Morgunblaðið - 19.07.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 19.07.2003, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. – leiðandi í lausnum Skeifunni 17AcoTæknival Sími 550 4000 Fax 550 4001 Áskriftarsími 881 2060 Í FORMI ÞJÓÐSKRÁ hefur veitt ítalska verktakafyrirtækinu Impregilo heimild til að skrá lögheimili starfs- manna vinnubúða við Kárahnjúka sem dvelja þar í hálft ár eða lengur í þorpunum sem þar eru að myndast. Reist verða fjögur meginþorp og verður hið stærsta við Kárahnjúka- stíflu og hefur hlotið heitið Laug- arás. Búðir við aðkomugöng eitt fá heitið Teigsbjarg, við aðkomugöng tvö heita þær Öxará og búðir við að- komugöng þrjú skulu heita Tunga. Reiknað er með að um 700 íbúar verði í Laugarási, í Tungu um 200 og 100 í Öxará og Teigsbjargi. Ekki þótti hæfa að kalla búðirnar kampa eða vinnubúðir eins og gert hefur verið hingað til, þar sem stór hópur manna kemur til með að eiga lögheimili á þessu svæði. Eftir við- ræður Impregilo við sveitarstjórn- irnar á Norður-Héraði og í Fljóts- dalshreppi, varð niðurstaðan sú að best félli að hagsmunum allra aðila að gera þetta formlega og fá að skrá fólk með lögheimili í hinum nýju þorpum. Í lögum um lögheimili segir að menn geti ekki skráð lögheimili í vinnubúðum og þurfti frávik frá því, sem þjóðskrá féllst á, eftir tilmælum sveitarfélaganna sem voru gefin á grundvelli tillagna frá Impregilo. Áður voru vinnubúðirnar kallaðar Adit 1, 2 og 3 á virkjanamáli og er þetta tilraun til að breyta því og gefa þeim íslensk nöfn sem virða íslenska nafnahefð og útlendingar geta borið sæmilega fram. Stærsta þorpið er reist á ási rétt ofanvert við Laugar- valladal og er það til minningar um þær laugar sem það fær heitið Laug- arás. Laugarás er einnig virðulegt hverfi í Reykjavík og gefur því nafn- giftin, að sögn heimildamanns Morg- unblaðsins, frá sér heldur hlýlegan og virðulegan andblæ innanlands. Eins og áður hefur komið fram er gert ráð fyrir að um 700 manns verði í Laugarási og verða þar svefnskál- ar, ein-, tví- og fjórbýlishús, mötu- neyti, þvottahús, félagsmiðstöð, íþróttaaðstaða, verslun, skóli og heilsugæsla. Munu búðirnar ná yfir 10 hektara svæði. Reiknað er með að þorpið verði tilbúið í október nk. Annað stærsta þorpið er í Glúms- staðadal, en það nafn reynist útlend- ingum erfitt í framburði. Búðirnar munu standa ofarlega í dalnum og niður undan fjalli sem heitir Tunga og taka þær nafn af því. Þar verða um 200 manns til heimilis. Laugarás og Tunga tilheyra sveitarfélaginu Norður-Héraði. Hinar tvær búðirnar taka beinlínis nafn eftir stöðunum. Þannig er borað á Teigsbjargi og þar verður þorpið Teigsbjarg og búðir við Öxará fá nafn árinnar. Þessar tvennar búðir tilheyra Fljótsdalshreppi. Allar leiðir liggja til Rómar Þegar hefur verið skipaður bæj- arstjóri yfir þorpunum fjórum og mun hann setja menn niður og skipuleggja innri málefni þessara fjögurra samfélaga, sem sjálfsagt munu taka svip af öðrum erlendum fjölþjóðaþorpum veraldarinnar. Sag- an segir að aðilar eystra hafi komið fram með hugmyndir um að Impr- egilo-menn ættu að nefna þorpin Róm, Flórens, Feneyjar og þar fram eftir götunum. Af því varð hins vegar ekki. Lögheimili í þorp- um við Kárahnjúka Kárahnjúkum. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson VÍSINDAMENN eru nú búnir að bora rúma þrjá km í gegnum Grænlandsjökul og eru komnir niður á fast undir jöklinum eftir sjö ára vinnu við boranir. Áfanginn náðist um kl. 18.15 að staðartíma á fimmtudag. „Eftir sjö löng ár erum við loks- ins komin í gegnum jökulinn,“ seg- ir Sigfús Johnsen, prófessor í jarð- eðlisfræði við Háskóla Íslands. Síðustu metrarnir voru mjög erfiðir og kom það vísindamönnum nokkuð á óvart að jarðvarmi virð- ist bræða neðsta hluta jökulsins. Vatnið sem myndaðist við það flæddi um 20 metra upp í borhol- una og fraus á leiðinni upp. „Það er nokkur jarðhiti hérna sem er mun sterkari en við bjuggumst við. Hann gerir það að verkum að jök- ullinn bráðnar alltaf að neðan,“ segir Sigfús. Búðir vísindamannanna eru í 2.970 metra hæð yfir sjávarmáli og er borholan 3.085 metrar á dýpt. Borholan nær því um 115 metra undir sjávarmál. Sigfús segir að mælingar á bor- kjörnunum geti gefið upplýsingar um loftslagsþróun síðustu árþús- unda, en þar sem ísinn er elstur er hann um 120.000 ára gamall. Hugsanlega geta kjarnarnir sagt vísindamönnum eitthvað um af hverju síðasta hlýskeið í jarðsög- unni endaði. „Við erum á hlýskeiði núna sem mun enda á einhvern hátt, og við viljum gjarnan skilja hvernig það gæti orðið,“ segir Sig- fús. Nú þegar borun er lokið verð- ur hafist handa við að mæla ís- kjarnann. Til þess þarf að flytja kjarnann frá Grænlandi og í rann- sóknarstofur, meðal annars á Ís- landi. Hópur vísindamanna frá Íslandi, Danmörku, Svíþjóð, Frakklandi, Belgíu, Sviss, Þýskalandi, Japan og Bandaríkjunum sá um borunina. Í augnablikinu eru 13 vísindamenn í búðunum og var þeim fagnað vel eftir að borinn komst í gegnum ís- inn. Um 15 Íslendingar hafa unnið að borununum undanfarin ár. Boruðu rúma þrjá km í gegnum Grænlandsjökul Sigfús Johnsen stendur hreykinn við síðasta borkjarnann. VELTA SÍF-samsteypunnar eftir kaupin á brezka fyrirtækinu Lyons Seafoods, eykst um 7,6 milljarða króna og verður þá alls um 70 milljarðar króna. Starf- semi brezka fyrirtækisins svo og hagnað- ur þess hefur aukizt jafnt og þétt undanfarin ár og er framleiðslugeta þess á ári um 15.500 tonn. Vikulega framleiðir fyrirtækið milljón skammta af kældum, tilbúnum rétt- um auk annarrar framleiðslu. Gunnar Örn Kristjánsson, forstjóri SÍF, segir að kaupin á Lyons Seafoods, sem er öflugasta fyrirtækið í sölu kældra sjávaraf- urða á Bretlandi, opni dyr að brezka mark- aðnum í smásölu og stóreldhúsum fyrir verksmiðjur SÍF í Frakklandi. Auk þess opni það SÍF leið til að kaupa og selja heit- sjávarrækju á öllum helztu mörkuðum fé- lagsins. Kaupin séu félaginu því afar mik- ilvæg. Vinna að aukinni starfsemi SÍF á Bret- landi hófst með greiningu á þróun og stöðu brezka markaðarins 2001. Í byrjun árs 2002 voru fjölmörg brezk fyrirtæki skoðuð og greind. Á miðju ári 2002 beindust sjónir SÍF að Lyons Seafoods, en fresta varð samningagerð vegna viðræðna um sam- runa SÍF og SH. Í marz síðastliðnum hóf- ust samningaviðræður að nýju og hafa þær leitt til þess að SÍF yfirtekur reksturinn frá og með deginum í dag. Kaup SÍF á Lyons Seafoods Árleg velta verður 70 milljarðar  SIF Group/18 ÞAÐ er ekki verra að hafa aðgang að köldu, rennandi vatni á heitum dögum og geta jafn- vel kælt tærnar í sjónum. Á Langasandi á Akranesi er fínasta baðströnd. Ekki virðist vera þörf á að hita hana upp eins og í Naut- hólsvíkinni, alltént ekki á dögum eins og í gær þegar hitinn var um og yfir tuttugu gráður víðast um landið. Á Hveravöllum var bullandi hiti, jafnt ofan jarðar sem neðan og var hitinn við 21,3 gráður. Að sögn skála- varða hafa undanfarnir dagar verið þeir langbestu í sumar, sól og blíða og ljúf gola lék við kinnar lukkulegra ferðalanga. Í gær fór hitinn hæst í 27 gráður á Hallormsstað og 26 gráður á Þingvöllum. Á Egilsstöðum náði hitinn 21 gráðu. Starfsmenn Veðurstof- unnar telja daginn með heitari dögum sum- arsins. Þessi börn notuðu tækifærið og böðuðu sig á Langasandi og er ekki annað að sjá en þeim hafi líkað aðstaðan ágætlega. Morgunblaðið/Sigurður Elvar Heillandi baðströnd á Langasandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.