Morgunblaðið - 09.08.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.08.2003, Blaðsíða 17
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2003 17 menn: DIESEL DIESEL DIESEL MATINIQUE 4-YOU 4-YOU 4-YOU 4-YOU gallabuxur bolir skór bolir/skyrtur gallabuxur skyrtur jakkar bolir áður: 8.990 3.990 6.990 afsl. 4.990 3.990 5.990 2.990 NÚ: 5.990 1.990 4.990 50% 2.990 1.990 2.990 990 konur: MISS SIXTY DIESEL MORGAN IMITZ BY BILLI BI AGAIN NO VA MAS gallabuxur bolir bolir jakkar rúskinn hermannabuxur stígvél sandalar skór áður: 12.990 4.990 2.990 18.990 3.990 17.990 5.990 9.990 NÚ: 5.990 1.990 1.590 10.990 1.990 6.990 1.990 5.990 Laugavegi 91 - s.511-1717 - www.sautjan.is ÚTSÖLULOK Í DAG Opið t i l k l .18 ALLT AÐ 70% AFSLÁTTUR LAUGAVEGI Kaffisala verður í sumarbúðum KFUM og KFUK að Hólavatni í Eyjafjarðarsveit sunnudaginn 10. ágúst frá kl. 14:30–18. Í sumar hafa hópar drengja og stúlkna dvalið á Hólavatni undir stjórn Önnu Elísu Hreiðarsdóttur, Hann- esar Guðrúnarsonar og Nínu Dau. Venjan er að starfinu ljúki með kaffisölu, sem er mikilvægur þátt- ur þess. Kaffisalan er liður í fjár- öflun sumarbúðanna og hefur ver- ið vel sótt, enda líta margir á það sem fastan þátt að aka Eyjafjörð- inn á sunnudagseftirmiðdegi í ágúst og fá sér kaffi að Hólavatni í fallegu umhverfi sumarbúðanna þar. Á MORGUN Samsýning þrettán norðlenskra listakvenna og þriggja færeyskra verður opnuð í Lystigarðinum á Akureyri kl. 15 í dag, laugardag. Sýningin verður síðan opin frá kl. 8–22 alla daga til 14. sept- ember. Um er að ræða úti- listaverk af ýmsu tagi og er þetta framtak kvennanna til heiðurs þeim konum sem stofn- uðu Lystigarðinn árið 1911. Þær sem að þessari sýningu standa eru Hrefna Harðardóttir, Sirrý Örvarsdóttir, Ragnheiður Þórsdóttir, Karín M. Svein- björnsdóttir, Rósa Kristín Júl- íusdóttir, Aðalheiður S. Ey- steinsdóttir, Anna Sigríður Hróðmarsdóttir, Guðrún H. Bjarnadóttir, Sigríður Ágústs- dóttir, Sveinbjörg Hallgríms- dóttir, Margrét Jónsdóttir, Anna Gunnarsdóttir, Sveina Björk Jó- hannesdóttir, Gudrid Poulsen, Astrid Andreasen og Tita Vinther. Í DAG BLÓMABÚÐ Akureyrar gekkst fyrir samkeppni um fallegustu rós- irnar um verslunarmannahelgina. Það var tegundin Dolce Vite sem valin var fallegust, Circus varð í öðru sæti og Leonidas í því þriðja. Dregið var úr nöfnum þeirra sem valið höfðu þessar tegundir og hlutu viðkomandi samsvarandi rósavendi í verðlaun. Á myndinni eru, frá vinstri: Áslaug Hildur Harðardóttir með Circus, Alda Leifsdóttir með Leonidas og Ana Maria með Dolce Vite. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fallegustu rósirnar WORLD Class á Akureyri hætti starfsemi um síðustu mánaðarmót. Húsnæðið sem er í eigu World Class, hefur verið leigt út. Björn Leifsson, eigandi World Class, segir ástæðu þess að öðrum er falinn reksturinn vera að stöðin hafi ekki gengið eins og hann ætlaði sér og hann sjái ekki ástæðu til að halda henni úti lengur. Það er Guðrún Gísladóttir, marg- faldur Íslandsmeistari í hreysti og heilsuræktarkennari á Akureyri til margra ára, sem leigir húsnæðið og í dag verður opnuð ný líkamsræktar- stöð sem ber nafnið „Átak heilsu- rækt.“ Guðrún sagði í samtali við Morgun- blaðið að um helgina verða í boði kynningartímar fyrir alla sem vilja koma og skoða nýju stöðina. „Það verður opið hjá okkur um helgina á milli 9 og 16 og klukkan 10 og 12, bæði á laugardag og sunnudag verða í boði þolfímitímar fyrir alla sem vilja. Það hafa orðið töluverðar breyt- ingar á húsnæðinu, því við erum búin að mála og laga það sem þurfti. Nú bjóðum við upp á lokaðan sal þar sem fram fara þolfimitímar og opin nám- skeið. Við verðum með tækjasal og al- hliða líkamsrækt hvort sem um er að ræða þolfimitíma eða annað. Mörg sjónvörp verða á svæðinu þar sem hægt verður að horfa á erlendar sjón- varpsstöðvar á meðan verið er að taka á því. Ég er komin með mikið af hæfu starfsfólki sem er með margra ára reynslu og með nýju fólki verða miklar breytingar. Þannig að þetta verður töluvert annað en verið hefur. Tímar verða í boði allan daginn, bæði snemma á morgnana og á morgnana, í hádeginu, seinnipartinn og á kvöldin. Í hádeginu verðum við með góða þjón- ustu í mat fyrir þá sem eru að þjálfa á þeim tíma, því við erum búin að setja upp heilsubar. Það verða einnig nýj- ungar í opnum tímum, sem verða með alþjóðlegum blæ sem ekki hafa verið í boði í bænum, “ sagði Guðrún. Átak heilsurækt tekur við af World Class KÚASÝNINGIN Kýrin 2003 fór fram í gær í tengslum við Handverkshátíð- ina, sem haldin er árlega í Eyjafirði. Þema handverkshátíðarinnar að þessu sinni er einmitt kýrin. Þar var keppt um fegurstu kúna og börn og unglingar sýndu tamda kálfa sína. Fjölmenni var viðstatt þegar stolt ung- mennin leiddu kálfana fyrir dómara og biðu spennt eftir niðurstöðum þeirra, enda voru veitt verðlaun fyrir fyrstu fimm sætin. Sjálf Handverkshátíðin fór vel af stað og hafði fjölmenni sótt sýning- arsvæðið, en hátíðinni lýkur á sunnudag. Fegurðarsam- keppni kúa Morgunblaðið/Ásgrímur Örn Það var misjafnlega erfitt fyrir þá sem voru að sýna að koma kálfunum í gegnum brautina, en allir komust þó að lokum á leiðarenda. Hér er sigurvegarinn í barnaflokki kominn með verðlunin. F.v.: Þórólfur Sveinsson, formaður landsambands kúabænda, Hjörtur frá Fellshlíð og sigurvegarinn, Ingvi Guðmundsson, 6 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.