Morgunblaðið - 22.07.2003, Page 37

Morgunblaðið - 22.07.2003, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚLÍ 2003 37 DAGBÓK „ÉG FÉKK góða hug- mynd,“ er vinsæl setning hjá litlum snáða sem um- sjónarmanni er kunnur. Við eftirgrennslan kemur iðu- lega í ljós að hin góða hug- mynd felst í því að fara að kaupa ís. Norður ♠ D102 ♥ Á764 ♦ 1076 ♣ DG2 Suður ♠ Á97 ♥ 52 ♦ Á9854 ♣ ÁK3 Í bikarleik fyrir stuttu fékk suður líka „góða hug- mynd“. Hann var sagnhafi í þremur gröndum eftir opn- un á grandi og Stayman svar makkers. Vestur kom út með spaðasexu, fjórða hæsta. Fær lesandinn góða hugmynd? Ef útspilið er fjórða hæsta þá á vestur KG8 fyr- ir ofan sexuna. Með hlið- sjón af því er ekki um neinn hitting að ræða í upp- hafi. En vandinn er þessi: tígulinn þarf að fría og það þýðir að vörnin kemst tvisvar inn. Og það er ekki gæfulegt ef vörnin skiptir yfir í hjarta. Hin góða hug- mynd sagnhafa fólst í því að fæla AV frá því að spila hjarta. Hann stakk upp spaðadrottningu í borði (!) og spilaði tígli á níuna og gosa vesturs. Hin djúpa áætlun fólst í því að fá vest- ur til að halda áfram með spaðann frá KG fimmta. Sagnhafi hugðist drepa strax á spaðaás og spila tíg- ulás og tígli. Ef austur var með þriðja tígulinn (sem var líklegt) ætti hann ekki spaða til að spila. Þessi snilldarlega áætlun gekk eftir, því vestur spil- aði spaðakóng um hæl. En eins og stundum fer fyrir vel heppnuðum aðgerðum, þá dó sjúklingurinn: Norður ♠ D102 ♥ Á764 ♦ 1076 ♣ DG2 Vestur Austur ♠ KG863 ♠ 54 ♥ K3 ♥ DG1098 ♦ KG2 ♦ D3 ♣ 975 ♣10864 Suður ♠ Á97 ♥ 52 ♦ Á9854 ♣ÁK3 Vestur átti þriðja tíg- ulinn og komst því inn á fríspaðana. Á hinu borðinu tók sagn- hafi fyrsta slaginn á spaða- tíu og dúkkaði tígul yfir til vesturs. Frá bæjardyrum vesturs var tilgangslítið að spila hjarta og hann skipti yfir í lauf. Sagnhafi náði því að fríspila tígulinn og vann sitt spil. Reyndar þýðir ekkert fyrir vestur að spila hjarta. Kóngurinn yrði dúkkaður og ef vestur hittir á þann snilldarleik að spila litlu hjarta, gæti sagnhafi svarað í sömu mynt með því að stinga upp ás og stífla litinn! Góðar hugmyndir og brids eiga ekki alltaf sam- leið. Við skulum fá okkur ís. Það er margt vitlausara. BRIDS Umsjón Guðm. Páll Arnarsson ÁRNAÐ HEILLA HLUTAVELTA Þessi duglegu börn héldu tombólu til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðu 1.196 kr. Þau heita Walter Brynjar Ketel, Sigurvin Bachmann og Guðlaug Bachmann. 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Rf6 4. Bg5 dxe4 5. Rxe4 Be7 6. Bxf6 gxf6 7. Rf3 f5 8. Rg3 c5 9. Bc4 cxd4 10. Rxd4 f4 11. Re4 a6 12. c3 b5 13. Bb3 h5 14. De2 Bb7 15. O-O-O Db6 Staðan kom upp í stór- meistaraflokki á fyrsta laug- ardagsmóti sem lauk fyrir skömmu í Búdapest í Ung- verjalandi. Rússinn Sergey Reutsky (2307) hafði hvítt gegn Attila Jakob (2442). 16. Rxe6! fxe6 17. Rd6+ Dxd6 17...Kf8 hefði einnig endað með ósköpum fyrir svartan eftir 18. Dxe6. 18. Hxd6 Bxd6 19. Dxe6+ Be7 20. Hd1 og svartur gafst upp enda útilokað að verjast máti. Arnar E. Gunnarsson náði sínum lokaáfanga að alþjóðlegum meist- aratitli og vantar ein- ungis að ná 2400 skákstigum til að verða alþjóðlegur meistari. Bragi Þor- finnsson náði sínum fjórða áfanga að al- þjóðlegum meistaratitli á mótinu og er í sömu sporum og Arnar að þurfa ná stiga- lágmarkinu til að fá titilinn. Lokastaða mótsins varð annars þessi: 1. Evgeny Postny (2499) 7½ vinning af 11 mögulegum. 2. Sergei Ovsejevitsch (2497) 7 v. 3. Bragi Þorfinnsson (2373) 6½ v. 4.–7. Zoltan Medvegy (2498), Arnar Gunnarsson (2348), Leonid Gerzhoy (2410) og Sergei Reutsky (2307) 6 v. 8.–9. Alexander Krapivin (2339) og Jón Vikt- or Gunnarsson (2411) 5 v. 10. Nicolai V. Pedersen (2528) 4½ v. 11. Attila Jakob (2442) 3½ v. 12. Jennifer Shahade (2248) 3 v. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Akureyrarkirkju 21. júlí sl. af sr. Svavari A. Jónssyni þau Eva Dögg Björgvinsdóttir og Sig- mundur G. Sigurðsson. Heimili þeirra er á Ak- ureyri. 50ÁRA afmæli. Fimm-tug er er í dag þriðju- daginn 22. júlí, Hólmfríður Haukdal, Vörðu 14, Djúpa- vogi. Í tilefni dagsins taka hún, eiginmaður og börn á móti ættingjum og vinum á tjaldstæðinu á Fossárdal við Berufjörð, laugardaginn 26. júlí frá kl 17:00 MENNINGARDAGSKRÁ Í SKÁLHOLTI HELGARTILBOÐ Pantanir og upplýsingar í Skálholtsskóla, sími 486 8870, netfang skoli@skalholt.is Skálholtsskóli býður upp á sérstakt tilboð um næstu helgi, 26.–27. júlí Dagskráin felur í sér gistingu og allar máltíðir m.a. sögutengdan kvöldverð að hætti Þorláks biskups helga og kaffiborð Valgerðar biskupsfrúar, kynningu fornleifauppgraftarins, menningartengda staðarskoðun og að sjálfsögðu alla atburði Sumartónleika í Skálholti þessa helgi. Verð kr. 12.000. * * * Sumartilboð Glæsileg snyrtivörutilboð Bolir, toppar o.fl. á tilboðsverði Nóatúni 17 • sími 562 4217Gullbrá • Sendum í póstkröfu Bikarkeppnin þriðja umferð Dregið hefir verið í þriðju umferð bikarkeppninnar en á ýmsu gekk í annarri umferðinni. Eftirtaldir leikir verða í þriðju umferð: Ógæfa ehf/Björgv.M.Kr.–Aðalst. Sveinss. Shellsk./Rúnar Einarss–Ing. P. Jóhannss. Hársnyrting Vildísar–ÍAV/Matth.Þorv. Félagsþjónustan/Guðl. Sv.–Teymi/Bern. Kr Spsj.Sigl&Mýras.–Skaginn hf/Þorgeir J. Guðm Sv. Hermannss.–Strengur/Hrannar E Norðangarri/Frímann–Suðurnesjasveitin Goði/Þór.Jónasson–Subaru–sveitin/Jón.B Lokastaðan í annarri umferðinni varð þessi: Ingv. P.Jóhannss.–Friends/M.H. 66– 63 Teymi/Bern. Krist.– Orkuv.Rvk. 74– 72 Goði/Þ.Jónass.– Bjarni Sveinss.109–100 Suðurnesjasv.– Baldur Bjartm. 112– 51 G.Helgas.–Fél.þj./Guðl.Sv. 32–154 Norðangarri–Tryggingastofan 104– 63 Gísli Þór.–Skaginn/Þorgeir Jós.109–143 Shell–skálinn–Sparisj.í Keflav. 86– 77 Eðv. Hallgr.–Ógæfa/Björgv.M.Kr. 78– 96 Samskipti–Hársnyrting Vildísar 54–130 Símon Sím.– Guðm.Sv.Hermannsson 56– 64 Vinir/Heimir Tr.–Aðalst.Sveins. 83– 99 ÍAV/Matth.Þorv–Anna G. Nielsen 128– 39 Kr.Kristinsson–Strengur/Hr.Erl. 64– 90 Subaru-sveitin– Gylfi Baldurs. 83– 69 Sp.Sigl&Mýr.–Bindir ehf.-Guðm.Sv. 1–0 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Sá leikur sem varð mest spenn- andi í annarri umferð var milli sveita Teymis og Orkuveitunnar. Jafnt var eftir 40 spil 63–63 og var framlengt um 4 spil. Þeim lauk með sigri Teym- is 11–9. Loks má geta þess að sveit Bindis ehf. mætti ekki til keppni og var dæmd úr leik. Síðasti spiladagur þriðju umferðar er 17. ágúst. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Háteigskirkja, eldri borgarar. Pútt alla morgna ef veður leyfir frá kl. 10. Félagsvist mánudaga kl. 13, brids miðvikudaga kl. 13. Þátttaka tilkynnist til Þórdísar í síma 511 5405. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. Seljakirkja. Æskulýðsfélag Sela kl. 20– 22 Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10–12 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn frá kl. 17–18.30. Vídalínskirkja. Í sumar verður opið hús á vegum kirkjunnar fyrir eldri borgara í safn- aðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 13–16. Spil- að og spjallað. Þorlákur sér um akstur fyrir þá sem óska. Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar alla þriðjudaga kl. 10–12. Borgarneskirkja. Helgistund í kirkjunni kl. 18.30–19. Þorlákskirkja. Fermingarfræðsla í dag kl. 13.40. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. Kefas. Bænastund kl. 20.30. Allir vel- komnir. Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 9. Safnaðarstarf STJÖRNUSPÁ Frances Drake KRABBI Afmælisbörn dagsins: Þú ætlar þér að ná langt og hefur það hugrekki sem til þarf. Ekkert getur haldið aftur af þér þegar þú hefur ákveðið eitthvað. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Í dag hefst fjögurra vikna tímabil sem einkennist af rómantík, veislum, gleði og glaum. Þú átt eftir að njóta þess að vera til. Naut (20. apríl - 20. maí)  Nú er rétt að einbeita sér að málefnum heimilisins. End- urfundir ættingja veita þér tækifæri til þess að rifja upp æskuminningar. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Spenntu beltið! Hlutirnir eiga það til að gerast hratt þessa stundina og það er gríðarlega mikið um að vera. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú einbeitir þér í auknum mæli að fjármálum. Þú íhug- ar hvernig best sé að afla peninga og eyða þeim. Eyddu ekki meira en þú aflar. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Næstu vikurnar ættir þú að safna kröftum fyrir það sem eftir er af árinu. Þú mátt bú- ast við því að þér bjóðist góð tækifæri og að þú hittir gott fólk. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Notaðu þann tíma sem þú hefur aflögu til þess að hvíl- ast. Þú þarft meiri tíma í ein- rúmi. Áhugi þinn á yf- irskilvitlegum hlutum hefur aukist til muna. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Vinsældir þínar hafa aukist þó nokkuð. Búðu þig undir að heyra frá vinum þínum og fá boðskort í veislur. Taktu þeim boðum fagnandi! Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Klæddu þig vel og skartaðu þínu fegursta. Aðrir gætu í framhaldinu borið meira traust til þín. Þú stendur undir því trausti. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú kýst að víkka sjóndeild- arhring þinn gegnum nám og ferðalög. Gerðu eins mikið af því og þú getur þessa stund- ina. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Eitthvað vekur miklar til- finningar hjá þér í dag. Þú ætlar ekki lengur að vera áhorfandi heldur kýst þú að berjast fyrir réttindum þín- um. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Samræður við vini og ætt- ingja geta kennt þér margt um sjálfa(n) þig í dag. Vertu viss um að hlusta vandlega á það sem aðrir segja. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Láttu undan þeirri löngun þinni að skipuleggja hlutina. Þú munt ekki sjá eftir því. Best væri að hefjast handa sem fyrst. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Á RAUÐSGILI Enn ég um Fellaflóann geng, finn eins og titring í gömlum streng, hugann grunar hjá grassins rót gamalt spor eftir lítinn fót. Hugrökk teygist á háum legg hvönnin fram yfir gljúfravegg, dumbrauðu höfði um dægrin ljós drúpir hin vota engjarós. Löngum í æsku ég undi við angandi hvamminn og gilsins nið, ómur af fossum og flugastraum fléttaðist síðan við hvern minn draum. - - - Jón Helgason LJÓÐABROT Drottinn minn! Þú fórst ansi nálægt lögregluþjón- inum þarna á horninu!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.