Morgunblaðið - 09.08.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 09.08.2003, Blaðsíða 49
ÍSLENSKIR námsmenn á erlendri grundu láta fæstir það á sig fá að vera fjarri heimahögunum yfir verslunarmannahelgina. Frónbúarnir fjölmörgu, sem hafa gert sér hreiður á Kagså Kollegiet í Herlev, úthverfi Kaupmannahafnar, efndu þannig til veglegrar og þaulskipulagðrar hátíðar á laugardegi verslunarmanna- helgarinnar. Komu þá saman hinir hartnær 200 Íslendingar sem á stúdentagarð- inum búa, mikið til fjölskyldufólk, á vænum sælureit framan við garðinn og gerði sér glaðan dag. Á grillið settu flestir danskt, svínasteik, naut eða pylsur, en þeir heimakærustu höfðu orðið sér út um alíslenskt lambalæri og var ekki laust við að þeir væru litnir öfundaraugum. Leikin voru íslensk dægurlög af hljóm- plötum uns hússveit Kagså tók að sér að skemmta viðstöddum. Þegar leikar stóðu sem hæst voru kassagítarar síðan dregnir fram og útilegusöngvar tóku að hljóma svo skapaðist sönn brekkusöngvastemmning á Sjálandi miðju. Fjölmenn Íslendingagleði í Kaupmannahöfn Blak, brekkusöngur og íslenskt lambalæri Yngri kynslóð Kagså-búa kunni vel að meta pylsupartíið. Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2003 49 AÐ sjálfsögðu þótti það fífldirfska er þeir Steely Dan-félagar, Donald Fagen og Walter Becker, ákváðu að leggja í nýja plötu sem þeir svo gáfu út árið 2000 undir heitinu Two Ag- ainst Nature. Heil tuttugu ár voru þá frá „svanasöngn- um“ Gaucho en á áttunda áratugnum „rúlaði“ sveitin því sem næst með fag- mannlegu djassrokki sínu. Óslitin röð frábærra platna, gefnar út árlega frá og með 1972 til og með 1977, er árang- ur sem ekki hefur verið toppaður í seinni tíð. Sú röð var toppuð með meistaraverkinu Aja, kennslubókar- dæmi í hvernig á að gera fullkomlega úthugsaða plötu þar sem legið er yfir hverju smátariði án þess að tapa sál- inni eða tónlistinni um leið. Það var því með gát sem maður setti þessa aldamótaplötu Dan- manna á. En viti menn … það virkaði. Plata sú liggur einhverstaðar á milli Aja og Gaucho í hljómi og gæti því sem næst hafa verið gefin út ári á eftir þeirri síðastnefndu. Hér sannaðist kannski best hversu sígild arfleifð Steely Dan er því að orðið „gamal- dags“ átti ekki við, platan einfaldlega skotheld Steely Dan-plata. Everything Must Go heldur þessu ferli áfram og … ótrúlegt … hún er enn ein rósin í hnappagatið! Það er merkileg upplifun – og nokkuð sérstök – að hlusta á nýja plötu með Steely Dan. Fyrstu 4–5 hlustanirnar er ekkert að gerast. Ég var meira að segja með slátrun í huga og var að gefast upp á plötunni. En síðan gerist það – platan breiðir úr sér, hægt og rólega líkt og blóm. Lag og lag fer að hoppa inn í hjartað og að endingu eru þau öll komin þangað. Og þá fer platan að verða betri og betri með hverri hlustun. Hljómfræðilega sest platan í hóp með Aja, Gaucho, The Royal Scam, Katy Lied og að sjálfsögðu Two Ag- ainst Nature. Lögin eru öll í svipuðum stíl og rennslið heilsteypt. Ekkert grallaralegt stílaflökt eins og á Count- down… eða Pretzel Logic. Fyrsta lagið, „The Last Mall“, er drífandi djassrokkstemma, skreytt sólógítarleik Beckers, þéttum trommutakti og hinni sérstæðu rödd Fagens. „Things I Miss The Most“ má í raun strax telja sem sígilt Dan- lag og „Blues Beach“ er alveg jafn „fönkað“ og þeirra bestu verk í þeim geiranum („Green Earrings“ t.d.). Seinni helmingur plötunnar býr yfir þyngri og torræðari stemmum (í anda „Deacon Blues“ t.a.m.). Lokalagið, hið drungalega titillag, kallast svo á við lokalag The Royal Scam, sem og bar titil þeirrar plötu. Becker syngur eitt lag hér, í fyrsta skipti á ferli sveitarinnar. Sá er nú ekki lagviss en innlegg hans skemmir þó ekki. Veit samt ekki hvort hann ætti að vera þenja barkann meira á næstu plötu (og það verður að vera næsta plata!). Everything Must Go er beinskeytt- ari plata en Two Against Nature og um margt einfaldari. T.d. notast þeir félagar nokkurn veginn við sömu hljóðfæraleikarana út í gegn, hátt- semi sem er lítt tíðkuð á þeim bænum. Útkoman úr þeirri nálgun er þó alger- lega skotheld og gott betur en það, eins og hér hefur verið rakið. Everything Must Go er frábær plata, skyldueign fyrir aðdáendur svo og unnendur góðrar tónlistar. Dan lifi!  Tónlist Fumlaust Steely Dan Everything Must Go Reprise/Warner Eftir níu hljóðversplötur hafa Steely Dan ekki enn stigið feilspor. Hvernig fara þeir að þessu? Arnar Eggert Thoroddsen Lykillög: „Things I Miss The Most“, „Blues Beach“, „The Last Mall“, „Everything Must Go“, „Godwhack- er“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.