Morgunblaðið - 19.07.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.07.2003, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2003 37 um og engan óraði fyrir að svona skammt væri eftir. Við ólum öll þá von í brjósti að hægt yrði að halda þeim vágesti niðri, sem krælt hafði á sér, en allir vita að er skæður og óvæginn. Innilegar kveðjur frá okkur öllum á Lómatjörn. Við þökkum Friðjóni einstaklega góð kynni og vottum Ingunni, Ingileifu dóttur þeirra, öðrum börnum Friðjóns og ástvin- um öllum dýpstu samúð. Minningin um merkan einstakling lifir. Valgerður Sverrisdóttir. Kveðja frá Sýslumannafélagi Íslands Friðjón Guðröðarson var skipað- ur lögreglustjóri á Höfn í Hornafirði þegar það embætti var stofnað í árs- byrjun 1974. Austur-Skaftafells- sýsla var síðan gerð að sérstöku lög- sagnarumdæmi frá ársbyrjun 1977. Var Friðjón skipaður fyrsti sýslu- maður Austur-Skaftfellinga og gegndi því starfi til ársloka 1985. Frá þeim tíma var hann skipaður sýslumaður í Rangárvallasýslu þar til hann lét af starfi að eigin ósk í árslok 2001. Friðjón var því liðsmað- ur sýslumannafélagsins í hartnær 30 ár. Á þeim árum sem Friðjón gegndi störfum sem sýslumaður á Höfn var veigamikill þáttur í starfi sýslu- manna að vera í forsvari fyrir sýslu- nefndirnar. Þær höfðu tilteknu og lögbundnu hlutverki að gegna. Þótt svo hafi verið var nokkuð misjafnt hversu viðamikil starfsemi sýslu- nefndanna var. Fór það nokkuð eftir viðhorfi hinna kjörnu sýslunefndar- manna en ekki síst atorku oddvita nefndarinnar, sýslumannsins. Á um- ræddum tíma var mikill uppgangur í atvinnulífi á Höfn og bjartsýni ríkti. Sýslunefndin tók þátt í þeirri upp- byggingu á ýmsum sviðum af einurð með sinn öfluga sýslumann í farar- broddi og vann nefndin að mörgum góðum málum. Má þar nefna heil- brigðis- og öldrunarmál, safnamál og útgáfumál. Sýslunefndin keypti hús er síðar varð upphaf að núver- andi hjúkrunarheimilinu Skjólgarði. Friðjón var hvatamaður að varð- veislu Gömlu búðarinnar sem nú er safnahús héraðsins. Friðjón átti þátt í útgáfu héraðsfréttablaðsins Eystrahorns svo og útgáfu ársrits- ins Skaftfellings sem geymir grein- ar um menningarmál og fræðsluefni sem tengjast héraðinu. Auk framan- greindra verkefna vann Friðjón að ýmsum félagsmálum. Hann var í stjórnum margra félaga og nefnda. Allt þetta ber vott um fjölhæfni hans og áhuga á að koma góðum málum fram og láta gott af sér leiða. Það má segja að á árum Friðjóns á Höfn hafi hann á vissan hátt verið í stöðu brautryðjandans, bóndans, sem brýtur land til ræktunar. Í ársbyrjun 1986 flutti hann sig um set og tók við starfi sýslumanns- ins í Rangárvallasýslu. Þar tók hann við gamalgrónu búi, embætti sem margir þjóðkunnir sýslumenn hafa setið. Þar naut við áhuga Friðjóns á félagsmálum og var hann valinn til margvíslegra trúnaðarstarfa í Rangárvallasýslu. Hann var m.a. formaður skólanefndar Héraðsskól- ans í Skógum og formaður bygging- arnefndar safnahúss í Skógum frá 1987. Friðjón naut virðingar í starfi sem sanngjarn og réttlátur embættis- maður. Hann gegndi ýmsum trún- aðarstörfum fyrir dómsmálaráðu- neytið, átti m.a. sæti í nefnd á árunum 1987 til 1988 er hafði það hlutverk að undirbúa löggjöf um að- skilnað dómsvalds og framkvæmda- valds og í nefnd er fjallaði um gerð einkennisbúninga og búninga lög- reglumanna. Hann var í stjórn Bif- reiðaskoðunar Íslands hf. frá 1989 til 1992. Friðjón gegndi ýmsum trúnaðar- störfum fyrir sýslumannafélagið. Hann sat í stjórn þess frá 1978 til 1983, var þar af formaður frá 1980. Hann var bæði hygginn og ráðagóð- ur. Því var oft leitað til hans af fé- lagsmönnum til þess að leggja á ráð um mál sem upp komu og leysa þurfti úr. Hann var gerður heiðurs- félagi á aðalfundi félagsins á síðast- liðnu ári. Friðjón hafði ríka kímnigáfu. Hann sá margt skoplegt við til- veruna og dró oft mynd af náung- anum í fáum orðum eða jafnvel með því að gefa honum sérheiti. Hann setti mál sitt stundum fram af kald- hæðni. Þeir sem þekktu hann ekki hafa vafalaust oft talið hann hrjúfan og stundum dómharðan. En á bak við þetta yfirborð var maður sem hafði til að bera næman skilning, mannlega hlýju og ríka samúð með þeim sem minna máttu sín. Með þessum fáu orðum vilja fé- lagsmenn í sýslumannafélaginu kveðja góðan dreng sem gott var að eiga samskipti við. Hann skilur eftir hlýjar minningar í huga okkar allra. Félagar í sýslumannafélaginu og makar þeirra senda Ingunni, eigin- konu Friðjóns, og fjölskyldum þeirra beggja hugheilar samúðar- kveðjur. Þorleifur Pálsson. Friðjón Guðröðarson lagði mörg- um lið, mönnum og málefnum. Hann var enginn venjulegur skylduræk- inn embættismaður sem lét sér nægja að afgreiða sómasamlega það sem að höndum bar. Af lífi og sál tók hann þátt í margháttuðum fé- lagsstörfum hvar sem hann bjó og lesa má í æviþáttaritum að Friðjón hefur látið sig margt varða um dag- ana. Hefur þó vísast margt hug- sjónastarf eldhugans ekki komist þar á blað, starf sem munað hefur um. Það er happ hverri sveit að njóta starfskrafta forystumanna á borð við Friðjón. Rangárþing var vett- vangur hans hálfan annan áratug, síðasta tímabil starfsævinnar. Þar sem áhugasvið hans og sköpunar- hneigð náðu út yfir lög og reglu efld- ist það sem hann gaf sig að. Frum- kvæði hans og fylgi við það sem til menningar horfir í héraðinu hefur verið mikils virði. Geta aðrir en ég greint nánar frá ýmsu, en tvennt kemur í hugann sem naut hans at- fylgis, nefnilega ársritið Goðasteinn, héraðsrit Rangæinga, og hið lands- fræga byggðasafn Þórðar í Skógum. Lét hann í ljós ánægju með þessa tvo máttarstólpa menningar í Rang- árþingi, hversu komið væri, nú ný- lega er við urðum samferða á Odda- stefnu í Gunnarsholti seint í maí síðastliðnum. Friðjón var einn af stofnendum Oddafélagsins sem stofnað var í Odda á Rangárvöllum fullveldisdag- inn 1. desember árið 1990. Tilgangur félagsins er að halda við minning- unni um hið sögufræga lærdóms- og valdasetur Oddaverja, heimaslóðir Sæmundar hins fróða, friðarhöfð- ingjans Jóns Loftssonar og fóstur- sonar hans Snorra Sturlusonar. Jafnframt yrði hægt og sígandi unn- ið að endurreisn fræðaseturs að Odda með því m.a. að styðja eftir mætti og taka þátt í menningarvið- leitni hvarvetna í sýslunni. Friðjón sat í stjórn félagsins frá upphafi og jafnvel eftir margra ára setu í stjórninni var hann ævinlega boðinn og búinn að leggja félaginu lið. Hann lagði á ráðin og tók af rausn þátt í að móta fyrsta áratug félagsins, m.a. hinar árlegu Oddastefnur. Friðjón setti hina fyrstu Odda- stefnu 28. nóvember 1992. Svo nefn- ist árlegur fræðslufundur Odda- félagsins sem haldin er víðs vegar um Rangárþing. Hin fyrsta var haldin í húsakynnum Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti. Hvatningar- orð Friðjóns birtust síðan í næsta Goðasteini ásamt erindum ráðstefn- unnar. Friðjón stjórnaði þessari hinni fyrstu Oddastefnu og öllum sem síðan hafa verið haldnar, nær tylft talsins. Fjöldi fróðra heima- manna, auk lærðra náttúrufræðinga og sagnfræðinga, hafa sagt frá eða flutt erindi. Munu þau vera á fimmta tuginn og hafa flest birst í Goða- steini. En rauði þráðurinn sem haldist hefur öll árin á Oddastefnu var röggsöm og skemmtileg stjórn Frið- jóns sýslumanns. Með smitandi glettni sinni og smellnum samlíking- um hristi spengilegur fundarstjór- inn upp í umræðum áheyrenda milli þess að hlýtt var á fyrirlestrana. Svo vildi til að síðasta Oddastefna sem Friðjón verður með okkur samherj- um í Oddafélaginu var, eins og hin fyrsta, haldin hjá Landgræðslu rík- isins í Gunnarsholti. Við munum sakna hans næst, og úrræða hans er lagt er á ráðin í starfi félagsins. En minnast munum við með hlýju eft- irminnilegra og dýrmætra kynna við mikilhæfan mann. Á þungbærri skilnaðarstundu vottum við Jóhanna kona mín Ing- unni og fjölskyldu samúð í söknuði þeirra. Blessuð sé minning Friðjóns Guðröðarsonar. Þór Jakobsson. Þegar sól er hvað hæst á lofti og land vort skartar sínum fegursta búningi um hásumar, gróður í blóma, þegar heyannir standa sem hæst í sveitum Rangárþings hefur lífsklukka fyrrv. húsbónda og yfir- manns, Friðjóns Guðröðarsonar sýslumanns, hljóðnað og slegið sinn síðasta hljóm langt um aldur fram. Það er ekkert launungarmál að okk- ur starfsfólki á embætti Sýslu- mannsins á Hvolsvelli var vel kunn- ugt um að Friðjón átti við vanheilsu að stríða síðustu misseri en þrátt fyrir það kom andlátsfrétt hans sem reiðarslag fimmtudaginn 10. júlí síð- astliðinn. Friðjón tók við embætti sýslu- manns á Hvolsvelli í ársbyrjun 1986 og stýrði hann embættinu á afar far- sælan hátt í 16 ár eða til ársloka 2001. Hann hafði nokkru fyrir þann tíma ákveðið að láta af embætti á þessum tímapunkti, 65 ára að aldri og njóta ævikvöldsins, laus við dag- legt og vaxandi amstur embættis- mannsins. Það er ekki ofsögum sagt að Friðjón hlakkaði mjög til þess að eiga gott ævikvöld í faðmi fjölskyldu sinnar, búsettur að Fjólugötu í Reykjavík, og geta enn betur sinnt sínum margvíslegu hugðarefnum en hann var t.d. list- og náttúruunnandi mikill, hafði m.a. afar næmt auga fyrir fugla- og náttúrulífi af öllu tagi. Það er grátlegt til þess að hugsa þegar góðir menn eins og Friðjón ákveða að láta af embætti, að lokn- um farsælum embættisferli, á besta aldri og fá ekki notið þess til fulls því hann átti eftir svo margt ógert. Friðjón var okkur starfsfólkinu afar ljúfur yfirmaður, umburðar- lyndur, glaðlyndur með sterka kímnigáfu, glettinn í tilsvörum, var fljótur að sjá spaugilegu hliðarnar á mönnum og málefnum, gerði óspart grín að sjálfum sér. Hann var mann- þekkjari mikill og vildi leysa hvers manns vanda. Friðjón var virðuleg- ur embættismaður þar sem allt varð að vera í röð og reglu, hver hlutur átti sinn stað, hann var snyrti- mennskan uppmáluð. Skrifborð hans var gott dæmi um slíka snyrti- mennsku, þar var allt í röð og reglu og engir óþarfa pappírar uppi á borðum, dagatalið fyrir miðju og pennar og önnur skriffæri í röð á sínum ákveðna stað. Friðjón var ekki mikið fyrir nútíma skrifræði í sinni embættistíð, var svolítið af „gamla skólanum“ og var sjálfur lítt hrifinn af tölvutækninni. Það sem hann hafði oftar en ekki að leiðar- ljósi var að orð skyldu standa í sam- skiptum manna. Hann var mikill „prinsipp“ maður í eðli sínu og í sín- um embættisfærslum. Hann hélt í gömul og góð gildi, var á köflum dá- lítið íhaldssamur sem varð til þess að hann var í senn virðulegur og réttsýnn embættismaður, naut þess vegna mikillar virðingar sem ein- staklingur og sem embættismaður langt út fyrir Rangárþing. Friðjóni var mjög umhugað um íslenska þjóðfánann, bar fyrir honum ómælda virðingu, hafði hann einatt í öndvegi, þekkti söguna vel og hann sá til þess að íslenska þjóðfánanum var án undantekningar flaggað á lögboðnum fánadögum, ekki aðeins við skrifstofur embættisins að Aust- urvegi 6 á Hvolsvelli heldur einnig við lögreglustöðina og við embættis- bústað sýslumannsins, skipti þá engu máli hvort sýslumaður var heima eða að heiman. Þá var Friðjón einnig mikill unnandi Rangárþings, var í því sambandi óspar að flagga héraðsfánanum, með merki Rangár- þings, á hátíðis- og tyllidögum. Frið- jón hafði á orði að mönnum væri hollt að minnast með þessum hætti uppruna síns og halda uppi merki síns héraðs á hverjum tíma en hon- um fannst á stundum menn helst til feimnir við slíkt hér um slóðir. Svona eiga sýslumenn að vera. Friðjóni var mjög umhugað um að starfsfólki sínu liði vel ekki hvað síst á vinnustað og lagði mikla áherslu á að viðhalda góðum starfsanda sem hefur verið einkennandi við embætt- ið í gegnum tíðina. Friðjón var mjög alþýðlegur í allri framkomu og við- kynningu, hann var iðinn við að bjóða þeim er komu að sinna sínum erindum á sýsluskrifstofunni í kaffi- sopa og smá spjall, kynntist þannig fólki og fylgdist enn betur með því sem var að gerast í héraðinu. Fólki fannst þetta svolítið sérstakt í fyrstu, að sýslumaður byði í kaffi með þessum hætti og gæfi sér tíma í spjall en síðan varð þetta hluti af daglegu lífi á sýsluskrifstofunni og þykir sjálfsagt. Friðjón var iðinn við að sækja samkomur af ýmsum toga, var menningarlega sinnaður, tók fullan þátt í mannlífinu innan héraðs auk þess sem hann kom að og fór fyrir í mörgum nýtum og merkum málum sem unnin hafa verið hér- aðinu til heilla. Friðjón var öllum mjög aðgengilegur og vildi sjálfur hafa það þannig, oftar en ekki stóðu dyr á skrifstofu hans opnar, hann var ekki mikið fyrir að loka sig af, vildi vera sýnilegur. Friðjóni var mjög annt um lögregluna og sína lögreglumenn. Friðjón var baráttu- maður fyrir réttindum og starfsör- yggi lögreglumanna, hann var tals- maður þeirra og vann að málefnum þeirra víða á sínum starfsvettvangi lögreglumönnum til heilla. Lög- reglumenn áttu hauk í horni þar sem Friðjón var. Því sem næst árlega bauð Friðjón starfsfólki sínu, bæði af sýsluskrif- stofunni og af lögreglustöðinni í sameiginleg ferðalög, menningar- og skemmtiferðir um landið þar sem hann lék á als oddi en hann var sér- fræðingur í að hrista fólk saman með þessum hætti, hann var hrókur alls fagnaðar á slíkum stundum þar sem öllu gamni fylgdi nokkur alvara, hann var félagsvera af Guðs náð, hafði gaman af að vera á meðal fólks. Ekki verður hjá því komist í þessu sambandi að minnast á eiginkonu Friðjóns, frú Ingunni Jensdóttur, en í henni átti Friðjón sterkan bakhjarl og hún var í raun hans hægri hönd. Á aðventunni ár hvert buðu þau hjón starfsfólki embættisins til veislu á heimili sínu þar sem veitt var ríku- lega í mat og drykk. Í samkvæmum þessum var síðan sungið fram á nótt þar sem Ingunn lék oftar en ekki undir á hljóðfæri. Þetta eru sam- verustundir sem okkur starfsfólkinu þykir ef til vill hvað vænst um. Nú þegar leiðir skilja að sinni vilj- um við þakka Friðjóni fyrir afar ánægjuleg og góð kynni og minn- ingin um góðan dreng mun lifa í hjörtum okkar um ókomna tíð. Inni- legar samúðarkveðjur til þín, Ing- unn Jensdóttir, og fjölskyldunnar, megi góður Guð styrkja ykkur á sorgarstundu. Starfsfólk við embætti Sýslu- mannsins í Rangárvallasýslu. Fjölmargra mætra manna á ég að minnast frá liðnum æviferli. Fáir taka þar fram Friðjóni Guðröðar- syni sýslumanni sem langt um aldur fram er í dag kvaddur hinstu kveðju. Mörg og merkileg spor markaði hann í sögu byggðanna frá Lóns- heiði og vestur til Þjórsár, spor sem seint munu mást út. Ég man hann fyrst hressan, glaðan og hreinskipt- inn í starfi sýslumanns á Höfn í Hornafirði. Þar kom ég nokkuð að málum í starfi fyrir verðandi byggðasafn á Höfn og deildi þar vin- áttu með Friðjóni við marga frá- bæra fulltrúa eldri kynslóðar sem nú eru flestir horfnir sýnum. Staðið var þar að safnmálum af hálfu Frið- jóns og heimamanna af metnaði og sannri höfðingslund og mér er enn glögg í minni veislan fagra er Frið- jón opnaði Byggðasafnið til sýning- ar hinn 6. júní 1980. Ég hefði unnt vinum mínum þar eystra að sitja lengur að Friðjóni og öruggri forystu hans í menningar- og velferðarmálum héraðsins en gleði mín var þó ósvikin er Friðjón varð sýslumaður hér í heimahéraði mínu, Rangárþingi, árið 1985. Framar öllu var það svo lagni hans, skilningur og víðsýni er leiddi til þess að Rangæingar og Vestur- Skaftfellingar sameinuðust um það að reisa í Skógum glæsilegt safnhús, vandaða og veglega umgjörð menn- ingararfsins sem hér er varðveittur og hlýtur að teljast dýrmætust eign héraðanna beggja. Friðjón var for- maður byggingarnefndar hússins árin 1987–1995. Mikill fagnaðardag- ur var í Skógum er Friðjón afhenti húsið á vígsludegi hinn 9. september 1995 og rækilega er það búið að sanna tilverurétt sinn. Ekki skyldi því heldur gleymt að Friðjón átti mestan þáttinn í því að sameina Rangæinga og Vestur- Skaftfellinga um Héraðsskjalasafn í Skógum og búa því hið besta rými til varðveislu og nota í safnhúsinu nýja. Öll rök hníga að því að þessi tvö söfn, Byggðasafn og Héraðsskjala- safn, starfi saman undir einu þaki hvort öðru til hagsældar. Hugsjón mína um safnkirkju í Skógum studdi Friðjón með ráðum og dáð og leiddi starfið í byggingar- nefnd hennar allt til vígslu hinn 14. júní 1998. Kirkjan sú er raunar ein- stæð í kirkjusmíði 20. aldar og stát- ar af því að hafa tekið á móti meira en 150 þúsund gestum á tæpum sex árum. Geri aðrar betur. Helgir söngvar hljóma í henni á hverjum sumardegi á tungumálum margra þjóða og sameina framandi fólk í góðum hug. Oft hef ég hugsað til vin- ar míns Friðjóns frá þeim friðarstað sem Skógakirkja er í sannri raun. Héðan frá Skógum var gefið út tímaritið Goðasteinn í 25 ár. Fyrir atbeina Friðjóns yfirtók Rangár- vallasýsla útgáfu ritsins árið 1988 og færði hana á víðari vettvang. Sem héraðsrit á vegum sýslunefndar og síðar héraðsnefndar Rangárvalla- sýslu hefur það orðið vel þegið hæli fjölþætts fróðleiks frá fortíð og nútíð og er mjög dýrmæt uppspretta mannfræði Rangárþings fyrir kom- andi kynslóðir. Hjá Austur-Skaft- fellingum varð Friðjón faðir annars ársrits, Skaftfellings, sem orðinn er mikill fræðasjóður héraðsins og verður seint að fullum verðleikum metinn. Ég átti því láni að fagna að starfa um nokkur ár í sýslunefnd Rangár- vallasýslu undir forystu Friðjóns og á um það margar góðar minningar. Friðjón hafði gott skipulag á öllum framkvæmdum og stjórnaði með skýrri röggsemi. Hann var allra manna skemmtilegastur í vinahópi og var vandur að vinum og vinfastur. Lágkúra lífsins átti ekki upp á pall- borðið hjá honum og margar snjall- ar athugasemdir hans um menn og málefni voru þannig fram settar að ekki gleymist. Með honum sem sýslumanni kom nýr og ferskur blær inn í Rangárþing, blær austfirskra fjalla og fjarða og þess góða fólks sem gerði hann úr garði. Sá hressi hugblær og það hressa viðmót er það sem ég vildi síst af öllu hafa farið á mis við í kynnum við þennan hug- stæða og ógleymanlega vin sem nú er horfinn af heimi. Kona hans, frú Ingunn Jensdóttir, gekk götuna fram til góðs hjá okkur Rangæing- um í fjölþættu menningarstarfi á sviði listanna og saman áttu þau hjónin fagurt heimili alúðar og gest- risni. Til Friðjóns hefi ég tilfært orð séra Matthíasar í Skuggasveini: „Svona eiga sýslumenn að vera.“ Hér er kvaddur maður mikillar gerðar, maður sem fór vel með vald sitt, þetta þýðingarmikla og erfiða vald, „að sjá með miskunnar augum mannanna sakir“, og láta réttinn hafa sinn gang. Byggðasafnið í Skógum sendir frú Ingunni og öllum ástvinum Friðjóns sýslumanns innilegar samúðar- kveðjur. Minning hans mun lengi lifa hér á stað sem hann unni og ósk- aði í öllu heiðurs og vegsemdar. Þórður Tómasson, Skógum.  Fleiri minningargreinar um Friðjón Guðröðarson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.