Morgunblaðið - 19.07.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 19.07.2003, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2003 45 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake KRABBI Afmælisbörn dagsins: Þú býrð yfir miklum þokka og hefur sterkar tilfinningar til ástvina þinna. Þú hefur mikla löngun til þess að vera sífellt að bæta þig. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Í dag er ekki ráðlegt að ræða um persónuleg mál- efni. Þú munt ekki fá þann skilning og stuðning sem þú býst við. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það er líklegt að einhver misskilningur eigi sér stað í samskiptum þínum við ann- að fólk í dag. Nú er ekki gott að taka mikilvægar ákvarðanir. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú skalt forðast að taka þátt í hvers konar samn- ingaviðræðum. Það er ekki allt eins og það sýnist vera í dag. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú skalt eftir fremsta megni reyna að forðast þá freistingu að eyða pen- ingum í munaðarvörur í dag. Ef þú gerir svo muntu sjá eftir því. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú ert ekki eins og þú átt að þér að vera í dag og allt er fremur ruglingslegt. Þetta mun vera liðið hjá á morgun. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Ekki vinna verk í dag sem krefjast mikillar einbeit- ingar eða hugsunar. Þú átt það til að vera annars hug- ar þessa stundina. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þetta er undarlegur dagur, jafnvel þó þú skiljir aðra, gæti þér skjátlast. Á þess- um tíma er líklegt að reynt sé að svindla á þér. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Misskilningur gæti átt sér stað í vinnunni vegna þess að þú skilur fyrirmæli ekki nógu vel. Óskaðu eftir frek- ari leiðbeiningum ef þess þarf. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú finnur fyrir einhverju yfirskilvitlegu í dag. Það gæti verið raunin. Einnig gæti þetta reynst vera tál- sýn. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Ekki hafa trú á einhverju sem tengist fjármálum í dag. Þú getur treyst öðrum en misskilningur getur ávallt átt sér stað. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú gætir fundið fyrir kvíða og óöryggi í dag. Í raun er þetta vegna þess að þú veist ekki hvað öðrum finnst um þig. Slakaðu á. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Farðu tvisvar yfir verk þín í vinnunni í dag. Villur og mistök gætu hæglega átt sér stað. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÁRNAÐ HEILLA Ungum er það allra bezt að óttast guð, sinn herra. Þeim mun vizkan veitast mest og virðing aldrei þverra. Hafðu hvorki háð né spott, hugsa um ræðu mína, elska guð og gerðu gott, geym vel æru þína. Foreldrum þínum þéna af dyggð, það má gæfu veita. Varast þeim að veita styggð, viljirðu gott barn heita. Hugsa um það helzt og fremst, sem heiðurinn má næra. Aldrei sá til æru kemst, sem ekkert gott vill læra. - - - Hallgrímur Pétursson. LJÓÐABROT HEILRÆÐAVÍSUR 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 Be7 4. Rgf3 Rf6 5. e5 Rfd7 6. c3 c5 7. Bd3 Rc6 8. 0–0 a5 9. He1 g5 10. h3 h5 11. g4 hxg4 12. hxg4 cxd4 13. cxd4 Db6 14. Rb1 Rxd4 15. Rc3 Hh3 16. Rh2 Rc6 17. Rb5 Rdxe5 18. Be3 d4 19. Bxd4 Rxd4 20. Hxe5 Bd7 21. Bf1 Staðan kom upp í stórmeist- araflokki á fyrsta laugardagsmóti sem lauk fyrir skömmu í Búdap- est í Ungverja- landi. Jón Viktor Gunnarsson (2.411) hafði svart gegn Jennifer Shah- ade (2.366). 21. … Hg3+! 22. fxg3 hvítur stæði uppi með koltapað tafl eftir 22. Bg2 Bxb5. Eftir texta- leikinn verður hann hins- vegar mát. 22. … Re2+ 23. Kg2 Bc6+ 24. Rf3 Hefði hvítur haft skopskynið í lagi hefði hann leyft svörtum að máta sig með riddara á g1 með því að leika 24. Kh3 Rg1#! 24. … Dg1+ og hvít- ur gafst upp enda mát eftir 25. Kh3 Dxg3#. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. 70 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 19 júlí, er sjötug Guðrún S.M. Hall- dórsdóttir, Hátúni 12, Sjálfsbjargarheimilinu Reykjavík. Hún tekur á móti gestum á milli kl. 14–17 á 5. hæð, Hátúni 12. 60ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 19. júlí, verður sextugur Jóhann Ingi Jóhannsson, verkstjóri, Fíf- umýri 2, Garðabæ. Jóhann Ingi og eiginkona hans, Ást- hildur Einarsdóttir, taka á móti gestum í Stjörnuheim- ilinu Garðabæ, í dag, laug- ardag, kl. 17–19. GULLBRÚÐKAUP. Í dag, laugardaginn 19. júlí, eiga 50 ára hjúskaparafmæli, hjónin Guðbjörg Guðmundsdóttir og Sæ- mundur Helgason, bændur á Galtarlæk í Skilmannahreppi. SPIL dagsins er gamall flakkari. Sagan segir að Frakkinn Henry Svarc hafi unnið sex spaða við borðið, en það telst gott ef lesand- inn getur leyst spilið með allar hendur uppi: Vestur gefur; enginn á hættu. Norður ♠ Á432 ♥ Á105432 ♦ Á54 ♣-- Vestur Austur ♠ 6 ♠ -- ♥ 976 ♥ DG8 ♦ 2 ♦ KD1098 ♣KG986532 ♣ÁD1074 Suður ♠ KDG109875 ♥ K ♦ G763 ♣-- Vestur Norður Austur Suður 4 lauf Dobl 6 lauf 6 spaðar spaðar Pass Pass Pass Hvernig á að ná í tólf slagi með tígultvistinum út? Hjartað fríast með einni trompun, en vandinn er innkomuleysið í borði. Tígulásinn fer í fyrsta slag og þá er aðeins ein inn- koma eftir – spaðaásinn. Hinir liðsmenn tromplitars- ins eru of smáir. Svarc fann lausnina við borðið. Hann tók á hjarta- kóng í öðrum slag, spilaði spaðafimmu og gaf vestri slaginn á spaðasexuna! Þá varð vestur að útvega inn- komuna sem vantaði. Nokkuð óvenjulegt: Sagnhafi á öll trompin nema sexuna, en eina leiðin til vinnings er að gefa slag á tromp. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson Samkvæmisveski og spariskór Bankastræti 11 • sími 551 3930  A          1     #     ! #  $ "  G          !   " #     < $#   "  - ?1  F ! '   #   $ F $ ?. @ '"  #< F    @   8 *'  $     #" 8 8 '   @   1 )L '# #*  $C" F$# B  E '       #" ,< ' "  #    #  $ F$# " # M8 '  #    # $ ?: ! 1#    " 1 &  " *  $  #'         "  #         E#  #  G   G-N;:9-;;  $  E"   F     N;;;'  ##  >  #   ! E#      E#    !    #        '   # F " #  $ E"  ' 3 0  & * .0  'KF<'8:  $  ' $ < "'1 :  #" #' * '7 #  '    $ 'F $     1    $ $     2  %  $  3 &/1 5***64       788 9788 :: ) $ - 788 ; MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Þar munaði mjóu!          FRÉTTIR RÍFLEGA 30 krakkar frá Hólmavík og nágrenni tóku þátt í Búnaðar- bankamótinu í knattspyrnu í Borgar- nesi í lok síðasta mánaðar. Eins og oft áður sameinuðu lið Kormáks á Hvammstanga og Geislans á Hólma- vík krafta sína og að þessu sinni kom hópurinn heim með einn bikar, en 4. flokkur drengja fór með sigur af hólmi eftir spennandi keppni. 5. flokk- ur lenti í næstneðsta sæti, 6. flokkur í 9. sæti og 7. flokkur í 5. sæti. Í keppni stúlkna átti Geislinn/ Kormákur lið í 4. flokki sem hafnaði í 5. sæti. Hóp- urinn var sem áður segir stór og gisti ýmist í tjöldum eða skólaselinu í Borgarnesi. Veður var ágætt til að byrja með en tók fljótlega að rigna og varð ekkert lát á. Engu að síður skemmti hópurinn sér vel og var að vonum ánægður með frammistöðuna. Góð frammistaða Geisl- ans á Búnaðarbankamóti Hólmavík. Morgunblaðið. RAUÐAKROSSDEILD Eskifjarðar færði nýlega Eskifjarðarsókn líkbíl að gjöf. Hér sést Árni Helgason, formaður deildarinnar, afhenda Georg Halldórssyni, formanni sóknarnefndar, bifreiðina. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Rauðakrossdeild Eskifjarðar færði nýlega Eskifjarðarsókn líkbíl að gjöf. Hér sést Árni Helgason formaður deildarinnar afhenda Georg Halldórs- syni, formanni sóknarnefndar bifreiðina. Höfðingleg gjöf Rauðakrossdeildar Eskifirði. Morgunblaðið. HINN 17. júlí sl. um kl. 9 varð árekstur á gatnamótum Kringlu- mýrarbrautar og Suðurlandsbraut- ar. Um var að ræða grænan Mitsub- ishi Galant og hvítan Mitsubishi Colt. Ágreiningur er um stöðu um- ferðarljósa. Þeir sem upplýsingar gætu gefið um umferðaróhappið eru beðnir að hafa samband við lögregl- una í Reykjavík. Vitni óskast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.