Morgunblaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 33
og bakaði. Alltaf var heimabakað til með kaffinu og fyrir jólin voru marg- ar tegundir af smákökum bakaðar. Gógó og Hörður voru samrýnd hjón. Hann reyndist henni stoð og stytta á meðan kraftar hans leyfðu. Það var gaman að koma til þeirra. Þau voru alltaf hress og kát. Þau fluttu til Reykjavíkur til þess að hún mætti njóta nærveru barna sinna og þjónustu MS-félagsins, sem var henni mikils virði. Á kveðjustundu er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa kynnst Gógó og átt hana að góðum vini til ævi- loka. Blessuð sé minning hennar. Við hjónin sendum innilegar samúð- arkveðjur til barna hennar og ann- arra vandamanna. Guð blessi ykkur. Guðrún M. Sigurbergsdóttir. Elsku amma Gógó. Þar sem englarnir syngja sefur þú, sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú, að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni, veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Minningar mínar um þig hafa hringsnúist í huga mér síðan þú kvaddir okkur. Þótt þú hafir farið í friði þá sá ég það samt að þér fannst þinn tími ekki vera kominn og þú barðist fyrir því að fá að vera lengur með okkur. Ég var bara lítill prakk- ari þegar ég fór að rölta niður á Skólaveg til ykkar í tíma og ótíma og eyða heilu dögunum í kringum þig og afa Hörð. Þar leið mér vel. Það var ekki langt fyrir mig að fara og varð líka ennþá styttra eftir að afi kenndi mér að hjóla. Fyrir mig sem forvitinn snáða var Skólavegur 16 eins og ævintýraland. Þar var hægt að gramsa í rykföllnu dóti, fá sér gómsætar kökur sem var alltaf til nóg af og þjóta svo út í skúr til afa að fylgjast með alls kyns viðgerðum og fleiru áhugaverðu. Þarna flugu oft dagarnir. Þú varst alltaf svo bros- mild og indæl og eitt af því auðveld- asta sem ég gerði var að koma þér til að hlæja. Sjúkdómurinn sem þú barðist við hálfan hluta ævinnar hefti þig mikið en þegar ég var yngri var ég alltaf vanur að öfunda þig fyr- ir að fá að sitja í hjólastól alla daga, því þú fékkst að keyra þig áfram og láta ýta þér. Það var alltaf jafn gam- an að fá að prófa stólinn þinn og allt- af treystirðu mér best fyrir því að keyra þig. Árin liðu og seinna þegar ég þroskaðist breyttist öfundin í að- dáun. Aðdáun á því að þú skyldir bera þig svona vel miðað við það að vera bundin hjólastól hálfa ævina ásamt fleiri erfiðleikum. Þú lést þetta ekki draga þig niður og varst ávallt brosandi og hlæjandi og fólki fannst gaman að vera í kringum þig. Þú kenndir mér svo margt um trúna og Guð og kenndir mér alltaf allar bænirnar þegar ég fékk að vera í pössun hjá ykkur afa. Við áttum góð- ar stundir saman, elsku amma, og þá sérstaklega þegar við spiluðum langt fram eftir kvöldi marga daga í röð við stofuborðið á Skólaveginum. Það var sárt að missa þig því þú gafst mér svo margt. Þú gafst mér minningar sem ég lít á sem gott veganesti í lífinu og get alltaf brosað yfir því að hafa fengið að vera í kringum þig. Ég vona að núna sértu hjá afa og blómstrir í friði. Snorri Birgisson. Hún Gógó amma kvaddi þennan heim 10. júlí sl. Ekkert fær mig til að efa að vel hafi verið tekið á móti henni í nýjum heimkynnum af Herði afa og öllum hennar stóra hópi systra og bræðra, en þau eru öll far- in á undan henni. Það eru um 40 ár síðan ég fór að venja komur mínar á heimili hennar og Harðar á Skólavegi 16 í Keflavík. Þá varð til vinátta milli okkar er hélst alla tíð. Á þessum árum var mikið líf og fjör á Skólaveginum, rekin var bíla- leiga í húsinu og segja má að eldhús- ið hjá Gógó hafi oft verið eins og um- ferðarmiðstöð og við eldhúsborðið fóru fram djúpstæðar umræður um þjóðmálin. Meðan Gógó hafði heilsu var varla hægt að finna myndarlegri húsmóð- ur en hana. Þar voru öll verk vel skipulögð og á haustin var tími mik- illa anna er byrjaði með töku á ein- um tíu slátrum. Þá kom Didda systir hennar frá Hafnarfirði og það var heilög athöfn hjá þeim systrum er þær voru að blanda slátrið. Síðan var sótt í það minnsta hálft naut til aðgerðar og fyrir 1. des. varð að vera búið að gera allt húsið hreint. Des- embermánuður var síðan notaður til baksturs og sauma. Er Gógó var um 40 ára aldur fór að bera á þeim sjúkdómi er átti eftir að fylgja henni, það var MS-sjúk- dómurinn. Hún lét ekki bugast og var aðdáunarvert hvernig hún vann úr því. Hún vann sín verk eins lengi og hún gat, t.d. var ekki hætt að baka á hennar heimili þrátt fyrir sjúkdóm- inn. Var það gert alla fimmtudaga og aldrei færri en fimm tegundir af smákökum, brúnterta og formkök- ur. Handavinna hennar var listaverk og ótrúlegt hvað hún gat saumað eft- ir að hönd hennar lamaðist. Áhugamál hennar voru mörg. Hún var fædd sjálfstæðiskona og mikill Hafnfirðingur. Þótt hún hafi búið 40 bestu ár sín í Keflavík var hún alla tíð ákveðin í að enda líf sitt í Hafnarfirði. Mikil lífsgleði var ein- kenni hennar og hún vildi fylgjast vel með sínu fólki. Það var árið 1992 er hún og Hörð- ur fluttu til Reykjavíkur og síðar á Hrafnistu í Hafnarfirði. Þar átti hún góða daga síðustu árin, tók mikinn þátt í kórstarfi og spilaði alla daga við skemmtilega spilafélaga. Börn okkar áttu gott athvarf hjá Gógó ömmu. Fyrir það viljum við þakka í dag. Elsku Gógó, við Birgir eigum eftir að sakna þín, en við eigum ljúfar minningar um góða konu. Blessuð sé minning hennar. Stella Olsen. Elsku amma Gógó. Það voru mikil forréttindi að eignast þig sem auka- ömmu. Þú sem tókst mér opnum örmum og leyfðir mér á óeigingjarn- an hátt að vera þátttakandi í lífi þínu og fjölskyldu þinnar. Að fá að vera daglegur gestur á Skólavegi 16 er eitthvað sem verður seint fullþakk- að. Að geta hlaupið inn hvenær sem er og vita að alltaf var amma þar tilbúin að færa fram kræsingar í svangan maga, nudda kaldar hend- ur, hugga særða sál, gefa góð ráð, og hvetja mann áfram í verkefnum dagsins. Það var svo óendanlega margt sem þú kenndir mér, allar bænirnar og vísurnar, enda varstu söngelsk með eindæmum, mikilvægi þolinmæðinnar og þess að takast á við hvern dag með jákvæði og létt- leika, og ekki síst að umgangast samferðafólk okkar af virðingu og kærleik. Það hefur ekki verið auð- velt hlutskipti að takast á við MS- sjúkdóminn en aldrei upplifði ég þig sem sjúkling, þótt þú værir komin í hjólastól. Ég heyrði þig aldrei kvarta og þú tókst þátt í lífinu af svo mikilli gleði og áhuga þrátt fyrir þessa hömlun. Þú varst svo áhuga- söm um allt sem ég tók mér fyrir hendur og studdir mig í einu og öllu. Ekki reyndist þú síðri við börnin mín sem nutu góðs af því að fá að umgangast þig og segja að nú leiðist ekki afa Herði lengur því þú sért komin til hans og passir hann og páfagaukinn okkar Ása. Þú varst mikil keppnismanneskja, hafðir alla tíð gaman af íþróttum og fylgdist af miklum áhuga með helstu kappleikj- um sem fram fóru, ekki síst þegar maðurinn minn var að keppa í fót- boltanum. Í dag þegar ég keyri framhjá ævintýrahúsinu á Skólaveg- inum hellast yfir mig góðar minn- ingar og mikill söknuður til þess tíma þegar þið afi bjugguð þar. Efst í huga mér er samt þakklæti fyrir allar þær ómetanlegu stundir sem við áttum saman og þær mun ég allt- af geyma í hjarta mínu. Amma mín, nú kveð ég þig með trega og vona að þér muni líða vel á nýjum áfangastað. Hvíl í friði. Telma Birgisdóttir. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2003 33 Elsku bróðir, þótt allir viti að einhvern tímann kemur að því að við verðum að yfirgefa þennan heim, þá kemur það okkur samt í opna skjöldu, þegar einhver nákominn er tekinn frá okkur. Eng- inn er viðbúinn slíku þegar það skeð- ur, sama hver fyrirvarinn var. Þú áttir við erfiðan sjúkdóm að stríða síðustu árin, elsku bróðir, sem yfir- bugaði þig að lokum. Í okkar sorg hlaðast upp minningarnar um þig. Það sem einkenndi þig var þessi hlýja og endalausi dugnaður sem þú hafðir. Þú byrjaðir snemma að búa og eignaðist yndislega fjölskyldu. Þú vannst alltaf mikið og var alveg sama hvað þú lagðir fyrir þig, allt taldir þú þig geta og gerðir. Sama hvort það var útgerð á bát, rekstur á vörubif- reið, koma bakarí sem bakaði kleinur og kleinuhringi á laggirnar, verslun- arrekstur eða fyrirtæki sem sá um stífluþjónustu. Allt þetta gerðir þú og það sem meira var, allt gerðir þú þetta samhliða þinni aðalvinnu sem var í fríhöfninni í Leifsstöð, sem oft- ar en ekki kallaði líka á mikla yfir- vinnu. Það sem er hjá flestum fullt starf var bara aukavinna hjá þér, slíkur var dugnaðurinn. Við munum líka þegar Jói bróðir þinn var að vandræðast með að leggja parket heima hjá sér. Þú komst í heimsókn og fyrr en varði varst þú byrjaður að leggja parketið og kláraðir það með sóma, jafnvel þótt þú hefðir aldrei komið nálægt slíku fyrr. Þú varst fagmaður í öllu sem þú tókst þér fyr- ir hendur. Þannig varst þú, elsku bróðir, hikaðir aldrei, heldur bara réðst í verkið og kláraðir. Hjálpsemi þín þekkti engin takmörk, þú varst alltaf boðinn og búinn að aðstoða ef á þurfti að halda. Mikið afskaplega var gott að eiga bróður eins og þig, sem gat nánast allt sem þurfti að gera, engar hindranir voru til hjá þér. Bara aðeins meiri vinna. Alls staðar varst þú hrókur alls fagnaðar, kátur og skemmtilegur. Veiðiferðin sem við fórum saman í, þvílík skemmtun. Þú varst alveg ein- stakur félagi, bróðir. Þín mun verða sárt saknað og þú munt alltaf eiga sérstakan stað í hjarta okkar. Hjör- dísi konu þinni og dætrum þínum Halldóru, Bjarneyju og Fanneyju og þeirra fjölskyldum sendum við sam- úðarkveðjur. Í fjölskyldunni stönd- um við saman, huggum og styrkjum hvert annað á þessum erfiða tíma, bróðir, og munum alltaf gera. Góður guð geymi þig, elsku bróðir. Jóhann Liljan, Ágúst Guðjón og Halldór Ari. Elsku Jenni frændi. Það hvarflaði aldrei að mér að ég þyrfti að kveðja þig svona ungan. Ég og við öll báðum til Guðs að þú fengir hjálp og styrk til að berjast við þinn sjúkdóm sem þú áttir við að glíma, en því miður erum við öll misjafnlega sterk og enginn eins. Ég gleymi ekki þeim degi þegar þú, Jenni minn, leist dagsins ljós. Þá var ég aðeins tíu ára gömul og auð- vitað var ég að vonast eftir því að þú yrðir drengur og að ég fengi þig í af- mælisgjöf. Þú fæddist heima á Suðurgötunni á heimili ömmu þinnar, hennar Sól- veigar, en á þeim tíma var algengt að konur fæddu heima. Ég beið spennt allan daginn og reyndi að leggja eyr- að á svefnherbergishurðina. Mamma sagði mér um leið og ég heyrði barnsgrát að þá yrði ekki langt í það að ég fengi að koma inn. Þessum degi man ég eftir eins og hann hafi verið í gær. Ég var á þeytingi á milli hæða, á efri hæðinni bjó Gunna frænka og Þórólfur maðurinn hennar og Sigga JENS INGVI ARASON ✝ Jens Ingvi Ara-son fæddist í Keflavík 21. janúar 1956. Hann lést þriðjudaginn 8. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Keflavíkurkirkju 17. júlí. dóttir þeirra og hún var jafn spennt og ég. Við vorum í því að leggja eyrun ýmist á svefn- herbergisgólfið hjá þeim eða við stóðum á milli hurða og lögðum þar við hlustir. Svo loksins kom fréttin, barnið var fætt og ósk- in mín rættist, það var drengur, en afmælis- gjöfin mín kom degin- um seinna. Mér fannst tíminn aldrei ætla að líða því inn vildi ég fara til að skoða sólargeisl- ann okkar, það hafði komið smárifa á hurðina því að auðvitað voru allir á þeytingi fram í eldhús að ná í soðið vatn og annað, svo að ég stalst til að kíkja. Þá var verið að skilja á milli, en meira þurfti ég ekki og ég vaknaði svolítið seinna á sófanum inni í stofu, meira en nóg fyrir tíu ára gamlan krakka. Eftir þessa reynslu sagði ég við sjálfa mig, börn ætla ég ekki að eignast, bara að láta Höddu systur sjá um það. Auðvitað var þetta bara hugsun hjá mér á þeim tíma, því að seinna varð ég sjálf þriggja barna móðir. Þessi reynsla að fylgjast með ykkur frá fæðingu hjálpaði mér að takast á við móðurhlutverkið seinna. Já, við hinar systurnar þrjár sem erum yngri en móðir þín, urðum svo glaðar að fá lítinn dreng sem var ekki bara frændi heldur líka eins og litli bróðir okkar. Þú varst sólargeislinn á Suðurgötunni, Jenni minn. Þú varst í miklu uppáhaldi hjá okkur enda engin furða þar sem við misst- um okkar ástkæra föður ungan að árum og þú varst skírður í höfuðið á honum. Foreldrar þínir bjuggu fyrst hjá okkur og Sólu ömmu eins og hún hefur yfirleitt verið kölluð af ykkur barnabörnunum, barnabarnabörn- um og barnabarnabarnabörnum hennar sem eru núna 59 í dag. Já, það var oft þröngt í búi á Suðurgöt- unni þar sem foreldrar þínir voru hjá ömmu Sólu þegar þau voru að hefja sinn búskap. Foreldrum þínum fæddist annar drengur rúmu ári seinna og í sama herberginu og þú á Suðurgötunni. Hanna frænka, eins og ég er kölluð af ykkur öllum, pakk- aði þér inn í sæng og settist með þig út í bílinn hans pabba þíns um miðja nótt, því auðvitað vildir þú fá að vera hjá mömmu þinni. Þar sat ég með þig fram á morgun og söng fyrir þig barnalög og las. Þetta þótti litlum snáða spennandi, og mesta sportið var að fikta í öllum tökkunum og ég tala nú ekki um stýrið. Svo seinna kom pabbi þinn til að ná í okkur og þá varst þú búinn að fá lítinn bróður sem var skírður Jóhann Liljan. Þetta sama vor byrjaði ég í vist hjá mömmu þinni, Jenni minn, til að passa þig, því að auðvitað var nóg að gera hjá móður þinni Halldóru, kom- in með tvo litla drengi. Það var gam- an að keyra þig í kerrunni þinni enda var veður gott þetta sumar. Ég var svo montin að sýna þig öllum mínum vinum því að auðvitað varst þú það fallegasta og besta barn sem fæðst hafði á jarðarkringlunni. Þær voru ófáar ferðirnar sem ég tók litlu hönd- ina þína í mína og við leiddumst nið- ur Hafnargötuna á sunnudagseftir- miðdegi til að sjá teiknimyndir sem voru sýndar í Nýja bíói. Við sátum með poppkorn í kjöltu okkar og skemmtum okkur konunglega við að horfa á Mikka mús, eða aðrar teikni- myndir sem voru í boði þann daginn. Svo þegar að Jói bróðir stækkaði þá fékk hann að fara með og þá sat ég á milli ykkar tveggja. Já, elsku Jenni minn, svona á ég margar minningar um þig og ykkur bræðurna fjóra. Foreldrum þínum fæddust fjórir drengir. Í seinni tíð þegar þú varst orðinn þetta illa hald- inn þá hringdir þú oft í uppáhalds frænkuna þína eins og þú kallaðir mig. Þá gátum við talað saman um gamla tíma og ýmist hlógum eða grétum. Samtölin okkar urðu oft ansi löng, en það skipti mig engu því að ég fann að þér leið betur þegar við kvöddumst. Mér hefur alltaf þótt af- skaplega vænt um þig, Jenni minn, og það mun aldrei breytast. Ég sakna þín. Hvíldu í friði, elsku Jenni minn. Þú ert á góðum stað núna. Guð og allir englar vaka yfir þér og gefa þér frið. Þá mun okkur sem eftir lif- um líða betur. Að leiðarlokum vil ég fyrir hönd fjölskyldu minnar votta fjölskyldu hans okkar dýpstu samúð. Guð veiti þeim styrk í þessari miklu sorg. Guð, allur heimur, eins í lágu’og háu, er opin bók um þig er fræðir mig. Já, hvert eitt blað á blómi jarðar smáu er blað, sem margt er skrifað á um þig. Þá morgunsólin upp í austri stígur, á æðra himinljós hún bendir mér. Og þá er sólin hægt í vestri hnígur, á hvíld og frið hún bendir mér hjá þér. (V. Briem.) Jóhanna (Hanna), Erich, Susanna, Franz, Jens og fjölskyldur þeirra. Nú sól er horfin sýnum, og sjónum fyrir mínum er húm í heimi svart. Þó alls án ótta sef ég, því aðra sól æ hef ég, minn Jesú, lífsins ljósið bjart. Elsku góði Jens. Nú ertu farinn til Guðs þar sem allt er bara gott. Ég á eftir að sakna þín því þú reyndist mér góður vinur. Þú varst fallegur maður, svipfríður með brún og stór augu. Þú varst hrifnæmur og unnir fegurð. Augun þín felldu tár yfir fal- legri kvikmynd og tónlist. Þú varst ríkur af samkennd og máttir ekkert aumt sjá eða vita. Þegar ég sá þig fyrst á köldum haustdegi fyrir mörg- um árum varstu svo frísklegur og duglegur. Þú tókst vel á móti mér og passaðir mig af því að ég var veik. Við höfum alla tíð síðan staðið saman og hjálpað hvort öðru. Ég sagði alltaf að þú værir engill. Mikið beið ég eftir þeim degi að þú yrðir frískur eins og þú einu sinni varst. Þú hafðir svo mikið að gefa. Þú varst bæði svo góður og glaðlegur. Þú varst eini vinur minn sem ég gat rifist og skammast í fyrir hvað sem var. Þú varst alltaf bara góður við mig. Þú sýndir mér alltaf mikla um- hyggju og hafðir áhyggjur af mér eins og ég af þér. Þú hafðir skemmti- legan og smitandi hlátur og ég gleymi aldrei okkar mörgu stundum þar sem ég, þú og Hjördís hlógum saman svo oft. Þú og Hjördís voruð fjölskylda mín og sú vinátta sem við áttum saman er ómetanleg og alveg einstök. Ég gat alltaf komið til ykk- ar. Takk fyrir allt. Ég mun alltaf muna þig, elsku góði og blíði Jens. Fjölskyldu og ástvinum votta ég mína dýpstu samúð. Elsku Hjördís mín, Guð þekkir þitt góða hjarta. Megi Hann hugga þig, vinan mín. Mér himneskt ljós í hjarta skín í hvert sinn, er ég græt, því drottinn telur tárin mín, – ég trúi og huggast læt. Þín vinkona, Andrea Hilmarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.