Morgunblaðið - 14.07.2003, Síða 2

Morgunblaðið - 14.07.2003, Síða 2
FRÉTTIR 2 MÁNUDAGUR 14. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ STANDA VIÐ ÁSÖKUNINA Condoleezza Rice, þjóðarörygg- isráðgjafi Bandaríkjanna, sagði í gær að umdeild fullyrðing George W. Bush forseta um að Írakar hefðu falast eftir úrani í kjarnavopn væri rétt. Rice og Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, viðurkenndu þó bæði að fullyrðingin hefði ekki átt að vera í stefnuræðu Bush í janúar. George Tenet, yfir- maður leyniþjónustunnar,, CIA, hafði látið taka fullyrðinguna úr texta ræðu sem Bush flutti þremur mánuðum áður. „Tímamótafundur“ í Írak Fyrsta fundi framkvæmdaráðs Íraks, sem haldinn var í Bagdad í gær, var lýst sem tímamótaskrefi í þá átt að endurreisa landið og und- irbúa lýðræðislegar kosningar. Ráð- ið á að skipa ráðherra, samþykkja fjárlög og skipa nefnd sem á að semja nýja stjórnarskrá. Vill að Blair segi af sér Clare Short, fyrrverandi ráðherra þróunarmála í bresku stjórninni, hvatti í gær Tony Blair forsætisráð- herra til að segja af sér og sagði að það væri honum sjálfum, Verka- mannaflokknum og Bretlandi fyrir bestu. Gott verð á lýsi og mjöli Verð á lýsi og mjöli hefur verið gott og stöðugt að undanförnu að sögn Björgólfs Jóhannssonar, for- stjóra Síldarvinnslunnar í Neskaup- stað. Hann segir að miðað við það sem oft hefði verið áður væri verð í erlendum gjaldmiðlum gott. Samræðustjórnmál rædd Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrr- verandi borgarstjóri og varaþing- maður Samfylkingarinnar, tók þátt í ráðstefnu stjórnmálamanna og stjórnmálaleiðtoga jafnaðarmanna- flokka í London um nýliðna helgi og segir mikla áherslu hafa verið lagða á það sem hún hefur kallað sam- ræðustjórnmál. Breyttur vistunarstaður Vararíkissaksóknari lítur svo á að í máli ákærða varnarliðsmannsins sé aðeins um breyttan vistunarstað í gæsluvarðhaldi að ræða, líkt og ef hann væri fluttur á milli íslenskra fangelsa. 2003  MÁNUDAGUR 14. JÚLÍ BLAÐ B Útsala Útsala Útsala B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A HARALDUR INGÓLFSSON Á HEIMLEIÐ/B5 BANDARÍSKUR áhugamaður í golfi, Mike Freeman frá Orlando, hefur misst áhugamannaréttindi sín þar sem hann þáði bifreið að gjöf frá sjálfum Tiger Woods 1. maí sl. Málavextir eru þeir að Freeman var að leika golf ásamt félögum sín- um á Legacy-golfvellinum í Longwood í Orlando og þegar þeir gengu á teig við 12. braut vallarins sem er par 3 hola birtist Woods skyndilega og spurði hvort hann mætti leika með þeim næstu holur vallarins. Að sjálfsögðu var Woods boðið að vera með og sagði Woods að best væri að þeir kepptu um hver yrði næstur holu á 12. braut. Freeman náði besta högginu og var um 3 metra frá holu og þegar úrslitin voru ljós afhenti Woods honum bíllykla að Buick-bíl sem stóð við flötina og sagði að bílinn væri nú í eigu Freemans og þáði áhugamaðurinn gjöfina af Woods. Það sem Freeman og félagar hans vissu ekki var að ESPN-sjón- varpsstöðin hafði sett upp margar myndavélar við brautina og tók allt ferlið upp frá upphafi til enda og var þessi atburður uppistaðan í auglýs- ingaherferð á vegum Buick á ESPN-sjónvarpsstöðinni. Bandaríska golfsambandið, USGA, brást við með þeim hætti að svipta Freeman áhugamannréttind- um enda var verðmæti bifreiðarinn- ar langt yfir leyfilegum mörkum hvað varðar áhugamannreglur. Freeman er ósáttur við niðurstöð- una en hann segir að Buick-fyrir- tækið og ESPN hafi notfært sér að- stöðu sína og að hann hefði ekki beðið um neitt frá Woods og vill nú fá tækifæri til þess að skila bílnum en áhugamenn mega aðeins taka við verðlaunum að verðmæti um 45 þús- und ísl. kr á þeim mótum sem þeir taka þátt í. Forráðamenn USGA eru hins vegar ekki á því að gefa neitt eftir í þessu máli og getur Freeman ekki varið titil sinn sem áhugamanna- meistari í Orlando-fylki hinn 25.–27. júlí nk. Reuters Svíinn Christian Olsson sigraði í þrístökki á Stigamóti Alþjóða frjálsíþróttasambandsins í Gates- head á Englandi í gærkvöldi, stökk 17,92 metra, sem er lengra en Norðurlandamet hans. Með- vindur var rétt yfir mörkum og Olsson fær met því ekki staðfest. Rússinn Jelena Isinbayeva setti heimsmet í stangarstökki kvenna á mótinu, lyfti sér yfir 4,82 og bætti met Stacy Dragila frá Bandaríkjunum um einn sentímetra. Bjarnargreiði frá Tiger Woods „Ég veit vonandi eitthvað meira á morgun [í dag] en ég ætla að tala við menn frá Real Betis og þá fæ ég von- andi að vita hvernig mín mál standa,“ sagði landsliðsmað- urinn Jóhannes Karl Guð- jónsson við Morgunblaðið í gærkvöldi en enska blaðið Daily Mirror greindi frá því um helgina að Kevin Keeg- an, knattspyrnustjóri Man- chester City, væri að und- irbúa kauptilboð í Jóhannes upp á 1,5 milljónir punda eða sem samsvarar 190 milljónum íslenskra króna. „Ég veit í rauninni ekkert meira en það sem fram hef- ur komið í blöðum en von- andi er eitthvað til í þessu með Manchester City. Það yrði frábært að fara til City en ég hef svo sem heyrt af áhuga hjá hinum og þessum liðum án þess að nokkuð hafi gerst svo ég er bara ró- legur yfir þessum skrifum,“ sagði Jóhannes Karl sem er samningsbundinn Real Betis á Spáni til næstu þriggja ára. Yrði gaman að fara til Man. City mánudagur 14. júlí 2003 mbl.is Stjórnbúnaður fyrir varmaskipta Þúsundir fasteigna af öllum stærðum og öllum gerðum alls staðar á landinu Fasteignablaðið // Flotuð gólf Val á gólfefnum er mikið mál hjá húseig- endum. Ung hjón létu flota gólf sín, settu á þau bæs og máluðu. Ýmsar aðrar breytingar voru gerðar á húsinu um sama leyti. 2 // Í kófi? Fjallað um tæki sem notar vatn til þess að kæla skrifstofur og önnur húsakynni, þar sem hiti hefur tilhneigingu til þess að vera þeim sem nota húsnæðið til óþæginda. 12 // Hús skálda Nonnahús, Sigurhæðir og Davíðshús eru hvert um sig nokkuð dæmigerð fyrir bygg- ingargerð þess tíma sem þau voru reist á. Í þeim eru nú söfn. 26 // Stráhúsið Enskt hús, hugsað sem fyrirmynd að sjálf- bærum arkitektúr í þéttbýli. Húsið hefur vakið athygli, enda byggt úr efnum eftir nýju gildismati. 46 „ÞAÐ vekur athygli að meðalupp- hæð kaupsamninga hefur lítið breyst á árunum 2002 og 2003. Meðalupphæðin var á bilinu 13,8 til 14,2 milljónir króna – ef frá er tal- inn fyrsti ársfjórðungur 2002, þegar stórar sölur á atvinnuhúsnæði áttu sér stað,“ segir Haukur Ingibergs- son, forstjóri Fasteignamats ríkis- ins. „Þar sem fermetraverð í íbúðar- húsnæði hefur farið heldur hækk- andi, merkir þetta væntanlega að hlutfall smærri eigna af þeim eign- um sem seldar eru fari vaxandi og gæti verið vísbending um að ein- hvers slaka gæti í sölu og verði stærri og dýrari eigna,“ sagði Haukur ennfremur. Samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins var 1975 kaupsamningum um fasteignir þinglýst á 2. ársfjórðungi á höf- uðborgarsvæðinu. Heildarupphæð veltu nam 28,1 milljarði króna og var meðalupp- hæð á hvern kaupsamning 14,2 milljónir króna. Borið saman við 2. ársfjórðung 2002 nemur fjölgun kaupsamninga 6% og aukning veltu 7,7%. Þá var þinglýst 1864 kaup- samningum, veltan var 26,1 millj- arður króna og meðalupphæð á saming 14 milljónir króna. Að sögn Hauks Ingibergssonar er nýliðinn ársfjórðungur sjónar- mun stærri en aðrir ársfjórðungar 2002 og 2003 í fjölda samninga og veltu. Fasteignamarkaður er því að hans mati í greinilegu jafnvægi. Meðalupphæð kaup- samninga breytist lítt                                                                 !"  # $  %   "&                           '        !    &      !"    & ( #      )*+* # # #  ),-* )+& )++ )+./).-, )&$, # # #  )*$ )&$+ )*$)*$,)*$ (  %  %                                                                                             ! "#$%& '()& *) ! + ), $$&   -./0 01 )-./0 01 & 2  -./0 01 )-./0 01 33 4  4    4055        4 43       !  -/60 -/60 -/60 4-/60 7 7    333 433 4333 33 333 33 "    ## # $% $  # &  '              40844 03 048 40 (     0- 0 (       (   "   08 405 Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Bréf 22 Viðskipti 11 Dagbók 24/25 Erlent 12 Þjónusta 25 Listir 13 Leikhús 26 Umræðan 14 Fólk 26/29 Hestar 15 Bíó 26/29 Forystugrein 17 Ljósvakar 30/31 Minningar 18/21 Veður 31 * * * UMFERÐ var þung um Vestur- landsveg síðla dags í gær og mynd- aðist um tíma mikil biðröð bíla sem voru að koma frá Akranesi og ætl- uðu suður í gegnum Hvalfjarðar- göngin, að sögn lögreglunnar í Borgarnesi. Allt gekk þó stór- slysalaust fyrir sig og varð umferð- in léttari þegar leið á kvöldið. Á Akranesi fóru fram Írskir dag- ar um helgina sem og knatt- spyrnumót drengja og myndaðist nokkur umferðarþungi frá Akra- nesi þegar þeim uppákomum lauk um miðjan dag í gær. Bættist sú umferð við hina hefðbundnu helg- arumferð um Hvalfjarðargöngin. Því varð umferðin á þessu svæði þyngri en venjulega. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Mikil umferð var frá Akranesi síðdegis í gær og myndaðist um tíma biðröð í Hvalfjarðargöngin. Mikil umferð um Vestur- landsveg ÚRSKURÐARNEFND fæðingar- og orlofsmála komst að þeirri niðurstöðu fyrir helgi að samnefnd lög fælu ekki í sér rétt foreldra til orlofslauna, heldur einungis réttinn til orlofstöku. Ari Edvald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur niðurstöðu nefndarinnar í samræmi við skilning Samtaka atvinnulífsins á lögunum, enda myndu slíkar orlofsgreiðslur hækka útgjöld fæðingar- orlofssjóðs um 10,17%. Halldór Björnsson, vara- forseti Alþýðusambands Íslands, segir ekki óeðli- legt að menn láti reyna á það fyrir dómi hvort þessi niðurstaða standist. „Ég tel að það sé ljóst að ríkið að sínu leyti hafi haft þennan sama skilning á stöðu og hlutverki fæðingarorlofssjóðs, því það hefur sem launa- greiðandi bætt orlofi við gagnvart sínu starfsfólki og það hefði auðvitað ekki gert það sem launa- greiðandi ef það teldi að fæðingarorlofssjóður greiddi þetta,“ segir hann. Hann telur að bæði þessi framkvæmd ríkisins og kostnaðarmat aðila vinnumarkaðarins beri það með sér að það hafi náðst almenn sátt um þetta atriði. Lítið svigrúm til kostnaðarhækkana Ari bendir á að það sé öllum ljóst, sem til þekkja í íslensku atvinnulífi, að svigrúmið til kostnaðar- hækkana sé mjög lítið. Útgjaldaauki á þessu sviði sem leggist á fyrirtækin sé sama eðlis og kaup- hækkanir. Fjármunum sem yrði varið til orlofs- launa yrði ekki varið til kauphækkana á sama tíma. Hann leggur áherslu á að félagsmálaráð- herra hafi sagt það opinberlega að hann efist um að fæðingarorlofssjóður eigi fyrir sínum skuld- bindingum að óbreyttu. „Ég held að það séu ákveðin vandamál varðandi fjárþörf fæðingar- orlofssjóðs jafnvel þó að menn færu ekki í það að auka á hans skuldbindingar, sem á eftir að vinna úr,“ segir hann. Ari segir að þau ummæli þess efnis að fæðingar- orlofssjóði bæri að greiða foreldrum orlofslaun, sem komu fram í mars sl. í svari félagsmálaráð- herra við fyrirspurn á Alþingi, hafi komið þeim í opna skjöldu og ekki verið í samræmi við það sem ákveðið var á sínum tíma. „Mér finnst það í sjálfu sér ekki óeðlilegt að menn láti reyna á það fyrir dómi hvort þessi nið- urstaða stenst,“ segir Halldór Björnsson. Hann bendir á að fæðingarorlof sé í raun ekki venjulegt orlof, heldur sé það launað frí vegna barnsfæð- inga. „Við skiljum orlofslögin á þann hátt að það eigi að borga orlof á allt sem heitir laun og hlunn- indi, þótt ekki sé borgað orlof ofan á orlof, en þetta eru laun.“ Halldór telur að orlofsgreiðslurnar eigi að vera á ábyrgð launagreiðanda og í þessu tilviki sé það Tryggingastofnun ríkisins. Málinu ekki lokið Hann leggur áherslu á að lítil umræða hafi farið fram um málið innan ASÍ vegna sumarleyfa, en hann á jafnframt von á því að þessi niðurstaða verði skoðuð betur. „Það held ég að sé alveg klárt að menn geti ekki stungið þessu undir stól og látið sem ekkert hafi gerst. Þarna er ákveðin deila um það hvort það eigi að borga orlof ofan á þessi laun,“ bætir hann við. Halldór telur það jafnvel æskilegt að breyta lög- unum og bendir á að félagsmálaráðherra hafi sagt að hann myndi beita sér fyrir fundum með aðilum vinnumarkaðarins og hugsanlega breyta lögunum ef það verður talið nauðsynlegt. „Ég held að þetta mál sé ekki búið. Það er klárt mál að það verður fundað út af þessari niðurstöðu, hver niðurstaðan verður þori ég ekki að fullyrða um, en mér finnst það mjög eðlilegt að orlof sé greitt í þessu tilfelli.“ SA og ASÍ greinir á um rétt foreldra til orlofslauna ASÍ telur ekki ólíklegt að látið verði reyna á niðurstöðuna fyrir dómi FIMM Íslendingar, þar á meðal ís- lenskur leikstjóri, framleiðandi, klippari og leikkona, komu að gerð bandarískrar auglýsingar, sem hlaut önnur verðlaun, í flokki gamanauglýsinga, á einni stærstu auglýsingahátíð, The Telly Aw- ards, í Bandaríkjunum í vor. Svo skemmtilega vill líka til að fjórir þessara Íslendinga eru systkini. Bandaríska auglýsingahátíðin hefur verið haldin árlega allt frá árinu 1980 og voru um tíu þúsund auglýsingar sendar til að taka þátt á hátíðinni í ár. Af þeim voru valdar þúsund auglýsingar til að keppa áfram í ýmsum flokkum. Í auglýs- ingu Íslendinganna var verið að auglýsa Ping en það er nafn á einu þekktasta golffyrirtæki Bandaríkj- anna. Í kjölfar þess að auglýsingin hlaut verðlaunin á hátíðinni var hún sýnd á auglýsingahátíð í Cann- es í Frakklandi í júní og hlaut góðar undirtektir, að sögn Helenu Ólafs- son Einarsdóttur, leikkonu, sem er ein af systkinunum fjórum sem þátt tóku í auglýsingunni. Leikstjóri auglýsingarinnar er Guðjón Ólafsson, eða Gus Ólafsson, eins og hann kallar sig en hann samdi jafnframt handritið. Systkini Helenu, sem einnig komu að gerð auglýsingarinnar, eru Guðrún Ágústa Einarsdóttir, sem klippti auglýsinguna, Birna Paulina Ein- arsdóttir, sem er meðframleiðandi auglýsingarinnar og Einar Guðjón Einarsson, sem var aðstoðarmaður meðframleiðanda. Systurnar þrjár; Helena, Guðrún Ágústa og Birna Paulina, búa allar í Los Angeles en Einar Guðjón býr á Íslandi. Fjórða systirin, Ólafía, býr reyndar einnig í Los Angeles þótt hún hafi ekki komið að gerð auglýsingarinnar. Samrýnd systkini Helena, sem stödd er hér á landi, segir að systkinin séu mjög sam- rýnd og að samstarf þeirra við aug- lýsinguna hafi því gengið ákaflega vel. Systurnar þrjár, sem komu að auglýsingunni, eru heldur ekki óvanar að starfa saman því þær stofnuðu fyrir ári kvikmyndafyrir- tækið Axis Point Production. „Markmið þess er að framleiða kvikmyndir, sem hafa eitthvað að segja; sem snerta fólk,“ útskýrir hún. Þeirra fyrsta verkefni er að framleiða röð stuttmynda og var sú fyrsta tekin fyrir u.þ.b. ári. Önnur stuttmyndin er nú í undirbúningi og mun Helena leika aðalhlutverkið í henni. Birna og Guðrún skrifuðu hins vegar handritið. Helena segir að það hafi ein- hvern veginn þróast þannig að þær systur fóru allar að starfa að kvik- myndum og bætir því við brosandi að kannski það endi bara með því að þau öll systkinin fimm starfi saman í þessum geira. „Og við syst- urnar erum að vinna í því að bróðir okkar flytji út til okkar.“ Getur ekki án leiklistar verið Helena nam leiklist hjá Arthur Mendoza í Los Angeles og hefur bú- ið í borginni í um þrettán ár. Hún segist fljótlega hafa fengið verkefni sem leikkona; til að mynda hafi hún leikið eitt af aðalhlutverkunum í sænskri kvikmynd, sem sýnd var í kvikmyndahúsum og í sjónvarpi og einnig hefur hún leikið í nokkrum bandarískum stuttmyndum. Þá hef- ur hún leikið töluvert á sviði. Helena hefur þó ekki einungis leikið undanfarin ár heldur hefur hún einnig tekið að sér önnur verk- efni sem tengjast kvikmyndum. Til að mynda var hún aðstoðarkona þekkts bandarísks kvikmyndafram- leiðanda, Bonnie Bruckheimer, sl. ár. Þá hefur hún fengist við fyrir- sætustörf, nú síðast var hún valin sem ein af fyrirsætum snyrtivöru- fyrirtækis Suzanne Somer. Helena kveðst hins vegar vera farin að lengja eftir því að komast aftur á svið og mun hún taka þátt í uppfærslu á vegum ACT-leiklistar- skólans í Los Angeles í haust. Fjögur systkini komu að gerð verð- launaauglýsingar í Bandaríkjunum Systkinin samankomin. F.v.: Helena, Einar, Ólafía, Birna og Guðrún.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.