Morgunblaðið - 09.08.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.08.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Gefðu í brakið maður, Trygginga-trölli er líka á eftir okkur. Reykjavíkurmaraþon 16. ágúst Hlaupið út í frelsið HIÐ árlega Reykja-víkurmaraþonverður haldið í tuttugasta sinn laugardag- inn 16. ágúst næstkom- andi. Martha Ernstsdóttir hefur náð gífurlega góðum árangri jafnt í Reykjavík- urmaraþoninu svo og öðr- um hlaupum. – Hvernig skal haga undirbúningi? „Þar skiptir öllu máli hversu langt þú ætlar að hlaupa. Sértu að fara 3 km þarftu í sjálfu sér engan undirbúning því það er alltaf hægt að ganga eða skokka. Sjö kílómetrarnir eru frekar ætlaðir þeim sem stunda reglulega lík- amsrækt og geta þeir hlaupið þá með tiltölulega litlum undirbúningi. Það er ekki fyrr en fólk ætlar að hlaupa 10 km sem frekari undirbúnings er þörf, þá þýðir ekkert annað en að hafa æft að minnsta kosti þrisvar sinn- um í viku í nokkra mánuði. Það er ekki skemmtilegt að ætla sér að byrja á 10 kílómetrunum og finn- ast það svo erfitt að maður taki aldrei þátt aftur, sem er því miður dálítið algengt. Ætli maður að hlaupa hálft maraþon svo ég tali nú ekki um maraþon þarftu góðan undirbúning í marga mánuði. Seinustu dagana fyrir maraþon er mikilvægt að taka því rólega, hvíla sig og sofa vel. Best er að hafa kol- vetnaríka fæðu á matseðlinum eins og brauð, pasta og hrísgrjón. Það er algengt að maraþonhlaup- arar hlaði sig með svokallaðri kol- vetnahleðslu til að fylla vöðvana af kolvetnum. Þá blanda þeir kol- vetnadufti út í vatn og drekka 3–4 lítra af því þremur dögum fyrir keppni.“ – Hvað gefa slík hlaup af sér? „Fyrir mér eru hlaup frelsi, það er frábært að geta reimað á sig skóna og farið út hvar og hvenær sem er. Sumir skilja ekkert í mér að nenna að hlaupa svona enda- laust og jú, auðvitað nenni ég því oft ekki, en þá drífur maður sig út þótt maður sé latur og kemur svo til baka endurnærður og orku- meiri. Mér finnst alltaf jafn skemmtilegt að hlaupa og vona að ég muni geta haldið því áfram þangað til ég fer í gröfina.“ – Er hlaupamenning á Ís- landi? „Hlaupamenning hér var mjög lengi að komast í gang og lengi vel var maður álitin skrýtin en nú er þetta allt að koma til. Maður heyrði iðulega á eftir sér, 1,2 1,2, en hváir, heyri maður þetta í dag. Þegar ég var að byrja vorum við fáeinir „furðufuglar“ sem hlupum en núna er þetta orðið allt annað. Margir af minni kynslóð sem ég man eftir sem anti-sportistum eru nú orðnir hinir mestu áhugamenn um hlaup og komnir á kaf í þetta, kaupandi sér föt og skó í miklu meira mæli en ég hef nokkurn tíma gert! Hlaup hefur marga kosti, því fylgir t.d. mjög góður fé- lagsskapur enda gjarn- an sem fólk hleypur saman, pör, hjón eða vinir. Þá er gaman að sjá alla hlaupahópana sem hafa sprottið upp og hvað þeir standa fyrir öflugu félagslífi. Hóparnir hlaupa ekki eingöngu saman heldur fara líka í göngur og halda árshátíðir, mat- arkvöld og myndakvöld svo eitt- hvað sé nefnt.“ – Hvernig þykir þér aðstaða hlaupara? „Hún hefur batnað gífurlega með tilkomu stíga sem hér hafa verið lagðar síðustu árin, ég man að þær þóttu hinn mesti óþarfi í fyrstu en nú held ég að enginn myndi vilja vera án þeirra. Ég myndi samt gjarnan vilja sjá brautir sem hefðu mýkra undir- lendi, það væri langbest að þurfa ekki alltaf að hlaupa á steypunni. Ég stofna kannski bara pólitískan flokk sem berst fyrir hlaupabraut- um það er aldrei að vita!“ – Er ekki erfitt að hlaupa á veturna? „Síðastliðnir vetur hafa verið mjög mildir og því algjör draumur fyrir okkur hlauparana. Annars förum við, þeir allra „brjáluðustu“ eins og ég og fleiri, út í hvaða veðri sem er, það er viss útrás sem fylgir því að hlaupa í slæmu veðri. Mér finnst það hafa aukist að fólk láti ekki vont veður aftra sér frá því að fara út að hlaupa. Við syst- kinin höfum það fyrir reglu að fara út að hlaupa klukkan fjögur á aðfangadag sem er æðislegt, sér- stök stemning og friður ríkir yfir öllu. Síðan kemur maður glor- hungraður heim og fer í bað áður en maður borðar steikina, það jafnast ekkert á við þetta. Við sleppum ekki þessari hefð þótt við séum komin með fjölskyldur en þær sýna þessu fullan skilning.“ – Hvað ráðleggur þú byrj- endum? „Að ganga í einhvern þeirra fjölmörgu hlaupahópa sem fyrir- finnast í flestum hverfum og taka margir hverjir á móti byrjendum. Ég veit fyrir víst að skokkhópar ÍR og TKS úti á Sel- tjarnarnesi taka á móti byrjendum.“ – Svipar Reykja- víkurmaraþoninu til slíkra hlaupa erlendis? „Ég er persónulega ósátt við að nýlega var leiðinni breytt og hefur maraþonið nú mikið til verið fært af götum borgarinnar. Mér finnst að hér ætti að vera hægt að loka götum fyrir svo stórt hlaup líkt og tíðkast í t.d. London, París og New York þar sem risastórum götum er lokað. Með þessum að- gerðum tel ég að maraþonið týnist dálítið og það finnst mér synd.“ Martha Ernstsdóttir  Martha Ernstsdóttir er fædd 1964 í Reykjavík. Hún byrjaði að hlaupa tæplega tvítug og hefur keppt í fjölda hlaupa bæði hér heima og erlendis, meðal annars 13 sinnum í Reykjavíkurmara- þoninu og á Ólympíuleikunum í maraþonhlaupi árið 2000. Martha útskrifaðist sem sjúkra- þjálfari frá Háskóla Íslands árið 1989 og með gráðu í hómópatíu frá Ósló árið 1997. Hún starfar í dag sem hómópati, sjúkraþjálfari og þjálfari hjá ÍR. Sambýlis- maður Mörthu er Jón Halldór Oddsson og á hún með honum tvö börn auk stjúpsonar. Systkinin fara út að hlaupa á aðfangadag LAXELDISFYRIRTÆKIÐ Salar Islandica á Djúpavogi er nú að dæla 40 þúsund seiðum í kvíar á Berufirði. Á næstu vikum verður ein kví sett niður til viðbótar þeim fjór- um sem nú eru í firðinum og verða í þeim um 430 þúsund laxa- seiði. Salar Islandica bíður nú af- greiðslu Skipulagsstofnunar á umsókn um 8 þúsund tonna lax- eldi í Fáskrúðsfirði og fáist til- skilin leyfi mun fyrirtækið hefja laxeldi þar strax næsta sumar. Laxaseiðum dælt í kvíar Ljósmynd/GSG Nú er verið að dæla 40 þúsund laxaseiðum í eldisker Salar Islandica í Berufirði. Djúpavogi. Morgunblaðið. BEIÐNI Eggerts Haukdal, fv. oddvita V-Landeyjahrepps, um að bókhaldsgögn hreppsins verði innsigluð á skrifstofu í Njálsbúð, er til skoðunar hjá embætti sýslumanns á Hvols- velli. Að sögn Þórhalls H. Þor- valdssonar, staðgengils sýslu- manns, verður ákvörðun ekki tekin fyrr en Kjartan Þorkels- son sýslumaður Rangárvalla- sýslu kemur úr sumarleyfi þann 18. ágúst næstkomandi. Eins og fram kom í Morg- unblaðinu sl. fimmtudag fór Eggert fram á þetta eftir að hafa fengið í hendur afrit af skjali úr bókhaldi hreppsins sem hann telur að hafi verið falsað þegar skjalið var lagt fram í Hæstarétti. Númer skjalsins, sem dagsett er í lok árs 1997, var 270 á afritinu úr bókhaldsgögnunum en fyrir Hæstarétti var það merkt 290. Segir sakfellingu byggða á skjalinu Eggert Haukdal heldur því einnig fram að með því hafi verið látið líta svo út sem skjal- ið tilheyrði árinu 1996. Telur hann þetta vera eitt af grund- vallarskjölum málsins og það skjal sem ætla megi að sakfell- ing hafi byggst á að verulegu leyti. Beiðni Eggerts til skoðunar SAMGÖNGURÁÐHERRA hefurskipað nýtt flugráð. Í því eiga sæti sexmanns og er skipunartíminn fjögur ár. Gísli Baldur Garðarsson, hrl, er formaður nefndarinnar, Bjarni Bene- diktsson, alþingismaður er varafor- maður. Þessir tveir auk, Magnúsar Ólafssonar, bónda, eru skipaðir af ráðherra án tilnefningar. Samtök at- vinnulífsins tilnefndu Jón Karl Ólafs- son, framkvæmdastjóra, og Jens Bjarnason, flugrekstrarstjóra. Sam- tök ferðaþjónustu tilnefndu Ernu Hauksdóttur, framkvæmdastjóra. Varamenn í flugráði eru Arnbjörg Sveinsdóttir, alþingismaður, Vigfús Vigfússon, umboðsmaður Íslands- flugs á Sauðárkróki, Karvel Pálma- son, fyrrv. alþingismaður, Friðrik Adolfsson, deildarstjóri, Hallgrímur Jónsson, yfirflugstjóri og Ómar Benediktsson, framkvæmdastjóri. Ráðherra skipar nýtt flugráð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.