Morgunblaðið - 09.08.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 09.08.2003, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Áskriftarsími 881 2060 Í FORMI– leiðandi í lausnum Skeifunni 17AcoTæknival Sími 550 4000 Fax 550 4001 HITAVEITA Suðurnesja hefur náð samn- ingum um kaup á Vatnsveitu Reykjanes- bæjar og er gert ráð fyrir að þeir verði stað- festir í bæjarstjórn síðar í mánuðinum. Kaupverð er 360 milljónir króna. Hitaveitan kaupir vatnslagnir og dælu- stöðvar innanbæjar og fær þau réttindi sem fylgja því að selja notendum vatn. Hitaveit- an fær framvegis vatnsgjaldið sem Reykja- nesbær innheimtir með fasteignagjöldun- um, nærri 90 milljónir króna á ári. Hitaveita Suðurnesja hefur annast vatns- öflun fyrir vatnsveitur sveitarfélaganna á Suðurnesjum nema Voga og skilað vatninu við bæjarmörk. Þá á hitaveitan vatnsveitu í Vestmannaeyjum. Júlíus Jónsson forstjóri segir hafa verið íhugað hvort fyrirtækið ætti að færa sig meira á þetta svið og sú hafi orðið niðurstaðan. Sé hitaveitan reiðubúin að kaupa aðrar vatnsveitur á Suðurnesjum. Minnihlutinn í bæjarráði Reykjanesbæj- ar dró lögmæti sölunnar í efa á fundi í fyrra- dag. Málið verður til umræðu á bæjar- stjórnarfundi 19. ágúst. Hitaveita Suð- urnesja kaupir vatnsveitu  Kaupir/18 PÆJUMÓT Þormóðs ramma/Sæbergs var sett á Siglufirði í gær, en þar leika stúlkur á aldrinum 6–15 ára knattspyrnu. Keppendur eru frá 28 félögum af öllu landinu og á mótinu keppa 124 lið. Fjöldi þátttakenda hefur farið sívaxandi í gegnum árin og á þessu móti eru um 1.100 þátttakendur og hafa aldrei verið fleiri. svip á bæjarlífið á Siglufirði á hverju ári og tjaldbúðir hafa verið reistar alls staðar þar sem tjöldum verður við komið, auk þess sem allt gistipláss er í fullri nýtingu. Hljómsveitin 8-villt og fleiri sjá um skemmtun á torginu á kvöldin þar sem ungir og aldnir skemmta sér saman. Á Siglufirði var í gær hæglætisveður og hlýtt, en skýjað og úrkomulaust. Að sögn Þóris Hákonarsonar mótsstjóra hefur allt farið fram eftir áætlun, en það þarf að stilla saman marga strengi til að allt gangi upp á svo fjölmennu móti, en pæjumótið á Siglufirði mun vera fjölmennasta stúlknamót sem haldið er á landinu. Auk þátttakenda er annar eins fjöldi þjálfara, foreldra og annarra stuðningsmanna liðanna. Þetta setur mikinn Um 1.100 þátttakendur á pæjumóti Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson FYRSTA hálfsársuppgjör Kaupþings Búnaðarbanka eftir sameiningu var birt í gær og nam hagnaður bankans 3.065 milljónum króna eftir skatta á fyrri helm- ingi ársins, sem er 56% aukning frá sama tíma í fyrra. Bankarekstur Kaupþings annars staðar á Norðurlöndum skilaði tapi á fyrstu sex mánuðum ársins. Hagnaður varð hins vegar af rekstrinum á Íslandi, í Banda- ríkjunum sem og í Bretlandi og Lúxem- borg. Landsbanki Íslands birti einnig sex mánaða uppgjör sitt í gær og nam hagn- aður bankans 1.221 milljón króna sem er 32% aukning frá síðasta ári. Íslandsbanki birti hálfsársuppgjör sitt í síðustu viku og nam hagnaður 2.404 milljónum króna og jókst um 46% frá sama tímabili síðasta árs. Samanlagður hagnaður viðskiptabank- anna þriggja á fyrstu sex mánuðum árs- ins nam 6.690 milljónum króna. Á sama tíma í fyrra skiluðu bankarnir, sem þá voru fjórir, samtals 4.539 milljónum króna í hagnað og nemur aukningin 47,4% á milli tímabila. Hagnaður stóru bank- anna eykst verulega  Hagnaður/12 HLÝINDIN á höfuðborgar- svæðinu í sumar hafa þau áhrif á rekstur Orkuveitu Reykjavík- ur (OR) að frá áramótum hefur 5% minna selst af heitu vatni til húshitunar en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þýðir það um 350 milljónum króna minni tekjur en reiknað var með. Á síðustu tólf mánuðum gaf sala heita vatnsins 600 milljónum kr. minni tekjur en í venjulegu ári. Samkvæmt gögnum OR kemur í ljós að við hvert eitt stig sem meðalhiti á þjónustusvæðinu hækkar þá dregur úr notkun á heitu vatni um 6–7%. Samkvæmt upplýsingum frá OR má reikna með að notkun á heitu vatni hafi dregist saman um þrjár milljónir tonna sé tek- ið mið af hækkandi meðalhita sem nemur einu stigi. Ef fram haldi sem horfi geti orkusala dregist saman um 5–10% á árinu. Það geti þýtt tekjusam- drátt í heild um 400 milljónir króna og bent er á að að baki séu þeir mánuðir ársins sem mest seljist af heitu vatni til húshitunar. Helgi Pétursson, verkefnis- stjóri hjá OR, segir við Morg- unblaðið að þessi þróun hafi glögglega sést síðastliðin tvö ár. Meðalhitinn á þjónustu- svæðinu hafi hækkað jafnt og þétt. Þannig hafi meðalhiti yfir allt árið 2000 verið 4,5 stig í Reykjavík en farið í 5,4 stig á síðasta ári. 350 milljóna tekjulækk- un vegna hlýinda GESTUM á veit- ingastaðnum Óðins- véum brá heldur en ekki í brún í gærkvöldi þegar hinn þekkti söngvari, Elvis Cost- ello, mætti á staðinn og snæddi kvöldverð. Ástæða þess að Costello er kominn til landsins er að Diane Krall, unnusta Cost- ellos, heldur tónleika í Laugardalshöllinni í kvöld. Ekki er þó vitað hvort Costello muni taka lagið með unnustu sinni. Elvis Costello á Íslandi MAROKKÓSKA fyrirtækið Derhem og sjávarútvegs- fyrirtækið Brim ehf. hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um samstarf á sviði sjávarútvegs. Guðbrandur Sig- urðsson, framkvæmdastjóri Brims, og Massan Derhem, forstjóri Derhem, undirrituðu yfirlýsinguna á Bessastöðum í gærkvöldi að loknum fundi Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, og Tayeb Rhafes, sjávarútvegsráðherra Marokkós, sem staddur er í opinberri heimsókn hér á landi. Samstarf fyrirtækjanna hefur verið í undirbúningi í eitt og hálft ár og hefur undirbúningsvinnan gengið út á það að kanna möguleika á veiðum og vinnslu sardínu í Marokkó. „Það sem við höfum verið að líta til er sam- þættiverkefni, þar sem við komum bæði að veiðum og vinnslu í landi. Rætt hefur verið um mögulegar veiðar á allt að 60 þúsund tonnum af sardínu og einhverjum aukategundum, úrvinnslu og markaðsfærslu á afurð- unum í landi,“ sagði Guðbrandur. Miklar breytingar hafa orðið í sjávarútvegi í Mar- okkó undanfarið og er samstarfið í takt við þær breyt- ingar. Með verkefninu skapast aukin atvinna, auk þess sem mikil þekkingarfærsla frá Íslandi til Marokkós á sér stað. Guðbrandur benti á að það sem þyrfti nú væru endanleg veiðileyfi fyrir þau fjögur skip sem ætl- unin er að verði notuð í verkefnið en taldi jafnframt að miðað við þau orð sem sjávarútvegsráðherrann hefði látið falla í ferðinni um sinn stuðning við verkefnið gæti orðið af því fljótlega. Þá væri ekkert annað eftir en að ganga endanlega frá samningum. Upphaf að áframhaldandi samstarfi þjóðanna Að sögn Guðbrands markar yfirlýsingin ákveðin endalok á undirbúningi og um leið er hún staðfesting til marokkóska ráðherrans á því að nú væru fyrirtækin tvö tilbúin, að því gefnu að veiðileyfin fáist, að fara af stað með verkefnið. Hann sagðist trúa því að ef allt gengi að óskum væri þetta upphaf að áframhaldandi samstarfi milli þjóðanna. Brim liti á verkefnið sem langtímaverkefni, enda væru mörg tækifæri í Mar- okkó. Massan Derhem, forstjóri Derhem, tók í sama streng og sagðist við undirritunina afar sáttur með samstarfið. Hann sagðist vonast jafnframt til þess að undirritun samkomulagsins væri upphaf að frekara samstarfi, sem verði til góða fyrir báðar þjóðirnar. Við undirritun viljayfirlýsingarinnar ræddi Ólafur Ragnar Grímsson forseti um mikilvægi sjávarútvegs fyrir íslenskt samfélag. Hann lagði áherslu á að Ís- lendingar mættu til samstarfs með það í huga að það verði öllum aðilum til góða og sagðist sannfærður um að saman ætti þjóðunum eftir að takast að framkvæma stóra hluti á þessu sviði. Hann sagðist trúa því að þetta upphaf á samvinnu landanna gæti orðið mikilvægt fyr- ir útrás Íslendinga á sviði sjávarútvegs. „Við bindum miklar vonir við þennan samning,“ sagði forsetinn. Víðtækt samstarf Brims við Marokkó Veiða og vinna allt að 60 þúsund tonn af sardínu Morgunblaðið/Arnaldur Guðbrandur Sigurðsson og Massan Derhem undir- rituðu í gær viljayfirlýsinguna um samstarfið. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.