Morgunblaðið - 19.07.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 19.07.2003, Blaðsíða 41
MESSUR Á MORGUN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2003 41 ÁSKIRKJA: Vegna sumarleyfa starfsfólks er bent á guðsþjónustur í nágrannakirkj- unum. HJÚKRUNARHEIMILIÐ SKJÓL: Guðsþjón- usta kl. 14. Kór Áskirkju syngur. Org- anisti Kári Þormar. Árni Bergur Sig- urbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Ross Goodman frá St. Paul Lutheran Church í Boston prédikar. Organisti Gunnar Gunnarsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Sr. Hjálm- ar Jónsson prédikar. Sönghópur úr Dóm- kórnum syngur. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11. Alt- arisganga. Kirkjukór Grensáskirkju syng- ur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Sr. María Ágústsdóttir. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: Guðsþjónusta kl. 10.15. Organisti Kjart- an Ólafsson. Sr. Kristinn Ágúst Friðfinns- son. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11.00. Sr. Sigurður Pálsson prédikar. Hópur úr Mótettukór syngur. Organisti Hörður Ás- kelsson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Org- anisti Douglas A. Brotchie. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. LANDSPÍTALI – HÁSKÓLASJÚKRAHÚS: Fossvogur: Guðsþjónusta kl. 10. Sr. Bragi Skúlason. Landakot: Guðsþjón- usta kl. 11.30. Sr. Bragi Skúlason. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Lesmessa kl. 11 í umsjón Vig- fúsar Bjarna Albertssonar guðfræðings. Kaffisopi eftir stundina. Langholtskirkja verður lokuð í júlí vegna sumarleyfa starfsfólks. Sr. Pálmi Matthíasson, sókn- arprestur Bústaðakirkju, þjónar Lang- holtsprestakalli í júlímánuði. LAUGARNESKIRKJA: Kvöldmessa kl. 20. Kór Laugarneskirkju syngur undir stjórn Gunnars Gunnarssonar organista. Sr. Bjarni Karlsson þjónar ásamt Ragnari Hilmarssyni sóknarnefndarmanni. NESKIRKJA: Messa kl. 11. Kór Nes- kirkju syngur. Organisti Reynir Jónasson. Prestur sr. Arna Grétarsdóttir. SELTJARNARNESKIRKJA: Bæna- og kyrrðarstund kl. 11. Ritningarlestur og bæn. Umsjón Jóhanna Guðjónsdóttir guðfræðingur. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Til loka júlí- mánaðar verða ekki almennar guðsþjón- ustur á sunnudögum. Kirkjan verður samt opin fyrir allar aðrar athafnir í allt sumar. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast í símum 552-7270 og 899- 4131. Einnig er hægt að senda fyr- irspurnir á netfangið: hjorturm@frikirkj- an.is. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson þjónar fyrir altari. Kórinn leiðir söng undir stjórn Gróu Hreinsdóttur organista. Molasopi að guðsþjónustunni lokinni. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Engin guðsþjón- usta í kirkjunni vegna framkvæmda og sumarleyfa starfsfólks. Fyrsta guðsþjón- usta eftir hlé verður 17. ágúst. Bent er á helgihald í öðrum kirkjum prófastsdæm- isins. Sr. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA: Kvöldmessa kl. 20.30, sr. Magnús Björn Björnsson. Hjónin Emil Björnsson og Íris Lind Veru- dóttir sjá um tónlist. „Alfafólk“ er hvatt til að mæta með vini og meðlæti (sjá nánar: www.digraneskirkja.is). FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Spjallmessa kl. 20. Sr. Svavar Stefánsson sókn- arprestur þjónar fyrir altari. Sókn- arprestur og sr. Karl V. Matthíasson hafa samtalsprédikun um guðspjall dagsins. Organisti Sigrún Þorsteinsdóttir. Félagar úr kór kirkjunnar leiða söng. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Séra Vigfús Þór Árnason prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngur. Organisti: Hörður Bragason HJALLAKIRKJA: Guðsþjónustur falla nið- ur í júlímánuði og fram yfir verslunar- mannahelgi vegna sumarleyfa starfsfólks kirkjunnar. Bent er á helgihald í öðrum kirkjum Kópavogs. Við minnum á bæna- og kyrrðarstundir á þriðjudögum kl. 18 (Sjá einnig á heimasíðu Hjallakirkju: www.hjallakirkja.is). Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Fyrsta guðsþjónusta að loknu sumarleyfi sóknarprests verður um verslunarmannahelgina hinn 3. ágúst kl. 11. Kirkjan er opin á hefðbundnum tíma og kirkjuvörður aðstoðar fólk og veitir upplýsingar. Sr. Ægir Fr. Sigur- geirsson. SELJAKIRKJA: Kvöldmessa í Seljakirkju kl. 20. Sr. Bolli Pétur Bollason prédikar. Organisti Bjartur Logi Guðnason. Kór Seljakirkju leiðir söng. Altarisganga. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Samkoma kl. 20. Mikil lofgjörð, prédikun og fyrir- bænir. Þáttur kirkjunnar Um trúna og til- veruna er sýndur á sjónvarpsstöðinni Ómega kl. 13.30. Heimasíða kirkjunnar er: www.kristur.is. BOÐUNARKIRKJAN, Hlíðasmári 9, Kóp.: Samkomur alla laugardaga kl. 11. Bænastund alla þriðjudaga kl. 20. Biblíu- fræðsla allan sólarhringinn á Útvarp Boð- un FM 105,5. Allir alltaf velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudag kl. 20 er hjálpræðissamkoma. Valborg Krist- jánsdóttir stjórnar. Kafteinn Miriam Ósk- arsdóttir talar. FRÍKIRKJAN KEFAS, Vatnsendabletti 601: Lautarferð – Í dag ætlum við að koma saman að Geirlandi við Suður- landsveg (rétt fyrir austan Gunnars- hólma) kl. 14 með nesti og nýja skó og njóta saman útiveru í náttúrunni. Hver og einn kemur með nesti fyrir sig. Allir eru hjartanlega velkomnir og takið endi- lega með ykkur gesti. Sunnudaginn 20. júlí er samkoma kl. 20. Sigrún Ein- arsdóttir talar. Lofgjörð og fyrirbænir. Barnagæsla fyrir 1–7 ára börn á sam- komutíma. Kaffi og samfélag eftir sam- komu. Allir eru hjartanlega velkomnir. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Sunnudag- ur: Húsið opnað kl. 20. Seldar verða kaffiveitingar á góðu verði. Samkoman hefst kl. 20.30. „Eining – draumsýn eða veruleiki.“ Einar Sigurbergur Arason, guð- fræðingur og kennari. Allir velkomnir. VEGURINN: Kennsla um trú í höndum Jóns G. Sigurjónssonar er bæði kl. 10 og kl. 19. Vinsamlega athugið að aðal- samkomur kirkjunnar eru á fimmtudög- um kl. 20 í sumar. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík – Kristskirkja í Landakoti, dómkirkja og basilíka: Sunnudaga: Há- messa kl. 10.30. Messa á ensku kl. 18. Alla virka daga: Messa kl. 18.00. Sunnu- daginn 20. júlí: Þorláksmessa á sumri, stórhátíð. Við minnumst þess, að árið 1198 voru helgir dómar dýrlingsins tekn- ir upp og skrínlagðir í Skálholts- dómkirkju. Hátíðarmessa er kl. 10.30. Miðvikudaginn 23. júlí: Vígsludagur Kristskirkju í Landakoti, stórhátíð. Þenn- an dag eru 74 ár liðin frá því van Ross- um kardínáli kom til landsins í annað sinn og vígði hina nýbyggðu dómkirkju í Landakoti Kristi konungi. Verndar- dýrlingar kirkjunnar eru heilög María mey, heilagur Jósep og Þorlákur helgi biskup. Hátíðarmessa er kl. 18. Reykjavík – Maríukirkja við Raufarsel: Sunnudaga: Messa kl. 11. Laugardaga: Messa á ensku kl. 18.30. Virka daga: Messa kl. 18.30. Riftún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl. 16. Miðvikudaga kl. 20. Hafnarfjörður – Jósefskirkja: Sunnu- daga: Messa kl. 10.30. Frá júlí til sept- ember fellur messan á miðvikudögum kl. 18.30 niður. Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa kl. 8.30. Virka daga: Messa kl. 8. Keflavík – Barbörukapella: Skólavegi 38: Sunnudaga: Messa kl. 14. Fimmtu- daga: Skriftir kl. 19.30. Bænastund kl. 20. Stykkishólmur, Austurgötu 7: Laug- ardaga: Messa kl. 18.30. Sunnudaga: Messa kl. 10. Ísafjörður: Sunnud.: Messa kl. 11. Flateyri: Laugardaga: Messa kl. 18. Bolungarvík: Sunnudaga kl. 16. Suðureyri: Sunnud.: Messa kl. 19. Akureyri, Kaþólska kirkjan: Péturskirkja, Hrafnagilsstræti 2: Laugardaga: Messa kl. 18. Sunnudaga: Messa kl. 11. BRAUTARHOLTSKIRKJA á Kjalarnesi: Guðsþjónusta sunnudag kl. 11 f.h. Gunnar Kristjánsson sóknarprestur. LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Kl. 11 messa. Ungbarnsskírn og altaris- ganga. Hópur úr Litlum lærisveinum og Kór Landakirkju syngja. Börnin fá biblíu- myndir. Þessi messa er síðasta messa sr. Kristjáns fyrir eins árs námsleyfi vest- anhafs. Prestsfjölskyldunni allri þætti gaman að sjá sem flesta í kirkju til að segja bless á meðan. Það er alltaf gott að fá góðar blessunaróskir þegar lagt er upp í langa ferð. Kaffisopi á eftir í safn- aðarheimilinu. Sr. Kristján Björnsson. MOSFELLSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Kirkjukór Lágafellssóknar. Harmonikku- leikur: Guðmundur Jónsson. Organisti: Jónas Þórir. Jón Þorsteinsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Morgun- söngur kl. 10.30. Organisti Antonía Hev- esi. Prestur sr. Gunnþór Þ. Ingason. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: Guðs- þjónusta sunnudag kl. 20. Kirkjukór Víði- staðasóknar syngur létta söngva. Sum- ardagar 21.–25. júlí kl. 9–12. Dagskrá fyrir börn sem lokið hafa 1.–4. bekk. Áhugasamir mæti í Víðistaðakirkju kl. 9 að morgni mánudagsins 21. júlí með næringarríkt nesti og gott skap. Engin þátttökugjöld. Allir velkomnir. Sóknar- prestur. ÍSAFJARÐARKIRKJA: Messa kl. 11. Kór Ísafjarðarkirkju syngur undir stjórn Mar- grétar Gunnarsdóttur. Sóknarprestur. VESTURHÓPSHÓLAKIRKJA: Fermingar- messa sunnudag kl. 11. Fermd verður Katrín Fly Valdimarsdóttir, Kistu. Prestur sr. Sigurður Grétar Sigurðsson. AKUREYRARKIRKJA: Messa á Seli kl. 14.30. Sr. Svavar A. Jónsson. Sum- artónleikar kl. 17. Lars Frederiksen leik- ur á orgel. Aðgangur ókeypis. Kvöld- messa kl. 20.30. Sr. Svavar A. Jónsson. Tónlist í umsjá hjónanna Þorvalds Hall- dórssonar og Margrétar Scheving. Mikill söngur. GLERÁRKIRKJA: Kvöldguðsþjónusta verður í kirkjunni nk. þriðjudag kl. 20.30. Tónlist annast Þorvaldur Halldórsson og Margrét Scheving. Sóknarprestur. LAUFÁSKIRKJA: Guðsþjónusta sunnu- dag kl. 13.30 í upphafi starfsdags Gamla bæjarins. VALÞJÓFSSTAÐARPRESTAKALL: Sunnu- daginn 20. júlí: Eiríksstaðakirkja, messa kl. 11. Hofteigskirkja, messa kl. 16 (ath. breyttan áður auglýstan messu- tíma). Prófastur Múlaprófastsdæmis, sr. Sigfús J. Árnason, sóknarprestur á Hofi í Vopnafirði, vísiterar söfnuðina, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti, sr. Láru G. Oddsdóttur. Fagnað verður 90 ára afmæli Eiríksstaðakirkju og 120 ára afmæli Hofteigskirkju í Skjöldólfs- staðaskóla milli kl. 13.00 og 15.00, þar sem sóknarnefndir bjóða til hádeg- isverðar og flutt verður erindi um sögu kirknanna. Allir velkomnir. Sóknarnefndir Eiríksstaða- og Hofteigssókna. KIRKJUBÆJARKLAUSTURSPRESTA- KALL: Gamli kirkjugarðurinn á Kirkjubæj- arklaustri við Minningarkapellu sr. Jóns Steingrímssonar, útiguðsþjónusta kl. 11 árdegis. Sr. Haraldur M. Kristjánsson prófastur mun prédika og kór Prests- bakkakirkju syngja undir stjórn Brian R. Bacon. Þykkvabæjarklausturskirkja í Álftaveri: Guðsþjónusta kl. 16. Að lokinni guðsþjónustu verður tekin fyrsta skóflu- stungan að aðstöðuhúsi við kirkjuna en síðan verður kaffisala í Herjólfsstaða- skóla til styrktar byggingu hússins. Sr. Bryndís Malla Elídóttir. SELFOSSKIRKJA: Messa sunnudag kl. 11. Léttur hádegisverður að messu lok- inni. Morguntíð sungin þriðjudag, mið- vikudag, fimmtudag og föstudag, kaffi- sopi á eftir. Foreldrasamvera miðvikudaga kl. 11. Sóknarprestur. STRANDARKIRKJA í Selvogi: Messa nk. sunnudag kl. 17.00. Organisti Jörg Sondermann. Almennur safnaðarsöngur. Kristinn Ág. Friðfinnsson. ÞINGVALLAKIRKJA: Messa nk. sunnu- dag kl. 14. Organisti Guðmundur Vil- hjálmsson. Almennur safnaðarsöngur. Ganga undir leiðsögn um þinghelgi eftir messu. Kristinn Ág. Friðfinnsson. Guðspjall dagsins: Jesús kennir af skipi. ( Lúk. 5.) Morgunblaðið/Ómar Kirkjan í Gufudal. BOÐIÐ verður upp á dagskrá fyrir börn í Víðistaðakirkju dagana 21.– 25. júlí. Um er að ræða eins konar leikjanámskeið með kristilegri fræðslu, sem hefur verið í boði í ýms- um kirkjum Kjalarnessprófasts- dæmis á undanförnum árum. Dagskráin er hönnuð fyrir börn sem lokið hafa 1.–4. bekk. Eldri krakkar eru einnig velkomnir. Sum- ardagarnir hefjast mánudaginn 21. júlí og standa yfir í 5 daga frá kl. 9 á morgnana til kl. 12 á hádegi. Dag- skráin fer fram úti og inni og er í umsjá fólks sem er mjög hæft og hef- ur góða reynslu af slíku starfi með börnum. Sumardögum lýkur svo með lokahátíð föstudaginn 25. júlí. Þátttaka er börnunum að kostn- aðarlausu. Þau þurfa ekki að skrá sig á dagana heldur mæta á staðinn á tilsettum tíma með næringarríkt nesti og gott skap í farteskinu. Spjallmessa í Fella- og Hólakirkju Á MORGUN, sunnudaginn 20. júlí, verður spjallmessa í Fella- og Hóla- kirkju. Í stað hefðbundinnar prédik- unar munu sóknarprestarnir í Fella- sókn, sr. Svavar Stefánsson og sr. Karl V. Matthíasson spjalla saman um guðspjall dagsins. Munu þeir velta upp merkingu guðspjallsins og hvernig það skírskotar til okkar daglega lífs. Þeir munu fjalla um hin trúarlegu stef guðspjallsins og með hvaða hætti þau geta verið okkur til hvatningar og lærdóms við dagleg störf og amstur. Svona samtalsform prédikunar er þekkt og býður upp á möguleika á að fjalla um boðskap dagsins með öðrum hætti en í hefðbundinni pré- dikun. Í samtalsprédikun gefst tæki- færi fyrir kirkjugesti að taka þátt í samræðu um boðskap textans og heyra hvernig ákveðinn texti skír- skotar til fólks með ákveðnum blæ- brigðamun. Spjallmessan er kl. 20 en messur í Fella- og Hólakirkju í júlí og fram í miðjan ágúst eru kvöldmessur. Þar gefst fólki tækifæri til að ljúka helginni með kirkjugöngu. Á eftir messu er boðið upp á kaffi og svala- drykk í safnaðarheimilinu og spjalla saman. Allir eru hjartanlega vel- komnir í kirkjuna og gott er að koma þangað og hvíla hugann og njóta uppbyggilegrar stundar. Svavar Stefánsson. Kvöldmessur í Laugarneskirkju NÚ hefur Laugarneskirkja rumskað af sínum árvissa sumarblundi og fyrsta messa á nýju starfsári verður sunnudaginn 20. júlí kl. 20. Kór kirkjunnar mun syngja við undirleik Gunnars Gunnarssonar en Bjarni Karlsson sóknarprestur þjón- ar ásamt sóknarnefndarmanninum Ragnari Hilmarssyni. Messukaffi Sigríðar kirkjuvarðar bíður svo allra að stundinni lokinni. Við kvöld- messur sumarsins er gert ráð fyrir börnum og mun boðið upp á barna- gæslu meðan á prédikun og alt- arisgöngu stendur. Nú er lag að koma til kirkju. Sr. Kristján kveður í bili EINS og mörgum Eyjamönnum er kunnugt mun sr. Kristján Björnsson, sóknarprestur við Landakirkju, halda í námsleyfi í rúmt ár til Banda- ríkjanna núna í lok júlí. Síðasta messa fyrir námsleyfi verður sunnu- daginn 20. júlí kl. 11.00. Vonast hann og fjölskylda hans til að sjá sem flesta til að kveðja í bili. Eitt ár er ekki lengi að líða og verð- ur sr. Kristján kominn til starfa að nýju í september 2004, ef allt fer sem ætlað er með Guðs hjálp og góðra manna. Á meðan mun sr. Þorvaldur Víðis- son vera settur sóknarprestur og sr. Fjölnir Ásbjörnsson settur prestur. Sr. Þorvald þekkja Eyjamenn vel sem prest í heilt ár og sr. Fjölnir kemur frá Sauðárkróki, þar sem hann er alinn upp og þar hefur hann einnig verið settur sóknarprestur síðastliðið ár við góðan orðstír. Í messunni á sunnudag verður ungbarnsskírn og börn sem mæta fá biblíumyndir. Hópur úr barnakórn- um Litlum lærisveinum og Kór Landakirkju syngja með stjórn- endum sínum, Sigurlínu Guðjóns- dóttur og Guðmundi H. Guðjónssyni, organista. Eftir messu verður kaffi- sopi í Safnaðarheimilinu og tími fyr- ir spjall og kveðjur. Sálmarnir verða léttir og við lofum Guð fyrir sumarið og indæla tíð. Sóknarnefnd og prestar Landa- kirkju. Vestur- íslenskur prestur í Bústaðakirkju. SUNUDAGINN 20. júlí mun séra Ross Goodman frá St. Paul Lutheran Church í Arlington í Boston prédika við messu kl. 11.00 í Bústaðakirkju. Samskipti hafa verið á milli Bústaða- kirkju og St. Paul Lutheran Church í Boston og sl. vetur fór hópur frá Bústaðakirkju í heimsókn til þeirra. Ross Goodman er af íslenskum ættum og nafnið Goodman tók langafi hans upp þar sem Banda- ríkjamenn áttu í erfiðleikum með að bera fram nafn hans sem var Guð- mundur. Langafi Goodmans gerði því enska útgáfu af nafninu, sem hefur síðan verið ættarnafn afkom- enda hans vestan hafs. Langafi hans og ættmenni hans bjuggu á Íslend- ingaslóðum í Norður-Dakota og til- heyrðu þar Fjallasöfnuði, sem sr. Ólafur Skúlason biskup þjónaði. Sr. Ólafur mun þjóna í messunni ásamt sóknarpresti. Fjölmargir meðlima St. Paul Lutherian Church eru ættaðir frá Norðurlöndunum og um margt ber söfnuðurinn norrænt yfirbragð. Eftir messu verður komið saman í safnaðarheimilinu og boðið upp á súpu og brauð og þar gefst tækifæri á því að kynnast þessum bandaríska vinasöfnuði og ætt og uppruna þessa íslenskættaða prests. Pálmi Matthíasson. Útiguðsþjónusta í Kirkjubæjarklausturs- prestakalli ÚTIGUÐSÞJÓNUSTA verður næst- komandi sunnudag 20. júlí kl. 11 ár- degis í gamla kirkjugarðinum á Kirkjubæjarklaustri við Minningar- kapellu sr. Jóns Steingrímssonar. Þann dag eru 220 ár síðan eld- messan var sungin og verður hennar minnst með guðsþjónustu á þessum helga stað. Prestur er sr. Bryndís Malla Elídóttir en sr. Haraldur M. Kristjánsson prófastur mun prédika og kór Prestsbakkakirkju syngja undir stjórn Brian R. Bacon. Gott er að nota þetta tækifæri til þess að koma saman og minnast sög- unnar. Eldmessan var sungin á Þor- láksmessu á sumri en sá dagur er jafnframt messudagur í Þykkva- bæjarklausturskirkju í Álftaveri, þar sem munkaklaustur var fyrr á öldum með Þorlák helga sem ábóta. Guðsþjónusta verður þar í kirkj- unni kl. 16 á sunnudaginn. Að lok- inni guðsþjónustu verður tekin fyrsta skóflustungan að aðstöðuhúsi við kirkjuna en síðan verður kaffi- sala í Herjólfsstaðaskóla til styrktar byggingu hússins. Allir eru hjartan- lega velkomnir. Fjölskyldudagur í Viðey Á MORGUN, sunnudaginn 20. júlí, verður sérstakur fjölskyldudagur í Viðey. Siglt verður frá Reykjavíkur- höfn, frá smábátahöfninni fyrir neð- an Hafnarbúðir, kl. 13:30. Örlygur Hálfdanarson bókaútgefandi og fyrrum íbúi í Viðey mun fræða gesti um markverð kennileiti á leiðinni. Siglingin tekur um hálfa klukku- stund. Einnig verður bátsferð beint frá Klettsvör kl.14.00 Um kl.14.30 hefst helgistund í Viðeyjarkirkju. Prestur sr. Hjálmar Jónsson en söngfélagar úr Dóm- kórnum leiða sönginn. Organisti verður Marteinn H. Friðriksson. Eft- irhelgistund í kirkjunni verður Við- eyjarstofa skoðuð og gestir fræðast um sögu Viðeyjar. Síðan verður leik- ið og sungið úti á túni, grillað fyrir börnin en boðið upp á kaffi og þjóð- legt meðlæti fyrir fullorðna fólkið. Brottför frá Viðey er kl. 16:30 Allir hjartanlega velkomnir. Sumardagar í Víðistaðakirkju KIRKJUSTARF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.