Morgunblaðið - 19.07.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.07.2003, Blaðsíða 20
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 20 LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÁRBÆJARSAFN leitar að einstak- lingum sem hafa búið í húsi sem stóð við Þingholtsstræti 9 einhvern tím- ann á lífsleiðinni. Húsið stendur nú á Árbæjarsafni og hefur úrsmíðasýn- ing verið í húsinu undanfarin ár. Einnig leitar safnið eftir einstakling- um sem búið hafa í öðrum húsum sem nú standa á Árbæjarsafni. Að sögn Gerðar Róbertsdóttur, deildarstjóra fræðsludeildar Árbæj- arsafns, er um rannsóknarverkefni að ræða. Helga Einarsdóttir, fram- haldsnemi í þjóðfræði, fékk styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna og er Gerður leiðbeinandi hennar. „Við er- um að leita eftir fólki sem hefur búið í húsunum. Verkefnið gengur þá út á það að taka viðtöl við íbúana og síðan fara gögnin í gagnabanka safnsins. Það verður unnin skýrsla um verk- efnið. Þetta eru heimildir um húsin og við notum svona viðtöl mikið þeg- ar við erum að setja upp sýningar,“ segir hún. Hún leggur áherslu á að viðtölin séu leið til þess að hægt verði að átta sig betur á því hvernig húsin litu út að innan, hvernig þau voru nýtt, hvað bjuggu margir í þeim, hvar svaf fólk og hvað borðaði það. Með viðtölun- um verði hægt að átta sig betur á daglegu lífi í húsunum eins og það var. „Saga hússins verður þá ljóslif- andi og jafnvel að við getum þá sett upp sýningu þar sem við notum þess- ar upplýsingar beint.“ Jákvæðir viðmælendur þegar þeir finnast Gerður segir að Helga hafi unnið samsvarandi verkefni í fyrra, sem einnig var styrkt af Nýsköpunar- sjóði, og er verkefnið í ár framhald af hinu. Í fyrra tók Helga viðtöl við nokkra íbúa og þá sérstaklega fólk sem hafði búið í húsi sem kallað er Miðhús og stóð við Lindargötu 43A. Hún skrifaði um það mikla skýrslu og heppnaðist verkefnið mjög vel. „Viðmælendurnir gátu sagt henni frá því hvernig lífið var í húsinu og ýmislegt í kringum það. Einnig skemmtilegar sögur af íbúunum. Þá voru þeir líka með ljósmyndir sem teknar höfðu verið inni í húsinu og úti í garði. Við fengum að skanna myndirnar og það hjálpar okkur mikið, til dæmis getum við séð hvernig garðurinn var, hvar var girð- ing, hvar var gras og hvar voru tré. Þá eigum við auðveldara með að gera svipaðan garð við húsið hér,“ bætir hún við. Gerður segir að vel hafi gengið að fá fólk til liðs við þau í fyrra. „Þegar maður gerir svona verkefni gengur yfirleitt mjög vel að fá viðmælendur, það er erfiðast að finna þá. Þegar þeir eru fundnir eru þeir yfirleitt mjög jákvæðir.“ Hún segir ástæðuna fyrir því af hverju auglýst sé sérstak- lega eftir íbúum úr Þingholtsstræti 9, vera þá að fyrir tveimur árum hafi kona komið í heimsókn á safnið og sagt leiðsögumönnunum frá því að hún hefði búið í þessu húsi. Gerður segir að konan hafi verið mjög hress fyrir tveimur árum, en því miður hafi misfarist að taka niður nafn hennar og spyrja hana hvort hún væri til í smáspjall og að veita upplýsingar um lífið í húsinu. „Við erum að vonast til þess að hún frétti af þessu og hafi samband,“ segir Gerður að lokum. Árbæjarsafn leitar að íbúum gamalla húsa Árbær GAGNGERAR endurbætur fara fram á Vífilsstöðum um þessar mundir. Hrafnista hefur tekið húsið á leigu til ársins 2007 og er ætlunin að opna 50 rúma hjúkrunarheimili í janúar á næsta ári. „Það er óhætt að segja það að húsið sé fokhelt. Það er búið að rífa stóran hluta innan úr húsinu,“ segir Vilhjálmur Ólafsson, umsjónar- maður húsanna á Vífilsstöðum, en búið er að hreinsa nánast allt fast úr gamla spítalanum, fjarlægja lagnir og brjóta skilrúm og innrétt- ingar. Hann leggur þó mikla áherslu á að húsið haldi sínu yfir- bragði bæði að utan og innan og því verði ekki breytt að neinu leyti, nema fært í nútímahorf. Tvær einbýlisstofur verða gerðar úr stofum sem áður hýstu fjögur sjúkrarúm. „Einkenni hússins held- ur sér alveg, allt útlit er óbreytt. Gangarnir verða nákvæmlega eins og þeir hafa verið frá upphafi, upp- runalegar hurðir verða notaðar og svo framvegis,“ bætir hann við. Hann segir að farið hafi verið að huga að verkinu í byrjun ársins og niðurrifið hófst í febrúar, mars. Bú- ið er að bjóða verkið út og verið er að semja við verktaka þessa dag- ana. Verktakinn á að skila verkinu í desember og nýja hjúkrunarheim- ilið verður síðan opnað í janúar á næsta ári. Vilhjálmur segir að niðurrifið hafi gengið mjög vel fyrir sig, en hafi að vissu leyti verið meira en menn gerðu ráð fyrir í upphafi. Hann undirstrikar að frummynd hússins verði á engan hátt breytt. Endurbætur á Vífilsstöðum Morgunblaðið/Sverrir Vífilsstaðaspítalinn hefur löngum þótt tignarlegt hús. Frummynd þess verður ekki breytt. Garðabær Húsið er í dag fokhelt en viðgerðum lýkur í árslok. Vilhjálmur Ólafsson, umsjónarmaður húsanna, segir að niðurrifið hafi gengið mjög vel fyrir sig, en það hafi reynst meira en talið var í upphafi. BRESKA pressan sakaði forsætis- ráðherrann Tony Blair um það í gær að hafa algerlega snúið við blaðinu í Íraksmálinu með því að segja að eng- an veginn væri nauðsynlegt að finna gereyðingarvopn í Írak til að árásin á landið teldist hafa verið réttlætanleg. „Blair færir markstangirnar,“ sagði m.a. í fyrirsögn hægriblaðsins Daily Mail en í leiðara blaðsins sagði að ræða Blairs í Washington í fyrradag væri dæmigerð fyrir mann sem snill- ingur væri í því að hagræða sannleik- anum. Blair ávarpaði Bandaríkjaþing á fimmtudag og fékk afar góðar viðtök- ur. Heimafyrir var hins vegar annað uppi á teningnum. Blair sagði í ræðu sinni að ef menn hefðu haft rangt fyrir sér, og engin gereyðingarvopn fyndust í Írak, þá hefði a.m.k. verið eytt ógn sem ábyrg var fyrir „ómennsku blóðbaði og þjáningum“. „Þetta er nokkuð sem ég er sann- færður um að sagan mun fyrirgefa,“ sagði Blair. Hins vegar hefði hik, „er við stóðum andspænis slíkri ógn og áttum að veita forystu … [verið] nokkuð sem sagan hefði ekki fyrir- gefið,“ bætti hann við. Lagalegri réttlætingu fórnað? Shirley Williams, fyrrverandi ráð- herra í ríkisstjórn Verkamanna- flokksins og núverandi þingmaður í lávarðadeildinni fyrir frjálslynda, harmaði að Blair skyldi snúa við blaðinu með þessum hætti hvað varð- aði nauðsyn þess að finna gereyðing- arvopn í Írak. Forsætisráðherrann væri að kasta fyrir róða hinni laga- legu réttlætingu árásarinnar á Írak. The Guardian sagði umskipti Blairs hvað þetta varðar „fátíða viðurkenn- ingu á skeikulleika“ hans. Forsætis- ráðherrann hefði „útvatnað“ afstöðu sína til gereyðingarvopna Íraka. „Sagan mun dæma gerðir mínar,“ sagði í fyrirsögn The Independent og var þannig vitnað til orða Blairs. Gagnrýndi blaðið hann fyrir að nota ekki tækifærið í ávarpinu til Banda- ríkjaþings til að benda mönnum í Washington á að þeir væru á rangri braut. „Af þessu glataða tækifæri getum við séð annmarka forsætisráð- herra okkar,“ sagði blaðið. Bresku blöðin gagnrýna ávarp Blairs London. AFP. Reuters George W. Bush ásamt Tony og Cherie Blair við Hvíta húsið á fimmtudag. BÚIST er við að Ísraelsstjórn sam- þykki að sleppa nokkrum tugum pal- enstínskra fanga, meðlimum í her- skáum samtökum, til að greiða fyrir friðarviðræðum en Ariel Sharon, for- sætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forsætisráðherra Palestínu, eiga fund á sunnudag. Ísraelska dagblaðið Haaretz sagði að 40–60 meðlimum úr samtökunum Hamas og Íslamska Jíhad yrði sleppt til viðbótar við þá 350 fanga sem ríkis- stjórnin samþykkti að sleppa fyrr í þessum mánuði. Áður hafði Ísr- aelsstjórn sagt að ekki kæmi til greina að sleppa meðlimum samtak- anna tveggja úr fangelsi. Talið er að lausn fanganna muni auka verulega líkurnar á árangursríkum friðarvið- ræðum enda búist við að Sharon til- kynni hana fyrir fundinn á sunnudag. Ekki er kveðið á um lausn fang- anna í hinum svokallaða Vegvísi til friðar en málefnið hefur þó verið eitt af meginviðfangsefnum friðarvið- ræðnanna. Búist er við að Abbas muni leggja frekari áherslu á að fleiri föngum verði sleppt á fundinum með Sharon. Eftir fundinn á sunnudag munu síðan báðir forsætisráð- herrarnir halda til Washington og eiga þar fund með Bush, sitt í hvoru lagi þar sem reynt verður að koma skriði á friðarviðræðurnar. Hyggjast sleppa fleiri palest- ínskum föngum Jerúsalem. AP, AFP. Kæra líkræðuna FJÖLSKYLDA nokkur í Banda- ríkjunum hefur höfðað mál á hendur prestinum sínum vegna þess hve orðljótur hann var er hann jarðsöng fjölskylduföður- inn. Sagði presturinn meðal ann- ars að hinn látni hefði verið syndum spilltur og væri nú far- inn norður og niður. Ben heitinn Martinez hafði set- ið í bæjarstjórn og verið fremur virtur maður að flestra áliti. Presturinn þóttist þó vita betur og hafði þau orð um að Ben gamli hefði aldrei verið nema hálfvolgur í trúnni og hinn mesti hrappur alla tíð. Það væru ein- mitt menn eins og hann, sem ættu vísa vist í því neðra. Upp á ameríska vísu hefur fjöl- skyldan, níu manns, höfðað mál á hendur prestinum, biskupi hans og erkibiskupsdæminu í Santa Fe í Nýju Mexíkó.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.