Morgunblaðið - 19.07.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 19.07.2003, Blaðsíða 49
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2003 49 Leikurinn var jafn allan tímann ogliðin áttu í mesta basli með að byggja upp almennilegt spil. Blikarn- ir reyndu þó að láta boltann rúlla en sterkir miðverðir Þórs brutu flestar sóknir þeirra á bak aftur. Þórsarar beittu aðallega löngum sendingum fram á völlinn, sem Blikavörnin átti auðvelt með að hirða upp. Blikar komust svo yfir á 40. mínútu. Þeir fengu hornspyrnu og Hreiðar Bjarnason átti hörkuskot sem Þórsarar vörðu á línu. Ívar Sig- urjónsson fylgdi á eftir og skoraði með bylmingsskoti. Mínútu síðar fengu Blikar ámóta færi en Þórsarar björguðu með naumindum á línu. Þeir fengu svo hornspyrnu hinum megin og upp úr henni skoraði Hlyn- ur Birgisson sem stóð einn og óvald- aður inni í markteig Blika. Í síðari hálfleik gerðist fátt mark- vert þar til Þórsarar komust yfir á 84. mínútu. Þá vippaði Jóhann Þórhalls- son yfir Pál Gísla Jónsson, markvörð Blika, af markteig. Ívar Jónsson bjargaði að því er virtist á línu en að- stoðardómarinn veifaði mark og verður sá dómur að teljast mjög hæp- inn. Alexandre Santos bætti síðan við marki í uppbótartíma eftir mikinn einleik. Í blálokin skoraði Andri Alberts- son glæsilegt sjálfsmark, setti bolt- ann upp í hægra markhornið þar sem hann stóð aleinn í vítateig Þórsara, óverjandi og afar óvænt. Þrátt fyrir sigurinn voru Þórsarar langt frá sínu besta. Gamlingjarnir þrír, þeir Hlynur, Páll Gíslason og Atli Már markvörð- ur spiluðu reyndar vel, auk Ármanns Ævarssonar sem lék sem miðvörður við hlið Hlyns Birgissonar. Á miðj- unni gekk nánast ekkert upp og þótti tíðindum sæta ef sendingar rötuðu á samherja. Alexandre Santos byrjaði rólega en kom til er leið á leikinn. Hjá Blikunum spiluðu flestir ágæt- lega en þeirra bestir voru Þorsteinn Sveinsson og Ívar Sigurjónsson. Maður leiksins: Hlynur Birgisson, Þór. Loks heimasigur ÞÓRSARAR unnu sinn fyrsta leik á heimavelli í sumar þegar þeir lögðu Breiðablik að velli, 3:2, í jöfnum leik. Með sigrinum eru þeir enn á hælum Víkinga í baráttu um sæti í efstu deild en Blikarnir eru sem fyrr í fallsæti þótt reyndar sé stutt í næstu lið fyrir ofan þá. Einar Sigtryggsson skrifar Gunnar Þór Gíslason, stjórnar-formaður Stoke, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að tilboð Brynjars hefði ekki verið á þeim nót- um sem forráðamenn félagsins hefðu verið tilbúnir til að ræða um. „Ég held að ráðgjafar Brynjars hafi ekki veitt honum góð ráð og þeir hafi skotið langt yfir markið. Brynj- ar fór fram á rúmlega fimmtíu pró- senta launahækkun í heildina og það er ekki inni í myndinni hjá okkur að semja um slík kjör. Brynjar hefur staðið sig vel fyrir félagið síðan hann kom til Stoke og það er missir af honum. Það er ljóst að við þurfum að styrkja leikmannahópinn og við er- um byrjaðir að skoða hvaða mögu- leikar eru opnir í þeim efnum. Stoke er að fara í æfingaferð til Hollands á sunnudaginn og þar munu nokkrir leikmenn frá megin- landinu koma og æfa með liðinu. Það eru ýmsir leikmenn á Bretlandi og á meginlandinu sem eru tilbúnir til að vinna fyrir Stoke á eðlilegum kjörum og það er öruggt að við munum styrkja liðið. Markmið okkar fyrir næsta tíma- bil er ekki að vinna sæti í ensku úr- valsdeildinni heldur að fóta okkur enn frekar í fyrstu deildinni. Möguleikar til að styrkja félagið og gera atlögu að úrvalsdeildinni munu vera meiri á næsta ári. Þá breytist launaumhverfið í knatt- spyrnunni og þúsundir knattspyrnu- manna frá verðandi ESB-aðildar- ríkjum munu fá atvinnuréttindi á Englandi og knattspyrnumenn munu lækka í launum. Við þessa breytingu munum við geta fengið fleiri sterka leikmenn til Stoke,“ sagði Gunnar Þór Gíslason. Brynjar Björn fer frá Stoke BRYNJAR Björn Gunnarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, sem hefur leikið með Stoke City síðustu fjögur tímabil, mun ekki spila með liðinu á næstu leiktíð. Brynjar Björn er samningslaus, en hann fékk samningstilboð frá Stoke í maí, sem honum leist ekki á. Hann gerði Stoke gagntilboð í fyrradag sem forráðamönnum Stoke fannst vera óraunhæft og þeir ákváðu að hætta samningsviðræðum við Brynjar. Brynjar Björn Gunnarsson Fyrstu tíu mínúturnar réðuGarðbæingar ferðinni en síðan fóru gestirnir að feta sig framar og fengu tvö fyrstu færi leiksins, þegar góður skallabolti Kristjáns Jóhannssonar var varinn á línu og Þór- arinn Kristjánsson skaut í stöng. Það var því ekki í samræmi við þróun leiksins að Stjarnan skoraði en mark- ið var samt gott, Bernharður Guð- mundsson lék upp völlinn og renndi boltanum út á Ólaf Gunnarsson, sem skoraði af öryggi. Markið sló Keflvík- inga útaf laginu og þótt þeir reyndu að komast inn í leikinn á ný gekk það ekki fyrr en leið að lokum fyrri hálf- leiks. Þá fór fyrirgjöf Hólmars Rún- arssonar í slá en sjö sekúndum fyrir leikhlé þandi Ramsey netmöskvana. Eftir hlé áttu heimamenn erfitt uppdráttar og það var ekki fyrr en um miðjan síðari hálfleik að þeir fóru að komast inn í leikinn. Engu að síður voru öll sæmileg færi Keflvíkinga en Magnús Karl Pétursson, markvörður Stjörnunnar, stóð fyrir sínu. Hann varði skallabolta Stefáns Gíslasonar, gott skot Ramsey, kom vel út á móti Jónasi Sævarssyni og tvívegis fóru góð skot Keflvíkinga rétt framhjá stöng Stjörnunnar. Á síðustu mínútu leiksins, 37 sekúndum áður en flautað var til leiksloka, gerðist umdeilt atvik. Ómar Jóhannsson, markvörður Kefla- víkur, átti misheppnað úthlaup og Vil- hjálmur Vilhjálmsson náði ágætu skoti á markvarðarlaust markið en þar var fyrir varnarmaður sem varði á línu. Boltinn hrökk til Ómars mark- varðar úti í teig en dómari leiksins dæmdi óbeina aukaspyrnu eins og varnarmaðurinn hefði gefið á hann boltann. Keflvíkingar voru æfir enda komin mikil spenna í leikinn en auka- spyrna Vilhjálms fór í varnarvegginn. „Við getum svo sem verið sáttir við úrslitin, það var í lagi að fá jafntefli en við fórum samt í þennan leik til að sigra,“ sagði Ólafur eftir leikinn. „Við ætluðum að bíða aftarlega og gefa síð- an á fljóta menn frammi en svo sáum við hvernig leikurinn spilaðist og færð- um okkur framar því Keflvíkingar sköpuðu ekki neina hættu. Ég held að menn hafi ofmetið Keflavíkurliðið í sumar, þetta er ekki svo sterkt lið og það geta allir unnið það. Við sýndum í dag að við erum ekki með síðra lið,“ bætti Ólafur við og telur tíma Stjörn- unnar kominn. „Við erum að ná okkur á strik. Eftir fyrri umferðina í fyrra vorum við með ellefu stig en enduðum með 33 stig og það munaði litlu að við færum upp. Við klárum það núna því við ætlum í toppbaráttuna og það er nóg eftir.“ „Við vissum að þetta yrði erfiður leikur og það er ekki hægt að vinna alla en við höldum okkar striki,“ sagði Ramsey, sem kom inn á þegar Ólafur Ívar Jónsson meiddist á 39. mínútu. „Ég held að þetta sé fyrsta mark mitt í sumar en þar sem ég hef ekki skorað mörg áður verð ég að sjá hvað gerist. Ég er smám saman að öðlast betra úthald; ég veit að ég verð að leggja harðar að mér en þetta er að koma.“ Maður leiksins: Bernharður Guðmundsson, Stjörnunni. Keflavík slapp með eitt stig GARÐBÆINGAR voru ekki alveg sáttir með að fá aðeins eitt stig gegn efsta liði 1. deildar í gærkvöldi þegar Keflvíkingar sóttu þá heim. Þeir urðu að sætta sig við 1:1 jafntefli en færðu sig þó upp um eitt sæti. Keflvíkingar eru eftir sem áður í efsta sæti deildarinnar með fjögurra stiga forskot á næsta lið. Tveir leikmenn opnuðu markareikning sinn, Ólafur Gunnarsson hjá Stjörnunni og Keflvík- ingurinn Scott Ramsey. Stefán Stefánsson skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.