Morgunblaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 56
MIKILL áhugi er á tónleikum hljómsveitarinnar Foo Fighters, sem leikur í Laugardalshöll 26. ágúst nk. Þessi áhugi endur- speglast í röð sem hafði myndast fyrir utan Skífuna á Laugavegi kl. átta í gærkvöldi, en miðasalan hefst kl. 10 í dag. Um 25 ung- menni höfðu þegar safnast fyrir utan og bættist sífellt í hópinn. Sigurður Hreiðar Höskuldsson er einn af aðdáendum Foo Fighters og hann sá ekki eftir tímanum sem fór í biðina. Bíða eftir miðum á Foo Fighters Morgunblaðið/Sverrir MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. RANNSÓKN Samkeppnisstofnun- ar á meintu ólögmætu samráði olíu- félaganna þriggja, m.a. um verð og gerð tilboða, beinist að árunum 1993 til 2001 og snýst ekki sízt um hvort samkomulag hafi verið þeirra í milli þegar fyrirtæki og stofnanir buðu út olíuviðskipti á þessu tímabili. Enn- fremur um samstarf þeirra um sölu á eldsneyti á Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli og um sölu á eldsneyti til erlendra skipa í ís- lenzkum höfnum. Flest málin munu vera frá fyrri hluta ofangreinds tímabils. Á þessu tímabili efndu all- margir aðilar til útboðs vegna elds- neytiskaupa. Þar var um að ræða einkafyrirtæki á borð við Flugleiðir, Ístak, Íslenzka járnblendifélagið hf., Norðurál, ÚA og Landssímann, svo að dæmi séu nefnd. Einnig koma við sögu opinberir aðilar, svo sem Reykjavíkurborg, Vegagerðin, dómsmálaráðuneytið og Ríkiskaup. Samkeppnisstofnun hóf rann- sókn sína hinn 18. desember árið 2001 með húsleit í starfsstöðvum olíufélaganna og mun hafa afhent olíufélögunum fyrri hluta frum- skýrslu um niðurstöðu rannsókn- arinnar í janúar sl. Olíufélögin hafa rétt á að koma fram andmælum. Rannsóknin snýst m.a. um það, hvort olíufélögin hafi gerzt brotleg við 10. gr. samkeppnislaga þar sem m.a. kemur fram að samningar og samþykktir og samstilltar aðgerðir milli fyrirtækja eru bannaðar, þeg- ar þeim er ætlað að hafa áhrif á verð, afslætti eða álagningu, skipt- ingu markaða eftir svæðum, gerð tilboða o.fl. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er það skoðun Sam- keppnisstofnunar, að olíufélögin hafi haft með sér yfirgripsmikið samráð á þessu tímabili. Rannsókn Samkeppnisstofnunar á viðskiptaháttum olíufélaganna Beinist að samráði við út- boð fyrirtækja Verðsamráð og markaðsskipt- ing einnig til skoðunar KEPPINAUTUR Baugs um bresku leikfangaverslunina Hamleys hefur dregið sig til baka og Baugur er nú einn með yfirtökutilboð í verslunina. Baugur, sem býður jafnvirði 7,3 milljarða íslenskra króna í allt hlutafé í Hamleys, hefur þegar tryggt sér 41,2% hlutafjárins. Baugur nýtur nú stuðnings óháðra stjórnenda Hamleys og erlendir fjöl- miðlar telja að Baugur sé nú búinn að tryggja sér yfirtöku á félaginu. Jón Scheving Thorsteinsson, yfir- maður erlendrar fjárfestingar hjá Baugi, segir að úr þessu sé erfitt að yfirtaka Hamleys án þátttöku Baugs, enda eigi Baugur nú það stóran hlut að ekki sé hægt að ná auknum meirihluta í Hamleys án Baugs. Hann segir að yfirleitt sé yfirtaka langt komin þegar þessu stigi sé náð og hann sé því vongóður um að yfirtakan muni ná fram að ganga. Jim Hodkinson, formaður nefndar óháðu stjórnendanna, sagði í til- kynningu til Kauphallarinnar í London að eftir harða keppni í til- boðsferlinu hefðu óháðu stjórnend- urnir ánægju af því að mæla með 254 pensa tilboði Baugs í Hamleys. Tilboð Baugs er háð því skilyrði að eigendur að minnsta kosti 90% hlutafjár gangi að því, en við 90% mörkin verður Baugi heimilt að leysa til sín þau bréf sem út af standa. Er með 41,2% í Hamleys  Þáttaskil/12 NORSKU loðnuskipin eru nú byrjuð loðnuveiðar innan lögsögunnar. Í gær voru 18 norsk skip í landhelginni, þar af 14 að veiðum. Þau hófu veiðarnar í fyrradag og eftir þann dag höfðu þau tilkynnt um 500 tonna afla. Alls mega þau veiða tæplega 36.000 tonn innan landhelginnar. Flest skipin eru nú um 37 mílur norður af Vestfjörðum en áður voru flest skip- anna, bæði norsk og íslenzk, að veiðum í grænlenzku lögsögunni. Mikil umferð hefur verið á norsku skipunum inn og út úr landhelginni síðan veiðarnar hófust og hafa mörg þeirra landað afla sínum hér. Norski loðnubáturinn Sæbjörn að veiðum á Vestfjarðamiðum. Týr er í baksýn. Norðmenn á Vestfjarða- miðum ♦ ♦ ♦ Asískar mæður í að- stöðumun ASÍSKAR innflytjendakonur sem ala börn sín hér á landi fá ekki jafngóða þjónustu og íslenskar mæður frá íslenska heilbrigð- iskerfinu. Auk þess virðist vera ýmiss kon- ar munur á börnum þeirra og heima- kvenna. Tannheilsa er verri strax á fyrstu árum, málþroski lélegri og börnin eru höfð skemur á brjósti. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar meistararitgerðar Valgerðar K. Jóns- dóttur í menntunar- og uppeldisfræðum við Háskóla Íslands. Leitað er skýringa í menningarlegum bakgrunni, félagslegum aðstæðum og samskiptum, en áréttað að asískar mæður hugsi engu að síður vel um börn sín. Virðist þau jafnvel vera í betra andlegu jafnvægi en mörg íslensk börn. Það sem helst skýrir ójafna þjónustu við hinar nýbökuðu mæður eru tungu- málaerfiðleikar, en mikill skortur er á fræðsluefni um heilbrigðismál fyrir Asíu- konur á þeirra eigin málum. Þá koma til ólíkar hugmyndir um heilsu og heilbrigði milli menningarsvæða. Í sumum Asíulöndum eru sjúkdómar taldir orsakast af ójafnvægi, svo sem í umhverfi, fjölskyldu eða tilfinningalífi, og lækning felst þá í leit að slíku jafnvægi. Margar kvennanna hafa ennfremur búið við heil- brigðiskerfi þar sem skjólstæðingum er mismunað mjög eftir fjárhag og hafa þar með ekki vanist því að leita reglulega leið- sagnar á heilbrigðisstofnunum.  Daglegt líf/6 STJÓRN Bonus Stores hefur ákveðið að selja alls 214 af um 330 verslunum sem Bon- us Stores Inc. rekur víðs vegar um Bandarík- in. Þá hefur dreifingarmiðstöð á vegum fé- lagsins verið lokað og auk þess hafa vörubirgðir verslananna 214 þegar verið seld- ar. Baugur Group er stærsti einstaki hluthaf- inn í Bonus Stores með um 65% hlut. Að sögn talsmanns Baugs verður þeim verslunum sem hugsanlega tekst ekki að selja væntanlega lokað en hann segir þó eng- ar ákvarðanir liggja fyrir um slíkt á þessari stundu. Hann segir það munu skýrast betur á næstu dögum og vikum hvort til þess komi eða ekki. Viðræður standa nú yfir við fimm versl- anakeðjur í Bandaríkjunum um sölu á hluta eða öllum þessara 214 verslana. Ætla að reka áfram 110–120 verslanir Gangi þetta eftir mun Bonus Stores aðeins reka á milli 110 og 120 verslanir en Bonus Stores-verslanirnar voru fleiri en 400 talsins síðasta haust en síðan þá hefur 40 til 50 Bonus Stores-verslunum verið lokað. Að sögn talsmanns Baugs er sala og lokun Bonus Stores-verslananna liður í gagngerri uppstokkun á rekstri félagsins sem gengið hefur illa um allnokkra hríð og nam tap fé- lagsins fyrir skatta í fyrra um 1,9 milljörðum króna. Þær verslanir sem Bonus Stores hyggst reka áfram verða á mun þéttara svæði og er markmiðið að skapa þannig hagkvæmari verslunareiningu. Mikil uppstokkun fyrirhuguð hjá Bonus Stores í Bandaríkjunum Hafa ákveðið að selja eða loka 214 verslunum HLUTABRÉF í deCODE, móðurfélagi Íslenskrar erfða- greiningar, lækkuðu um 8,3% á Nasdaq-markaðnum banda- ríska í gær. Bréf fyrirtækis- ins hafa vaxið í verði jafnt og þétt síðustu vikur og mánuði en mögulegt er að fréttir af efnislegri athugun Eftirlits- stofnunar EFTA á ríkis- ábyrgð vegna Íslenskrar erfðagreiningar hafi haft áhrif á verð bréfanna nú. deCODE lækk- ar um 8,3%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.