Morgunblaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 27
„ÓSPILLT Ísland gæti orðið mik- ilvægasta útflutningsafurðin,“ segir í fyrirsögn á baksíðu Morgunblaðsins sunnudaginn 13. júlí, og er þar vitnað til orða Brynhildar Davíðsdóttur, doktors í vist- hagfræði. Burtséð frá afkáralegu orða- lagi er meiningin hárrétt svo og sitt- hvað fleira í viðtalinu inni í blaðinu sem vonandi nær til þeirra sem á þurfa að halda. Nátt- úruverndarsinnar hafa margsinnis sagt hið sama, en stundum þarf lært fólk að utan að segja sannleikann svo að hann sé meðtekinn. Aðfarir í „óspilltu“ landi Sannleikurinn er hins vegar ekki sagður nema til hálfs í þessu ágæta viðtali. Það vantar algjörlega teng- ingu við það sem er að gerast einmitt þessa dagana í hinu „óspillta“ landi sem doktorinn sér fyrir sér. Ekki er minnst orði á aðfarirnar norðan Vatnajökuls, tröllslega eyðilegg- inguna þegar sprengt er og borað í fjöll og gljúfraveggi og stórbrotin náttúran rist í sundur eins og argasti óvinur. Ekki orði vikið að látlausum árásum öfgaafla á dýrmæta náttúru landsins. Óskiljanlegt er hvernig hægt er að skauta framhjá þeim stað- reyndum með tilliti til inntaks viðtals- ins. Doktorinn ætti að kynna sér hvað Landsvirkjun er að gera í þessu landi með dyggum stuðningi og hvatningu frá stjórnvöldum. Landsvirkjun virðist sérstaklega uppsigað við vernduð svæði þessa lands eða hreinlega hafa misskilið til- ganginn með friðun ákveðinna svæða, heldur kannski að þau hafi verið frið- uð handa sér að ráðskast með. Hún leggur slík svæði hreinlega í einelti. Henni er nú að takast með sérlegum stuðningi ríkisstjórnar og meirihluta Alþingis að umbylta náttúrunni norð- an Vatnajökuls og þar með töldu frið- uðu svæði Kringilsárrana. Henni virðist einnig ætla að takast að troð- ast inn í friðlandið í Þjórsárverum þrátt fyrir heitstrengingar vissra ráð- herra í bak og fyrir. Og nú hefur hún lagt til atlögu við Laxársvæðið í Suð- ur-Þingeyjarsýslu sem er verndað með sérstökum lögum. Samkomulag lítilsvirt Nýjustu fyrirætlanir Landsvirkj- unar koma fram í drögum að mats- áætlun vegna hækkunar stíflu í Lax- árgljúfri, en frestur til að skila inn athugasemdum um hana rann út 11. júlí sl. Vegna langþráðra sumardaga er hætt við að fáir hafi brugðist við á þessu stigi, en fari málið lengra gef- ast tækifæri þegar matsskýrsla lítur dagsins ljós. Landsvirkjun vill hækka stífluna í Laxárgljúfri um 10–12 metra og mynda þar inntakslón sem sökkva mundi fagurlega grónum hólmum og landi beggja vegna Laxár upp eftir Laxárdal. Það sætir undrum að þess- ar hugmyndir skuli enn skjóta upp kolli á skjön við þrjátíu ára gamalt samkomulag um að ekki verði af frek- ari virkjunarframkvæmdum á þessu svæði. Er nú gleymd hetjuleg barátta Þingeyinga gegn áætlunum virkj- unarsinna á sínum tíma? Um þetta svæði gilda lög nr. 36/ 1974 um verndun Mývatns og Laxár, en ákvæði þeirra taka til Skútustaða- hrepps og Laxár með hólmum og kvíslum allt að ósi árinnar við Skjálf- anda ásamt 200 metra breiðum bakka meðfram Laxá báðum megin. Á því svæði er hvers konar mannvirkjagerð og jarðrask óheimilt nema leyfi Um- hverfisstofnunar komi til. Þá er tekið fram að breytingar á hæð vatnsborðs stöðuvatna og rennsli straumvatna séu óheimilar nema til verndunar og ræktunar þeirra, enda komi til sér- stakt leyfi Umhverfisstofnunar. Í berhögg við lög Það verður að teljast nánast óhugs- andi að Umhverfisstofnun leyfi fyrir- hugaðar framkvæmdir sem ganga svo algörlega í berhögg við lög um verndun Mývatns og Laxár. Rök- semdir sem settar eru fram í drögum að matsáætlun til stuðnings þessum fyrirætlunum eru afar veikburða og geta ekki með nokkru móti réttlætt fyrirhugaðar framkvæmdir á þessu sérstæða og sérstaklega lögverndaða svæði. Landsvirkjun ætti að sjá sóma sinn í að leggja þessar hugmyndir endanlega á hilluna og leita annarra ráða til að leysa vanda við rekstur Laxárvirkjunar. Því miður er harla ólíklegt að hún taki mark á slíku. Landsvirkjun er ekkert heilagt. Hún er eins og frekur krakki sem hættir ekki að suða og tuða um nammi og dót þar til foreldrarnir láta undan og kaupa sér frið. Foreldrarnir í þessu dæmi, ráðherrar og veiklund- aðir embættismenn, eru einkar und- anlátssamir og eins gott að veita þeim öflugt aðhald. Þessari atlögu verður að hrinda. Við þurfum að efla hinar raunveru- legu varnir landsins. Að öðrum kosti glötum við sérstöðu þess og tækifær- um til sjálfbærrar nýtingar í anda þeirra hugmynda sem reifaðar eru í viðtalinu við doktor Brynhildi. Friðuð svæði lögð í einelti Eftir Kristínu Halldórsdóttur Höfundur er fyrrverandi alþingiskona. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2003 27 ERLENDUM ríkisborgurum sem búsettir eru á Íslandi hefur fjölgað umtalsvert á undanförnum árum. Árið 1996 voru er- lendir ríkisborgarar hérlendis um 5.000 talsins. Árið 2002 voru þeir orðnir ríf- lega 10.000. Íslensk stjórnvöld hafa enga heildstæða stefnu í málefnum innflytjenda. Oft- ast eru það markaðsöflin sem ráða för, ónógt vinnuafl kallar á innflutn- ing fólks til starfa hér á landi. Farið skal eftir atvinnuástandi hverju sinni þegar atvinnuleyfi eru gefin út. „Að kunnáttumenn verði ekki fengnir innan lands, atvinnuvegi landsins skorti vinnuafl eða aðrar sérstakar ástæður mæli með leyfis- veitingu. Áður en atvinnuleyfi er veitt ber atvinnurekanda að hafa leit- að til svæðisvinnumiðlunar eftir vinnuafli, nema slík leit verði fyrir- sjáanlega árangurslaus að mati Vinnumálastofnunar“ ( lög nr. 97/ 2002) Iðulega er hér um að ræða fram- leiðslugreinar, fiskvinnslu út um allt land og iðnað á höfuðborgarsvæðinu. Þá koma margir hingað til lands vegna hjúskaparstöðu, sér- fræðiþekkingar í atvinnulífinu sem ekki er til staðar hérlendis, hæfileika á sviði lista og íþrótta svo dæmi sé tekið. Nýlega kom út á vegum Evrópu- nefndar gegn kynþáttafordómum og umburðarleysi (ECRI), skýrsla sem fjallar um ástand þessara mála í sér- hverju aðildarríki Evrópuráðsins og kemur með tillögur um úrlausn mála. Þessi umfjöllun er mjög áhuga- verð og kærkomin viðbót við sam- félagsumræðu á Íslandi. Þeim sem vilja kynna sér innihald skýrslunnar er bent á heimasíðu Alþjóðahússins www.ahus.is þar sem hægt er að nálgast hana. Niðurstöður skýrslunnar eru skýrar. Ýmislegt hefur áunnist til að takast á við kynþáttafordóma og mis- munun, aðallega á sviði stjórnar- skrárbreytinga og lagasetningar. Stofnun Alþjóðahúss, Fjölmenning- arseturs á Vestfjörðum og Al- þjóðastofu á Akureyri er fagnað og væntanlegar lagabætur eru tíund- aðar. Höfundar skýrslunnar benda hins- vegar á að þrátt fyrir formlegar end- urbætur á lagasetningu er margt sem betur má fara, sér í lagi í því sem snýr að rannsóknum á daglegu lífi fólks, ráðgjöf því til handa og hvert skuli stefna í framtíðinni. Eins og segir í samantekt hennar; „Vísbend- ingar eru um að aðstæður þeirra, sem ekki hafa íslenskan ríkisborg- ararétt, innflytjenda og afkomenda þeirra, séu ekki eins og best verður á kosið, m.a. varðandi atvinnu og menntun, en þetta hefur lítið verið rannsakað. Dæmi eru um fjandskap og mismunun í daglegu lífi gagnvart því fólki sem lítur öðruvísi en fjöld- inn, og skortur virðist á heildar- stefnumótun til að takast á við þann vanda sem við er að etja.“ Gera má ráð fyrir að þessi mála- flokkur fái aukið vægi í þjóðfélags- umræðunni á næstu misserum. Vegna fyrirhugaðra stórfram- kvæmda sjáum við fram á enn frek- ari innflutning á vinnuafli og fjölgun útlendinga kallar á margs konar við- brögð. Markmið okkar hlýtur að vera að hér þrífist fjölmenningarlegt sam- félag með sem fæstum þeim fylgi- kvillum sem eru samferða fáfræðinni sem veldur fordómum. Ein forsenda þess að vel fari er upplýst stefna og löggjöf. Grundvallarskilyrði fyrir skynsamlegri stefnu og lagasetningu er að á Íslandi fari fram rannsóknir á högum innflytjenda og umfangi kyn- þáttahaturs á Íslandi. Rannsóknir á þessum vettvangi eru því miður rýr- ar hér á landi og engin heildar- samræming á landsvísu til um með hvaða hætti að þeim skuli staðið. Skýrsluhöfundar telja einmitt rann- sóknir vera forsendu þess að hægt sé að búa útlendingum boðlegan ramma um sitt daglega líf og að þeir fái að dafna í samfélaginu. Við erum blessunarlega laus við – ennþá – stjórnmálaöfl sem beinlínis gera út á fáfræði og fordóma í garð útlendinga líkt og við höfum séð er- lendis. Dæmi eru um að flokkar með þessa skírskotun hafa komist til áhrifa í ríkisstjórnum vestrænna landa. Nægir að benda á Danmörku í því efni. Eins og skýrslan bendir á kraumar undir niðri skilningsleysið í samhengi hlutanna. Það er því miður staðreynd að fordómar eru fyrir hendi á Íslandi og er það staðfest í eiginniðurstöðum ECRI-skýrsl- unnar. Við höfum einstakt tækifæri til að búa svo um hnútana að nógu snemma sé tekið á ólíkum viðhorfum og hagsmunum þannig að hægt verði að skapa uppbyggjandi umræður um þetta víðfeðma málefni. Við búum einnig svo vel að geta lært af reynslu nágrannalanda okkar og mótað framsækna og upplýsta stefnu snemma á leið okkar í átt að fjöl- menningarlegu samfélagi. Þannig er hægt að mynda eðlilegan farveg í samfélagsumræðunni sem vonandi skilar þeim umbótum sem skýrslu- höfundar mæla með. Sú stefnumótun sem hingað til hefur átt sér stað kemur að verulegu leyti frá sveitarfélögum, ekki síst Reykjavíkurborg og margt gott hef- ur áunnist sem má byggja framtíðar- vinnuna á. Einn virtasti baráttumað- urinn á þessum vettvangi, Snjólaug Stefánsdóttir, sagði eitt sinn eitthvað á þá leið að Íslendingar hafi ákveðið að flytja inn vinnuafl en fengið fólk. Það er margt til í þessu og umhugs- unarefni út frá siðferðilegum sjón- armiðum. Skammtímaávinningur í krafti erlends vinnuafls getur aldrei orðið farsælt leiðarljós í málefnum útlendinga á Íslandi til langs tíma. Markmiðið hlýtur að vera að skapa mannúðlegt samfélag með fjölbreyti- leika á sem flestum sviðum mannlífs- ins þar sem öllum á að gefast tæki- færi til að láta hæfileika sína njóta sín. Vinnuafl eða fólk? Eftir Hákon Gunnarsson Höfundur er stjórnarformaður Alþjóðahúss.                                Laugavegi 63 • sími 5512040 Pálmatré Vönduðu silkiblómin fást í Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 fiökkum frábærar móttökur Auka fer› til 28. o któb er - 3 3 næ tur 49.940kr.Ver› frá m.v. 4ra manna fjölskyldu, 2 fullorðna og 2 börn 2ja-11ára. 89.630 kr. ef 2 ferðast saman. *Innifalið: Flug, gisting á Aloe, ferðir til og frá flugvelli erlendis og flugvallarskattar. Bóka›u strax á vinsælustu gistista›i Plúsfer›a * Kana rí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.