Morgunblaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þ egar allt gengur á aft- urfótunum og líf manns er í rúst er gott að hugsa til þess að til er almáttugur Guð. Skuldirnar, leiðindin í vinnunni, hrakföllin í ástalífinu, hæfileikaleysið og heigulshátt- urinn skipta engu máli, því líf manns hefur tilgang í eilífum Guði. Þessari kvöl lýkur þegar maður deyr og hefur eilíft líf. Að sjálfsögðu muna sam- ferðamenn manns frekar eftir manni ef honum tekst, ólíkt 99,999% jarðarbúa, að gera eitt- hvað sem telst merkilegt. Er það markmið í sjálfu sér? Hvaða máli skiptir það, þegar lífið er aðeins einn áfangi á langri leið? Ná- kvæmlega engu. Þess vegna er best að taka lífinu með ró. Eina markmið mannskepn- unnar á þessum stutta tíma sem hún heiðrar jarðríkið með nær- veru sinni hlýtur að vera undir- búningur fyrir æðra líf. Af þeim sökum er til dæmis sáralítil ástæða til þess að reyna að verða ríkur. Til þess að verða ríkur þarf að taka áhættu, enda verður enginn ríkur af því að stunda „venjulega“ vinnu frá 9–17. Hætta hjá Mogg- anum, stofna fyrirtæki um nýja viðskiptahugmynd; hugnetið, sem er eins og Netið nema bara að not- endur eru tengdir heila hver ann- ars. Ef þetta gengur upp verð ég ríkasti maður í heimi og get horft á Breiðbandið alla daga, farið í golf á kvöldin, keypt Reykjavíkur- flugvöll og stofnað fjárfestinga- banka. Þetta er hins vegar tilgangslítið, því veraldlegar eign- ir skipta sáralitlu máli. Ekki tekur maður þær með sér yfir móðuna miklu. Auðvitað skiptir lífið þó máli. Við eigum að vera eins auðmjúk og við mögulega getum; reyna að fórna eigin hagsmunum fyrir hagsmuni annarra, því það verður endurgoldið hjá Guði. Hefðbundin skilgreining á hug- takinu tilgangur er bundin fram- tíðinni. Núna er ég að vinna til að fá borgað út um næstu mánaða- mót. Peningana nota ég til að framfleyta mér í næsta mánuði, ef til vill taka nokkrar spólur og kaupa mjólk sem ég svo helli niður þegar hún er komin framyfir síð- asta söludag (því maður verður alltaf að eiga mjólk, jafnvel þótt neyslan nái ekki einum lítra á því tímabili sem mjólkin er fersk). Af þessu mætti álykta að lífið sé vítahringur. En þessi keðja rofnar á endanum, sem betur fer, þegar maður loksins gefur upp öndina og sameinast almáttugum Guði á hinsta degi. Þar hittir maður alla þá sem maður hafði komist í kynni við á lífsleiðinni. Á himnum eru allir vinir og þar skiptir Breið- bandið engu máli Maðurinn er sífellt að eltast við óskilgreint tímabil í framtíðinni. Þegar það rennur upp beinist at- hyglin að næsta tímabili. Þessi tímabil líða hjá og hverfa í hyldýpi tímans. Af hverju er verið að sópa götur borgarinnar? Bara til þess að bíl- arnir skíti þær út aftur með drull- ugum hjólbörðunum? Þá þarf að sópa aftur. Til hvers að hreinsa klósettið, ef sú vinna er gerð að engu á nokkrum dögum? Væri ekki í raun best að geyma svona verk til dánarbeðsins, til að forð- ast margverknað? Nei. Allt er þetta liður í bankastarfsemi Guðs. Með því að sinna verkum sínum vel; þjóna öðrum með góðri lund, er maður að leggja inn í stóra bankann á himnum. Á endanum verður innistæðan meiri en maður getur ímyndað sér. Þá verður sko gaman að fara í útibúið og taka út. Nú kann ýmsum að þykja þetta fremur einföld sýn á lífið. Stað- reyndin er hins vegar sú, að trúin er frelsandi. Þegar maður gerir sér grein fyrir því að hann er bara samansafn af efnum, sem á end- anum rotna og hverfa í svörðinn, á meðan sálin lifir hinu eilífa lífi, hættir hann að hafa áhyggjur af vandamálum hversdagslífsins. En glatast ekki lífsverk manns og fellur hann ekki í óminni að ákveðnum tíma liðnum? Jú, það kann að vera. Allt á sinn tíma. Þótt nánustu niðjar manns muni eftir honum með hlýju í hjarta dofnar minningin um yfirgnæfandi meiri- hluta jarðarbúa með kynslóð- unum. Margir vinna við eilífðarverk eins og minnst var á hér að fram- an; blaðburð eða afgreiðslustörf í sjoppu. Störf sem aldrei lýkur og fáir eru þakklátir fyrir. Víst eru verk sumra skjalfest, eins og þessi pistill, en hverjum verður ekki sama árið 2063 hvað Ívar Páll Jónsson skrifaði í Morgunblaðið 18. júlí 2003? Guði verður ekki sama. Hann mun launa mér þessa lofgjörð. Á sama hátt verður blað- beranum og afgreiðslumanninum launað í eilífu lífi Drottins. Brotabrotabrot mannkyns verður þó goðsögn, eins og Elvis Presley, John F. Kennedy og The Beatles. Verk þessara manna lifa með komandi kynslóðum, þar til mannkynið deyr út. Á fjörutíu milljóna ára fresti fer sólkerfið; sólin okkar ásamt plán- etunum, í gegnum hættulegt svæði á vetrarbrautinni. Þetta svæði er morandi í loftsteinum og geimryki. Svo vill til að á um 40 milljóna ára fresti hefur líf á jörð- inni nærri þurrkast út vegna áreksturs við halastjörnu eða loft- stein. Sólin var síðast í þessu loft- steinabelti fyrir milljón árum. Er- um við þá ekki sloppin? Nei. Það tekur loftstein einmitt á að giska eina milljón ára að ferðast til jarð- arinnar. Það eru því nokkrar líkur á að dagar homo sapiens í alheiminum fari senn að vera taldir. Og jafnvel þótt tegundinni takist að komast í veg fyrir áreksturinn, þegar að því kemur, mun sólin á endanum gleypa jörðina með húð og hári. Jafnvel þótt mannkyninu hafi þá tekist að nema aðrar plánetur, í öðrum sólkerfum, hættir alheim- urinn á endanum að þenjast út og fellur saman. Þessar fréttir, þótt ekki séu al- veg nýjar, eru hjóm við hlið eilífð- arsannleiksins. Guð er óháður efn- islegum umbrotum. Guð er eilífur. Tilgangur lífsins Allt er þetta liður í bankastarfsemi Guðs. Með því að sinna verkum sínum vel; þjóna öðrum með góðri lund, er maður að leggja inn í stóra bankann á himnum. VIÐHORF Eftir Ívar Pál Jónsson ivarpall@mbl.is ✝ Sigurrós Sigurð-ardóttir fæddist á Vesturhamri í Hafnarfirði 22. júní 1924. Hún lést á hjartadeild Land- spítalans við Hring- braut 10. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurður Valdimars- son, trésmíðameist- ari í Hafnarfirði, og Sigríður Böðvars- dóttir húsfreyja. Systkini Sigurrósar voru Böðvar, Þor- valdur, Guðríður, Gunnar, Krist- ín, Valdimar, Anna og Emil sem öll eru látin. Hinn 15. ágúst 1949 giftist Sig- urrós Herði Valdimarssyni, f. 20. jan. 1925, d. 16. ágúst 1998. Börn þeirra eru: 1) Sigríður, ritstjóri og bókaútgefandi, f. 5. júní 1949, gift Páli V. Bjarnasyni arkitekt. Börn þeirra eru Ólöf, Sigurrós og Þorgerður. 2) Valdimar arkitekt, f. 5. janúar 1951, kvæntur Guðnýju Lindu Magnúsdóttur kennara. Börn þeirra eru: Sóley og Hrafnhildur. 3) Auð- ur fjármálastjóri, f. 4. des. 1958, gift Bergi Haukssyni lögfræðingi. Börn þeirra eru Ásta og Birna. Barnabörn Sigurrósar og Harð- ar eru fimm. Syst- ursonur Sigurrósar, Birgir Ólafsson lögreglumaður, bjó lengi hjá þeim hjónum á yngri árum og var þeim sem son- ur. Hann er kvæntur Stellu Olsen skrifstofustjóra og eiga þau tvö börn, Telmu og Snorra, og tvö barnabörn. Útför Sigurrósar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Tengdamóðir mín, Sigurrós Sig- urðardóttir, er nú látin, 79 ára að aldri. Ég kveð hana með söknuði og trega því hún var mér einstaklega góð tengdamóðir og ekki síður vinur. Hún var lengst af höfuð fjölskyld- unnar, einkum eftir að tengdafaðir minn, Hörður Valdimarsson, lést. Lát hennar kom mér í opna skjöldu þrátt fyrir að nokkuð hafi verið farið að draga af henni síðasta mánuðinn. Hún hafði fengið nokkur áföll síð- ustu árin en ætíð risið upp og náð sér á strik aftur. Hún var í raun mik- ill sjúklingur, var með MS-sjúkdóm- inn sem batt hana í hjólastól í 30 ár. Þrátt fyrir þessa fötlun sína var ekki hægt að finna lífsglaðari manneskju, sem hafði áhuga á öllu sem var að gerast í kringum hana. Sigurrós, eða Gógó eins og hún var kölluð í daglegu tali, ólst upp við gott atlæti á mannmörgu og líflegu heimili og gekk í St. Jósefsskóla í Hafnarfirði. Á báðum stöðum hlaut hún kristilegt uppeldi og voru trú og heiðarleiki æ síðan hennar aðal. Hún lærði síðan kjólasaum hjá Önnu í Ási og vann á saumastofu hennar í Hafn- arfirði í nokkur ár. Sigurrós var alla tíð mikil hannyrða- og saumakona og eftir hana liggja margir fagrir munir sem bera smekkvísi hennar og vandvirkni gott vitni. Árið áður en hún gekk í hjónaband dvaldi hún í hálft ár hjá Önnu systur sinni í Bandaríkjunum. Hún hafði þá þegar kynnst Herði Valdimarssyni frá Völlum í Ytri-Njarðvík og þau giftu sig árið eftir. Þau hjónin byrjuðu búskap sinn í Drápuhlíð 2 í Reykjavík, húsi sem faðir Harðar byggði, en fluttust árið 1951 suður með sjó þar sem þau reistu sér myndarlegt hús á Skóla- vegi 16 í Keflavík. Þar var ekki sleg- ið slöku við og þau unnu bæði við húsbygginguna hörðum höndum. Sigurrós var mikill vinnuþjarkur og féll aldrei verk úr hendi. Á Skólaveg- inum bjuggu þau rausnarbúi í 40 ár og þar var alla tíð mikill gestagang- ur. Þegar Sigurrós var um fertugt fór fyrst að bera á þeim sjúkdómi sem átti eftir að hafa djúpstæð áhrif á líf hennar og Harðar. Fyrir eins atorkusama konu og Sigurrós var það mikið reiðarslag að þurfa að horfast í augu við fötlun þá sem sjúkdómnum fylgdi. Hún lét þó aldr- ei bugast og þau hjónin löguðu líf sitt smám saman að breyttum aðstæðum og létu sjúkdóminn ekki stoppa sig í neinu. Þrautseigja hennar og lífs- gleði kom þar vel í ljós og margir höfðu orð á að þrátt fyrir hennar miklu fötlun nyti hún lífsins betur en mörg fullheilbrigð manneskjan. Með dyggri hjálp Harðar hélt hún áfram að halda myndarlegt heimili, ferðast – og þá oftar en ekki með nokkur barnabörn í farteskinu – sækja leik- hús og aðra listviðburði og hlúa að fjölskyldu sinni og vinum. Upp úr 1990 fór að bera á heilsu- bresti hjá Herði og árið 1992 fluttu þau hjónin til Reykjavíkur. Sigurrós fór þá í dagvistun hjá MS-félaginu þar sem hún eignaðist marga góða vini, bæði meðal starfsfólks og vist- manna. Hún varð fljótt dyggur stuðningsmaður MS-félagsins og studdi það með ráðum og dáð allt til hinstu stundar. Fyrir hönd barna Sigurrósar vil ég þakka starfsfólki MS-félagsins allan þann stuðning sem það veitti henni árum saman. Sigurrós dvaldi síðustu fimm árin á Hrafnistu í Hafnarfirði og naut þar umönnunar frábærs starfsfólks og eignaðist marga kæra vini sem sakna hennar sárt nú. Hún var þar hvers manns hugljúfi og gefa vist- menn og starfsfólk henni hinn besta vitnisburð. Hún tók fullan þátt í flestu sem í boði var á Hrafnistu, ferðaðist, fór á sýningar og sótti tón- leika. Hún tók einnig þátt í kórstarfi Hrafnistu og fór víða til að syngja með kórnum. Það var oft erfitt að ná í hana í síma því hún var einatt upp- tekin við eitthvað af sínum mörgu áhugamálum. Þær vinkonurnar, Gógó og Guðríður Elíasdóttir, fóru ýmislegt saman, svo sem á veitinga- og kaffihús. Ef þær voru ekki á ferð- inni, þá sátu þær saman inni á her- bergi og horfðu á sjónvarpið. Gógó hafði mikið yndi af ýmiss konar út- saumi alla tíð og ófáir voru púðarnir og ýmislegt annað sem hún vann í höndunum síðustu árin og gaf börn- um og barnabörnum, þrátt fyrir að hægri höndin væri lömuð. Á kvöldin tók síðan spilamennskan við og stundum varð hún óróleg í boðum hjá fjölskyldunni ef hún var að verða of sein í spilamennskuna. Guðríður, kórinn og spilafélagarnir eiga miklar þakkir skildar fyrir það sem þau gáfu henni. Hún hafði einnig orð á því að allir sem önnuðust hana væru yndislegt og gott fólk. Ég vil fyrir hönd fjölskyldunnar færa starfsfólki Hrafnistu sem annaðist hana okkar innilegustu þakkir. Þegar ég fór að venja komur mín- ar á Skólaveginn sumarið 1969 varð mér strax ljóst hvers konar mann- kostakona hún var og hún tók mér einstaklega vel. Við urðum strax góðir vinir þrátt fyrir að ég fengi stundum að heyra það hjá henni því að hún fór ekki í grafgötur með skoðanir sínar, hvorki um menn né málefni. Þegar að kveðjustund er komið horfi ég til baka og sé mikla birtu umhverfis tengdamóður mína og þakka henni innilega fyrir allt sem hún gaf mér. Það verður aldrei of- metið. Páll V. Bjarnason. Þau voru ófá skiptin sem við frænkurnar fimm klöngruðumst þreyttar og kaldar upp í bílinn hans afa eftir einhver af hans uppátækj- um, en okkur hlýnaði fljótt því inni beið amma og hjá ömmu var alltaf gott að vera. Ömmu faðmur var allt- af hlýr, rómurinn þýður og brosið svo fallegt. Við frænkurnar fórum nánast hverja helgi á Skólaveginn til ömmu og afa, efri hæðina höfðum við út af fyrir okkur og þar bjuggum við til okkar eigin ævintýraheim. Þar gát- um við leikið okkur og gert allt sem okkur lysti án þess að nokkur trufl- aði. Af og til mátti heyra ömmu kalla „heyrðu mig aðeins“ og alltaf hlýddi einhver kallinu, þó svo stundum væri svolítið deilt um hver það skyldi vera. Sú sem svaraði var send út í búð og þar sem amma hafði þann ávana að gleyma alltaf einhverju sem hana vantaði, gátu búðarferð- irnar orðið ansi margar. Af mikilli ákveðni, sem jafnframt einkennir flesta hennar afkomendur, stjórnaði hún úr stólnum sínum, ef hún beit eitthvað í sig varð henni ekki hagg- að. Litlir kroppar undu sér líka vel í eldhúsinu hennar ömmu. Þar var alltaf gott að vera, hlýtt og notalegt. Í minningunni situr amma iðulega við eldhúsborðið og les, saumar í eða skrifar í dagbók. Hún var alltaf tilbúin í spjall, stundum var spiluð vist og oft, já mjög oft, voru bakaðar pönnukökur. Amma var alveg ótrúlega dugleg í höndunum þrátt fyrir fötlun sína og prjónaði fjöldann allan af peysum á okkur stelpurnar. Á síðari árum dundaði hún sér við að sauma í og eiga öll hennar börn og barnabörn nokkra púða sem hún hefur saumað. Við stelpurnar fimm urðum að ungum konum og amma og afi fluttu af Skólaveginum til Reykjavíkur. Þaðan fluttu þau síðan í Hafnar- fjörðinn og rættist þar með lang- þráður draumur ömmu um að flytj- ast á æskuslóðirnar. Á Hrafnistu leið ömmu vel, hún var glöð og ánægð með lífið. Þar var alltaf mikið fjör og nóg um að vera. Þangað var gaman að koma og við höfðum gaman af því að sjá ömmu, sem var svo mikil félagsvera, blómstra innan um allt það góða fólk sem þar býr og starfar. Reyndar var svo gaman hjá henni og mikið að gera að helst þurfti maður að hringja á undan sér og panta tíma ef maður ætlaði að kíkja við. Þegar maður síðan lukti upp dyrunum hjá ömmu tók á móti manni fallega bros- ið, tindrandi augun, jákvæðnin og hlýjan. Þau eru tárvot augun á okkur stelpunum fimm þegar við erum að koma þessum orðum á blað. Það eru ófáar minningarnar sem koma upp í hugann og þá sérstaklega þær stundir þegar þú kenndir okkur bænir. Við settumst upp í rúmið hjá þér, fórum með bænirnar með þér og trítluðum svo upp að sofa. Með þessari bæn sem þú kenndir okkur viljum við kveðja þig, elsku amma, og hugsum til þess að nú gangið þið afi saman hönd í hönd og að þú ert nú laus við allar þær þjáningar sem þú hefur svo lengi þurft að bera. Góði faðir gættu mín, gleddu litlu börnin þín, gefðu pabba gæfu og traust, guð, að mamma verði hraust. Góði Guð, að þessu sinni, gættu vel að farsæld minni. Stelpurnar hennar ömmu, Ólöf, Sóley, Sigurrós, Hrafnhildur og Þorgerður. Sigurrós Sigurðardóttir, Gógó, var stórkostleg kona, trúuð og góð. Vegir okkar lágu saman á Skólaveg- inum í Keflavík þar sem við vorum nágrannar. Við kynntumst fyrst þegar við fórum eitt haustið að salta síld. Stuttu seinna komst ég að því að hún gekk ekki heil til skógar. Hún var með sjúkdóminn MS sem þá var lítið þekktur en verið var að rann- saka hann. Það var ótrúlegt hvað hún Gógó hafði mikið jafnaðargeð. Hún var alltaf í góðu skapi og kvart- aði aldrei þótt hún væri orðin lömuð á hægri hendi og fótum og komin í hjólastól. Dag einn kom ég til hennar. Hún sagði mér frá draumi sem hana hafði dreymt. Hún var svo glöð því í draumnum upplifði hún þá ánægju að geta hlaupið. Eftir að hún lamaðist lærði hún að sauma með vinstri hendi og munn- inum. Marga fallega muni gerði hún eftir það. Hún gaf mér þrjár litlar jólamyndir, sem mér þykir mjög vænt um. Hún eldaði líka allan mat SIGURRÓS SIGURÐARDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.