Morgunblaðið - 19.07.2003, Page 56

Morgunblaðið - 19.07.2003, Page 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. – leiðandi í lausnum Skeifunni 17AcoTæknival Sími 550 4000 Fax 550 4001 Áskriftarsími 881 2060 Í FORMI ÞJÓÐSKRÁ hefur veitt ítalska verktakafyrirtækinu Impregilo heimild til að skrá lögheimili starfs- manna vinnubúða við Kárahnjúka sem dvelja þar í hálft ár eða lengur í þorpunum sem þar eru að myndast. Reist verða fjögur meginþorp og verður hið stærsta við Kárahnjúka- stíflu og hefur hlotið heitið Laug- arás. Búðir við aðkomugöng eitt fá heitið Teigsbjarg, við aðkomugöng tvö heita þær Öxará og búðir við að- komugöng þrjú skulu heita Tunga. Reiknað er með að um 700 íbúar verði í Laugarási, í Tungu um 200 og 100 í Öxará og Teigsbjargi. Ekki þótti hæfa að kalla búðirnar kampa eða vinnubúðir eins og gert hefur verið hingað til, þar sem stór hópur manna kemur til með að eiga lögheimili á þessu svæði. Eftir við- ræður Impregilo við sveitarstjórn- irnar á Norður-Héraði og í Fljóts- dalshreppi, varð niðurstaðan sú að best félli að hagsmunum allra aðila að gera þetta formlega og fá að skrá fólk með lögheimili í hinum nýju þorpum. Í lögum um lögheimili segir að menn geti ekki skráð lögheimili í vinnubúðum og þurfti frávik frá því, sem þjóðskrá féllst á, eftir tilmælum sveitarfélaganna sem voru gefin á grundvelli tillagna frá Impregilo. Áður voru vinnubúðirnar kallaðar Adit 1, 2 og 3 á virkjanamáli og er þetta tilraun til að breyta því og gefa þeim íslensk nöfn sem virða íslenska nafnahefð og útlendingar geta borið sæmilega fram. Stærsta þorpið er reist á ási rétt ofanvert við Laugar- valladal og er það til minningar um þær laugar sem það fær heitið Laug- arás. Laugarás er einnig virðulegt hverfi í Reykjavík og gefur því nafn- giftin, að sögn heimildamanns Morg- unblaðsins, frá sér heldur hlýlegan og virðulegan andblæ innanlands. Eins og áður hefur komið fram er gert ráð fyrir að um 700 manns verði í Laugarási og verða þar svefnskál- ar, ein-, tví- og fjórbýlishús, mötu- neyti, þvottahús, félagsmiðstöð, íþróttaaðstaða, verslun, skóli og heilsugæsla. Munu búðirnar ná yfir 10 hektara svæði. Reiknað er með að þorpið verði tilbúið í október nk. Annað stærsta þorpið er í Glúms- staðadal, en það nafn reynist útlend- ingum erfitt í framburði. Búðirnar munu standa ofarlega í dalnum og niður undan fjalli sem heitir Tunga og taka þær nafn af því. Þar verða um 200 manns til heimilis. Laugarás og Tunga tilheyra sveitarfélaginu Norður-Héraði. Hinar tvær búðirnar taka beinlínis nafn eftir stöðunum. Þannig er borað á Teigsbjargi og þar verður þorpið Teigsbjarg og búðir við Öxará fá nafn árinnar. Þessar tvennar búðir tilheyra Fljótsdalshreppi. Allar leiðir liggja til Rómar Þegar hefur verið skipaður bæj- arstjóri yfir þorpunum fjórum og mun hann setja menn niður og skipuleggja innri málefni þessara fjögurra samfélaga, sem sjálfsagt munu taka svip af öðrum erlendum fjölþjóðaþorpum veraldarinnar. Sag- an segir að aðilar eystra hafi komið fram með hugmyndir um að Impr- egilo-menn ættu að nefna þorpin Róm, Flórens, Feneyjar og þar fram eftir götunum. Af því varð hins vegar ekki. Lögheimili í þorp- um við Kárahnjúka Kárahnjúkum. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson VÍSINDAMENN eru nú búnir að bora rúma þrjá km í gegnum Grænlandsjökul og eru komnir niður á fast undir jöklinum eftir sjö ára vinnu við boranir. Áfanginn náðist um kl. 18.15 að staðartíma á fimmtudag. „Eftir sjö löng ár erum við loks- ins komin í gegnum jökulinn,“ seg- ir Sigfús Johnsen, prófessor í jarð- eðlisfræði við Háskóla Íslands. Síðustu metrarnir voru mjög erfiðir og kom það vísindamönnum nokkuð á óvart að jarðvarmi virð- ist bræða neðsta hluta jökulsins. Vatnið sem myndaðist við það flæddi um 20 metra upp í borhol- una og fraus á leiðinni upp. „Það er nokkur jarðhiti hérna sem er mun sterkari en við bjuggumst við. Hann gerir það að verkum að jök- ullinn bráðnar alltaf að neðan,“ segir Sigfús. Búðir vísindamannanna eru í 2.970 metra hæð yfir sjávarmáli og er borholan 3.085 metrar á dýpt. Borholan nær því um 115 metra undir sjávarmál. Sigfús segir að mælingar á bor- kjörnunum geti gefið upplýsingar um loftslagsþróun síðustu árþús- unda, en þar sem ísinn er elstur er hann um 120.000 ára gamall. Hugsanlega geta kjarnarnir sagt vísindamönnum eitthvað um af hverju síðasta hlýskeið í jarðsög- unni endaði. „Við erum á hlýskeiði núna sem mun enda á einhvern hátt, og við viljum gjarnan skilja hvernig það gæti orðið,“ segir Sig- fús. Nú þegar borun er lokið verð- ur hafist handa við að mæla ís- kjarnann. Til þess þarf að flytja kjarnann frá Grænlandi og í rann- sóknarstofur, meðal annars á Ís- landi. Hópur vísindamanna frá Íslandi, Danmörku, Svíþjóð, Frakklandi, Belgíu, Sviss, Þýskalandi, Japan og Bandaríkjunum sá um borunina. Í augnablikinu eru 13 vísindamenn í búðunum og var þeim fagnað vel eftir að borinn komst í gegnum ís- inn. Um 15 Íslendingar hafa unnið að borununum undanfarin ár. Boruðu rúma þrjá km í gegnum Grænlandsjökul Sigfús Johnsen stendur hreykinn við síðasta borkjarnann. VELTA SÍF-samsteypunnar eftir kaupin á brezka fyrirtækinu Lyons Seafoods, eykst um 7,6 milljarða króna og verður þá alls um 70 milljarðar króna. Starf- semi brezka fyrirtækisins svo og hagnað- ur þess hefur aukizt jafnt og þétt undanfarin ár og er framleiðslugeta þess á ári um 15.500 tonn. Vikulega framleiðir fyrirtækið milljón skammta af kældum, tilbúnum rétt- um auk annarrar framleiðslu. Gunnar Örn Kristjánsson, forstjóri SÍF, segir að kaupin á Lyons Seafoods, sem er öflugasta fyrirtækið í sölu kældra sjávaraf- urða á Bretlandi, opni dyr að brezka mark- aðnum í smásölu og stóreldhúsum fyrir verksmiðjur SÍF í Frakklandi. Auk þess opni það SÍF leið til að kaupa og selja heit- sjávarrækju á öllum helztu mörkuðum fé- lagsins. Kaupin séu félaginu því afar mik- ilvæg. Vinna að aukinni starfsemi SÍF á Bret- landi hófst með greiningu á þróun og stöðu brezka markaðarins 2001. Í byrjun árs 2002 voru fjölmörg brezk fyrirtæki skoðuð og greind. Á miðju ári 2002 beindust sjónir SÍF að Lyons Seafoods, en fresta varð samningagerð vegna viðræðna um sam- runa SÍF og SH. Í marz síðastliðnum hóf- ust samningaviðræður að nýju og hafa þær leitt til þess að SÍF yfirtekur reksturinn frá og með deginum í dag. Kaup SÍF á Lyons Seafoods Árleg velta verður 70 milljarðar  SIF Group/18 ÞAÐ er ekki verra að hafa aðgang að köldu, rennandi vatni á heitum dögum og geta jafn- vel kælt tærnar í sjónum. Á Langasandi á Akranesi er fínasta baðströnd. Ekki virðist vera þörf á að hita hana upp eins og í Naut- hólsvíkinni, alltént ekki á dögum eins og í gær þegar hitinn var um og yfir tuttugu gráður víðast um landið. Á Hveravöllum var bullandi hiti, jafnt ofan jarðar sem neðan og var hitinn við 21,3 gráður. Að sögn skála- varða hafa undanfarnir dagar verið þeir langbestu í sumar, sól og blíða og ljúf gola lék við kinnar lukkulegra ferðalanga. Í gær fór hitinn hæst í 27 gráður á Hallormsstað og 26 gráður á Þingvöllum. Á Egilsstöðum náði hitinn 21 gráðu. Starfsmenn Veðurstof- unnar telja daginn með heitari dögum sum- arsins. Þessi börn notuðu tækifærið og böðuðu sig á Langasandi og er ekki annað að sjá en þeim hafi líkað aðstaðan ágætlega. Morgunblaðið/Sigurður Elvar Heillandi baðströnd á Langasandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.