Morgunblaðið - 09.08.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.08.2003, Blaðsíða 35
Drottinn hefur kallað til sín einn af merkari Skagstrendingum síðari ára. Kristján A. Hjartarson er fall- inn frá. Ég kynntist Kristjáni eða Kidda Hjartar eins og hann var kallaður, fyrir meira en 40 árum. Þegar ég kem til Skagastrandar 1985, eftir 20 ára fjarveru, kynnist ég Kristjáni í raun að nýju. Kristján var þá að láta af störfum við Hóla- neskirkju, eftir farsælan feril. Kristján lagði að mér að koma til starfa við kirkjuna. Ég er mjög þakklátur honum fyrir að hafa leitt mig inn á þessa braut. Kristján var innilega trúaður maður, sem Guð hafði helgað sérstaklega og gefið margar náðargáfur. Kristján leiddi mig fyrstu skrefin í kirkjulegu starfi og það var gott að leita til hans. Hann var vitur og reyndur safnað- aröldungur. Kristján var trúarskáld, sem Drottinn notaði sérstaklega. Kristj- án samdi fjölda af sálmum og inn- blásnum trúarljóðum þar sem Heil- agur andi var greinilega að verki. Kristjáni var fleira til lista lagt en að semja ljóð, Guð hafði gefið honum í vöggugjöf ríkulega tónlistargáfu. Hann var fjölhæfur tónlistarmaður. Hann starfaði sem organisti og kór- stjóri við Hólaneskirkju til fjölda ára og ber að þakka það. Kristján var ekki aðeins andans maður, það lék allt í höndunum hans, sem hann snerti á. Hann vann lengi við smíðar á vélaverkstæði hér í bæ og var eft- irsóttur í vinnu. Kristjáni voru falin trúnaðarstörf fyrir fyrirtæki og sveitarfélagið hér á Skagaströnd. Ég vil minnast aðeins á kynni tengdaföður míns, Björgvins Jörg- enssonar, og Kristjáns. Fljótlega eftir að þeir kynnast verða þeir svo nánir vinir að Björgvin tekur þá ákvörðun að flytja á dvalarheimilið Sæborg á Skagaströnd, en þar bjó Kristján. Þessir tveir menn áttu svo margt sameiginlegt að undrun sætti. Báðir höfðu misst konuna sína á miðjum aldri, báðir voru tónlist- armenn, báðir voru sálmaskáld, en síðast en ekki síst áttu þeir sömu trúarsannfæringuna og það var fyrst og fremst það sem sameinaði þá. Fjölskylda mín færir þér inni- legar þakkir, kæri Kristján, fyrir alla þá umhyggju sem þú sýndir Björgvin. Þó að Kristján væri þessum hæfi- leikum búinn var hann svo hógvær að hann gerði í því að kastljósið félli ekki á sig, heldur á þann Drottin sem hann fyrir löngu hafði falið allt sitt líf. Kristján A. Hjartarson var lifandi vitnisburður um frelsara sinn. Hann hafði svo mikla réttlæt- iskennd að hann gat ekki falið rétt- láta reiði sína þegar einhver var beittur óréttlæti og skipti þá ekki máli hver í hlut átti. Kæru Kristjáns börn, megi góður Guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Kristján var sannur verkamaður í víngarði Drottins. Blessuð sé minn- ing hans. Steindór Haraldsson, Skagaströnd. Trúmanni, góðum og gegnum, kynntist ég í Kristjáni Hjartarsyni þegar ég kenndi á Skagströnd fyrir 20 árum. Söngvinn og listelskur skilaði hann stóru hlutverki í sam- félagi sínu, spilaði í kirkjunni, und- irbjó sjómannadaginn, orti ljóð og stökur og sálma. Þeir kváðust á, Kristján og Jói í Stapa, þegar Jói vann á Skagaströnd fyrr á árum og með þeim var innileg vinátta. Af sjálfu sér leiddi þegar við Jói leituðum norður 1989 að stað þar sem safna mætti saman hagorðum vinum norðlenskum, að við hringd- um í veitingahús á Skagaströnd og efndum til samkomu þar sem við nutum hlýju og vinsemdar Kristj- áns. Þannig kviknaði fyrsta hagyrð- ingamótið, sem síðan hefur verið haldið árlega og verður nú haldið þriðja sinni á Austurlandi á hring- ferð sinni. Kristján var veitandi í lífi sínu, andlegur styrkur, trúfesta og hóg- værð voru einkenni þessa manns sem ég var svo lánsamur að eignast að vini þennan Skagastrandarvetur minn fyrir tuttugu árum. Ingi Heiðmar Jónsson. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2003 35 ✝ Daníel Daníelssonfæddist á Tanna- stöðum í Hrútafirði 23. nóvember 1914. Hann lést í sjúkrahús- inu á Hvammstanga miðvikudaginn 30. júlí sl. Foreldrar Daníels voru Sveinsína Sig- ríður Benjamínsdótt- ir og Daníel Jónsson. Systkini hans voru fjögur og eru þau öll látin. Þau voru: 1) Rósa Solveig, f. 1912, d. 2000; 2) Ólína Val- gerður, f. 1913, d. 1999; 3) Ólafía Ingibjörg, f. 1916, d. 1985; 4) Jón, f. 1920, d. 1947. Daníel kvæntist eftirlifandi eig- inkonu sinni, Konkordíu Sigur- björgu Þorgrímsdóttur, f. 2. júní 1922, hinn 13. maí 1948 og þá um vorið hófu þau búskap á Tanna- stöðum, þar sem þau bjuggu í 40 ár, uns þau fluttust til Hvamms- tanga 1988. Daníel og Sigurbjörg eignuðust fimm börn: 1) Jón, f. 1949, kvæntur Marion McGreevy. Sonur þeirra er Vil- hjálmur Séamus en fyrir átti Jón fjögur börn, Daníel Snorra og Sigurbjörgu með Jónínu Snorradóttur, Söru með Ásdísi Baldvinsdóttur og Börk Inga með Stein- unni Helgadóttur. Dóttir Barkar og Sig- ríðar Elvu Ársæls- dóttur er Dagrún Sól. 2) Sigurður, f. 1950, d. 1995. 3) Ingi- björg, f. 1953, gift Guðmundi Sigurbirni Einarssyni. Börn þeirra eru Einar Kári og Olga Sif, en fyrir átti Ingibjörg tvö börn, Sigurð Pál og Kristínu Svan- hildi, með Ólafi Halldórssyni. 4) Daníel Sveinn, f. 1957. 5) Þorgrím- ur Gunnar, f. 1964, kvæntur Mjöll Matthíasdóttur. Synir þeirra eru Brandur og Dagur. Útför Daníels verður gerð í dag frá Hvammstangakirkju og hefst athöfnin klukkan 14 en jarðsett verður að Stað í Hrútafirði. Það var í kringum árið 1970 að ég kynntist Daníel Daníelssyni, fyrrum bónda á Tannastöðum í Hrútafirði fyrir norðan. Jón sonur hans varð stúdent frá Menntaskólanum á Ak- ureyri um þetta leyti og höfðum við kynnst þar árin á undan. Sumarið eftir stúdentsprófið bauð Jón mér síðan að koma með sér að Tanna- stöðum og kynnast sínu fólki þar. Varð sú heimsókn mér eftirminnileg og ánægjurík af ýmsum ástæðum. Tóku þau hjónin, Daníel bóndi Daní- elsson og Sigurbjörg Þorgrímsdóttir kona hans, mér af ljúfmennsku og höfðingsskap sem mér er enn í fersku minni. Einnig buðu önnur börn þeirra hjóna mig hjartanlega velkominn. Margt er handtakið sem vinna þarf í sveit, ekki síst yfir hásumarið, svo sem að slá og þurrka heyið, koma því í hlöður og súrheysturna, sjá um að öll áhöld séu í lagi og gera við það sem þarf. Einnig þykir sjálfsagt að hlaupa undir bagga með nágrönnun- um ef þess þarf með. Og svo ótal- margt fleira. Þetta er þó að vísu mik- ið breytt í nútímanum í sambandi við heyskapinn. Bændur hafa nú marg- vísleg tæki og tól til að ljúka heyönn- um á örfáum dögum ef þeir vilja. Ég man vel þegar ég heilsaði Daníel bónda með handabandi þarna í fyrsta skipti. Það handtak var bæði þétt og sterkt, en þó ljúfmannlegt og hlýtt. Hann horfði í augun á mér af festu og áhuga en þó kímilegri kurt- eisi og mildu brosi, sem einkenndi alla tíð þennan höfðinglega alþýðu- mann. Þegar þau hjónin höfðu boðið mig velkominn og spurt helstu tíðindi af Akureyri, þaðan sem við Jón sonur þeirra vorum að koma, snaraðist Daníel bóndi niður á tún ásamt sínu fólki, þar sem í nógu var að snúast við heyskapinn. Það hafði nefnilega aldrei verið mikill siður á Tannastöð- um í Hrútafirði að láta góðan þurrk- dag fram hjá sér fara án þess að nota hann vel. Daníel bóndi Daníelsson var ekki hávaxinn maður, en þar sem hann tók til hendi voru ekki notuð nein vettlingatök, það sá ég strax. Þar var gengið fast fram að hverju verki sem vinna þurfti. Glöggt er nefnilega gests augað. Og það var unun að því að sjá mann eins og Daníel taka til hendinni og hleypa í brýrnar þegar mikið lá við að bjarga heytuggunni handa skepnunum fyrir komandi vetur, til að reyna að forða því að rigndi ofan í heyið. Kappið, ákveðnin og harkan, sem einkenndi þennan lágvaxna mann, var held ég einstök, ég hafði að minnsta kosti aldrei séð nokkuð slíkt og þvílíkt áður. Enda komst heyið í hús sem þurrt og gott fóður áður en fór að rigna. Og þá brosti Daníel bóndi breitt og horfði glettnislega á þennan klaufalega unga kaupstaðarmann sem kunni lít- ið til verka í sveit. Þegar heyinu hafði verið bjargað undan rigningunni, gengum við í íbúðarhúsið þar sem Sigurbjörg hús- freyja beið brosandi og tilbúin með veitingar, sem ekki er hægt að kalla annað en stórveislu, og þeir muna einir sem upplifðu slíkt í sveitum landsins á þessum árum. Þau hjónin skáru sem sagt ekki góðgjörðir við neglur sér. Ekki þá frekar en síðar. En þetta veisluborð sé ég enn þann dag í dag fyrir mér. Í minningunni er þetta svona og alls þessa er sérstak- lega ljúft að minnast og hafa tæki- færi til að rifja það upp og þakka fyr- ir sig, þó í litlu sé. Fyrir mig voru það mikil forrétt- indi að hafa fengið að kynnast manni eins og Daníel Daníelssyni. Ég er líka svo lánsamur að hafa fengið að kynnast hans góðu eiginkonu, Sig- urbjörgu Þorgrímsdóttur, börnum þeirra hjóna, og mörgum fleiri ætt- ingjum. Þetta kjarnafólk er flest meðal minna bestu vina í dag og fyrir einstakan drengskap og hjálpsemi í minn garð er mér ljúft og skylt að þakka. Líf mitt væri býsna fátæklegt ef ég hefði ekki fengið að ,,hafa taugar“ til, Tannastaða í Hrútafirði. Kæra Sigurbjörg. Þinn góði eig- inmaður Daníel hefur nú kvatt okk- ur, eins og elskulegur sonur ykkar Sigurður Daníelsson gerði fyrir all- nokkrum árum. Ég vil, við þessi tímamót, votta þér mína dýpstu sam- úð, svo og öllum öðrum aðstandend- um. Góður maður er genginn. Kæri Daníel, farðu vel. Með þökk fyrir allt. Örn Bjarnason. DANÍEL DANÍELSSON Eftir 94 ára ævi finnst mér samt að þú hafir ekki lifað nógu lengi, elsku amma, því nærveru þinnar ✝ Svanhvít Ljós-björg Guðmunds- dóttir fæddist í Geit- dal í Skriðdal í Suður-Múlasýslu 9. ágúst 1908 en fluttist tveggja ára með for- eldrum sínum að Bíldsfelli í Grafningi og ólst þar upp. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Seljahlíð 24. nóvember 2002 og var útför hennar gerð frá Fossvogs- kirkju 29. nóvember. var ætíð óskað. Eftir 94 ár vildi ég samt að ég þekkti þig miklu betur, því ég veit að það var miklu meir að þekkja. En ég er heppin, ég fékk heil 25 ár og get ekki kvartað. Eftir 94 ár veit ég að þú færðir birtu í líf flestra sem þú þekktir. Því hvernig er hægt að vera þú án þess að lýsa upp líf okkar allra? Til hamingju með afmælið, elsku amma. Þúsund kossar og ást. Þín nafna Svanhvít Ljósbjörg. SVANHVÍT LJÓSBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR Elskuleg móðir okkar, stjúpmóðir, amma, lang- amma og langalangamma, PETRÍNA SIGRÍÐUR MARTEINSDÓTTIR, Lönguhlíð 1e, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þriðju- daginn 29. júlí. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Birgir W. Steinþórsson, Edda Gísladóttir, Marteinn Hámundarson, Rosalie Alegre, Gunnar Hámundarson, Guðrún Jóhannsdóttir, Edda Hámundardóttir, Jóhann Stefánsson, Hrönn Hámundardóttir, Marinó Jónsson og ömmubörnin öll. Elskuleg frænka mín, INGIBJÖRG EINARSDÓTTIR frá Fjallaseli, síðast til heimilis í Lönguhlíð 3, andaðist miðvikudaginn 6. ágúst. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd ættingja, Rannveig G. Lund. Elskulegur bróðir okkar og vinur, BJÖRGVIN DALMANN JÓNSSON, Hvanneyrarbraut 37, Siglufirði, lést á Heilbrigðisstofnuninni á Siglufirði mánu- daginn 4. ágúst síðastliðinn. Útför hans verður gerð frá Siglufjarðarkirkju mánudaginn 11. ágúst kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á tækjasjóð Kvenfélags Sjúkrahúss Siglufjarðar (móttökusímar 467 1502 og 467 1789). Systkini og vinir hins látna. Faðir okkar og afi, MAGNÚS ÁRNASON múrarameistari, Blönduhlíð 31, sem lést 4. ágúst síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 11. ágúst kl. 11.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Umhyggju, félag til stuðnings langveikum börnum. Ásdís Sæmundsdóttir, Guðrún Magnúsdóttir. Magnús Gunnlaugsson, Linda Björk Hákonardóttir, Guðrún Gunnlaugsdóttir, Málfríður Garðarsdóttir, Ívar Örn Gíslason og barnabarnabörn. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, systur, ömmu og langömmu, FJÓLU SIGURJÓNSDÓTTUR. Börn, tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn og systkini hinnar látnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.