Morgunblaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2003 43 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake KRABBI Afmælisbörn dagsins: Þú hefur óvenju mikið hug- rekki til að bera og fylgir þínum gildum af festu. Þú endurspeglar skoðanir þeirra sem standa þér næst og það kemur sér vel. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þó að þig langi til þess að fegra heimili þitt skaltu forð- ast að eyða peningum vegna þess í dag. Þú munt þurfa að skila öllu sem þú kaupir. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það er ekki ráðlegt að standa í samningaviðræðum í dag. Nú er ekki heppilegt að taka mikilvægar ákvarðanir, eink- um ef þær fela í sér skuld- bindingu. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Ekki kaupa nokkurn skap- aðan hlut í dag. Það eina sem þú munt kaupa er kötturinn í sekknum. Skemmtu þér og láttu innkaup vera. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Ekki hafa neinar áhyggjur þó að þú sért ekki alveg með á nótunum í dag. Tunglið stjórnar þér og það er sem það hafi villst af braut. Slak- aðu á! Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Einvera í fallegu umhverfi höfðar sterkt til þín í dag. Gefðu þér því tíma í dag og uppfylltu langanir þínar. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Forðastu að gefa vinum þín- um loforð eða skuldbinda þig á einhvern hátt í dag. Hlust- aðu og taktu þátt í samræð- um en ekki lofa neinu. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það er líklegt að skortur verði á starfsfólki í vinnunni í dag. Tafir eru óumflýj- anlegar. Þú veist af þessu og skalt því sýna biðlund. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Dagurinn í dag er yndis- legur! Rómantíkin mun blómstra. Það væri vel til fundið að halda veislu og skemmta sér. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það er mikið um að vera heimafyrir um þessar mund- ir. Það gæti orsakast af flutn- ingum eða gestagangi. Ekki taka mikilvægar ákvarðanir í dag. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Ekki kaupa eða selja hluti í dag. Það væri ráðlegast að afla sér upplýsinga í dag og nýta sér þær síðar meir. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú kýst að kaupa þér eitt- hvað í dag. Það er ekki gott því að nú er ekki rétti tíminn til þess að eyða peningum. Ef þú þrjóskast við skaltu geyma kvittun. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Hvaðeina sem þú tekur þér fyrir hendur í dag mun færa þér ómælda hamingju og ánægju. Nú er tími til þess að láta sér líða vel. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÁRNAÐ HEILLA ÞJÓÐKVÆÐI Eitt sinn kom eg að Stórhóli, dúfan mín góð. Þar stóð úti maður, dúfan mín góð. „Sæll vertu,“ sagði eg, dúfan mín góð. „Guð blessi þig,“ sagði hann, dúfan mín góð. - - „Er það sjálfur sýslumaðurinn?“ sagði eg, dúfan mín góð. „Eg trúi það,“ sagði hann, dúfan mín góð. Leit undan og brosti, sneri sér við og hló, brúkaði græna floshúfu, dúfan mín góð. Ókunnur höfundur. LJÓÐABROT 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 Rc6 6. Bg5 Db6 7. Rb3 e6 8. Dd2 Be7 9. O-O-O O-O 10. f3 a6 11. h4 Hd8 12. Be3 Dc7 13. Df2 Rd7 14. Kb1 b5 15. g4 Rce5 16. Bd3 b4 17. Re2 a5 18. Rbd4 a4 19. Bg5 Rc5 20. Bxe7 Dxe7 21. f4 Rexd3 22. cxd3 Dc7 23. h5 Ba6 24. h6 Bxd3+ 25. Hxd3 Rxd3 26. Dh4 Db7 27. Rg3 Rf2 28. Hh2 Staðan kom upp í stórmeist- araflokki á fyrsta laugar- dagsmóti sem lauk fyrir skömmu í SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. Búdapest í Ungverjalandi. Stórmeistarinn frá Úkra- ínu, Sergei Ovsejevitsj (2497), hafði svart gegn Jóni Viktori Gunnarssyni (2411). 28. ...Da6! 29. Hxf2 Dd3+ 30. Hc2 b3 og hvítur gafst upp enda fátt til varnar eftir 31. axb3 Hdc8. 50 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 18. júlí, er fimmtug Hulda Fanný Hafsteinsdóttir, Þrastanesi 3, Garðabæ. Hún og eigin- maður hennar, Kjartan Kristjánsson, taka á móti ættingjum og vinum á Garðaholti v/Álftanesveg í dag kl. 17–20. Morgunblaðið/Ragnhildur Þessar duglegu stúlkur, Sigríður Jóna Hannesdóttir og Klara Ásrún Jóhannsdóttir, söfnuðu flöskum að andvirði 8.064 kr. til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands. SAGT er að enginn samn- ingur sé jafnoft gefinn í vörn og þrjú grönd. Kannski er það satt, en hugsanlega er skýringin einfaldlega sú að þrjú grönd eru algengasti samning- urinn í brids. Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ D10 ♥ 9752 ♦ G3 ♣KD1086 Suður ♠ Á943 ♥ D3 ♦ ÁD4 ♣ÁG54 Björgvin Víglundsson var að spila á OK-bridge á Net- inu og lenti í þremur grönd- um eftir þessar sagnir: Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 grand Pass 2 lauf Pass 2 tíglar Pass 2 grönd Pass 3 grönd Pass Pass Pass Vestur kom út með hjartasexu, fjórða hæsta. Austur tók á kónginn og spilaði tíunni til baka, sem vestur drap, tók gosann og fríaði hjartað. Austur hafði byrjað með K10 blankt. Hvernig myndi lesandinn spila? Átta slagir eru upplagðir og tveir kostir á þeim ní- unda. Það má svína tígul- drottningu eða spila spaða á tíuna í þeirri von að austur sé með kónginn. Spaðagos- inn skiptir í raun ekki máli, því ef austur fær slaginn á gosann má svína fyrir kóng- inn síðar. Þetta er bara spurning um að staðsetja kóngana í tígli og spaða. Þess vegna var þrautin vitlaust upp sett – það vant- aði allar helstu vísbending- arnar: Hverju henti austur í hjörtun tvö? Og hvaða hjarta spilaði vestur í fjórða slag? Norður ♠ D10 ♥ 9752 ♦ G3 ♣KD1086 Vestur Austur ♠ G52 ♠ K876 ♥ ÁG864 ♥ K10 ♦ K1076 ♦ 9852 ♣2 ♣973 Suður ♠ Á943 ♥ D3 ♦ ÁD4 ♣ÁG54 AV voru reyndir banda- rískir meistarar sem spiluðu upplýsta vörn. Aust- ur byrjaði á að vísa tíglinum frá, síðan kallaði hann í spaða. Vestur spilaði hjarta- fjarka í fjórða slag til að sýna innkomu í lægri lit, eða tígli. Eftir þessa ná- kvæmu vörn er ekki erfitt fyrir sagnhafa að velja réttu leiðina. Ef til vill er þetta ein af ástæðum þess að þrjú grönd vinnast svona oft – vörnin talar af sér. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson HLUTAVELTA 80 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 18. júlí, er áttræð Kristín (Ína) Guð- mundsdóttir frá Harðbak á Melrakkasléttu, til heimilis að Karfavogi 14, Reykja- vík. Eiginmaður hennar, Þóroddur Th. Sigurðsson, fyrrv. vatnsveitustjóri, er látinn. Hún heldur upp á af- mælið með ættingjum og vinum í kvöld.         FRÉTTIR HARMONIKKUHÁTÍÐ Reykja- víkur hefst í dag og stendur fram á sunnudag. Í Norræna húsinu verða tónleikar í kvöld kl. 21 en þar kemur fram þjóðarlistamaður Úkraínu árið 2000, Igor Zavadsky. Hann er handhafi fjölda alþjóð- legra gullverðlauna í hamonikku- leik. Kl. 21 á morgun verða hátíð- artónleikar í Iðnó. Þar koma innlendir og erlendir harmonikku- leikarar, m.a. Igor Zavadsky, Accordéon Mélancolique frá Hol- landi, Garðar Olgeirsson, Matthías Kormáksson og Rut Berg Guð- mundsdóttir. Tónleikarnir eru jafnframt útgáfutónleikar en af til- efni hátíðarinnar kemur út geisla- plata með 21 flytjanda, innlendum og erlendum einleikurum og hóp- um. Á sunnudag kl. 13–17 verða lokatónleikar hátíðarinnar í Ár- bæjarsafni. Harmonikkuhátíð um helgina Stuttir og síðir kjólar Bankastræti 11 • sími 551 3930
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.