Morgunblaðið - 15.07.2003, Síða 24

Morgunblaðið - 15.07.2003, Síða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Í HÚSI í elsta hluta borgar- innar Kampala í Úganda í Afríku er rekin kertagerð þar sem munaðarlausar stúlkur geta fengið launaða vinnu, stuðning, félagsskap og tækifæri til að læra að lesa, skrifa og reikna. Erla Halldórsdóttir, sem las mannfræði í Háskóla í Kenýa, hef- ur búið í Austur-Afríku í rúm 10 ár og er enn með annan fótinn í Úg- anda. Þar rekur hún Candle Light Foundation, vinnustað fyrir mun- aðarlausar stúlkur þar sem fram- leidd eru kerti með svipuðum að- ferðum og á Sólheimum í Grímsnesi. Alls hafa um 34 stúlkur unnið í kertagerðinni frá upphafi en í dag starfa þar rétt rúmlega 20 stúlkur. Verkefnið er styrkt af Þró- unarsamvinnustofnun Íslands og fleirum, en um helmingur tekna staðarins kemur frá kertasölu. Öll vinna Erlu hefur verið ólaunuð til þessa. Alnæmi er mikill baggi á Úg- anda, sem og öðrum Afríkuríkjum. Gífulegur fjöldi fólks er smitaður af sjúkdóminum og enn fleiri hafa lát- ist af hans völdum. Þegar svo mikill fjöldi fólks í blóma lífsins fellur fyr- ir alnæmi standa eftir munaðar- leysingjar, sumir hverjir smitaðir sjálfir. Í dag eru um 2 milljónir barna í Úganda smitaðar af alnæmi og áætlanir gera ráð fyrir að talan verði komin í 3,5 milljónir árið 2010. Erla gerði mannfræðirannsókn á högum munaðarlausra barna í Úg- anda á árunum 1999 til 2000. Þar talaði hún við umsjónarmenn mun- aðarlausra barna, sem yfirleitt voru gamlar konur, ömmur barnanna, og við götubörn sem enginn er til að hugsa um lengur. „Það sem alnæmi gerir í Afríku í dag er að það tekur út mikið af því fólki sem ætti að sjá um alla framleiðslu og uppeldi á heilli kynslóð barna.“ Munaðarlaus ungmenni lenda gjarnan í eiturlyfj- um og stúlkurnar í því að selja sig. „Hér áður fyrr var ekki til neitt sem hét munaðarlaust barn í Afr- íku, kerfið var þannig að það var alltaf einhver sem bar skylda til að taka við þessu barni. En þegar svona margir deyja fellur þetta kerfi. Áður var samfélagið á þess- um slóðum svokallað feðraveldi, börnin tilheyrðu fjölskyldu föður síns og héldust innan þeirrar fjöl- margar stelpur til að hella og þá erum við með sau þar sem þær geta lært a Við erum einnig með kenn kennir þeim sem eru ól óskrifandi.“ „Stelpurnar skipta með um, til dæmis elda einhve daginn og aðrar þann næ settu sjálfar upp kerfi s vinna eftir, þessar stúl orðnar mjög sjálfstæðir lingar og það er erfitt þeim út úr því. Þær setja r svipað og meðal götubar hafa komið sér upp samfél samfélagsins, þau eru með kerfi, þar er einhver sem einhver sem tekur á þ ósamlyndi verður.“ Um daglegan rekstur ingamál á vinnustaðnum kona sem er með háskól viðskiptafræði. Auk henna kennari og sölumaður fyrir staðnum, og félagsráðg skyldu og inni á landi hennar ef for- eldrar þeirra létust.“ Þegar brestir komu í þetta kerfi fóru börn sem misstu foreldra sína að fara til móð- urömmu og fluttust af landi föður síns. Þá féll landið úr ræktun og þau eiga ekki möguleika á að nýta það þegar þau eru vaxin úr grasi, enda engir pappírar um slíkar land- areignir. Stór hluti seldi sig Markmiðið með kertagerðinni er að skapa vinnu fyrir götubörn sem þau hefðu tekjur af. „Þarna eru stelpur á aldrinum 15 til 20 ára sem eru allar munaðarlausar, og flestar vegna alnæmis. Næstum allar voru á götunni á einhvern tíma. Stór hluti af þeim hefur verið í lyfja- neyslu og þurft að selja sig.“ Erla segist ekki vilja taka stelpur sem eru yngri en 15 ára þar sem þá gæti fólk talið að þar væri um einhvers konar barnaþrælkun að ræða. Hún segir mikilvægt að miða við að fólk- inu í Úganda finnist þær vera orðn- ar fullorðnar. Í dag vinna 21 ungar konur í kertagerðinni, þar af sex sem eru í skóla. Með þeim fylgja svo fimm kornabörn, og tvö til viðbótar á leiðinni. „Ég vil ekki hafa fleiri en 20 stelpur í einu á vinnustaðnum. Peningarnir ráða því svolítið hvað ég get haft margar.“ Hugmynd frá Sólheimum Áður en hægt var að opna vinnu- stað fyrir götubörn þurfti að finna eitthvað sem þau gætu unnið við. Þá datt Erlu í hug að framleiða handgerð kerti. „Hugmyndin kom eiginlega frá Sólheimum [í Gríms- nesi]. Þarna vinna þær frá tíu á morgnanna til fimm á daginn. Áður en þær byrja að vinna þarf að út- vega þeim húsnæði, eða fundnir einhverjir ættingjar sem vilja leyfa þeim að vera. Þær fá dýnu til að sofa á, morgunmat og miðdegismat, launaða vinnu og læknisþjónustu. Svo geta þær tekið börnin sín með sér í vinnuna. Zonta-konur á Ís- landi gáfu peninga fyrir barnaher- bergi sem búið er að gera og stúlk- urnar skiptast á að vinna við það að passa börnin. Þær byrja daginn á því að koma saman og setja kveikja í kertamót- in, sem er það erfiðasta í þessu. Þegar það er komið þarf ekki eins Fékk hugmynd að vinnu fyrir munaðarlausa í Úgan Ljósmynd/Erla Halldórsdóttir Til að byrja með fór starfsemin fram í tveimur gámum með þaki á milli. Hér eru stúlkurnar í kerta Alnæmi drepur fore ur og uppalendur he Erla Halldórsdóttir, mann Mannfræðingurinn Erla Halldórsdóttir rekur vinnustað fyrir munaðarlausar stúlkur í Úganda. Hún segir Brjáni Jónassyni frá því hvernig kertagerð getur aukið sjálfstraust stúlknanna og virðingu þeirra fyrir sjálfum sér. Í mannfræðirannsókn si var í sambandi við götub þau ynnu ekki í því að ko með aðstöðu þar sem bö gátu ekki sofið þar. Erla lagði til við samt vinnustað fyrir götubörn var ekki mikill og samtö þessara samtaka, og til a tveimur gámum. Að loku pala. Ekki löngu eftir stofn samtök upp vegna spillin þessu, en stelpurnar sög búa til kertin og að þær eitthvað efins um þetta a höfum ekki þurft að selj varð eiginlega til þess að Byrjaði í ei ER EKKERT AÐ MARKA BANDARÍKJAMENN? NIÐURSTAÐA HÆSTARÉTTAR Eftir dóm Hæstaréttar í gærleikur enginn vafi á því hvaðaíslenzkt stjórnvald hefur úr- slitaorð um það hver hafi lögsögu í máli varnarliðsmannsins, sem svo mjög hefur verið til umræðu að und- anförnu. Í dómi Hæstaréttar segir: „Sem fyrr segir lýsti ríkissaksókn- ari þeirri afstöðu í bréfi til utanríkis- ráðuneytisins 30. júní 2003, að hann teldi ekki efni til að verða við beiðni bandarískra stjórnvalda um að láta þeim eftir lögsögu yfir varnaraðila vegna þessa ætlaða brots hans, sem áður greinir. Með því að gefa síðan út ákæru á hendur varnaraðila og krefj- ast í máli þessu gæzluvarðhalds yfir honum hefur ríkissaksóknari áréttað í verki þá afstöðu að íslenzka ríkið fari í þessum efnum með lögsögu yfir varnaraðila. Ríkissaksóknari er sam- kvæmt áður sögðu bær að gildandi lögum til að taka slíka ákvörðun og getur afstaða annarra íslenzkra stjórnvalda til hennar engu breytt.“ Um stöðu utanríkisráðuneytis og utanríkisráðherra í máli þessu segir í dómi Hæstaréttar: „Ákvæði 110. töluliðar 14. gr. aug- lýsingar nr. 96/1969 um staðfestingu forseta Íslands á reglugerð um Stjórnarráð Íslands með áorðnum breytingum, þar sem utanríkisráð- herra eru falin mál varðandi fram- kvæmd varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna geta að engu leyti fært í hendur hans einstaka þætti ákæruvalds, sem ríkissaksóknara er falið í heild með lögum, enda ræður sú reglugerð aðeins innbyrðis verka- skiptingu milli ráðherra og ráðuneyta þeirra. Þá skiptir hér heldur ekki máli ákvæði laga nr. 106/1954 um yf- irstjórn mála á varnarsvæðum o.fl., þar sem ætlað brot er ekki framið á landsvæði, sem Bandaríkjaher hefur fengið til afnota hér á landi.“ Niðurstaða Hæstaréttar er skýr og ótvíræð. Ákvörðunarvaldið í þessu máli er í höndum ríkissaksóknara og þeirri niðurstöðu verða aðrir að una. Hins vegar liggja ekki fyrir skýr svör frá embætti ríkissaksóknara við þeirri spurningu, hvers vegna hann hafi ákveðið að flytja varnarliðs- manninn til varnarstöðvarinnar sl. föstudagskvöld með tilteknum skil- yrðum. Í Morgunblaðinu í gær sagði Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari að einungis væri um breyttan vistunar- stað í gæzluvarðhaldi að ræða. Mað- urinn væri að vísu í gæzluvarðhaldi inni á varnarsvæðinu og væri í vörzlu bandarískra heryfirvalda en þau framkvæmdu gæzluvarðhaldið sem sakborningur sætti samkvæmt úr- skurði Héraðsdóms Reykjavíkur. Í gær kvað Hæstiréttur Íslands upp dóm í máli þessu þar sem dóms- orðið hljóðar svo: „Hinn kærði úrskurður er staðfest- ur“. Í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að varnarliðsmaðurinn njóti „ein- hvers ferðafrelsis“ innan varnar- svæðisins og sé það í samræmi við þau skilyrði, sem Varnarliðið hafi fallizt á af hálfu ríkissaksóknara. Héraðsdómur Reykjavíkur úr- skurðaði varnarliðsmanninn í gæzlu- varðhald til 3. september. Hæstirétt- ur Íslands hefur staðfest þann úrskurð. Vararíkissaksóknari segir að flutningur hans til Keflavíkurflug- vallar sé ígildi flutnings á milli fang- elsa. Hvar kemur það fram í úrskurði Hæstaréttar Íslands að gæzlu- varðhaldið skuli framkvæmt þannig, að maðurinn njóti „einhvers ferða- frelsis“? Um leið og valdsvið ríkissaksókn- ara í þessu máli er alveg skýrt fer ekki á milli mála að rök hans fyrir flutningi varnarliðsmannsins til varn- arstöðvarinnar eru mjög óljós og enn óljósara er hvernig það getur verið í samræmi við niðurstöðu Hæstaréttar Íslands að maðurinn hafi „eitthvert ferðafrelsi“ á varnarsvæðinu. Ríkissaksóknaraembættið verður að skýra afstöðu sína til þessarar ákvörðunar betur en gert hefur verið til þessa. En ummæli vararíkissak- sóknara í Morgunblaðinu í dag benda til þess að embætti hans telji Banda- ríkjamenn ekki standa við gerða samninga. Fyrir skömmu tók yfirmaður CIA,bandarísku leyniþjónustunnar, á sig ábyrgð á því að staðhæfing varð- andi tilraunir ríkisstjórnar Saddams Husseins í Írak til þess að útvega úr- an í kjarnorkuvopn hefði ratað inn í stefnuræðu Bush, Bandaríkjaforseta. Í ljós hefði komið að heimildir Banda- ríkjamanna fyrir þessari staðreynd hefðu ekki verið nægilega góðar. Í fyrradag sagði Condoleezza Rice, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkja- forseta, að fullyrðing þessi væri rétt en hún stæðist þó ekki þær miklu kröfur sem gerðar væru til upplýs- inga sem notaðar væru í stefnuræðu forsetans. Hvernig á að skilja þessi ummæli? Ef ummælin voru efnisleg rétt hvers vegna áttu þau þá ekki heima í stefnu- ræðu forsetans? Ef þau voru rétt hvers vegna segir yfirmaður CIA að ekki hafi verið nægilega öruggar heimildir fyrir þessum staðhæfing- um? Hvernig á að skilja bandaríska ráðamenn í þessu máli? Einn segir að ekki hafi verið nægilega öruggar heimildir fyrir þessum orðum. Annar segir að staðhæfingin hafi verið rétt en heimildirnar samt ekki nógu öruggar! Stórir hópar fólks víða um heim hafa á undanförnum áratugum haft ástæðu til að ætla að treysta mætti orðum ráðamanna í Bandaríkjunum um mikilvæg málefni. Spurning er hvort það verði að teljast liðin tíð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.