Morgunblaðið - 19.07.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.07.2003, Blaðsíða 19
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2003 19 NELSON Mandela, fyrrum forseti Suður-Afríku, fékk tertu sem skreytt var með fána Suður- Afríku að gjöf frá Afríska þjóðar- ráðinu (ANC) á 85 ára afmælis- degi sínum í gær. Mandela deildi kræsingunum með fötluðum börn- um sem samtök hans, Nelson Mandela-stofnunin, styrkir. Hann veitir hér tertunni viðtöku ásamt eiginkonu sinni, Graca Machel (fyrir miðju). Mandela var í gærmorgun vak- inn með lúðrablæstri og sekkja- pípuleik þegar herhljómsveit lék afmælissönginn utan við hús hans í Jóhannesarborg. Þá hafði fjöldi fólks safnast saman utan við húsið til að koma afmælisóskum á fram- færi. Allir helstu fjölmiðlar í land- inu fjölluðu um Mandela í gær og hamingjuóskir bárust frá stór- mennum víða um heim, þ.á m. Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sam- einuðu þjóðanna (SÞ). „Ef ég lifi í 85 ár til viðbótar verður það vegna þeirra hlýju árnaðaróska sem ég hef fengið alls staðar að úr heiminum,“ sagði Mandela í gær. Hátíðahöldum í tilefni afmælis- ins lýkur í kvöld með veislu í Jó- hannesarborg þar sem Bill Clint- on, fyrrum Bandaríkjaforseti, sjónvarpsstjarnan Oprah Winfrey og rokksöngvarinn Bono verða meðal gesta. Mandela var látinn laus úr fang- elsi árið 1990 og var kjörinn for- seti Suður-Afríku í fyrstu frjálsu kosningunum þar í landi árið 1994. Hann vék fyrir Thabo Mbeki 1999 en hefur síðan gert barátt- una gegn alnæmi í Afríku að sinni. AP Mandela fagnar 85 ára afmæli MIKIÐ uppnám ríkti í Bretlandi í gær eftir að fréttist að lögreglan hefði fundið lík sem svaraði til lýs- ingar á David Kelly, sérfræðingi í varnarmálaráðuneytinu breska, sem saknað hafði verið síðan síðdegis á fimmtudag. Er talið hugsanlegt að andlát Kellys – verði staðfest að um hann sé að ræða – hafi víðtækar pólitískar afleiðingar, jafnvel að til afsagna háttsettra embættismanna og ráðamanna kunni að koma. Lögreglumenn sem leituðu hins 59 ára gamla, gráskeggjaða manns eftir að eiginkona hans tilkynnti hann týndan, greindu frá því í gær að lík sem fannst nærri heimili vís- indamannsins í Oxford-skíri virtist vera af Kelly. Hafa þessar fréttir dregið fram sorglegri hlið á hinu æ ruglingslegra máli um það hvort ráðamenn í Bretlandi hafi vísvitandi slegið ryki í augu almennings hvað varðar röksemdirnar fyrir því að grípa til hernaðaríhlutunar í Írak. Ekki var vitað í gær hvað hafði dregið Kelly til dauða; hvort hann hafði tekið eigið líf eða hvort hann hafði dáið af eðlilegum orsökum. Hörð rimma við BBC Kelly var nýverið ýtt nauðugum fram í sviðsljósið í tengslum við deilu um það hvort ráðamenn í Bretlandi hefðu slegið ryki í augu almennings hvað varðaði röksemd- irnar fyrir því að grípa til hern- aðaríhlutunar í Írak. Var Kelly þá nefndur af talsmanni ríkisstjórnar- innar sem hugsanlegur heimildar- maður umdeildrar fréttar sem fréttamaður BBC, Andrew Gilligan, flutti um Íraksmálið. Stjórnendur BBC og ráðamanna í Verkamannaflokknum brezka hafa háð harða rimmu að undanförnu vegna umræddrar fréttar, en í henni var vitnað í ónafngreindan heimildarmann sem sagður var hafa átt þátt í að semja greinargerðir um gereyðingarvopnaáætlun Íraka sem brezk stjórnvöld birtu í aðdraganda innrásarinnar. Var haft eftir heimildarmannin- um að stjórnin hefði vísvitandi ýkt hættuna sem stafaði af gereyðing- arvopnaáætlun ríkisstjórnar Sadd- ams Husseins Íraksforseta. Kelly var á þriðjudag stefnt sem vitni fyrir rannsóknarnefnd brezka þingsins um málið. Kelly hélt því staðfastlega fram að hann væri ekki heimildarmaðurinn sem vísað væri til í BBC-fréttinni, en sumir með- limir nefndarinnar beindu áleitnum spurningum til hans og hlífðu hon- um hvergi. Hann svaraði spurning- unum þó af yfirvegun og virtist ekki óstyrkur á taugum. Undir miklu álagi En náinn vinur Kellys sagði í gær að eiginkona hans hefði orðið þess vör að hann væri undir miklu álagi. Ráðherrar í ríkisstjórninni höfðu látið hafa eftir sér að þeir tryðu því að Kelly væri heimildarmaður BBC-fréttarinnar. Fréttamaðurinn Gilligan hefur hafnað því að nefna heimildarmann sinn, en varnar- málaráðherrann Geoff Hoon sagði að Kelly hefði gefið sig fram og greint frá því að hann hefði þrívegis átt fund með Gilligan á undanförn- um mánuðum. Segir Campbell af sér? Eftir yfirheyrsluna á þriðjudag ályktaði meirihluti rannsóknar- nefndarinnar að það væri „mjög ólíklegt“ að Kelly væri meginheim- ildin fyrir frétt BBC. Og, eftir því sem segir á fréttavef BBC, sögðu nefndarmenn að Kelly hefði sætt „illri meðferð“ af hálfu ríkisstjórn- arinnar, en þeirri fullyrðingu vísaði Hoon varnarmálaráðherra alger- lega á bug. Donald Anderson, for- maður nefndarinnar, neitaði því jafnframt að Kelly hefði fengið harkalega meðferð er hann kom fyrir nefndina á þriðjudag. Fréttaskýrendur telja að hin hörmulegu örlög Kellys, reynist rétt að hann sé látinn, verði óhjá- kvæmilega til þess að gera málið mun skaðlegra fyrir ríkisstjórn Verkamannaflokksins en það þegar var orðið. Adam Boulton, stjórn- málaritstjóri Sky-sjónvarpsstöðvar- innar, sagði að þetta myndi „nærri því örugglega binda enda á feril Alastairs Campbells,“ en Campbell stýrir upplýsingamálaskrifstofu for- sætisráðuneytisins og hafa ásakan- irnar um að stjórnin hefði átt við orðalag greinargerðanna um vopna- eign Íraka aðallega beinzt að hon- um. Deilurnar milli BBC og stjórn- arinnar spruttu af frétt Gilligans og harðri gagnrýni Campbells á hana. Að mati Boultons kann málið líka að kosta Hoon varnarmálaráðherra embættið, en hann hafi greinilega ýtt mjög á um að flett yrði ofan af hinum ónafngreinda heimildar- manni BBC. Iain Duncan Smith, leiðtogi brezka Íhaldsflokksins, sagði að Tony Blair forsætisráðherra ætti að taka alvarlega til athugunar að stytta ferð sína til Austurlanda fjær, en Blair og fleiri forystumenn stjórnarinnar hófu opinbera heim- sókn til Japans í gær. Robert Jackson, þingmaður Íhaldsflokksins úr kjördæminu þar sem Kelly bjó, sagði að „ekki mætti sleppa því að nefna ábyrgð BBC“ í málinu. Gífurlegt uppnám í Bretlandi vegna andláts sérfræðings í varnarmálaráðuneytinu Hafði verið ýtt nauðugum fram í sviðsljósið Reuters Frá vettvangi í grennd við Oxford á Suður-Englandi þar sem lík manns fannst í gær sem talið er vera af David Kelly, ráðgjafa brezku stjórn- arinnar í efna- og sýklavopnamálum. Lundúnum, Tókýó. AFP, AP. FÁIR vissu hver David Kelly var fyrir 9. júlí en þann dag var hann hins vegar nefndur til sög- unnar sem hugsanlegur heimildarmaður Andr- ews Gilligans, frétta- manns BBC, í frétt um að fulltrúar ríkisstjórnar Tonys Blairs hefðu átt við gögn um hættuna sem stafaði af meintum gereyðingarvopnum Íraka. Kelly viðurkenndi að hafa átt fundi með Gill- igan í óleyfi. Hann neitaði hins vegar fyrir þingnefnd í vikunni að hann væri heimildin fyrir frétt Gilligans. Kelly hafði doktorsgráðu í örverufræði og vann lengi að rann- sóknum í landbúnaðarvísindum. Naut hann virðingar á sínu sviði og fór m.a. fyrir rannsóknarstofnun varnarmálaráðuneytisins í örveru- fræði í Porton Down á árunum 1984 til 1992. Kelly var aðili að vopnaeftirliti Sameinuðu þjóðanna í Írak á ár- unum 1991 til 1998. Árið 1994 var hann gerður að aðalráðgjafa SÞ í sýklahernaði í Írak og gegndi hann því starfi til 1999. Kelly hafði komið til Íraks 37 sinnum vegna starfa sinna. Einnig kom hann að eft- irliti með sýklavopnabúri Rússa á árunum 1991–1994. Undanfarin ár hafði hann starfað í varnarmálaráðuneytinu breska sem ráðgjafi stjórnvalda um gereyðingarvopn. Kelly þótti hæglátur maður og telja menn að hann hafi ekki kunnað að meta að vera skyndilega í sviðsljósinu. Var augljóst að hann var ekki ánægður með hlutskipti sitt er hann kom fyrir þingnefnd í vik- unni. Hann þótti þó svara spurningum nefndarmanna af yfirvegun. Hann var 59 ára gamall. David Kelly fyrir þingnefnd á þriðjudag. Hæglátur vísindamaður AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.