Morgunblaðið - 09.08.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.08.2003, Blaðsíða 33
Aðrir 20 Alls tilkynningar 2012 Ástæður tilkynninga er bárust ár- ið 2002: grunur um afbrot/ skemmdarverk barns 607 grunur um áfengis-/ vímuefnaneyslu foreldra 372 grunur um vanrækslu barns 362 grunur um neyslu barns á áfengi/ vímuefnum 157 barn stefnir eigin heilsu og þroska í hættu 153 grunur um að barn sé beitt kynferðisl. ofbeldi 90 grunur um að barn sé beitt líkaml. ofbeldi 83 erfiðleikar barns í skóla/ skólasókn áfátt 40 veikindi foreldra 40 grunur um að barn sé beitt andlegu ofbeldi 26 grunur um að barn hafi beitt annað barn ofb. 13 annað 69 Fjöldi tilkynninga alls: 2012 Hvað er gert þegar tilkynning berst? Alltaf er leitast við að tryggja rétt- aröryggi fjölskyldna og áhersla lögð á góða samvinnu foreldra og starfs- fólks. Eftir viðtal við tilkynnanda taka starfsmenn barnaverndar ákvörðun um hvort tilefni sé til að hefja könn- un máls. Skal það gert innan 7 daga frá því tilkynning berst. Foreldrar eru ávallt látnir vita að tilkynning hafi borist og hvaða ákvörðun hafi verið tekin í framhaldinu. Ef rök- studdur grunur leikur á að tilefni sé til frekari athugunar á aðstæðum barnsins er hafin könnun máls og skal hún að öllu jöfnu ekki vara leng- ur en í þrjá mánuði. Þess er gætt að könnunin sé ekki umfangsmeiri en þörf krefur en markmið hennar er að afla sem gleggstra upplýsinga um hagi og aðstæður barnsins. Að jafn- aði er fundað með forsjáraðila barns og samráð haft við foreldra um hvar upplýsinga er leitað. Lögð er áhersla á að ræða við barnið sjálft. Ef ástæða þykir til er farið á heimili barnsins og aðstæður allar kannaðar eftir bestu getu. Leiði könnun í ljós að bæta þurfi aðstæður barnsins er fjöl- skyldan studd til þess með ýmsum stuðningsúrræðum eftir því hver vandi hennar er. Ef ekki þykir ástæða til frekari af- skipta á grundvelli barnaverndar- laga að lokinni könnun máls er for- eldrum tilkynnt um það bréflega. Fósturvistanir barna Það að barn flytji burt af heimili foreldra sinna í skemmri eða lengri tíma og fari á fósturheimili er æv- inlega stór ákvörðun fyrir bæði barnið og fjölskyldu þess. Ekki er hægt að alhæfa og segja að börn séu vistuð í fóstur af því að aðstæður séu svona eða hinsegin. Engin ein ástæða liggur að baki fósturvistun barns, um margs konar vanda fjöl- skyldunnar getur verið að ræða. Þó eiga þessi börn það sameiginlegt að aðstæður á heimili þeirrra eru óvið- unandi á einn eða annan hátt og úr- ræði af hálfu hins opinbera duga ekki til að bæta þar um, þannig að barnið geti verið áfram á heimilinu og notið þar þeirrar umönnunar sem það á rétt á skv. ísl. lögum. Ef vista þarf barn lengur en 6 mánuði utan heimilis, er slík vistun gerð með milligöngu barnaverndar- yfirvalda í því sveitarfélagi þar sem barnið býr, í samvinnu við Barna- verndarstofu sem hefur yfirsýn yfir þau fósturheimili sem geta tekið til sín börn. Barnaverndarstofa veitir leyfi til að gerast fósturforeldrar eft- ir að ítarleg úttekt hefur farið fram á högum viðkomandi heimilis. Fjöldi fósturbarna í Reykjavík Í lok árs 2002 voru 150 börn vistuð á fósturheimilum á vegum Reykja- víkurborgar, þar af voru 107 börn vistuð í varanlegu fóstri, og 43 börn vistuð í tímabundnu fóstri. Börn þessi eru ýmist vistuð hjá vandalausum sem tekið hafa börnin að sér, eða í svokölluðum ætt- ingjafóstrum, þar sem ömmur/afar eða aðrir nákomnir ættingjar hafa tekið barnið að sér í fóstur. Sl. þrjú ár hafa einnig verið nokkur tilfelli þar sem forsjárlausir feður hafa ver- ið leitaðir uppi af barnaverndaryfir- völdum og þeir komið inn í líf barna sinna á jákvæðan og góðan hátt, búið börnum sínum heimili á meðan mæð- urnar hafa tekið á vanda sínum. Greiðslur til fósturforeldra Óhætt er að fullyrða að fósturfor- eldrar verða ekki ríkir af því að taka barn í fóstur. Hjá Reykjavíkurborg hefur verið miðað við að greiða sem samsvarar tvöföldu barnameðlagi á mánuði með barni sem vistast í varanlegt fóstur, og sexföldu barnameðlagi með barni sem vistast í tímabundnu fóstri. Undantekningar frá greiðslum þess- um eru gerðar ef um t.d. alvarlega fötlun barns er að ræða eða annað það sem krefst sérlegrar umönnunar og aukaútgjalda. Að öðru leyti eru fósturforeldrar barna í varanlegu fóstri jafnan framfærsluskyld gagn- vart fósturbarninu. Á árinu 2002 greiddi Reykjavíkur- borg 51.494.280 kr. vegna vistunar barna í varanlegu fóstri, eða 40.102 kr. á mánuði með hverju barni. Reykjavíkurborg greiddi árið 2002 38.687.932 kr. vegna vistunar barna í tímabundnu fóstri eða 74.927 kr. á mánuði með hverju barni. Dugmiklir fósturforeldrar Fjölskyldur þær sem velja að opna heimili sín fyrir börnum sem þurfa að vistast utan foreldrahúsa vinna óeigingjarnt og gott starf í langflestum tilvikum. Með því að gerast fósturheimili er jafnframt verið að játast því að opna heimili sitt fyrir opinberum aðilum sem reglulega eiga skv. barnavernd- arlögum að venja komur sínar á heimilið, bæði til þess að hitta barnið og ganga úr skugga um að vel sé um það hugsað og einnig til þess að styðja fósturforeldrana í því hlut- verki sem þau eru í. Umgengni fóst- urbarna við foreldra sína fer í einstaka tilfellum einnig fram á fósturheimilinu, þó algengast sé að umgengni fari fram utan fóstur- heimilis. Barn sem vistast á fósturheimili hefur í langflestum tilvikum að baki erfiða reynslu og í sumum tilfellum alvarlega vanrækslu til lengri eða skemmri tíma. Slík börn geta verið illa á sig komin bæði líkamlega og andlega þegar fósturvistun hefst og þurfa því á mikilli og góðri umönnun að halda. Þau þurfa gjarnan sitt eigið fang að sitja í, þar sem umönnunar- aðilinn hefur góðan tíma handa barninu, ótakmarkaða þolinmæði og kærleiksríka umönnun. Þær fóstur- fjölskyldur sem tekið hafa að sér börn er koma úr erfiðum aðstæðum vita að þetta er þrotlaus vinna sem öll fjölskyldan tekur þátt í, jafnt hin- ir fullorðnu sem og börn fósturfor- eldranna, sem gjarnan upplifa að fósturbarnið tekur frá þeim þann tíma sem þau áður áttu óskiptan með foreldrum sínum. Óhætt er að full- yrða að á Íslandi eru margar mjög dugmiklar og góðar fóstur- fjölskyldur sem hafa tekið þátt í því að auðga æsku barna sem virkilega hafa þurft á því að halda. Ef um var- anlega vistun barns er að ræða er mikilvægt að fósturforeldrar sjái mikilvægi þess að rúm sé fyrir for- eldra og systkini barnsins í formi einhvers konar samskipta, bréfa- skrifa, símtala eða jafnvel bara í formi jákvæðra samtala um upp- runalegu fjölskylduna. Barnavernd Reykjavíkur Barnavernd Reykjavíkur er vinnustaður með alls 23 starfsmenn, þar sem valinn maður er í hverju rúmi, starfshópur sem hefur á að skipa reynslumiklu fólki sem er óhrætt við að horfast í augu við sárs- auka barna og kann að bregðast við honum. Hjá Barnavernd Reykjavíkur eru hagsmunir barnsins ætíð hafðir að leiðarljósi í allri þeirri vinnu sem þar fer fram. Mikil áhersla er lögð á það að tryggja réttarstöðu barna á sem bestan hátt. Starfsfólk Barnavernd- ar er þjálfað í því að tala við börnin og fá þeirra sjónarmið fram, sem ætíð er gert ef aldur og þroski barns- ins leyfir, nema sérstakar aðstæður mæli gegn því. Ef hagsmunir barns og foreldris skarast er það hlutverk barnaverndaryfirvalda að taka af- stöðu með barninu og tryggja því viðunandi uppeldisaðstæður. Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2003 33 bílar ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM SMÁAUGLÝSING AÐEINS 995 KR.* Áskrifendum Morgunblaðsins býðst smáauglýsing fyrir aðeins 995 kr.* Pantanafrestur er til kl. 12 á þriðjudögum. * 4 línur og mynd. HAFÐU SAMBAND! Auglýsingadeild Morgunblaðsins sími 569 1111 eða augl@mbl.is Á FIMMTUDAGINNALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM                      !  ! "    !   # $% &'# #   $% '  ()  *& *+*  # && && *+ & # flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.