Morgunblaðið - 19.07.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.07.2003, Blaðsíða 11
SAMKEPPNISSTOFNUN OG OLÍUFÉLÖGIN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2003 11 pólitík miðað við þessar tvær leiðir og eiga báð- ar í vasanum fram á síðustu stundu.“ Haft er eftir stjórnendum Esso að á þessum tíma hafi þeir talið að hugsanlega væri tækifæri á að ná viðskiptum við Reykjavíkurborg frá Skeljungi. Hins vegar hafi legið fyrir að mati fé- lagsins að mikill kostnaður væri við þessi við- skipti vegna „aðstöðusköpunar“ til að þjóna fyrirtækjum borgarinnar. Í júlí var óskað eftir frestun á opnun tilboða í útboðum Landhelgisgæslunnar, Reykjavíkur- borgar og ÚA. „Orðið var við þessum óskum og var opnunartíma í öllum útboðunum frestað til sama dags, 17. september 1996. Samkeppnis- stofnun telur að olíufélögin hafi farið fram á þessa frestun til að hafa frekara ráðrúm til að ná samkomulagi um samráð í útboðunum,“ seg- ir í skýrslunni. Samkomulag 12. september Forstjórar félaganna hittust á þremur fund- um í byrjun september þetta ár. Samkeppnis- stofnun telur að á einhverjum þeirra hafi út- boðsmálin verið rædd. Aftur hittust þeir 12. september. „Samkeppnisstofnun telur að á þeim fundi hafi Skeljungur lagt fyrir hin félögin nákvæmar tillögur um hvað hvert félag myndi bjóða í útboðum Landhelgisgæslunnar og Reykjavíkurborgar og hvernig framlegðin af þessum viðskiptum myndi síðan skiptast milli félaganna. OHF [Esso] hefur lýst þessu þannig að Skeljungur hafi komið með tillögu sem hafi átt að tryggja góða framlegð af þessum við- skiptum. Tillagan hafi gengið út á það að Skelj- ungur fengi að halda þessum viðskiptum en hin félögin fengju bætur í formi hlutdeildar í fram- legð af viðskiptunum,“ segir í skýrslunni. Þá segir að forstjóri Olís hafi einnig greint frá því að Skeljungur hafi lagt fram á fundum forstjóra félaganna tillögur í umræddum útboðum. Tilboð skipulögð Hjá forstjóra Skeljungs fundu starfsmenn Samkeppnisstofnunar skjal með fyrirsögninni „Útboð ríkis og sveitarfélaga“. Þar segir m.a.: „Til að tryggja að markmið félaganna náist er eftirfarandi lagt til: Útboð Landhelgisgæslunnar Í dag er Skeljungur með öll eldsneytis- viðskipti og Olís með smurolíusölu til varðskip- anna. Skeljungur á afgreiðslubúnað við flug- skýli gæslunnar og á flugvöllum víðsvegar um landið sem þjóða Landhelgisgæslunni sem á bókfærðu verði kosta um 35 milljónir. Þar af eru yfir 10 milljónir einvörðungu vegna Land- h.gæslu. … Þar sem Olíufélagið er ekki með aðstöðu til að bjóða í Jet A-1 leggjum við til að þeir bjóði ekki í þann hluta. Við leggjum til að eftirfarandi verði boðið:“ Þá kemur tafla, þar sem útlistað er listaverð á skipagasolíu og Jet A-1 flugvélaeldsneyti og tillaga að tilboði félaganna að hvorri tegund. Samkvæmt tillögunni skyldi Skeljungur bjóða lítrann af skipagasolíu á 19,45 krónur, Olís á 19,65 kr. og Esso 19,58 krónur. Skeljungur skyldi bjóða lítrann af flugvélaeldsneyti á 19,78 krónur og Olís 20,51 kr. Framlegð skipt Þá segir: „Skeljungur hf. á allan afgreiðslu- búnað, sér um viðhald, endurnýjun og öryggis- eftirlit með honum og kostar að öllu leyti. Jafn- framt ber Skeljungur hf. allan kostnað við að afgreiða og þjónusta gæsluna vegna við- skiptanna. Því leggjum við til að söluskipting pr. ltr. án VSK verði sem hér segir: Olíufélagið hf. og Olís hf. fái hvort um sig 0,31 kr. af hverjum seldum lítra af Skipagasolíu og 0,33 kr. af hverjum seldum lítra af Jet A-1 til gæslunnar. Hvorttveggja án VSK. Við gerum ráð fyrir að Olís haldi smurolíusöl- unni. Olís þarf að koma með tillögur að verðum og söluskiptingu. Útboð Reykjavíkurborgar Í dag er Skeljungur hf. með öll þessi við- skipti. Skeljungur hf. á jafnframt allan búnaðinn til birgðahalds og afgreiðslu hjá SVR, Vélamiðst. og Malbikunarstöð. Þessi búnaður kostar á endurstofnverði um 11 milljónir, en afskrifað bókfært verð er um 8 milljónir. Óskað er eftir verði á gasolíu í útboðsgögnum og á að gefa upp til samanburðar verð á bens- ínstöð í miðbæ Reykjavíkur. Á bensínstöðvum er gasolía sem seld dísilolía og leggjum við til- boðið (sic) taki mið af bjóða díselolíu (sic) og að verðlistaverð er 29,40 kr. með VSK. Við leggjum til að eftirfarandi verði boðið:“ Þá er birt tafla, með verðlistaverði á gasolíu (29,40 kr./ltr.), bensíni (76 kr./ltr.) og steinolíu (35 kr./ltr.) og tillögum að tilboðum hvers félags. Skeljungur skyldi bjóða gasolíulítrann á 24,09 kr., Olís á 24,19 kr. og Esso 24,15 kr. Skeljungur skyldi bjóða bensínlítrann á 71,46 kr., Olís 71,90 kr. og Esso 71,59 kr. Skeljungur skyldi bjóða steinolíulítrann á 30,50 kr., Olís 29,40 kr. og Esso 30,45 kr. Þá segir að Skeljungur sjái um allan kostnað og viðhald vegna viðskiptanna. Því sé lögð til eftirfarandi söluskipting á lítra, án VSK: „Olíufélagið hf. og Olís hf. fái hvort um sig 0,75 kr. af hverjum seldum lítra af Gasolíu og 1,125 kr. af hverjum seldum bensínlítra til Reykjavíkurborgar. Af hverjum lítra Steinolíu fái félögin kr. 1,125. Allar tölur eru án VSK.“ Í skýrslunni segir að Samkeppnisstofnun telji að þetta skjal hafi verið lagt fyrir fund for- stjóranna 12. september 1996 og efni þess rætt á fundinum. „Í því sambandi má líta til þess að verðlistaverðið sem miðað er við í skjalinu var verðið hinn 11. september 1996. Í skjali frá Olís frá 14. september 1996 […] er vísað til tillagna Skeljungs um skiptingu framlegðar og eru það sömu fjárhæðir og fram koma á ofangreindu skjali frá Skeljungi. Forstjóri Skeljungs kveðst kannast við þetta skjal og handskrifaðar at- hugasemdir sínar á það,“ segir í skýrslunni. Olís og Esso óánægð Þá vísar Samkeppnisstofnun í tvö skjöl, sem forstjóri Esso hafi sagt forstjóra Skeljungs hafa afhent sér á fundi í september 1996. Þar komi fram sömu tölur um framlegð og í ofan- greindu skjali. Sagt er að forstjóri Skeljungs telji ólíklegt að skjölin stafi frá Skeljungi, vegna hugtakanotkunar. Stofnunin telur þó að svo sé. Fyrir liggur, að mati stofnunarinnar, að for- stjórar Olís og Esso hafi verið óánægðir með tillögur Skeljungs og ekki talið fyrirtæki sín fá nógu stóran skerf framlegðarinnar. „Sökum þessarar óánægju með upphaflegt tilboð náðist ekki endanlegt samkomulag á forstjórafund- inum 12. september 1996. Daginn fyrir opn- unartíma í útboðunum, eða 16. september 1996, hittust forstjórar félaganna í höfuðstöðvum Skeljungs,“ segir í skýrslunni. Samkeppnisstofnun telur að á fundum sínum þennan dag hafi forstjórarnir fallist á nýja til- lögu Skeljungs um skiptingu framlegðar, þar sem hlutur Olís og Esso hafi verið aukinn. Þar vitnar stofnunin í skjal sem dagsett er 16. sept- ember. Sagt er að forstjórar allra félaganna þriggja hafi lýst yfir að náðst hafi samkomulag milli þeirra um samvinnu í útboðunum og fram- legðarskiptingu eftir það. Samráð um tilboð og framlegð „Samkvæmt öllu framangreindu telur Sam- keppnisstofnun að Skeljungur, OHF [Esso] og Olís hafi í tengslum við útboð Reykjavíkur- borgar og Landhelgisgæslu:  Ákveðið að samræma aðgerðir sínar og ákveða það verð sem hvert félag myndi bjóða í nefndum útboðum.  Ákveðið sameiginlega hvaða félag myndi fá umrædd viðskipti og ákveða að skipta á milli sín framlegð af þessum viðskiptum.“ Fjallað er um útboð nokkurra annarra op- inberra fyrirtækja í skýrslunni. Samkeppnis- stofnun kemst að þeirri niðurstöðu að olíufélög- in hafi haft með sér samstarf í útboði Reykjavíkurborgar á sölu á olíuvörum og elds- neyti til SVR, Vélamiðstöðvar Reykjavíkur- borgar og Slökkviliðs Reykjavíkurborgar árið 1993. Þá hafi Olís og Skeljungur haft með sér samvinnu árin 1994-2001 í tengslum við útboð Vegagerðarinnar á íblöndunarefni í asfalt. Einnig kemst stofnunin að þeirri niðurstöðu að félögin hafi haft með sér samvinnu við gerð tilboða vegna útboðs dómsmálaráðuneytisins á eldsneytissölu í október 1996. Þá hafi þau sam- eiginlega ákveðið að taka ekki þátt í útboði Rík- iskaupa á smurþjónustu og haft með sér sam- vinnu um gerð tilboða í útboði Vestmannaeyjabæjar á eldsneyti og olíuvörum árið 1997. Að auki telur Samkeppnisstofnun að félögin hafi rætt saman um óskir aðila um verðtilboð á eldsneyti og ákveðið að þeim viðskiptum yrði skipt á milli félaganna, í tengslum við fyrirhug- aða magnesíumverksmiðju á árinu 1997. Þá hafi félögin ákveðið sameiginlega hvaða afslátt þau byðu Landssímanum í verðkönnun fyrirtæk- isins árið 1998. Að síðustu telur stofnunin víst að félögin hafi rætt sín á milli um útboð Reykja- víkurborgar á gasolíu og 95 okt. bensíni fyrir Strætó bs. og Vélamiðstöð Reykjavíkurborgar. Þau hafi hins vegar ekki náð samkomulagi um að stilla saman tilboðum. Úrskurður samkeppn- isráðs ætti að liggja fyrir um áramót SKÝRSLAN sem vitnað er til er fyrri hluti frumathugunar Samkeppnisstofn- unar á ólögmætu samráði olíufélag- anna. Hún var birt olíufélögunum rétt eftir síðustu áramót til athugasemda. Síðari hluti skýrslunnar verður ef að líkum lætur sendur félögunum með haustinu. Eftir að skýrslan er öll komin í hendur olíufélaganna og þeim hefur verið veittur frestur til að gera at- hugasemdir fer málið til samkeppnis- ráðs. Þess er vænst að ráðið geti tekið málið fyrir í lok ársins. Næstu skref eftir að Samkeppnisráð hefur afgreitt málið fara eftir því hvort olíufélögin una úrskurði ráðsins eða ákveða að áfrýja til áfrýjunar- nefndar samkeppnismála. Fari málið svo langt ætti úrskurður nefndarinnar að geta legið fyrir skömmu eftir áramót. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála er nokkurs konar æðsta dómstig sam- keppnismála og aðeins eftir að úr- skurður nefndarinnar er fenginn færi málið fyrir dómstóla. Morgunblaðið/Arnaldur Framlegð og skiptisala Í SKÝRSLU Samkeppnisstofnunar er margoft minnst á hugtakið framlegð. Framlegð er mikilvæg stærð í bókhaldi fyrirtækja. Með framlegð vöru er átt við mismun á tekjum af henni, þ.e. sölu- verði, og svokölluðum breytilegum kostnaði vegna hennar. Hugtakið skiptisala er einnig notað á nokkrum stöðum í skýrslunni. Sam- keppnisstofnun skilgreinir það svo: „Hér er rétt að taka fram að skiptisala er hugtak sem olíufélögin nota og lýsir í aðalatriðum þeirri framkvæmd félag- anna að skipta á milli sín í ákveðnum hlutföllum sölu til tiltekinna við- skiptavina eða framlegð vegna þeirra. Yfirleitt er þetta gert án vitneskju við- komandi viðskiptavinar.“ Í SKÝRSLU Samkeppnisstofnunar erfjallað um tíða fundi forstjóra olíufélag-anna þriggja þar sem meðal annars var rætt um væntanleg útboð á vegum opinberra aðila sem og einkafyrirtækja. Jafnframt hafi þeir átt fundi þar sem rætt var um sam- komulag um sölu til erlendra skipa. Samkvæmt upplýsingum Samkeppnisstofn- unar héldu forstjórarnir þrír nokkra fundi á fyrri hluta ársins 1995 þar sem rætt var um samkomulag um sölu til erlendra skipa. Sam- kvæmt skýrslu frá Olíufélaginu (Esso) náðist samkomulag um skiptahlutföll olíufélaganna í apríl 1995 og gilti það til ársins 2001. Í gögnum um útboð Ístaks árið 1996 kemur fram að í fundargerð framkvæmdastjórnar Esso frá 6. febrúar 1996 er bókað: „að tala eigi við Olís um að ekki sé skilað inn tilboði nema útboðið væri formlegt“. Síðan er bókað að það sé verkefni forstjóra Esso að ræða við for- stjóra Olís. Forstjóri Esso hefur staðfest við Samkeppnisstofnun að hann hafi rætt við for- stjóra Olís um að félögin myndu ekki skila inn tilboði í útboði Ístaks nema að tryggt væri að útboðið væri formlegt. Að mati forstjóra Esso er eðlilegt að félögin ræddu þetta til þess að stuðla að því að farið yrði að lögum um útboð. Flugleiðir er eitt þeirra félaga sem stóð fyrir útboði vegna eldsneytiskaupa árið 1996. Sam- kvæmt dagbókum forstjóra Skeljungs og Olís var haldinn fundur forstjóra félaganna þriggja hinn 8. maí 1996, daginn áður en tilboðsfrestur rann út. Er það mat Samkeppnisstofnunar að á þeim fundi hafi náðst um það samkomulag að olíufélögin myndu hafa samstarf um gerð til- boða sem miðaði að því að hækka verð til Flug- leiða um 30 aura á lítra. Einnig hafi verið ákveðið að Esso héldi viðskiptunum við Flug- leiðir gegn því að skipta á milli olíufélaganna þriggja umsaminni hækkun á verðinu. Olíufélagið upplýsti Samkeppnisstofnun um að forstjóri Skeljungs hefði átt frumkvæði að því að félögin hefðu með sér samráð vegna út- boðs Reykjavíkurborgar og Landhelgisgæsl- unnar árið 1996. Í gögnum Samkeppnisstofn- unar kemur fram að viðræður olíufélaganna um útboð áttu sér stað í apríl/maí 1996. Hinn 3. júlí 1996 hittust forstjórar olíufélag- anna þriggja til að ræða stefnuna í útboðs- málum. Síðar í sama mánuði hittust þeir í tví- gang en ekki er ljóst skv. skýrslunni hvort þeir hafi rætt útboðsmálin á þeim fundum. Samkvæmt dagbókum forstjóra Olís og Skeljungs funduðu forstjórar félaganna þriggja 2. ágúst, 7. ágúst og 5. september 1996. Samkvæmt gögnum sem Samkeppnisstofnun hefur undir höndum frá Olíufélaginu telur stofnunin að á einhverjum þessara funda hafi útboðsmálin verið rædd. Á fundi sem forstjór- arnir áttu hinn 12. september 1996 telur Sam- keppnisstofnun að Skeljungur hafi lagt fyrir hin félögin nákvæmar tillögur um hvað hvert félag myndi bjóða í útboðum gæslunnar og Reykjavíkurborgar og hvernig framlegðin af þessum viðskiptum myndi síðan skiptast milli félaganna. Forstjórarnir þrír hittust síðan tvisvar hinn 16. september í höfuðstöðvum Skeljungs þar sem Samkeppnisstofnun telur að Skeljungur hafi lagt fram nýja tillögu sem hin félögin hafi fallist á. Skiptahlutföll og útboð rædd á fundum forstjóra 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.