Morgunblaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.07.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 192. TBL. 91. ÁRG. FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Tortímandinn snýr aftur Mennirnir á bak við tækni- brellurnar | Fólk 48 Illgresi er augnayndi Borðskreytingar geta verið með ýmsum hætti | Daglegt líf B5 Æðarvarp á Faxaflóa Heimsókn til bóndans í Þerney | Höfuðborg 18 METNAÐARFULL efnahagsáform kínverskra stjórnvalda eru ófram- kvæmanleg vegna þess að heim- urinn hefur ekki efni á vestrænni velferð í Kína nema Vesturlandabú- ar gerbreyti neysluvenjum sínum, að því er CNN-sjónvarpið hafði eftir Klaus Töpfer, yfirmanni Umhverfis- áætlunar Sameinuðu þjóðanna. Töpfer segir að í heiminum séu ekki nægar náttúruauðlindir til að 1,3 milljarðar Kínverja geti tekið upp vestræna neysluhætti. Kínversk stjórnvöld stefna að því að fjórfalda þjóðarframleiðsluna fyrir árið 2020 en Töpfer telur það ekki gerlegt nema íbúar iðnríkjanna gerbreyti neysluvenjum sínum, þannig að hinir fátæku í heiminum geti einnig notið góðs af takmörkuðum nátt- úruauðlindum. Töpfer segir að til að bílafjöldinn í Kína yrði að tölu sá sami og í Þýska- landi, til dæmis, þyrftu Kínverjar að framleiða 650 milljónir bíla en um- hverfisverndarsinnar telji að þá myndu hvorki málm- né olíubirgðir heimsins hrökkva til. Hagvöxturinn í Kína var um 8% í fyrra og gert er ráð fyrir því að hann verði um 7% í ár. Vestræn velferð í Kína sögð óhugsandi LANGHLAUPARAR og aðrir íþróttamenn sem drekka of mik- inn vökva á meðan þeir æfa geta átt á hættu að verða alvarlega veikir eða jafnvel deyja vegna ástands sem skapast þegar ójafnvægi verður á natríumflæði í blóðinu. Hvort sem magn efnisins verður of mikið eða lítið getur ójafnvægið leitt til þess að bólg- ur myndast í heilanum, sam- kvæmt grein sem birtast mun um helgina í British Medical Jo- urnal. Þekkt eru sjö tilfelli þess að íþróttamenn hafi látið lífið og 250 önnur tilvik sem leiddu ekki til dauða. Farið var að veita fyr- irbærinu athygli eftir að kven- kyns keppandi í maraþoninu í Boston 2002 féll niður og lést eftir að hafa meðan hún hljóp drukkið mikið magn af íþrótta- drykk sem innihélt natríum. Höfundar greinarinnar segja að leiðbeiningar frá framleið- endum íþróttadrykkja þar sem fólki er ráðlagt að drekka eins mikið af slíkum drykkjum og hægt er, eða allt að 1,2 lítra á klukkustund, séu alrangar, slíkt geti verið hættulegt. „Líklega er best að drekka eins mikið og lík- aminn segir manni með þorsta,“ segir í greininni. Of mikil vökva- neysla varasöm París. AFP. LJÓST er að tveir menn voru í stórhættu þegar þeir fundu fyrir tilviljun mikið magn af dínamíti í vegræsi undir Bláfjallaafleggjaranum síðdegis í gær. Fullvíst er talið að hér hafi komið í leitirnar sprengiefnið sem stolið var úr geymslu á Hólms- heiði austan Rauðavatns hinn 4. júlí sl. en þá var alls 245 kg af sprengiefni stolið. Talningu á sprengiefninu sem fannst lauk seint í gærkvöld og sagði Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, að ljóst væri að þarna væri fram komið allt sprengiefnið úr ráninu. Mikil mildi þykir að sprengiefnið skyldi ekki springa í höndunum á mönnunum þegar þeir hand- fjötluðu efnið og lýstu sér með sígarettukveikjara í dimmu ræsinu innan um hundruð kílóa af dínamíti. Sáum fullt af kössum í svörtum plastpokum Mennirnir voru við kvikmyndagerð í Bláfjöllum þegar þeir römbuðu á pokana sem þeir töldu fyrst að væri einhvers konar þýfi og könnuðu málið frek- ar. „Við kíktum þarna inn í rörið og sáum þar fullt af kössum í svörtum plastpokum og það leyndi sér ekki að öllu hafði verið mjög haganlega komið fyr- ir,“ sagði annar þeirra í samtali við Morgunblaðið í gær. „Við sáum ekki mjög vel í myrkrinu og kveikt- um á kveikjara til að lýsa okkur og í framhaldinu tók ég í einn pokann og dró hann út. Á leiðinni hristist hann mikið þegar hann dróst þvert á bár- urnar í bárujárninu. Ég gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en eftir á hvað þetta var mikið hættuspil og mér finnst raunar ótrúlegt að við skulum enn vera á lífi. Þegar ég hafði dregið pokann út í dagsljósið hristi ég hann utan af kassanum því mér stóð beyg- ur af innihaldinu og ég vildi ekki taka kassann upp úr honum eins og maður hefði vanalega gert. Þegar kassinn datt á jörðina las ég: „Dínamít“ og þá tók- um við til fótanna. Það var hellingur af þessu inni í rörinu og mjög vel innpakkað.“ Þetta átti sér stað um kl. 16 og tilkynntu menn- irnir fundinn tafarlaust til lögreglunnar. Kom hún á vettvang skömmu síðar og lokaði Bláfjalla- afleggjaranum og hóf vettvangsrannsókn. Að sögn Guðmundar Arnar Guðjónssonar, varðstjóra á vettvangi, voru kallaðir til sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar þar sem enginn með sér- hæfða þekkingu var tiltækur hjá lögreglunni. Gylfi Geirsson, sprengjuefnasérfræðingur Landhelgisgæslunnar, segir ljóst að fólkið hafi ver- ið í lífshættu hafi það kveikt eld nálægt sprengiefn- inu. Dínamít geti að vísu brunnið án þess að springa, en þá þurfi að vera búið að breiða úr því þannig að gasið, sem kemur frá því, eigi greiða leið í burtu. Tveir menn í stórhættu er þeir fundu mikið magn af stolnu dínamíti í Bláfjöllum „Ótrúlegt að við skul- um enn vera á lífi“ Lýstu sér með sígar- ettukveikjara innan um dínamítkassa Morgunblaðið/Júlíus Falið í vegræsi Stolna dínamítið fannst í vegræsi á Bláfjallavegi. Tæknimenn lögreglu og sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar sjást hér á vettvangi eftir að búið var að draga sprengiefnið út úr ræsinu. TONY Blair, forsætisráðherra Bret- lands, sagði að sagan myndi „fyrir- gefa“ að Saddam Hussein hefði verið komið frá jafnvel þótt í ljós kæmi að hann og Geroge W. Bush Bandaríkja- forseti hefðu rangt fyrir sér varðandi gereyðingarvopn í Írak, er hann ávarpaði fulltrúa- og öldungadeild bandaríska þingsins í Washington í gærkvöld. Hins vegar hefði hik, „er við stóðum andspænis slíkri ógn og áttum að veita forystu … [verið] nokkuð sem sagan hefði ekki fyrirgef- ið“, sagði Blair við mikinn fögnuð þingmanna. Blair kom til Washington í gær til fundar við Bush á sama tíma og ríkis- stjórnir beggja sæta ásökunum um að hafa hugsanlega misnotað upplýsing- ar um gereyðingarvopn Íraka í að- draganda stríðsins. Á sameiginlegum blaðamannafundi eftir ávarpið lögðu þeir Bush og Blair áherslu á að Íraksstríðið hefði verið réttmætt. „Það mun koma í ljós að við höfðum rétt fyrir okkur,“ sagði Bush. Bað Bandaríkjamenn að vinna með Evrópu Blair bað Bandaríkjamenn að taka á hryðjuverkaógn og harðstjórn með „sannfæringu“, ekki einungis byssum. „Bandaríkin verða að hlusta rétt eins og þau veita forystu, en biðj- ist aldrei afsökunar á gildum ykkar,“ sagði hann og var ákaft fagnað en hann þurfti 40 sinnum að gera hlé á ræðu sinni vegna lófataks frá þing- mönnum. Hann lagði áherslu á mikilvægi tengsla milli landanna beggja vegna Atlantshafsins. „Ekki gefast upp á Evrópu, vinnið með henni.“ Hann kom inn á málefni Mið-Aust- urlanda og sagði að hryðjuverkaógnin þar hyrfi ekki fyrr en með friði á milli Ísraela og Palestínumanna. Neyddur til að hafa upplýsingarnar með Öldungadeildarþingmaðurinn Dick Durbin staðhæfði í gær að yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar, George Tenet, hefði á lokuðum þing- fundi upplýst að háttsettur maður í Hvíta húsinu hefði verið harðákveð- inn í að nota vafasama fullyrðingu um úrankaup Íraka í Afríku í stefnuræðu George W. Bush Bandaríkjaforseta í janúar. Tenet hefði þannig í raun ver- ið neyddur til að fallast á að fullyrð- ingin yrði í ræðunni. Forsætisráðherra Bretlands ræddi Íraksstríðið á Bandaríkjaþingi „Sagan mun fyrirgefa“ Reuters Blair ánægður eftir ræðuna í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.