Morgunblaðið - 14.07.2003, Side 12

Morgunblaðið - 14.07.2003, Side 12
ERLENT 12 MÁNUDAGUR 14. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ NORÐUR-Kóreumenn hafa skýrt bandarískum stjórnvöld- um frá því að þeir hafi lokið við að endurvinna birgðir sínar af notuðum eldsneytisstöngum til að vinna úr þeim plúton í kjarnavopn. Suður-kóreska fréttastofan Yonhap sagði að norður-kóreskir sendimenn hefðu staðfest á fundi með bandarískum embættismönn- um að endurvinnslunni hefði verið lokið 30. júní. Donald Rumsfeld, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, sagði þó að enn væri óljóst hvort þessi fullyrðing N-Kór- eumanna væri rétt. „Sumir trúa því sem þeir segja, aðrir ekki,“ sagði Rumsfeld. Reynt að ein- angra Yasser Arafat ARIEL Sharon, forsætisráð- herra Ísraels, fór til London í gær og hyggst ræða þar við breska ráðamenn um leiðir til að efla sam- skipti land- anna og hvetja þá til að einangra Yasser Arafat, leið- toga Palest- ínumanna. Sharon ætlar að eiga fund með Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, og Jack Straw utanríkisráðherra. Enn- fremur er gert ráð fyrir því að hann ræði við Duncan Smith, leiðtoga íhaldsmanna, fulltrúa gyðinga og Zvi Stauber, sendi- herra Ísraels í Bretlandi. Stríðsglæpa- lög afnumin í Belgíu NÝ stjórn Belgíu, sem tók við völdum í gær, hefur ákveðið að afnema umdeild lög sem notuð hafa verið til að reyna að fá bandaríska leiðtoga dæmda fyrir stríðsglæpi. Guy Verhof- stadt, forsætisráðherra, sagði á blaðamannafundi að lögin yrðu afnumin og í þeirra stað sett lög sem væru í samræmi við löggjöf annarra vestrænna ríkja. STUTT Segjast hafa unn- ið plúton Ariel Sharon GEORGE Tenet, yfirmaður bandarísku leyni- þjónustunnar CIA, lét fjarlægja fullyrðingu um að Írakar hefðu falast eftir úrani í Afríkuríkinu Níger úr texta ræðu sem George W. Bush Bandaríkja- forseti flutti í október í fyrra, þremur mánuðum áður en forsetinn flutti stefnuræðu þar sem þessi ásökun kom fram. The Washington Post hafði þetta eftir háttsettum embættismönnum í Wash- ington í gær. Breska stjórnin kvaðst þó enn standa við ásökunina um að Írakar hefðu reynt að kaupa úran í Níger. Áður hafði Tenet tekið á sig sökina á því að ásökunin kom fram í stefnuræðu sem Bush flutti á Bandaríkjaþingi 28. janúar. The Washington Post hafði eftir heimildarmönnunum að Tenet hefði sjálfur beitt sér fyrir því að embættismenn í Hvíta húsinu tækju ásökunina úr texta ræðu sem forset- inn flutti í Ohio 7. október þar sem hann fjallaði ýt- arlega um þá hættu sem hann taldi stafa af stjórn Saddams Husseins. Tenet lagðist þá gegn ásök- uninni á þeirri forsendu að hún kæmi aðeins frá einni heimild, að sögn embættismannanna. Einn þeirra sagði að CIA hefði haft miklar efasemdir um að hægt væri að taka mark á skjölum, sem ásökunin byggðist á, og nokkrum mánuðum síðar kom í ljós að þau voru fölsuð. Ekki er vitað hvers vegna Tenet reyndi ekki að koma í veg fyrir að ásökunarinnar væri getið í stefnuræðunni úr því að hann vildi að henni yrði sleppt þremur mánuðum áður í ræðu sem var ekki eins mikilvæg. Heimildarmenn The Washington Post sögðu að aðstoðarmenn Dicks Cheneys vara- forseta hefðu einkum beitt sér fyrir því að meint kjarnavopnaáætlun Íraka yrði notuð ásamt öðru til að réttlæta innrásina í Írak. „Breska stjórnin hefur komist að því að Saddam Hussein falaðist nýlega eftir verulegu magni af úrani frá Afríku,“ sagði Bush í stefnuræðunni. „Þessi orð hefðu aldrei átt að vera í textanum sem skrifaður var fyrir forsetann,“ sagði Tenet á föstu- dag. CNN-sjónvarpið hafði eftir heimildarmönnum sínum að Tenet hygðist ekki segja af sér vegna málsins. Bush kvaðst enn bera fullt traust til Ten- ets og líta svo á að málinu væri lokið. Breska stjórnin kveðst hafa önnur og traustari gögn Breska stjórnin stendur þó enn við ásökunina um að Írakar hefðu falast eftir úrani í kjarnavopn í Níger. Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, sagði í bréfi til bresks þingmanns að stjórnin hefði aðrar upplýsingar, sem renndu stoðum undir ásökunina, en bætti við að hún hefði ekki afhent bandarískum yfirvöldum þau gögn. Ennfremur hefur komið fram að tæpu ári áður en Bush flutti stefnuræðuna, eða í febrúar í fyrra, var bandaríski sendiherrann Joseph Wilson send- ur til Níger á vegum CIA til að sannreyna fullyrð- inguna. Hann komst að þeirri niðurstöðu að eng- inn fótur væri fyrir henni. Straw sagði að bresku stjórninni hefði ekki ver- ið skýrt frá ferð sendiherrans. Það skipti þó ekki máli þar sem stjórnin hefði traustari leyniþjón- ustugögn og væri enn viss um að Írakar hefðu reynt að kaupa úran í Níger. Blix gagnrýnir stjórn Blairs Hans Blix, fyrrverandi yfirmaður vopnaeftir- litsmanna Sameinuðu þjóðanna í Írak, sagði í við- tali við breska dagblaðið The Independent í gær að bresku stjórninni hefðu orðið á mikil mistök með því að halda því fram að stjórn Saddams gæti beitt gereyðingarvopnum með aðeins 45 mínútna fyrirvara. Hann kvaðst telja að breska stjórnin hefði farið „fremur langt yfir strikið“ í þessu máli og gert of mikið úr leyniþjónustugögnunum um Írak til að réttlæta stríðið. Tenet tekur á sig sökina á umdeildri fullyrðingu í stefnuræðu Bush í janúar Lét taka ásökunina úr ræðu Bush í október Reuters George Tenet, yfirmaður CIA. Breska stjórnin kveðst standa við fullyrð- inguna um að Írakar hafi falast eftir úrani Washington. AFP, The Washington Post. BRESKIR ráðherrar fylktu sér í gær um Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, eftir að fyrr- verandi ráðherra í stjórn hans hvatti hann til að segja af sér. Clare Short, fyrrverandi ráðherra alþjóðlegrar þróunaraðstoðar, sagði í sjón- varpsviðtali í gær að það myndi vera Blair sjálfum, Verka- mannaflokknum og Bretlandi fyrir bestu ef hann léti af emb- ætti áður en andstaðan við hann ykist innan Verkamannaflokks- ins. Hún sagði að verkalýðs- félögin væru mjög óánægð með forsætisráðherrann og traust almennings á honum hefði minnkað. Hún varaði einnig við því í viðtali við GMTV-sjónvarpið að héldi Blair embættinu gæti það leitt til „alvarlegs klofnings“ innan Verkamannaflokksins. Short sagði af sér í maí og sakaði þá Blair um að hafa svikið loforð um að Sameinuðu þjóðirnar gegndu mikilvægu hlutverki í uppbyggingunni í Írak eftir stríðið. Í sjónvarpsviðtalinu sakaði hún Blair um að hafa fengið þingið til að styðja innrás- ina í Írak með „hálfsannleik“ og „dálitlum blekk- ingum“ og gagnrýndi einnig stefnu hans í heil- brigðis- og menntamálum. „Lætur undan eigin hvötum“ „Þetta er enn eitt dæmið um hvernig Clare Short lætur undan eigin hvötum og löngunum,“ sagði David Blunkett, innanríkisráðherra Bret- lands. „Mikilvægt er að við fylkjum okkur um for- sætisráðherrann og einbeitum okkar að þeim hlut- um sem skipta þjóðina máli ... Ég skil ekki hvers vegna fólk ætti að leggja á ráðin um að reyna að víkja farsælasta leiðtoganum í sögu Verkamanna- flokksins til hliðar.“ Alistair Darling, samgönguráðherra Bretlands, tók í sama streng. „Hún hefur sagt þetta áður og ég tel ekki að þetta sjónarmið njóti stuðnings.“ Short neitaði því að hún væri að skipuleggja samsæri um að Gordon Brown fjármálaráðherra tæki við af Blair sem forsætisráðherra en sagði að Blair hefði valdið „miklum ágreiningi“ við fjár- málaráðherrann í evru-málinu. Ráðherrar fylkja sér um Tony Blair Clare Short Clare Short skorar á Blair að segja af sér HUNDRUÐ þúsunda ungmenna söfnuðust sam- an nálægt Brandenborgarhliðinu í Berlín í Þýskalandi á laugardag og tóku þátt í svokall- aðri „ástargöngu“ sem ungmenni hvaðanæva úr Evrópu hafa haldið árlega þar í borg allt frá falli Berlínarmúrsins. Skipuleggjendur göng- unnar sögðu í gær að um 750.000 manns hefðu tekið þátt í henni í ár og því hefði verið ákveðið að halda hana aftur á næsta ári að minnsta kosti. Fyrir gönguna höfðu þeir sagt að hún yrði lögð niður ef hálf milljón manna tæki ekki þátt í henni í ár. Reuters „Ástargangan“ verður ekki lögð niður STONEHENGE er risastórt frjósemistákn, segja kanadískir vísindamenn sem telja sig loksins hafa náð að afhjúpa leyndardóminn um hið forna mannvirki í Suður-Englandi. Steinunum er nefnilega raðað upp þannig að merkið er greinileg eftirmynd af kynfær- um kvenna, að sögn vísindamannanna, sem vitnað er til á CNN. Stonehenge var byggt einhvern tíma á bilinu 3.000–1.600 fyrir Krists burð og hafa menn í aldir velt fyrir sér hver tilgangurinn með byggingu þess var. Musteri og stjörnu- fræðisetur eru á meðal kenninga sem komið hafa fram auk þess sem andleg iðja af ýmsu tagi á að hafa verið stunduð þar. Anthony Perks, fyrrum prófessor í fæðingar- og kvensjúkdómalækningum við Háskólann í Bresku-Cólombíu, telur sig hafa fundið svarið. „Fyrir þá sem byggðu merkið voru fæðing og dauði mikilvægustu atburðir lífs- ins.“ Hann bendir á, að á svæðinu séu engin merki um grafir þeirra, sem upprunalega byggðu merkið. Þegar horft er á Stonhenge ofan frá getur Perks sér til að blái sandsteinshringurinn sem er fyrir innan sé mynd af innri skapa- börmum kynfæra kvenna en stóri hring- urinn fyrir utan séu ytri barmarnir. Altaris- steinninn svonefndi sé snípurinn og opið í hringnum fæðingarvegurinn. „Getur verið að leiðin út úr Stonehenge… tákni leiðina sem nýtt líf kom eftir í heim- inn?“ spyr Perks í grein sinni sem birtist í Britaińs Journal of the Royal Society of Medicine. Hann bendir á að í fornum sam- félögum hafi hugmyndir um almáttugan skapara, móður jörð eða jarðargyðju, verið útbreiddar. Stonehenge geti táknað opið sem móðir jörð fæddi lífverur heimsins í gegnum, plöntur og dýr, sem hinar fornu þjóðir lifðu á. Leyndardómurinn um Stonhenge leystur? Risastórt frjósemistákn Reuters Löngum hefur fólk velt fyrir sér leyndar- dóminum um Stonhenge, nú telja menn að merkið sé eftirmynd af kynfærum kvenna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.