Morgunblaðið - 09.08.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 09.08.2003, Blaðsíða 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2003 41 R E Y K J A V Í K & A K U R E Y R INánari upplýsingar á www.fujifilm.is S k i p h o l t i 3 1 , R e y k j a v í k , s : 5 6 8 0 4 5 0 ı K a u p v a n g s s t r æ t i 1 , A k u r e y r i , s : 4 6 1 2 8 5 0 M y n d s m i ð j a n E g i l s s t ö ð u m ı F r a m k ö l l u n a r þ j ó n u s t a n B o r g a r n e s i ı F i l m v e r k S e l f o s s i Fujifilm stafrænar myndavélar, framúrskarandi myndgæði – frábært verð. MYNDARLEGT TILBOÐ 3.24 milljón virkir dílar. Ljósnæmi ISO 100. 6x aðdráttarlinsa (38-228mm). Hægt að fá víðvinkil (30mm) og enn meiri aðdrátt (342mm). Tekur allt að 200 sek kvikm. með hljóði. Hægt að tala inn á ljósmyndir allt að 30 sek á hverja mynd. Notar nýju x-D minniskortin. Hægt að taka allt að 300 skot á venjulegar AA Alkaline rafhlöður! Allt sem þarf til að byrja fylgir Verð kr. 59.900,- S304 4 kynslóð af Super CCD HR. 3.1 milljón virkir dílar sem gefa allt að 2816x2120 díla myndir 6.0 milljón díla! Fjöldi myndatökumöguleika; s/h, króm, runur osfrv. Ljósnæmi ISO 200-800. 3x aðdráttarlinsa (38-114mm) auk stafræns aðdráttar. Með F hnapp sem auðveldar allar myndgæða stillingar. Tekur kvikmyndir 320x240 díla, 10 rammar á sek., upp í 120 sek í einu. Hægt að tala inn á myndir. Lithium Ion hleðslurafhlaða og hleðslutæki fylgir. Notar nýju X-D minniskortin. 165 g án rafhlöðu. Verð kr. 49.900,- F410 4 kynslóð af Super CCD HR. 3.1 milljón virkir dílar sem gefa allt að 2816x2120 díla myndir 6.0 milljón díla! Ljósnæmi ISO 100/200/400/800 (800 í 1M). 3x aðdráttarlinsa (38-114mm). Hægt að taka allt að 250 skot á venjulegar AA Alkaline rafhlöður! Tekur allt að 120 sek kvikmynd (án hljóðs). Notar nýju x-D minniskortin. Hægt að fá vöggu. Allt sem þarf til að byrja fylgir. 155 g án rafhlöðu. Verð kr. 39.900,- A310 ÍSLENSKIR slökkviliðsmenn stóðu sig með miklum ágætum á heims- leikum lögreglu- og slökkviliðs- manna sem fram fóru í Barcelona á Spáni á dögunum. Heiða Björk Ingadóttir bar sigur úr býtum í kumite og hlaut brons í kata en þetta eru keppnisgreinar í karate. Jón Trausti Gylfason landaði heimsmeistaratitli í bekkpressu og Valgeir Ólafsson hlaut bronsverð- laun í bekkbressu. Jón Trausti og Heiða eru í Slökkviliði höfuðborgar- svæðisins en Valgeir í slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli. Sigurlyfta Jóns Trausta var 152,5 kíló sem er besti árangur hans á móti til þessa. Hann segir kraftlyft- ingamenn innan slökkviliðsins hafa æft stíft fyrir keppnina og hafi meira að segja tekið þjálfarann, Jón Gunn- arsson, með á mótið. Í keppninni er bannað að nota stífa keppnisboli, belti eða bönd sem gerir lyftuna erf- iðari en ella. Jón Trausti keppir í aldursflokknum 35–40 ára og Val- geir í 30–35 ára, báðir í -90 kílóa flokki. Þrjú heimsmet slegin Sævar Ingi Borgarson, Slökkvilið- inu á Keflavíkurflugvelli, keppti í bekkpressu og réttstöðulyftu í sín- um flokki, -82,5 kg, og hreppti gull- verðlaun og sló þrjú heimsmet slökkviliðs- og lögreglumanna. Hann lyfti 142,5 kg í bekkpressu, 232,5 kg í réttstöðulyftu eða samanlagt 375 kílóum. Óttar Karlsson, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, keppti í sömu grein og sama flokki og hafnaði í þriðja sæti. Freyr Bragason toll- vörður keppti í bekkpressu og rétt- stöðulyftu samanlagt eins og þeir fé- lagar Óttar og Sævar en í flokki ofar, -90 kg, og hreppti gullverðlaun. Hann lyfti 157,5 kg í bekkpressu og 227,5 í réttstöðulyftu eða samanlagt 385 kg. Þá keppti Herbert Eyjólfsson, Brunavörnum Suðurnesja, í sjó- manni og hreppti silfuverðlaun. Fulltrúar 58 þjóða öttu kappi á heimsleikunum og voru þátttakend- ur um 14.000. Keppt var í flestum ólympískum greinum en einnig í sjó- manni, skeifukasti og fötuburði að ógleymdum keppnisgreinum sem snúa að starfi slökkviliðsmannanna s.s. að slökkva eld og hlaupa upp 40 hæðir í reykköfunarbúningi. Heims- leikarnir hafa verið haldnir annað hvert ár frá árinu 1985 og fara næstu leikar fram í Kandada árið 2005. Slökkviliðsmenn gera það gott í Barcelona Heimsmeistarar í bekk- pressu og réttstöðulyftu Efri röð frá vinstri: Heiða Ingadóttir, Valgeir Ólason og Jón Trausti Gylfa- son. Neðri röð frá vinstri: Óttar Karlsson og Sævar Borgarsson. Á myndina vantar þá Herbert Eyjólfsson og Freyr Bragason. Herbert Eyjólfsson (nær) tryggir sér sæti í úrslitum í sjómanni. VIÐSKIPTI í Lató-hagkerfinu hafa aukist um tæp 80% frá því að það hóf starfsemi sína í fyrrasumar. Fyrri helming þessa árs hefur veltan verið tæpar 2,2 milljónir lató. Allir félagar í Æskulínu Búnaðarbankans hafa aðgang að Lató-hagkerfinu en mikill hagvöxtur hefur einkennt það án nokkurrar verðbólgu, segir í frétta- tilkynningu. Markmið Lató-hagkerfisins er að börn geri sér grein fyrir gildi þess að spara peninga, neyta hollrar fæðu, hreyfa sig og taka þátt í uppbyggi- legu tómsundastarfi. Samhliða því fræðast þau um gildi peninga en fyr- ir hverjar 1.000 krónur sem börnin leggja inn á reikning fá þau eitt þús- und lató sem þau geta nýtt til að greiða fyrir ýmsar vörur og þjón- ustu. Lató-hagkerfið verður í gangi fram til 30. ágúst en þá verður haldin vegleg lokahátíð. Aukin viðskipti í Lató-hagkerfinu standa að ferðaþjónustu í kringum hvalaskoðun. Athuga mætti hvort ekki næðist sátt um að skipta mið- unum í kringum Ísland í annars vegar veiðisvæði og hinsvegar skoð- unarsvæði. Þannig mætti lágmarka hagsmunaárekstra þeirra aðila sem hug hafa á að nýta sér hvalastofn- ana.“ MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá stjórn Sambands ungra framsóknar- manna: „Stjórn ungra framsóknarmanna fagnar ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að hefja á ný hvalveiðar í vís- indaskyni. Stjórn SUF telur þó að það skuli gert í sátt við þá aðila sem SUF styður hvalveiðar HJÓNIN og dansfélagarnir Karen Björk Björgvinsdóttir og Adam Reeve, heimsmeistarar í 10 dönsum atvinnumanna, eru nýkomin til Ís- lands frá Tókýó en þau munu dvelja á Íslandi í nokkra daga áður en þau halda í næstu keppni. Karen og Adam hafa tvisvar orðið Evrópumeistarar en heimsmeist- aratitillinn er mikil viðurkenning fyrir þau. Að sögn Karenar hafa þau lagt á sig mikla vinnu til að ná þessum góða árangri en þau eru síður en svo hætt. „Framundan er heimsmeist- arakeppni í ballroom í Bandaríkj- unum og svo eru opin mót í Englandi og Japan. Svo er ástralska heims- meistaramótið en þetta eru þau mót sem við tökum þátt í fram að jólum.“ Karen og Adam vinna við að kenna, sýna, keppa og halda fyrir- lestra svo að dansinn er þeirra líf og yndi. „Við búum eins og er ennþá í ferðatösku. Þannig hefur það verið síðustu þrjú árin og verður þannig þar til við hættum að keppa,“ segir Karen. Morgunblaðið/ Jón Svavarsson Heimsmeisturum í 10 Dönsum, Karen Björgvinsdóttur Reeves og Adam Reeves, var vel tekið við komuna til Íslands. Búum í ferðatöskum FYRIR stuttu var haldið leiklist- arnámskeið fyrir krakka 7 ára og eldri á Hellu. Kennari var Ólafur Jens Sigurðsson leikstjóri en hann hefur verið með námskeið sem þessi undanfarin ár á Selfossi við góðan orðstír. Ekki var annað að sjá á nemendum hans en að þeir nytu þess arna mjög enda má vafalaust vænta þess að a.m.k. ein- hverjir geri garðinn frægan í framtíðinni á leiklistarbrautinni. Í lok námskeiðsins var foreldrum og öðrum boðið að koma og sjá af- raksturinn með sýningu á leikrit- inu „Kafteinn ofurbrók og árás kokhraustu klósettanna“ sem unn- ið er upp úr stórbrotnu skáldverki Dav Pilkey eins og segir í handrit- inu. Morgunblaðið/Anna Ólafsdóttir Leiklistarnámskeið fyrir börn Hellu. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.