÐ, Neskaup- stað: Írafár laugardag.  HÓTEL SAGA: Tónleikar til minn- ingar um Jón Kaldal fimmtudag kl. 20:30.  HVERFISBARINN: Bítlarnir fimmtudag. Atli skemmtanalögga föstudag og laugardag.  JÓMFRÚIN, Lækjargötu: Tríóið Flís laugardag.  KRÁIN, Laugavegi 73: Þór Óskar trúbador föstudags- og laugardags- kvöld.  KRINGLUKRÁIN: Hljómsveitin Stuðbandalagið frá Borgarnesi föstu- dag og laugardag.  LEIKHÚSKJALLARINN: ’80- diskó-partístemning föstudag. Gull- foss og Geysir laugardag.  MIÐGARÐUR, Skagafirði: Sveita- ball með Á móti sól laugardag.  NASA VIÐ AUSTURVÖLL: Út- gáfutónleikar hljómsveitarinnar Á móti sól föstudag.  ODD-VITINN, Akureyri: Karaoke föstudagskvöld. Hljómsveit Harðar G. Ólafssonar laugardag.  PAKKHÚSIÐ, Selfossi: Hljóm- sveitin Gilitrutt föstudagskvöld.  PLAYERS-SPORT BAR, Kópa- vogi: Papar föstudag og laugardag.  PÓSTHÚSIÐ, Tálknafirði: Tón- leikar með Mugison og Skúla Þórðar laugardag.  RABBABARINN, Patreksfirði: Tónleikar með Mugison og Skúla Þórðar föstudag.  RÁIN, Reykjanesbæ: Hljómsveit Rúnars Þórs fimmtudag, föstudag og laugardag.  SPOTLIGHT: Andrea Gylfadóttir og Seth Sharp syngja blús fimmtu- dag. Dj Sesar föstudag og laugardag.  STAPINN, Reykjanesbæ: Land og synir laugardag.  TJARNARBORG, Ólafsfirði: Blús- tónleikar með Halldóri Bragasyni og Guðmundi Péturssyni laugardag.  TÓKI MUNKUR, Þingeyri: Tón- leikar með Mugison og Skúla Þórðar sunnudag.  ÚTHLÍÐ, Biskupstungum: Fyrsti stórdansleikur sumarsins með Geir- mundi Valtýssyni laugardag.  ÚTLAGINN, Flúðum: Hljómsveit- in Spútnik laugardag.  VAGNINN, Flateyri: Tónleikar með Mugison og Skúla Þórðar fimmtudag.  VÍDALÍN: Blústónleikar með Hall- dóri Bragasyni og Guðmundi Péturs- syni fimmtudag kl. 22. Tchernobyl föstudagskvöld. Fjandakornið laug- ardag. FráAtilÖ Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Djasstríóið Flís verður á Jómfrúnni á laugardag. RÚMENSKA sígaunahljómsveitin Fanfare Ciocarlia spilar á skemmtistaðnum NASA í kvöld en margir þekkja fjöruga lúðra- sveitartónlist af því tagi er sveit- in spilar. Má geta þess að hún erekki ólík í anda bræðrum sín- um í Taraf de Haïdouks, sem heimsóttu landann á síðustu Listahátíð í Reykjavík í maí í fyrra við góðan orðstír. Tólf manns spila í Lúðrasveit- inni Lævirkjanum, eins og nafnið Fanfare Ciocarlia þýðir. Tónlistin er þó ekki lúðrasveitartónlist eins og fólk á að venjast hérlendis heldur er um að ræða fjöruga danstónlist, einlæga og kraft- mikla. Sveitin þykir góð á sínu sviði en hún er skipuð þremur trompetleikurum, klarínettleik- ara, tveimur saxófónleikurum, tveimur hornleikurum, þremur túbuleikurum og trommu- og slagverksleikara en sveitarmenn skiptast á um að syngja og hrópa eftir því sem við á, þótt tónlistin sé að mestu án söngs. „Þetta er hamingjurík tónlist og það á að dansa við hana,“ seg- ir saxófónleikarinn Oprica Ivanc- ea, sem vonast eftir fjölmenni og stuði á tónleikunum í kvöld. „Fólk hefur gaman af þessari tónlist vegna þess að það er svo gott að dansa við hana. Hún er kraftmikil og það er ekki hægt að sitja á sér,“ segir hann. Sveitin kemur hingað frá Bandaríkjunum þar sem hún hef- ur verið á tónleikaferðalagi og heldur síðan til Evrópu þar sem hún spilar með Taraf de Haïdo- uks í Þýskalandi, Austurríki, Spáni, Ítalíu, Slóveníu og víðar næsta mánuðinn. „Við erum búnir að ferðast um heiminn síðustu sex eða sjö ár,“ segir Ivancea en þeir heimsækja heimalandið Rúmeníu með reglulegu millibili enda tónlistin þjóðleg. „Mörg lög- in eru hefðbundin og byggð á rúmenskri hefð og við spilum líka gömul lög,“ segir hann. Ivancea segir að það hafi verið gaman að spila í Bandaríkjunum og eftirminnilegt að koma til Los Angeles en þeir spiluðu á tón- leikastaðnum þekkta Hollywood Bowl. „Það var samt skemmtileg- ast að spila í New York. Margir komu að hlusta á okkur, mikið af vinum okkar og tónlistarfólki,“ segir hann. Ivancea segir að allir eigi að geta dansað við tónlist þeirra. „Þetta er skemmtilegur taktur til að dansa við og allir ættu að ná honum,“ segir hann og útskýrir að hluta vinsældir balkanskrar danstónlistar sem þessarar. Sveitarmeðlimum finnst greini- lega heldur kalt úti en þeir eru léttklæddir mjög, enda nýkomnir úr hitanum í New York. Það lifn- ar þó yfir þeim þegar þeir heyra að ekki dimmi á Íslandi á þessum árstíma og lofa dansstuði fram á rauða (eða gullna) sumarnótt. Fanfare Ciocarlia á NASA í kvöld Morgunblaðið/Árni Torfason Radulescu Lazar, trompetleikari og söngvari, og saxófónleikarinn Oprica Ivancea létu sig ekki muna um að taka lagið fyrir ljósmyndara en alls eru 12 hljóðfæraleikarar í Fanfare Ciocarlia. Hamingjurík danstónlist Rúmenska sveitin Fanfare Ciocarlia heldur tónleika í NASA við Austur- völl í kvöld. Húsið verður opnað kl. 20 og sveitin stígur á svið kl. 21. For- sala í 12 tónum við Skólavörðustíg og er miðaverð 3.900 kr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.