Morgunblaðið - 09.08.2003, Blaðsíða 44
ÍÞRÓTTIR
44 LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
RAY Lewington, knattspyrnustjóri
Watford, mun líklega láta lið sitt
leika á ný leikaðferðina 4-4-2 en
ekki 4-3-3 eins og hann hefur látið
liðið leika að undanförnu, eða
fram að leiknum gegn Chelsea sl.
þriðjudag. Þá var Heiðar Helgu-
son settur aftur á miðjuna. „Þegar
við lékum gegn Chelsea urðum við
að færa mann aftur og leika með
fjóra miðjuleikmenn. Það mun þó
ekkert annað lið þrýsta á okkur
eins og Chelsea gerði þannig að
við höldum öllu opnu,“ sagði Lew-
ington, en hann telur ekki mikinn
mun á þessum tveimur leik-
kerfum. Watford leikur gegn Cov-
entry í 1. deildarkeppninni í Eng-
landi í dag.
Heiðar aftur
á miðjuna
ANDRI Ólafsson. leikmaður ÍBV
er meiddur og getur ekki leikið með
félögum sínum gegn Grindavík í
Vestmannaeyjum í dag og þá er Atli
Jóhannsson í banni.
SINISA Kekic tekur út leikbann í
liði Grindavíkur en þeir gulklæddu
endurheimta Ray Jónsson úr banni
fyrir leik þeirra gegn ÍBV.
REYNIR Leósson, miðvörður
Skagamanna er búinn að ná sér af
meiðslum og verður tilbúinn fyrir
fallbaráttuslaginn við Fram á Akra-
nesi annað kvöld. Gunnlaugur Jóns-
son, fyrirliði ÍA er í leikbanni.
FRAMARAR geta stillt upp sínu
sterkasta liði gegn Skagamönnum á
Skipaskaga að Þorbirni Atla Sveins-
syni, framherja, undanskildum.
Hann er ekki búinn að ná sér full-
komlega eftir erfið veikindi.
ARNAR Gunnlaugsson, framherji
KR-inga, er með teygð liðbönd í hné
og ólíklegt að hann geti leikið gegn
KA annað kvöld á KR-vellinum. Þá
fór Sölvi Davíðsson í speglun í vik-
unni og lét laga liðþófa í hné og verð-
ur frá um tíma.
ÞORVALDUR Örlygsson, þjálfari
og leikmaður KA-liðsins vonast til að
geta stillt upp sínu sterkasta liði
gegn KR í vesturbænum annað
kvöld. Hins vegar á Steingrímur
Eiðsson í meiðslum og óvíst hvort
hann getur leikið.
TOMMY Nielsen, varnarmaðurinn
danski í FH, er í leikbanni er liðið
mætir Fylki á morgun. Þá á Heimir
Guðjónsson við minniháttarmeiðsli
en verður að öllum líkindum með að
sögn Leifs S. Garðarssonar, aðstoð-
arþjálfara FH.
VALUR Fannar Gíslason verður
líklegast ekki með félögum sínum úr
Fylki gegn FH.
BRASILÍUMAÐURINN Ronald-
inho, sem valdi frekar að fara til
Barcelona en Manchester United,
var á ferðinni í Englandi í gærkvöldi
– þegar Barcelona lagði Leicester að
velli í vináttuleik á Walkers Stadi-
um, 1:0. Hann lagði upp sigurmarkið
sem Javier Saviola skoraði.
PERÚMAÐURINN Andres Men-
doza skoraði fyrsta markið í belg-
ísku 1. deildarkeppninni, þegar
meistarar Club Brugge hófu titil-
vörnina með sigri á Genk. Markið
sem Mendoza skoraði á 58 mín.
dugði, 1:0. Yfirburðir meistaranna
voru miklir og var Mendoza klaufi að
skora ekki fleiri mörk.
EGYPTINN Ahmed Mido tryggði
Marseille sigur á Auxerre í Frakk-
landi, 1:0. Þetta var fyrsta mark
Mido, sem kom til Marseille í sumar.
RÚSSNESKA stúlkan Yulia Pech-
enkina setti nýtt heimsmet í 400 m
grindahlaupi á rússneska meistara-
mótinu í Tula. Hún hljóp vegalengd-
ina á 52,34 sek. Gamla metið átti
bandaríska stúlkan Kim Batton –
52,61 sek., sem hún setti í Svíþjóð
1995.
FÓLK
Fylkir 12 7 2 3 19:9 23
KR 12 7 2 3 18:15 23
Grindavík 12 6 1 5 17:19 19
FH 12 5 3 4 20:19 18
Þróttur 12 6 0 6 19:19 18
KA 12 5 2 5 21:17 17
ÍBV 12 5 1 6 18:19 16
ÍA 12 3 5 4 16:16 14
Valur 12 4 0 8 16:22 12
Fram 12 3 2 7 16:25 11
STAÐAN
13. UMFERÐ
ÍBV - Grindavík
ÍA - Fram
FH - Fylkir
KR - KA
Þróttur - Valur
14. UMFERÐ
Fram - ÍBV
Valur - KR
KA - ÍA
Fylkir - Þróttur
Grindavík - FH
15. UMFERÐ
ÍA - Valur
KA - Fram
KR - Fylkir
Þróttur - Grindav.
FH - ÍBV
16. UMFERÐ
ÍBV - Þróttur
Valur - KA
Fram - FH
Fylkir - ÍA
Grindavík - KR
17. UMFERÐ
Valur - Fram
KA - Fylkir
ÍA - Grindavík
KR - ÍBV
Þróttur - FH
18. UMFERÐ
Fram - Þróttur
Fylkir - Valur
Grindavík - KA
ÍBV - ÍA
FH - KR
Leikir sem eftir eru
Baráttan í efstu deild, Lands-bankadeild – 13. umferð, hefst
um helgina. Í dag mætast í Vest-
mannaeyjum ÍBV og
Grindavík og á morg-
un leika ÍA og Fram
á Akranesi, FH og
Fylkir í Hafnafirði og
á KR-velli etja heimamenn kappi við
KA. Á mánudaginn lýkur umferðinni
þegar Þróttur Reykjavík og Valur
spila á Laugardalsvelli. Njáll Eiðsson
hefur fylgst með Íslandsmótinu í
sumar og hann telur það hafa verið
skemmtilegt og spennandi hingað til.
Hvernig heldur þú að viðureign
ÍBV og Grindavíkur fari?
„Það má segja að Grindvíkingar
séu búnir að koma tvisvar sinnum á
óvart í sumar. Fyrst hversu slakir
þeir voru í upphafi móts og síðan
hvernig þeir náðu að rífa sig upp og
vinna hvern leikinn á fætur öðrum
þangað til þeir mættu Fram í síðustu
umferð, en þá voru þeir mjög slakir.
Eyjamenn hafa ekki komið mér á
óvart. Það er alltaf erfitt að mæta
ÍBV en þeir þurfa meira á stigunum
að halda en Grindavík en ég held að
þessi leikur endi með jafntefli.“
Njáll hefur trú á sigri ÍA gegn
Fram. „Þetta er botnbaráttuslagur
og fyrir tímabilið hefði maður ekki
trúað því að ÍA myndi vera í þeirri
stöðu sem liðið er í í dag. Framarar
ættu að vera komnir með meira
sjálfstraust eftir sigurinn á Grindavík
en ég tel þó ekki að þeir nái í stig á
Akranesi. Framarar hafa rétt bjargað
sér frá falli síðustu þrjú ár og það
verður ótrúlegt ef þeim tekst það eitt
árið enn. Ég held að ÍA fari að hala
inn stig í næstu leikjum og byrji að
klífa upp töfluna og fyrsta fórnarlamb
Skagamanna verða Framarar.“
Hvað hefur þú að segja um leik FH
og Fylkis?
„Þetta er mjög athyglisverður leik-
ur. Ef FH sigrar mun liðið blanda sér
af alvöru í toppbaráttuna og um leið
slíta sig algjörlega frá neðri liðunum.
FH-ingar eru aftur byrjaðir að leika
vel og þeir hafa Danann Allan
Borgvardt sem er frábær sóknarmað-
ur og það er ekki skrýtið að hann hafi
vakið mikla athygli í sumar. Fylkir er
með öflugt lið en hefur ekki leikið vel
á útivelli. Ég held að Fylkir muni ekki
sækja sigur í Hafnarfjörðinn og ég
held að þessi leikur endi með jafntefli
1:1.“
Njáll telur að KA eigi erfiðan leik
fyrir höndum í Vesturbænum gegn
KR-ingum. „KR er með leikmann
eins og Veigar Pál Gunnarsson sem
getur gert út um leiki einn síns liðs en
hann hefur leikið frábærlega í sumar.
KR hefur verið á miklum skriði að
undanförnu og verið að leika mjög vel.
Það er hins vegar spurning hvernig
KR kemur undan fríinu. Það gerist
oft að lið sem eru á mikilli siglingu
vilja helst ekki fá neitt frí og leika ekki
jafn vel eftir fríið. KA er meðmjög
skipulagt lið og er til alls víst en ég
held að þrátt fyrir það muni KA-
menn tapa fyrir KR á sunnudaginn.
Þetta verður alls ekki auðveldur leik-
ur fyrir heimamenn í KR en þeir eiga
þó að sigra,“ sagði Njáll Eiðsson.
Morgunblaðið/Kristinn
Þetta gengur ekki svona… getur Bjarni Jóhannsson, þjálfari Grindvíkinga, verið að segja. Hann var allt annað en ánægður með lífið í
leik gegn Fram. Steinar Þór Guðgeirsson, þjálfari Framara, horfir hinn rólegasti á sína menn, sem fögnuðu sigri á Grindvíkingum, 2:0.
KR heldur titlinum
í Vesturbænum
„MÍN tilfinning er að KR-ingar verji Íslandsmeistaratitilinn. Þeir eru
með mjög gott lið og eru ekki lengur í Evrópukeppninni. Fylkir er að
fara að leika í Evrópukeppninni og það getur tekið sinn toll og ég
held að KR gangi á lagið og haldi Íslandsmeistaratitlinum í Vestur-
bænum,“ sagði Njáll Eiðsson í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann
var fenginn til að spá um leiki helgarinnar í Landsbankadeild karla,
ásamt því að tippa á hverjir munu standa uppi sem Íslandsmeist-
arar í haust. Njáll heldur að ÍA sigri Fram og KR vinni KA en að leikj-
um ÍBV og Grindavíkur og FH og Fylkis ljúki með jafntefli.
Njáll Eiðsson spáir í lokabaráttuna um Íslandsmeistaratitilinn
Eftir
Atla
Sævarsson