Morgunblaðið - 09.08.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.08.2003, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. F ORGANGSRÖÐUN vegafram- kvæmda er vinsælt umræðuefni. Kröfur um umbætur á vegakerfinu, til aukins öryggis, eru stöðugt vax- andi eins og eðlilegt er og hefur verið gert mikið átak á því sviði og verður áfram samkvæmt nýsamþykktri samgönguáætl- un. Því miður er fremur lítið um málefnalega umræðu eða rökræður um framkvæmdir í vega- málum á öðrum nótum en þeim er snerta ríka svæðisbundna hagsmuni. Það var m.a. með það í huga sem ég beitti mér fyrir nýrri löggjöf um samgönguáætlun, þar sem sett væru fram skýr markmið og leiðir, sem vinna ætti eftir við upp- byggingu og rekstur allra samgöngumann- virkja, þ.e.a.s. vegamála, flugmála og hafna- mála. Við undirbúning og afgreiðslu slíkrar áætlunar er mikilvægt að gefa færi á rækilegri umfjöllun. Ég tel að við undirbúning þeirrar samgönguáætlunar, sem nú er í gildi, hafi tek- ist að koma á gagnlegri og málefnalegri um- fjöllun sem hafi leitt til þess að ágætt sam- komulag varð þegar Alþingi samþykkti samgönguáætlun. Villandi umræða Fimmtudaginn 26. júní var í Morgunblaðinu að finna frásögn frá kynningu Háskólans á Ak- ureyri á skýrslu um forgangsröðun fram- kvæmda í vegamálum. Fréttin var undir fyrir- sögninni „Breytinga þörf við útdeilingu fjár til vegamála“. Undirritaður hefur haft tækifæri til þess að kynna sér þessa skýrslu og vill koma nokkrum atriðum á framfæri af þessu tilefni. Ekki síst vegna þess hversu Morgunblaðið tók afgerandi afstöðu til skýrslunnar og túlkaði efni hennar í fyrirsögn blaðsins. Ástæða er til þess að fagna umfjöllun há- skólamanna um samgöngumál. Skýrsla Háskólans er hins vegar greinilega unnin áður en ný samgönguáætlun var sam- þykkt á Alþingi og ber að skoða hana í því ljósi. Skýrslan gefur þannig alranga mynd af vinnu- brögðum, sem nú eru tíðkuð í samgönguráðu- neytinu og voru mótuð á síðasta kjörtímabili. Slík umfjöllun gefur tilefni til villandi umræðu, enda byggð á röngum forsendum. Ber að harma slík vinnubrögð, ekki síst þegar litið er til þess að skýrslan mun hafa verið unnin með styrk frá Vegagerðinni. Hefðu átt að vera hæg heimatök- in að kynna sér betur forsendur mála hjá við- komandi stofnunum þar sem Samgönguráð vann að undirbúningi í samræmi við lög um sam- gönguáætlun frá 17. maí 2002. Breytt vinnubrögð Í löggjöf um samgönguáætlun er gert ráð fyr- ir vettvangi til rökræðu með aðkomu „hags- munaðila og sérfræðinga“. Samgönguráði er gert að efna til opinnar umræðu í aðdraganda þess að settar eru fram tillögur til ráðherra um samgönguáætlun sem felur í sér forgangsröðun. Í samgönguráði sitja vegamálastjóri, siglinga- málastjóri, flugmálastjóri og formaður sem skipaður er af ráðherra. Í 3. grein laga um samgönguáætlun segir m.a.: „Samgönguráð skal minnst einu sinni við gerð nýrrar samgönguáætlunar standa fyrir sam- gönguþingi sem ætlað er að veita ráðgjöf og leiðbeiningar við gerð samgönguáætlunar. Til samgönguþings skal öllum helstu hagsmuna- aðilum samgöngumála boðið. Á samgönguþingi Forgangsröðun í s Eftir Sturlu Böðvarsson V ANTAR kannski kvenna- lista í Írak? spurði góður maður á dögunum. Hann var ekki að grínast, held- ur að vísa til þess ófremd- arástands sem ríkir þar í landi um fjórum mánuðum eftir að hersveitir Bandaríkjanna og Bretlands hröktu Saddam Hussein og valdaklíku hans frá völdum. Þótt sigur hafi unnist á vígvellinum er alveg óvíst á þessari stundu hvort tekst að efna fyrirheit um nýtt og betra þjóðfélag í Írak. Hið sama á að mörgu leyti við í Afganist- an. Stríðið sem kom öfgasveitum tal- ibana frá völdum var stutt og snarpt. En friðurinn er ótryggur og öryggi borgaranna lítið. Uppbygging lýðræðis- og réttar- ríkis er ómöguleg án þátttöku kvenna. Þessi einfaldi sannleikur virðist aukaatriði í hugum þeirra sem nú ráða ferðinni og bítast um völdin í Afganistan og Írak. Aðstæður eru um margt ólíkar í löndunum tveimur en án fullra borgaralegra réttinda fyrir konur er lítil von til þess að fögur fyr- irheit um frelsi og lýðræði verði efnd. Þvert á móti bendir ýmislegt til þess að um þessar mundir séu þeir sem ráða ferðinni að grafa undan rétt- indum kvenna með markvissum hætti. Í Afganistan hefur endurreisn grundvallarréttinda stúlkna og kvenna aðeins náð til lítils hluta þeirra. Allir vita að stríðsherrarnir afgönsku hafa aldrei haft kvenrétt- indi á sinni takmörkuðu pólitísku stefnuskrá, hvorki fyrr né síðar. Síð- astliðin 24 ár hafa afganskar konur stritað við að halda lífi í sér og sínum í skugga linnulítilla stríðsátaka, hung- urs og örbirgðar. Hörð lífsbaráttan hefur tekið sinn toll. Lífslíkur afg- anskra kvenna eru um 43 ár og heilsu- far mjög bágborið. Áður en talibanar komust til valda voru konur 70% kennara, tæpur helmingur opinberra starfsmanna og 40% lækna í Afganist- an. Samt eru konur enn jaðarhópur í afgönsku samfélagi, sérstaklega hvað þátttöku í stjórnmálum varðar. Verð- ur réttinda þeirra gætt við samningu nýrrar stjórnarskrár fyrir Afganist- an? Eiga þær sæti við samninga- borðið? Er einhver að spyrja þær ráða? Bókstafstrúarmönnum og öfgahóp- um vex fiskur um hrygg í Írak. Í Basra hefur yfirgangur íslamskra öfgahópa verið áberandi allt frá því að borgin féll í hendur hersveita Breta. Sölumenn áfengis hafa verið teknir af lífi án dóms og laga. Þess hefur verið krafist að háskólinn í Basra skipti nemendum hópa við ken er uppi um hár sitt með vægast sagt fall Saddam til þess að b irnir og öfg nái undirtök fyrst og fre dapurleg niðursta Íraka, karla og ko Hinn pólitíski j ist frjór fyrir ofst hætta er fyrir hen (hvernig sem han ur) noti nýfengið um troða lýðræði Stríðið, friðurinn Eftir Þórunni Sveinbjarnardóttur ’ Human Rights Watch seg-ir ástandið hafa lamandi áhrif á daglegt líf kvenna og koma í veg fyrir þátttöku þeirra við endurreisn og upp- byggingu Íraks. ‘ LÍNUÍVILNUN OG LAGAHEIMILDIR Árni Mathiesen sjávarútvegsráð-herra kynnti í gær níu reglugerðirum úthlutun aflaheimilda á kom- andi fiskveiðiári og veiðar dagabáta. Um leið greindi ráðherra frá því að hann teldi að hann hefði ekki haldbærar lagaheim- ildir fyrir því að koma á línuívilnun fyrr en í fyrsta lagi 1. september árið 2004. Hávær umræða hefur verið um þetta mál undanfarið. Á fundi sem haldinn var á Ísafirði á fimmtudagskvöld um ívilnun til línubáta var þess krafist að ákvæði um línuívilnun í stjórnarsáttmála Framsókn- arflokks og Sjálfstæðisflokks yrði hrint í framkvæmd ekki síðar en 1. nóvember. Á fundinum á fimmtudag vísuðu Ísfirðingar til yfirlýsinga í kosningabaráttunni í vor, en Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði á opnum stjórnmálafundi á Ísafirði í lok apríl að hann teldi að tillaga, sem sam- þykkt var á landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins um sérstaka ívilnun fyrir dagróðra- báta, sem róa með línu, ætti að geta komið til framkvæmda nú í haust. Í stjórnarsátt- mála ríkisstjórnarinnar segir: „Leitast verður við að styrkja hagsmuni sjávar- byggða, til dæmis með því að kanna kosti þess að styrkja forkaupsréttarákvæði sveitarfélaga og lögaðila, að nýta tekjur af veiðigjaldi til uppbyggingar þeirra, takmarka framsal aflaheimilda innan fiskveiðiársins, auka byggðakvóta og taka upp ívilnun fyrir dagróðrabáta með línu.“ Í sumar gerðist það að umboðsmaður Alþingis skilaði frá sér tveimur álitum þar sem fjallað var um úthlutun sjávarút- vegsráðuneytis á byggðakvótum í desem- ber 2002. Þar gerði umboðsmaður at- hugasemd við almennt orðalag laganna þar sem ráðherra er veitt heimild til út- hlutunar byggðakvótans og fann einnig að reglugerð ráðuneytis. Loforð í kosningabaráttu eru ekki létt- væg. Í þessu máli er ráðherra aftur á móti í erfiðri stöðu. Álit umboðsmanns Alþing- is barst vissulega ekki fyrr en eftir kosn- ingar, en á móti mætti segja að vitað hefði verið að til þessa gæti komið þar sem álitamálin frá því í desember voru til með- ferðar hjá umboðsmanni. Sjávarútvegs- ráðherra getur hins vegar tæplega látið slag standa þegar vafi leikur á um laga- legar heimildir um að nota byggðakvóta til úthlutunar í formi línuívilnunar og verður vart hjá því komist að málið verði tekið til meðferðar á Alþingi og skerpt á lögunum. En það þýðir að línuívilnunin mun ekki koma til framkvæmda fyrr en að ári liðnu. TORTÍMANDI TIL TAKS Baráttan fyrir kosningarnar sem framundan eru í Kaliforníu hefur tekið á sig ýmsar myndir. Til þeirra var boðað eftir að rúmlega fimmtungur kjósenda ríkisins undirritaði ósk um að efnt yrði til kosninga til að afturkalla umboð Gray Davis ríkisstjóra. Stjórnarskrá Kaliforn- íu leggur ríka áherslu á rétt einstaklinga til að koma málum á framfæri og við hverjar kosningar er samhliða kosið um fjölmörg mál sem eru tilkomin með þeim hætti að almennir borgarar hafa safnað nægilega mörgum undirskriftum til að koma stefnumáli sínu á kjörseðilinn. Það hefur hins vegar ekki gerst síðan 1921 að sitjandi ríkisstjóri hefur þurft að sæta því að efnt er til sérstakrar atkvæðagreiðslu um embættisfærslur hans. Þetta mál er ekki síður sérstakt í ljósi þess að einungis um ár er liðið frá því Davis var endurkjörinn sem ríkisstjóri í almennri kosningu. Flestir eru sammála um að Davis getur sjálfum sér um kennt að mörgu leyti. Ástandið í efnahagsmálum Kaliforníu er slíkt að ríkið rambar á barmi gjaldþrots. Jafnframt hafa margir áhyggjur af því fordæmi sem verið sé að skapa með þess- ari atkvæðagreiðslu þó vissulega sé áþekk ákvæði ekki víða að finna í lögum. Kosningarnar eru ekki síst áhugaverð- ar vegna þess að þarna er um eitt mik- ilvægasta ríki Bandaríkjanna að ræða. Kalifornía er fjölmennasta ríki Banda- ríkjanna og ef hún væri sjálfstætt hag- kerfi væri hún fimmta mesta iðnríki heims. Þekktasti iðnaður Kaliforníu er kvik- myndaiðnaðurinn og því má segja að það sé nokkuð kalifornískt að einhver þekkt- asti kvikmyndaleikari Bandaríkjanna, Arnold Schwarzenegger, skuli lýsa því yfir í spjallþætti hjá sjónvarpsmanninum Jay Leno að hann gefi kosti á sér í emb- ætti ríkisstjóra fyrir hönd Demókrata- flokksins. Schwarzenegger vakti fyrst at- hygli fyrir íturvaxinn líkama sinn og túlkun á söguhetjum á borð við villimann- inn Conan. Þekktastur er hann hins veg- ar fyrir að hafa í þrígang farið með hlut- verk Tortímandans í samnefndum kvikmyndum. Þrátt fyrir að þær persón- ur er Schwarzenegger hefur túlkað á hvíta tjaldinu hafi sjaldan byggt mikið á list stjórnmálanna, hvað þá ræðusnilld, hefur hann sjálfur verið orðaður við fram- boð í nokkur ár. Hann leggur áherslu á að hann sé auðugur og því ekki háður sér- hagsmunahópum á neinn hátt. Það er ljóst að framboð Schwarzenegg- ers mun hafa mikil áhrif á framvindu mála. Eftir að ljóst var að hann gæfi kost á sér hafa nokkrir þekktir demókratar lýst yfir framboði. Þar með aukast lík- urnar á að dagar Davis í ríkisstjórabú- staðnum í Sacramento verði brátt á enda. Það hefur áður gerst að þekktir kvik- myndaleikarar gefi kost á sér í framboð. Einn þeirra, Ronald Reagan, var einmitt ríkisstjóri í Kaliforníu áður en hann var kjörinn forseti. Aðrir þekktir leikarar, s.s. Warren Beatty, hafa daðrað við fram- boð til æðstu embætta. Þá eru einnig dæmi um að óhefðbundnir stjórnmála- menn hafi náð töluverðum árangri og má nefna kjör fjölbragðaglímukappans Jesse Ventura í embætti ríkisstjóra Minnesota fyrir nokkrum árum. Einungis tveir mánuðir eru þar til kosningarnar fara fram og mun sá skammi fyrirvari væntanlega koma Schwarzenegger vel. Óhjákvæmilegt er að kastljós fjölmiðlanna muni beinast að honum í ríkara mæli en öðrum frambjóð- endum. Hann er hins vegar að mestu leyti óskrifað blað í stjórnmálum. Vitað er að hann er íhaldssamur í efnahagsmálum en frjálslyndur í ýmsum félagslegum mál- um. Að öðru leyti er lítið vitað um stefnu- mál hans, hvað þá hvernig hann hyggst taka á hinum alvarlega vanda Kaliforníu nái hann kjöri. Kjósendur standa jafn- framt frammi fyrir þeim erfiða vanda að ná að greina á milli leikarans og þeirrar ímyndar sem hann hefur aflað sér í marg- víslegum hlutverkum og stjórnmála- mannsins sem býður sig fram til að takast á við stjórn ríkisins. Hver svo sem niðurstaðan verður er ljóst að kosningabaráttan í Kaliforníu verður óvenjuleg og athyglisverð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.