Morgunblaðið - 18.07.2003, Síða 44

Morgunblaðið - 18.07.2003, Síða 44
ÍÞRÓTTIR 44 FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ERIK Solér, fyrrverandi landsliðs- maður Noregs og núverandi um- boðsmaður í knattspyrnu, hefur trú á því að það sem er að gerast hjá Chelsea í Englandi sé aðeins for- smekkurinn að því sem koma skal. Solér segir að nýríkir Rússar eigi eftir að láta að sér kveða í auknum mæli við stjórnun hjá knattspyrnu- félögum í Evrópu. „Rússar eiga mikið af peningum og þeir koma til með að stjórna markaðnum í Evr- ópu áður en langt um líður. Fyrir utan að Rússar hafa hug á að yfirtaka félög í Evrópu, þá hafa þeir styrkt lið í Rússlandi með leik- mönnum frá Brasilíu og öðrum löndum,“ sagði Solér í útvarps- viðtali í Noregi í gær. Rússnesk „innrás“ HEIMSMEISTARARNIR frá Bandaríkjunum leika í riðli með Svíþjóð, Nígeríu og Norður-Kóreu á heimsmeistaramótinu í knatt- spyrnu, sem hefst í Bandaríkjunum 20. september. Eins og menn muna þá var HM flutt frá Kína á dögunum vegna lungnabólgufaraldurs. Dregið var í riðla í gær í Carson í Kaliforníu. Ólympíumeistararnir frá Noregi leika í B-riðli með Frakklandi, Brasilíu og Suður- Kóreu. Evrópumeistarar Þýska- lands leika í C-riðli með Kanada, Japan og Argentínu og í D-riðli leika Kína, Gana, Ástralía og Rúss- land. Tvö efstu liðin úr hverjum riðli komast í 8 liða úrslit. Þá mætir sigurvegarinn í A-riðli liðinu í öðru sæti í B-riðli og sig- urvegarinn í B-riðli liðinu sem verður í öðru sæti í A-riðli. Tvö efstu liðin í C og D-riðli krossa á sama hátt. Upphafsleikur mótsins verður viðureign Nígeríu og Norður- Kóreu 20. september en úrslitaleik- urinn fer fram 12. október í Carson. Norska landsliðið er talið það besta í heimi í dag og sagði aðstoð- arþjálfari liðsins, Hans Knutsen, að róðurinn yrði erfiður ef norska lið- ið komist í 8-liða úrslitin. „Þá mæt- um við Bandaríkjamönnum eða Sví- um. Ef við leikum gegn Svíum verður það leikur um farseðil á Ól- ympíuleikana í Aþenu, þar sem við eigum titil að verja.“ Heimsmeistarar í sterkum riðli á HM  BEN Johnson sem eitt sinn var fljótasti spretthlaupari heims en var dæmdur úr leik á Ólympíuleikunum í Seoul árið 1988 vegna lyfjanotkn- unar hefur aðstoðað knattspyrnulið- ið Perugia á Ítalíu undanfarna daga.  JOHNSON hefur tekið að sér að vera með séræfingar sem eiga að auka hraða leikmanna liðsins en lið- ið er í æfingabúðum í Folgaria en á að leika í Intertoto-keppninni á laugardag gegn finnska liðinu Alli- anssi í þriðju umferð keppninnar.  HINN 42 ára gamli Johnson er sagður vera við störf hjá Perugia vegna tengsla sinna við Saadi Kadh- afi sem er sonur Moamer Kadhafi sem stýrt hefur málum í Lýbíu und- anfarna áratugi. Saadi Kadhafi er sem kunnugt er leikmaður Perugia en hann á einnig hlut í Juventus en hefur ekki látið mikið að sér kveða sem framherji á undanförnum ár- um.  SASA Ilic, fyrrverandi markvörð- ur Charlton, er kominn til æfinga hjá enska 2. deildarliðinu Barnsley, sem Guðjón Þórðarson stjórnar. Margir leikmenn hafa mætt á æf- ingar hjá liðinu að undanförnu, eins og Brynjar Björn Gunnarsson, Pet- er Handyside, Tom Cowan og Tony Gallimore.  MIÐHERJINN Marvin Robinson, 23 ára fyrrverandi leikmaður hjá Derby, er kominn til reynslu hjá Barnsley. Guðjón þekkir hann vel, þar sem Robinson lék undir hans stjórn sem lánsmaður hjá Stoke, en hann varð fyrir því óhappi að fót- brotna.  BOLTON hefur samið við varnar- manninn Ivan Campo til þriggja ára en hann var í láni hjá liðinu frá Real Madrid á síðustu leiktíð í ensku úr- valsdeildinni í knattspyrnu. Bolton þarf ekki að greiða Madrid neitt fyr- ir Campo þar sem hann var samn- ingslaus.  PATRICK Kluivert, sóknarmaður Barcelona í knattspyrnu, hefur ákveðið að vera áfram hjá félaginu. Hann hefur samþykkt að skrifa und- ir nýjan samning við liðið sem felur í sér að hann taki á sig launalækkun.  MICHAEL Owen skoraði tvö mörk og Emile Heskey eitt, þegar Liverpool lagði Köln að velli í æf- ingaleik í Köln á miðvikudagskvöld- ið, 3:1. Gerard Houllier, knatt- spyrnustjóri Liverpool, var ánægður með framgöngu Harry Kewell í fyrsta leik hans með liðinu.  ENN einu sinni er sá orðrómur kominn upp í Madrid, að Arsenal vilji fá enska miðjumanninn Steve McManaman, 31 árs, til sín. McMan- aman náði ekki að halda sæti sínu í liði Real Madrid sl. keppnistímabil og talið er að litlar líkur séu á að hann nái að tryggja sér fast sæti á komandi tímabili, þar sem Real hef- ur keypt David Beckham. FÓLK VEÐRIÐ hefur leikið við íslenska kylfinga þó svo að vindasamt hafi verið á Opna breska í gær. Þetta fína veður og góðir vellir hafa skil- að sér í því að fjölmargir kylfingar hafa leikið undir pari vallanna í meistaramótum klúbbanna. Getið er um árangur Birgis Leifs annars staðar á íþróttasíðunum. Á Nesvellinum léku þrír kylf- ingar á tveimur undir pari fyrsta daginn, Vilhjálmur Ingibergsson, Nökkvi Gunnarsson og Sigurður Hafsteinsson. Sigurpáll Geir Sveinsson lék á þremur undir á Akureyri í gær og á fyrsta degi í Eyjum léku þeir Örlyg- ur Helgi Grímsson og Júlíus Hall- grímsson á þremur höggum undir pari hvor um sig. Vallarmet var sett í Stykkishólmi þegar Skarphéðinn Elvar Skarp- héðinsson lék völlinn á 64 höggum eða sex undir pari vallarins. Tveir eru búnir að fara holu í höggi hjá GKG á meistaramótinu, Kristján Björgvinsson gerði það á 4. braut sem er 143 metrar og Gunnar Bergsveinsson á þeirri 11. sem er 122 metrar. Hjá Golfklúbbi Setbergs lék Tryggvi Traustason á tveimur und- ir pari fyrsta daginn. Fjölmargir undir pari Otto lék snemma í gær og þaðgerðu einnig flestir þeir sem náðu að skora sæmilega en það voru aðeins fimm kylfingar sem luku leik undir pari. Fyrrum meistarar Tom Watson og Greg Norman eru í hópi efstu manna en sá sem jafnan er tal- inn sigurstranlegastur þegar golf- mót er annars vegar, Tiger Woods, lék á tveimur yfir pari. Hann byrjaði skelfilega, lék fyrstu brautina á sjö höggum, þremur yfir pari eftir að hann týndi boltanum eftir upphafs- höggið. Hann náði þó að leika restina á vellinum á einu undir og er því með í leiknum. „Forvarðarsveitin sá bolt- ann lenda og benti okkur á hvar hann átti að vera, en við fundum hann alls ekki. Þetta var hræðilegt,“ sagði Tiger sem varð að taka víti og slá sitt þriðja högg af fyrsta teig, ekki sú byrjun sem menn óska sér. Ernie Else er hins vegar í slæm- um málum því hann lék í gær á sjö yfir pari og er í 102.–115. sæti en eft- ir daginn í dag komast 54 kylfingar áfram og því þarf meistari síðasta árs að taka á honum stóra sínum ætli hann sér að komast áfram í mótinu. Otto hefur aldrei áður tekið þátt í Opna breska og því kemur árangur hans nokkuð á óvart þó svo að hafa beri í huga að oft koma óþekktir kylfingar á óvart í fyrsta hring á stórmótunum en missa síðan af lest- inni er lengra líður á mótið. Gamla kempan Greg Norman lék einnig snemma í gær. „Ég held að það hafi ekki eitt einasta högg í dag verið auðvelt.“ Watson tók í sama streng en hann fór illa að ráði sínu á tveimur síðustu holunum. „Ég endaði illa, en tvær síðustu holurnar eru erfiðar við að eiga af teignum og gerðu tiltölulega ánægjulegan hring að venjulegum. Ég yfirgaf völlinn með vont bragð í munninum, en það hefur komið fyrir áður og á örugglega eftir að gerast aftur. Ég hef alltaf átt í vandræðum á þessum velli,“ sagði Watson. Annar nýliði á mótinu kom á óvart í gær, Kóreumaðurinn SK Ho, en hann hefur leikið golf síðan hann var tíu ára og gerðist atvinnumaður 1995. Hann er í 4.–5. sæti ásamt Sví- anum Fredrik Jacobson, en hann lék síðari hluta dags, þegar vinurinn var hvað sterkastur og því er árangur hans eftirtektarverður. „Ég átti satt best að segja ekki von á þessu því vindurinn var sterkur og það var erf- itt að eiga við völlinn,“ sagði hann, en hann fékk fugl á fjórðu braut og par á restina, sannarlega stöðugur leikur hjá honum. Colin Montgomerie, sem hafði vonast eftir að ná langt í mótinu, varð að hætta eftir sjö holur. Hann datt illa þegar hann var að koma úr morgunverði á hóteli sínu í gær- morgun. „Ég horfði til himins og leist ekki á það sem ég sá, en hrasaði í tröppunum og hruflaði mig á hendi og fæti. Læknarnir sögðu mér að reyna ekki að keppa en ég ætlaði að þrjóskast við, en hefði ekki gert það ef þetta hefði verið í einhverju öðru móti,“ sagði Montgomerie vonsvik- inn en hann var á fjórum yfir pari þegar hann hætti leik. Tomas Björn frá Danmörku, fór illa að ráði sínu í gær. Hann var tvo undir þegar hann kom á 17. holuna en þar lenti hann í glompu við flötina og höggið upp úr henni mistókst og þá lamdi hann kylfunni í glompuna. Fyrir það fékk hann tvö högg í víti þar sem boltinn hans var ennþá í glompunni. Hann lauk leik á tveimur höggum yfir pari. Reuters Hennie Otto frá S-Afríku er í efsta sæti eftir fyrsta dag. Reuters Greg Norman lék vel í gær og er í öðru sæti. Meistarinn máttlítill á Royal St George’s HENNIE Otto, lítt þekktur kylfingur frá Suður-Afríku, kom virkilega á óvart á fyrsta degi Opna breska meistaramótsins í golfi sem hófst á Royal St George’s-vellinum í gær. Hann lék snemma dags og kom inn á 68 höggum eða þremur undir pari vallarins og skaut öllum aft- ur fyrir sig, þar með töldum landa sínum og meistara síðasta árs Ernie Els, sem er í slæmum málum að þessu sinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.