Morgunblaðið - 14.07.2003, Page 18
MINNINGAR
18 MÁNUDAGUR 14. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Guðrún Dag-björt Svein-
björnsdóttir fæddist í
Hellnafelli í Grund-
arfirði 23. mars 1912.
Hún lést á Hrafnistu í
Reykjavík 4. júlí síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Svein-
björn Finnsson,
bóndi í Hellnafelli, f.
20.jan. 1856, d. 19.
nóv. 1932 og Guðný
Árnadóttir, f. 28. júní
1865, d. 17. ágúst
1956. Systkini henn-
ar voru: Kristín,
Finnur, Árni, Kristján, Ingibjörg,
Guðjón, Jóhannes Pálmi, Sigur-
borg Dórótea, öll látin.
Guðrún Dagbjörg giftist 8. júní
1935 Pétri Gunnari Stefánssyni
skipstjóra, f. 25. mars 1910, d. 5.
maí 1998. Börn þeirra eru: 1) Guð-
laug Rakel, f. 16. okt. 1934, búsett
í Reykjavík, maður hennar er
Guðjón Agnar Egilsson, dóttir
þeirra er Björk. 2) Guðbjörn Mós-
es, f. 5. mars 1940, búsettur í
Kópavogi, kona hans er Þórunn
Pétursdóttir, dætur þeirra eru
Guðrún Hrönn og
Dröfn. 3) Hafdís Rut,
f. 21. nóv. 1943, bú-
sett á Hvanneyri,
maður hennar er
Grétar Einarsson,
synir þeirra eru Ein-
ar, Pétur Rúnar,
Oddur og Hilmar
Steinn. 4) Sigurborg
Dórótea, f. 24.des.
1946, búsett í Hafn-
arfirði, maður henn-
ar var Þjóðólfur
Lyngdal Þórðarson,
f. 12. júlí 1946, d.
8.des. 1968, sonur
þeirra Pétur Gunnar, látinn,
seinni maður hennar er Jón Hol-
bergsson, börn þeirra eru Rut,
Sóley og Holberg. 5) Elsa Svandís,
f. 11. febr. 1951, búsett í Útey í
Laugardal, maður hennar er
Skúli Hauksson. Börn þeirra eru
Guðrún Bára, Þuríður Edda og
Hjörtur. Langömmubörnin eru
16.
Útför Guðrúnar Dagbjartar
verður gerð frá Kirkju Óháða
safnaðarins í dag og hefst athöfn-
in klukkan 15.
Látin er í hárri elli Guðrún Dag-
björt Sveinbjörnsdóttir. Þegar ást-
vinur fellur frá koma jafnhliða sárum
söknuði fram í hugann ljúfar minn-
ingar frá liðnum árum. Svo er því
einnig farið þegar ég kveð nú kæra
tengdamóður mína eftir áralanga
kynningu, samskipti þar sem hún var
ávallt tilbúin að miðla af sínum sterka
persónuleika til annarra. Því langar
mig að bregða upp örlítilli mynd af
henni og hennar farsæla lífshlaupi.
Guðrún á rætur sínar að rekja vest-
ur í Grundarfjörð þar sem hún ólst
upp hjá foreldrum sínum í stórum
systkinahópi fram á unglingsár en
alla sína búskapartíð bjó hún í
Reykjavík. Æskustöðvarnar voru
henni afar kærar og alltaf ofarlega í
huga. Tengslin þangað við ættingja
og vini ræktaði hún af alúð alla tíð.
Þegar Grundarfjörð bar á góma í um-
ræðunni fannst mér færast yfir hana
sérstakur brosmildur svipur. Í henn-
ar huga var ekkert fjall á Íslandi feg-
urra en Kirkjufellið. Til marks um
þessi sterku og tilfinningaríku tengsl
er ekki úr vegi að nefna að fyrir
skömmu kom út bók um sögu Eyr-
arsveitar. Sjón hennar var þá farin að
daprast svo að hún gat ekki greint
textann. Í bókinni eru meðal annars
manntöl frá þeim tíma er hún átti
heima þar. Um leið og viðkomandi
bæjarnafn var nefnt gat hún talið upp
allt heimilisfólkið, jafnvel einnig þó að
um aðkomufólk væri að ræða. Einnig
er að finna í bókinni myndir þar sem
merkt eru inn á ýmis staðarheiti.
Ekkert vafðist fyrir henni að nefna
þau hvert af öðru þó að komin væri á
tíræðisaldur. Þessi atvik finnst mér
segja meira en mörg orð um hve
glögg og stálminnug hún var að eðlis-
fari.
Guðrún þurfti eins og flestir ung-
lingar á þeim árum að fara snemma
að vinna fyrir sér. Meðal annars var
hún í vinnumennsku í Borgarfirðin-
um og lýsti stundum fyrir okkur
hvernig staðið var að því að bera upp
votaband á Hvítárengjum. Nærri má
geta að ekki hefur það verið auðvelt
verk fyrir óharðnaða unglinga. Hún
eins og margir af svonefndri alda-
mótakynslóð fór ekki varhluta af því
að vinna hörðum höndum og byggja
upp samfélag með það að hugsjón að
afkomendur þeirra mættu njóta góðs
af því og búa við betri kjör en þau
sjálf máttu takast á við á unga aldri.
Seinna fór hún til Reykjavíkur og
gekk í alla þá vinnu sem gafst hverju
sinni hvort sem um var að ræða úti-
eða inniverk.
Á þeim árum kynntist hún manni
sínum Pétri Gunnari Stefánssyni,
ættuðum af Grímsstaðaholtinu í
Reykjavík. Þau gengu í hjónaband
árið 1935 einmitt á þeim árum sem
efnahagsástand þjóðarinnar var hvað
bágbornast. Það var því erfitt um vik
að stofna heimili og verða sér úti um
húsnæði. Fyrsta búskaparár sitt voru
þau í húsnæði hjá foreldrum Péturs
en síðar bjuggu þau í lítilli íbúð á
Mýrargötu 7. Hjá þeim hjónum dvölu
einnig móðir Guðrúnar og systir á
sama tíma og þeim fæddust fjögur
börn. Nærri má geta að vinnudagar
Guðrúnar hafa þá oft verið langir.
Árið 1949 ráðast þau í það stórvirki
ásamt föður og systrum Péturs að
reisa sameiginlega íbúðarblokk á
Fálkagötu 9 en þar bjuggu þau síðan
alla sína búskapartíð. Það var í sjálfu
sér mikið þrekvirki, þar sem Pétur
stundaði sjóinn og Guðrún þurfti því
langtímum saman að annast heimilið
að öllu leyti. Hin geysilegi dugnaður
hennar og útsjónarsemi komu þá að
góðum notum.
Í eðli sínu var Guðrún ákaflega fé-
lagslynd, fljót að kynnast fólki og átti
auðvelt með að tengjast vináttubönd-
um sem oft entust jafnvel ævilangt. Í
trúmálum hafði hún einnig mjög
ákveðnar og einlægar skoðanir. Hún
var ein af stofnendum Óháða safnað-
arins og vann honum allt sem hún
mátti meðan kraftar entust. Ekki lét
hún sér nægja að vinna ýmis störf
sem tengdust rekstri kirkjunnar,
heldur starfaði hún einnig í stjórn
safnaðarins og var um langt árabil í
kór kirkjunnar. Þar tengdist hún
sterkum vináttuböndum þeim fjöl-
mörgu konum sem störfuðu í kven-
félagi kirkjunnar. Á áttræðisafmæli
sínu var hún gerð að heiðursfélaga
safnaðarins.
Guðrún bjó fjölskyldu sinni afar
fallegt heimili sem hún prýddi með
eigin „listaverkum“ einkum útsaumi.
Gestrisni þeirra hjóna var einstök og
öllum þótti sjálfsagt að koma við í
kaffisopa eða gista hjá „ömmu“ eða
„Gunnu frænku“. Þau lögðu mikla
áherslu á samheldni fjölskyldunnar
og árviss voru jólaboðin þar sem allir
afkomendur og tengdabörn komu
saman og minnast þeirra nú með
tregablöndum söknuði. Bæði höfðu
þau gaman af að taka í spil og sjálf-
sagt þótti að hafa yngstu kynslóðina
með. Flest þeirra fengu sína fyrstu
tilsögn í spila- og taflmennsku hjá
þeim afa og ömmu.
Ríkur þáttur í fari Guðrúnar var
samkennd og samhjálp með þeim
sem áttu við erfiðleika eða veikindi að
stríða. Ávallt voru þau hjónin boðin
og búin að rétta þeim hjálparhönd
sem af einhverjum ástæðum þurftu
aðstoðar við. Þegar alvarleg veikindi
bar að höndum voru engin takmörk
fyrir umhyggju þeirra og hjálpsemi.
Þau hjón voru ákaflega samhent í
öllu því sem þau þau tóku sér fyrir
hendur. Á efri árum þegar um tók að
hægjast hjá Pétri voru þau virkir
þátttakendur í starfi eldri borgara og
ferðuðust víða um landið. Þegar ellin
tók að sækja að Pétri og hann þurfti
hjálpar við gerði hún allt sem í hennar
valdi stóð honum til hjálpar. Söknuð-
ur hennar var því mikill þegar hann
féll frá fyrir 5 árum. Bæði dvöldu þau
hjónin síðustu árin á dvalarheimili
aldaðra á Hrafnistu og nutu þar frá-
bærrar umönnunar bæði á deild A3
og E3 sem hér með eru færðar kærar
þakkir fyrir.
Að leiðarlokum langar mig að færa
fram kærar þakkir til þeirra hjóna
fyrir ómetanlega vinsemd og hjálp-
semi á umliðnum árum sem þau
sýndu mér og fjölskyldu minni.
Blessuð sé minning þeirra.
Grétar Einarsson.
Elsku amma.
Mér finnst svo skrýtið að hugsa til
þess að nú sért þú farin frá okkur en
ég veit að þú fylgist vel með öllu eins
og þú gerðir alltaf. Ég sé það fyrir
mér, þú og afi sitjið saman stolt af öll-
um afkomendum ykkar.
Þegar ég hugsa um allar þær
stundir sem við höfum átt saman
kemur margt upp í huga minn. Ég, þú
og afi, þegar við fórum í bíltúr á höfn-
ina og afi sagði okkur allt um bátana,
þegar við vorum í Kirkjubæ að und-
irbúa jólaskemmtanir og þegar við
fórum í Útey. Það var alltaf svo gott
og gaman að vera með ykkur, þessar
minningar eru mér ómetanlegar.
Þú varst ein af mínum bestu vin-
konum og ég veit ekki hversu oft ég
hef sagt þessa setningu:,,Ég ætla upp
til ömmu“ því alltaf þegar mér leidd-
ist eða langaði að gera eitthvað þá
kom ég bara til þín. Svo var líka alltaf
til eitthvað gott í langa skápnum. Við
sungum saman og þú kenndir mér að
spila á orgelið, við saumuðum kross-
saum, lögðum kapla og spiluðum alls
konar spil, svo spjölluðum við saman
um alla heima og geima og þú sagðir
mér sögur af því þegar þú varst ung.
Það var svo ótrúlega margt sem þú
kenndir mér og við gerðum saman.
Elsku amma, ég á mikið eftir að
sakna þín en mér finnst gott að vita af
því að nú sért þú komin til afa og þið
getið verið saman á ný. Guð geymi
þig.
Þín
Þórunn.
Núna er hún amma mín, sem var
mér svo kær, horfin á braut .
Ég man spenninginn þegar ég sá
bílinn þeirra ömmu og afa renna í
hlað í sveitinni vitandi það að amma
kom ávallt með nokkra poka af mat.
Þar var alltaf hægt að finna Cocoa
Puffs, ís og ávexti ásamt öðru góð-
gæti. Þegar farið var í bæjarferð var
alltaf komið við hjá ömmu og afa því
þar var ávallt tekið vel á móti manni
með hinu ýmsa góðgæti. Eftir að ég
fékk bílpróf fór ég alltaf til ömmu
þegar ég kom til Reykjavíkur, það
var föst venja, ég tók jafnvel vini mína
með mér því allir voru velkomnir.
Fljótlega eftir að ég flutti í bæinn fór
ég að búa upp á lofti hjá ömmu ásamt
Gyðu sambýliskonu minni, eftir ár á
loftinu kom svo frumburðurinn í
heiminn og var hún skírð Svandís.
Þær stöllur Svandís og langamma
Guðrún urðu strax perluvinkonur og
eitt er víst að minningin um hana
langömmu og þann yndislega tíma
sem þær áttu saman á Fálkagötunni
mun lifa í hjarta Svandísar alla ævi.
Að lokum vil ég þakka henni ömmu
fyrir að smita mig af þeirri lífsgleði
sem einkenndi hana ásamt öllu öðru
sem hún gerði fyrir mig, Gyðu og
Svandísi. Við kveðjum hana nú með
trega og tárum en þó með gleði í
hjarta yfir því að hafa kynnst svo
góðri konu sem amma var.
Hjörtur.
Elsku amma.
Það verður undarlegt að geta ekki
kíkt í heimsókn til þín næst, þegar við
komum til Íslands. Mikið eigum við
eftir að sakna þess. En eftir sitja allar
yndislegu minningarnar um þig ást-
kæra amma, sem alltaf hafðir tíma til
að hlusta á okkar barnabörnin og
gefa góð ráð. Hressleiki, jákvæði og
lífsgleði einkenndu þig. Þessir eigin-
leikar þínir lýstu heimili ykkar afa á
Fálkó. Það voru allir velkomnir til
ykkar. Barnabörn og síðar barna-
barnabörn sóttu ætíð mikið til ykkar.
Jólaboðin á Fálkó voru í sérstöku
uppáhaldi og eru orðin mikilvægur
hluti af jólunum.
Ekki var óalgeng sjón að sjá þig
með prjóna eða heklunál í hendi.
Dugnaður og lagni við prjónaskap og
handavinnu var óendanlegur t.d. slitu
öll barnabörnin barnskónum í heima-
prjónaðri peysu eða húfu frá þér. Á
seinustu árum breyttist það í prjón-
aðar kisur og bangsa sem var afskap-
lega vinsælt hjá langömmubörnun-
um.
Þið afi voruð svo stór þáttur í lífi
okkar heima í Útey. Yfir sumartím-
ann voruð þið meira og minna hjá
okkur og aldrei liðu þeir páskar að þið
kæmuð ekki. Mamma sagði okkur, að
meira segja um síðustu páska, hafir
þú, amma, farið austur, þó það væri
nú meira af vilja en mætti. Dugnaður
og kjarkur þinn var svo mikill, að
stundum áttir þú til að fara fram úr
sjálfri þér. Sérstaklega á efri árum
þar sem viljinn var enn fyrir hendi en
líkamleg geta farin að dvína. Amma,
þú munt alltaf eiga stað í hjörtum
okkar og minning þín mun lifa með
fjölskyldum okkar.
Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna
og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð.
Þú vaktir yfir velferð barna þinna.
Þú vildir rækta þeirra ættarjörð.
Frá æsku varstu gædd þeim góða anda,
sem gefur þjóðum ást til sinna landa
og eykur þeirra afl og trú.
En það er eðli mjúkra móðurhanda
að miðla gjöfum – eins og þú.
(Davíð Stefánsson.)
Guð blessi þig elsku amma.
Edda og Bára,
Los Angeles.
GUÐRÚN DAGBJÖRT
SVEINBJÖRNSDÓTTIR
Fleiri minningargreinar um Guð-
rúnu Dagbjörtu Sveinbjörnsdóttur
bíða birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
✝ Sigrún Stefáns-dóttir fæddist á
Gautsstöðum á Sval-
barðsströnd hinn 5.
júlí 1934. Hún lést á
dvalarheimilinu Hlíð
3. júlí síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Stefán Ásgeirs-
son bóndi frá Gauts-
stöðum, f. 5.2. 1902,
d. 4.2. 1993 og Ída
Kamilla Þórarins-
dóttir húsfreyja, f. á
Blönduósi 7.9. 1908,
d. 10.5. 1994. Sigrún
var önnur í röðinni af
fimm systkinum, þau eru Erla, f.
22.8. 1931, maki Jón Valgeir Guð-
mundsson, Svandís, f. 22.4. 1942,
maki Einar Friðrik Malmquist, Ás-
geir, f. 9.8. 1944, d. 25.1. 1977, og
Elsa, f. 26.1. 1953, maki Jóhann Þór
Friðgeirsson.
Sigrún giftist hinn 25. nóvember
1953, Sigurði Árna Kristinssyni frá
Höfða í Grýtubakkahreppi, f. 10.5.
1926, d. 11.5. 2001. Foreldrar hans
voru Kristinn Indriðason bóndi, frá
Miðvík Grýtubakkahreppi, f. 7.4.
dætur eru Sonja Rún, f. 16.7. 1996,
og María Rós, f. 30.3. 2000, einnig
búa hjá þeim börn Magnúsar, Jó-
hanna Elín, f. 15.1. 1986, og Anton
Sigurður, f. 10.6. 1987. 6) Jóhannes,
f. 22.9. 1972.
Sigrún ólst upp á Gautsstöðum
og lauk hefðbundnu námi og var
einn vetur í Tóvinnuskólanum á
Svalbarði. Sigrún fluttist með eig-
inmanni sínum Sigurði Árna til
Keflavíkur 1955. Þar vann hún við
fiskvinnslu ásamt því að reka stórt
heimili. Frá Keflavík fluttu þau
hjónin til Kópavogs og bjuggu þar í
rúman áratug. Árið 1973 fluttist
fjölskyldan norður í Eyjafjörð að
Gilsá í Saurbæjarhreppi þar sem
þau stunduðu búskap næstu 5 árin.
Þá brugðu þau Sigrún og Sigurður
búi og fluttust til Akureyrar þar
sem Sigrún hóf að vinna utan heim-
ilis, fyrst hjá Brauðgerð Kristjáns
Jónssonar og síðar hjá KEA í Hrísa-
lundi þar til hún varð að hætta
vegna heilsubrests. Sigrún vann öt-
ullega fyrir Náttúrulækningafélag-
ið á Akureyri og Kvenfélagið í
Saurbæjarhreppi. Heimili þeirra
hjóna var ætíð fjölmennt og nutu
ættingjar og vinir góðs af því. Sig-
rún dvaldist nokkra mánuði á dval-
arheimilinu Hlíð á Akureyri.
Útför Sigrúnar fer fram frá Ak-
ureyrarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
1890, d. 16.11. 1953, og
Sigrún Jóhannesar-
dóttir húsfreyja frá
Ytra-Hóli í Fnjóskadal,
f. 18.7. 1898, d. 7.12.
1989. Sigrún og Sig-
urður eignuðust 6
börn og þau eru; 1)
Kristinn, f. 22.7. 1953,
sambýliskona hans
Sigríður Kristinsdótt-
ir, f. 13.11. 1948, hans
synir eru Helgi Már f.
14.1. 1973, sonur
Andri Snær f 23.12.
1999, og Árni Valur, f.
4.3. 1982. 2) Stefán, f.
6.5. 1956, maki Guðrún Gísladóttir,
f. 22.7. 1956, synir þeirra eru Gísli,
f. 12.6. 1987 og Stefán Gauti f. 31.7.
1998. 3) Hólmfríður, f. 1.9. 1957,
sambýlismaður hennar Karl Rúnar
Guðbjartsson, f. 22.12. 1963, dóttir
þeirra Unnur Steina Knarran, f.
11.2. 1997. 4) Atli Brynjar, f. 15.4.
1962, hans synir eru Jóhannes
Birgir, f. 12.8. 1982, og Viktor
Kristinn, f. 15.11. 1987. 5) Sigríður
Rósa, f. 2.9. 1967, maki Magnús Jón
Antonsson, f. 28.4. 1960, þeirra
Elsku mamma mín, loks er þinni
þrautagöngu lokið og þið pabbi sam-
an á ný. Síðustu ár hafa ekki verið þér
létt, því erfiður sjúkdómur, heilabil-
un, dró þig út úr amstri hversdagsins
inn í heim tjáningarleysis og hjálpar-
leysis. Missir þinn var mikill þegar
pabbi dó fyrir tveimur árum, en eins
og segir einhvers staðar þá eru vegir
guðs órannsakanlegir. Hann lagði
þennan hræðilega sjúkdóm á þig en
hann sá líka til þess að þú hefðir það
skjól, öryggi og þá yndislegu um-
hyggju sem þú naust á Skógarhlíð,
dvalarheimilinu Hlíð, síðustu æviárin
þín. Þeim konum sem þar vinna verð-
ur aldrei fullþakkað allt sem þær
gerðu fyrir þig, allt sem þær gáfu af
sér og við hin nutum einnig góðs af.
Ég sit hér með sorg og söknuð í
hjarta en jafnframt finn ég fyrir gleði
yfir því að nú líður þér betur og að ég
varð þeirrar ánægju aðnjótandi að
vera svona mikið með þér síðustu ár-
in. Margt hef ég lært og stend sterk-
ari eftir. Allir litlu hlutirnir sem mað-
ur lítur á sem sjálfsagða, lífsgæðin
sem að maður heldur að ekki sé hægt
að lifa án, orðin sem maður heldur að
hægt sé að segja viðkomandi seinna,
hlutirnir sem maður heldur að nógur
tími sé til að gera. Hæfileikinn til að
nota og njóta þessa alls hvarf þér
hægt og hægt en þú tókst á við þessar
miklu breytingar á lífinu með aðdáun-
arverðu æðruleysi og þrátt fyrir allt
hættir þú aldrei að gefa af þér til okk-
ar hinna. Það sem ekki var hægt að
tjá með orðum lengur tjáðir þú með
augunum og svipbrigðum, gleðin yfir
þeirri umhyggju sem þér var sýnd,
lýsti úr augum þér en sorgin var einn-
ig til staðar og það var óumræðilega
sárt að horfa upp á það. Þú þekktir
okkur er næst þér stóðum alltaf er við
komum og mikið yljaði brosið þitt
manni mikið. Allar þær stundir er við
sátum saman og hlustuðum á tónlist
og héldumst í hendur gáfu mér svo
mikið og munu minningarnar um þær
styrkja mig í sorginni. Mér er það
mjög sárt að litlu stelpurnar okkar
Magga munu ekki alast upp með ykk-
ur pabba í kring um sig en vonandi
ber ég gæfu til að miðla þeim af öllu
því góða sem þið kennduð mér og ég
veit í hjarta mínu að þið munuð líta til
með okkur. Minning ykkar mun alltaf
veita okkur birtu og yl.
Elsku mamma mín hafðu þökk fyr-
ir allt og allt.
Þín dóttir
Sigríður Rósa.
SIGRÚN
STEFÁNSDÓTTIR