Morgunblaðið - 19.07.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 19.07.2003, Blaðsíða 47
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2003 47 FÓLK  SILJA Úlfarsdóttir, spetthlaupari úr FH, komst ekki í úrslit á Evrópu- meistaramóti unglinga, 22 ára og yngri, í Bydgoszcz í Póllandi í gær. Silja náði sér ekki á strik – hljóp á 61,30 sek., en hún á best 59,46 sek. Silja hefði þurft að hlaupa undir 58,58 sek. til að komast í úrslit.  HELGI Valur Daníelsson, sem fór til að skoða aðstæður hjá sænska lið- inu Norrköping, getur ekki gerst leikmaður með því fyrr en á næsta keppnistímabili. Reglur um félaga- skipti á milli landa segja að leikmaður geti ekki skipt á milli félaga á milli landa nema einu sinni á ári. Helgi Valur kom til Fylkis frá enska liðinu Peterborough í sumar.  ÓNEFNDUR stuðningsmaður knattspyrnuliðs Víkinga gerði sér lít- ið fyrir og gekk upp að formanni knattspyrnudeildarinnar á síðasta deildarleik og rétti honum ávísun upp á 100 þúsund krónur til styrktar knattspyrnudeildinni. Stuðningsmað- urinn hafði gengið inná vallarsvæðið án þess að vera rukkaður um að- göngumiða og gekk þá til formanns- ins og færði honum ávísunina.  STEINGRÍMUR Jóhannesson, leikmaður ÍBV í knattspyrnu, verður líklega gegn Val í Landsbankadeild- inni á fimmtudag. Steingrímur brák- aði höfuðkúpuna og það sprakk í hon- um hljóðhimnan þegar hann lenti í samstuði við leikmann FH í Íslands- mótinu fyrr í sumar. Hann hefur ekk- ert leikið með ÍBV síðan það gerðist.  PAUL Merson, sem lék með Portsmouth á síðustu leiktíð, er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við enska 1. deildarliðið Walsall. Mer- son er 35 ára gamall miðjumaður og hann lék mjög vel á síðasta tímabili.  TOTTENHAM keypti í gær sókn- armanninn Bobby Zamora frá Brighton. Zamora er talinn mikið efni og leikur með 21 árs landsliði Eng- lendinga. Þetta eru önnur kaup Tott- enham í sumar en sóknarmaðurinn Helder Postiga kom frá Porto fyrir nokkrum vikum.  SOUTHAMPTON hefur samþykkt tilboð Chelsea í Wayne Bridge sem leikur sem vinstri bakvörður í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Bridge er 23 ára gamall og hefur leikið með enska landsliðinu. Talið er að Chelsea þurfi að borga Southampton um 850 milljónir íslenskra króna fyrir Bridge.  BANDARÍKJAMAÐURINN Lance Armstrong hélt forystunni í hjólreiðakeppninni Tour de France eftir 12. áfanga keppninnar í gær en þó dró saman með honum og helsta keppinauti hans. Um var að ræða tímatökuáfanga í Pýreneafjöllunum þar sem hjóluð var 47 km löng leið á milli Gaillac og Cap’Découverte. Þjóðverjinn Jan Ullrich var fljótastur á 58 mínútum og 32 sekúndum en Armstrong var 1,36 mínútum lengur á leiðinni. DENNIS Rodman tilkynnti í gær að hann ætlaði að leika í NBA-deildinni á komandi leiktíð. „Mér er fúlasta al- vara. Þessi tvö ár sem ég var í fríi hafa verið litskrúðug, mikið af veislum en ég hef létt mig mikið og andlega er ég tilbúinn,“ sagði þessi 42 ára gamli skrautlegi íþróttamað- ur sem varð sjö sinnum frákasta- kóngur NBA. Rodman segist vilja spila fyrir Kings eða Lakers þar sem hann vilji búa í Kaliforníu, „en ef þeir hjá Nets hafa áhuga þá get ég líka farið til þeirra,“ sagði hann. Rodman hefur ekkert spilað síðan hann var leystur undan samningi við við Dallas eftir 13 leiki keppnistímabilið 1999–2000. Rodman í NBA á ný ÁSGEIR Sigurvinsson, landsliðs- þjálfari í knattspyrnu, og Logi Ólafsson, aðstoðarmaður hans, verða á meðal áhorfenda þegar Lilleström og Lyn mætast í norsku úrvalsdeildinni á morgun. Þeir fóru til Óslóar til að sjá íslenska leik- menn í leik með liðunum, en fjórir Íslendingar eru í herbúðum Lille- ström – Indriði Sigurðsson, Gylfi Einarsson, Ríkharður Daðason og Davíð Viðarsson. Tveir Íslendingar leika í fremstu víglínu Lyn, Helgi Sigurðsson og Jóhann B. Guð- mundsson. Íslenska landsliðið mætir Fær- eyingum í Þórshöfn í Evrópukeppni landsliða 20. ágúst. Ásgeir og Logi í Ósló FJÖLMENNUR hópur fim- leikamanna hélt í gær til Portúgals á vegum Fimleika- sambands Íslands. Á ferð voru 168 þátttakendur, sem taka þátt í Gymnaeströdu í Lissab- on, þar sem 25 þúsund fim- leikamenn víðs vegar að úr heiminum verða saman komn- ir. Fimleikamennirnir eru frá Akureyri, Fylki, Gerplu, Gróttu, Hamri í Hveragerði, Keflavík og Stjörnunni. Fimleikahópar frá Íslandi hafa fimm sinnum áður tekið þátt í þessari miklu fim- leikasýningu – í Sviss, Dan- mörk, Amsterdam, Berlín og Gautaborg, en þangað fóru 116 þátttakendur 1999. 95 þátttakendur frá Íslandi taka þátt í Norrænu sýning- unni í Lissabon og hópur frá Stjörnunni hefur verið valinn til að sýna á Gala-sýningu, sem er mikill heiður. Fimleikamenn í Portúgal Átta íslenskir keppendur takaþátt í HM og þeir sem synda á morgun eru Kolbrún Ýr Kristjáns- dóttir í 100 metra flugsundi, Lára Hrund Bjargardóttir í 200 metra fjórsundi og þeir Jón Oddur Sigurðs- son og Jakob Jóhann Sveinsson keppa í 100 metra bringusundi. Morgunblaðið náði í gær tali af Steindóri Gunnarssyni landsliðs- þjálfara en hann kom ásamt íslensku keppendunum til Barcelona fyrir fimm dögum síðan. „Það er allt gott að frétta úr her- búðum íslenska landsliðsins. Allar aðstæður eru frábærar og gætu ekki verið betri. Það fer mjög vel um okk- ur og æfingar hafa gengið vel í vik- unni. Okkar fólk er að synda á góð- um tíma og það lofar góðu fyrir framhaldið. Aðalmálið er svo að þau standi sig þegar á reynir í keppn- inni.“ Eru einhver meiðsli í okkar her- búðum? „Það eru engin meiðsli í augna- blikinu í okkar herbúðum og ég vona að það breytist ekkert. Örn Arnar- son var búinn að vera mjög slæmur í bakinu en ég vona að hann hafi lagast og að bakmeiðslin muni ekki há honum þegar hann byrjar að keppa. Það mun hinsvegar koma í ljós hvað gerist þegar hann setur á fulla ferð í lauginni en ég held að þetta verði í lagi hjá honum.“ Hvaða væntingar hefur þú fyrir mótið? „Miðað við hvernig allt lítur út núna er ég bjartsýnn á gengi okkar. Jakob Jóhann Sveinsson hefur synt mjög vel í 100 og 200 metra bringu- sundi og ég hef trú á að hann setji Ís- landsmet í þeim greinum. Jón Oddur lítur mjög vel út og hann gæti sett Íslandsmet í 50 metra bringusundi. Anja Ríkey Jakobsdóttir virkar mjög sterk í baksundinu og hún á möguleika á að gera atlögu að Ís- landsmetinu í 50 og 100 metra bak- sundinu. Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir synti mjög vel síðasta vetur og er í góðu formi í dag og getur gert mjög góða hluti á mótinu. Lára Hrund Bjargardóttir virkar sterk í fjór- sundinu og ég er spenntur að sjá hvernig henni mun ganga. Íris Edda Heimisdóttir lenti í smá axla- meiðslum áður en við förum út en ég býst við að hún muni synda á góðum tíma í 100 metra bringusundinu. Heiðar Ingi Marinósson er sterkur sundmaður sem hefur verið í skugg- anum af Erni Arnarsyni en ég held að Heiðar muni ná góðum tímum á mótinu. Sterkasti sundmaðurinn okkar, Örn Arnarson, þarf líklega að synda í kringum 55,8 til 56 sekúndur í 100 metra baksundinu til að komast í 16-manna úrslit. Íslandsmetið hans í 100 metra baksundi er 54,75 sek- úndur en samkeppnin er mjög hörð og Örn þyrfti jafnvel að synda á 55,0 sekúndum til að komast í 16-manna úrslitin,“ sagði Steindór Gunnarsson í samtali við Morgunblaðið. Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir Jakob Jóhann Sveinsson og Lára Hrund Bjargardóttir verða í sviðsljósinu í Barcelona. Átta sundmenn á HM í Barcelona STEINDÓR Gunnarsson, landsliðsþjálfari í sundi, er bjartsýnn á gott gengi Íslendinga á heimsmeistaramótinu í sundi sem hefst í Barcelona á morgun. HM stendur yfir í eina viku og það eru um 800 keppendur sem taka þátt í því en allar aðstæður í Barcelona eru eins og þær gerast bestar.     )!   C #$$ %& 6 )!    C 5 . 5+   '     D      .  .  .  /#,,# /#,,# /#,,#     /#,,# /#,,# /#,,#       : / ()*  D      .  .    .37 #,,! .37 #,,!   #,,!      #,,   #,, #,,         =  A + +    D        .37 #,,! .37 #,,!    .37 #,,! .37 #,,!     5+ '   ()*    D    .  .  8#,,! .37 #,,!   9#,,# 8#,,#     < 4 +()*      D      .  .  .  8#,,! .37 #,,! .37 #,,!      :  ; #,,# <'#,,,       #.% E #7 +(,       D    D            /#,,#    #,,! .37 #,,! .37 #,,!      /#,,#    #,,! .37 #,,! '= > ((-         /7 ")* 5 .+ +   D    .  .   #,,!  #,,!   9#,,# ./ %#,,     ,   67  + +        F          7+ #,,! #,,! #,,! #,,!      . #,,, ./ %#,, #,, ?'  (((         #$$ <  A  )  ) 6 G     H ) D  Örn Arnarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.