Morgunblaðið - 09.08.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 09.08.2003, Blaðsíða 48
FÓLK Í FRÉTTUM 48 LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ 21. SÝNING MIÐVIKUDAGUR 20/8 - KL. 20 UPPSELT 22. SÝNING FIMMTUDAGINN 21/8 - KL. 20 UPPSELT 23. SÝNING LAUGARDAGINN 23/8 - KL. 16 UPPSELT 24. SÝNING LAUGARDAGINN 23/8 - KL. 20 UPPSELT 25. SÝNING FÖSTUDAGINN 29/8 - KL. 20 ÖRFÆA SÆTI LAUS 26. SÝNING LAUGARDAGINN 30/8 - KL. 16 ÖRFÁ SÆTI LAUS 27. SÝNING LAUGARDAGINN 30/8 - KL. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS 28. SÝNING SUNNUDAGINN 31/8 - KL. 16 LAUS SÆTI 29. SÝNING SUNNUDAGINN 31/8 - KL. 20 LAUS SÆTI MIÐASALA LOKUÐ FRÁ 2. ÁGÚST TIL OG MEÐ 5. ÁGÚST Sumarkvöld við orgelið 9. ágúst kl. 12: Christian Præstholm orgel. 10. ágúst kl. 20: Johannes Skudlik. Leikur m.a. verk eftir Bach og Liszt. UNGUR Íslendingur hefur gert góða hluti í kántrítónlist vestanhafs. Hann heitir Gísli Jóhannsson en er kallaður Gis vestra og kenndur við hljómsveitina Gis and the Big City. Lítið hefur verið fjallað um þenn- an íslenska kúreka í fjölmiðlum og notaði blaðamaður tækifærið og sló á þráðinn til piltsins frá Dalvík sem tvítugur fór út í heim til að láta drauma sína rætast. „Mig langaði alltaf til að læra djass,“ segir Gísli með mjúkri röddu spurður hvað fékk hann til að fara til Bandaríkjanna á sínum tíma. „Og það var alveg eins gott að heim- sækja Mekka djassins, fara allla leið. Ég átti líka vini í Los Angeles og það ásamt fleiri hlutum verkaði saman að því að ég flutti út.“ Leiðin lá hins vegar fljótt frá djassinum yfir í kántrí: „Það var engin sérstök ákvörðun hjá mér að spila kántrítónlist. Ég bara ein- hvern veginn fann að það sem ég var að semja, og sú stemmning sem ég var kominn í, átti best heima í þeim tónlistargeira. Ég stúderaði djasspíanó- og gítarleik í tvö ár, en þótt ég hafi mjög gaman af djassi var þetta bara of mikið fyrir kúrek- ann svo ég hvarf aftur til Johnny Cash og félaga.“ „I’m a poor lonesome cowboy …“ Gísli kom sér vel fyrir á vestur- strönd Bandaríkjanna og hefur lengst af verið búsettur í Los Angel- es. Hann kynntist konum og fékkst við brauðstrit milli þess sem hann sinnti tónlist sinni. Hann bjó í San Fernando-dal þegar jarðskjálftarnir miklu árið 1992 riðu yfir og bjó um tíma meðal róna og dóna í Holly- wood. Þar gerðist það að Gis reyndi að afneita sínum innri kúreika: „Ég var kominn með kántríið í mig en lagð- ist í ferlegan ólifnað eins og lenska er í Hollywood og var í afneitun um kántrí-eðli mitt. En í hvert skipti sem ég hóf upp söng fór að hljóma einhver kántrírödd sem ég vildi ekki kannast við. Ég afneitaði henni og kunningjar mínir sögðu mig bjána og ég ætti ekkert að vera í kántríi. Ég fór jafnvel til miðils og til að bæta gráu ofan á svart sagði hann: „Ég sé þú ert á miklum krossgötum tónlistarlega. Þú ert popptónlistar- maður en metnaðurinn stefnir í átt að kántríi. Ég held það væri bara rugl og vit- leysa hjá þér. Þú ættir bara algjörlega að snúa þér að hinu.““ En Gísli lét þetta rex og pex ekki á sig fá: „Ég fór út af þeim miðilsfundi gráti næst, en var samt kominn með þá sann- færingu í hjartað að ég væri kántrí- söngvari, jafn- vel þó að all- ir segðu að ég væri það ekki. Ég beit því á jaxlinn og skellti skollaeyrum við öllum rödd- um handan móðunnar.“ Gis á ferð og flugi Það varð loks fyrir þremur árum að Gísli setti á laggirnar hljómsveit- ina The Big City: „Við fórum að spila og það bara small allt saman! Ég fór úr vitleysunni í Hollywood og fluttist niður að strönd. Allt varð miklu skýrara og sólin fór að skína skærar. Ég varð sannfærður um að ég hefði fundið mína innri rödd.“ Hljómsveitin hefur látið frá sér tvær plötur. Sú fyrri hét Bring Me You en sú nýjasta kom út fyrir nokkrum vikum og heitir Native Son. Aðeins sala á skemmtunum þar sem bandið hefur troðið upp nemur um 7.000 eintökum á fyrri plötunni og standa vonir til að næsta plata seljist í 15.000 eintökum. „Ég er nýbúinn að skrifa undir samning við fyrirtæki í Austin í Texas sem heitir Atlantic Pacific Entertainment og er með þróunar- samning við Chart Noise Inc.,“ segir Gísli um framtíðarhorfurnar. Til þessa hefur Gis helst notið frægðar á vesturströndinni en vonast fljótlega til að kynna tón- list sína fyrir íbúum suð- urríkjanna, „þar sem kántríhjart- að slær“, eins og hann orðar það sjálfur. Leikför um landið Gis og bandið hans hafa dvalið hér á landi lungann úr sumrinu og troðið upp hér og þar, meðal annars á Akureyri um verslunarmanna- helgina við góðar undirtektir. Í lok mánaðarins snúa þeir aftur vestur og við tekur tónleikaferð þar sem leiðin liggur meðal annars um Tex- as. Blaðamaður spyr Gísla hvort rétt geti verið að kántrítónlistin hafi tek- ið kipp eftir hryðjuverkaárásirnar í september 2001: „Já, það er leið- inlegt að segja það að 11. september hafi orðið til þess að það gerðist, en það er samt raunin. Kántrílögin eru mörg einföld að byggingu og byggj- ast oft meira á textanum en laginu. Kántrílag er dautt ef það segir ekki einhverja sögu. Margir tónlistar- menn hafa notað þennan tónlistar- stíl til að koma sögu þessara at- burða á framfæri.“ Margir halda því þó fram að kántríið sé á undanhaldi, og jafnvel þeir sem telja sig víðsýna í tónlist- arsmekk segjast oft hlusta á allt nema óperur og kántrí. Gísli segir þetta samt ekki raunina, kántríið sé í sókn og margir vinsælustu tónlist- armennirnir í dag syngi í raun kántrí: „Kántrítónlistin hefur brugðist við þessu. Shania Twain og Faith Hill, sem eru kannski þekktar hér á Íslandi og í Evrópu sem popp- tónlistarkonur, spila í raun kántrí. Annars vegar hefur maður þessa gömlu hunda sem spila kántrí og svo hins vegar ungu kynslóðina sem er farin að poppa þetta meira. Þetta er hálfgert popp með fiðlu og stál- gítar. Ég hef líka haldið því fram að ís- lenskt popp sé meira og minna kántrí. Þetta byrjaði með Hljómum, Lónlí blú bojs, Brimkló og öðrum böndum sem einmitt mótuðu ís- lenska dægurlagatónlist eins og hún er í dag.“ „… and a long, long way from home.“ Þótt Gísli hafi kunnað vistinni vel vestanhafs hefur heimþráin stund- um sótt á hann og veitir hann henni þá útrás í söngnum: „Lögin mín fjalla oft um Ísland. Titillag Native Son fjallar til dæmis um Ísland og varð til á síðasta degi tónleikaferðar sem ég fór um landið í fyrrasumar.“ Hann tekur lagið: „I’m heading down a crowded street, under city lights ’till dawn. But I’m still walking in your fields […]“ Gísli skýrir út fyrir mér að í þess- um litla lagbút sé hann að segja frá að jafnvel þótt hann arki í mann- þrönginni í Los Angeles reiki hug- urinn til Dalvíkur þar sem hann gekk eftir túnum lítill drengur. „Ég er Íslendingur, en bý ekki lengur á Íslandi. Ég hef hitt for- eldra mína fimm sinnum á þrettán árum. Þessi söknuður er kannski rauður þráður á fyrri plötunni en á þeirri seinni er yfirbragðið glað- legra. Ég hef fundið sjálfan mig bet- ur og er sáttur við að búa í Ameríku. Ég hef tekið ákvörðun og það eru ákveðnar fórnir sem maður færir til að mega lifa drauminn. Fólk spyr mig samt um lögin mín, hvort ég sé að syngja um ástarsorg. Og þetta er víst ástarsorg, að hafa misst landið sitt.“ Tónlistarferill Gísla Jóhannssonar kántrísöngvara gengur vel Hver er hann, þessi Gis? Fyrir fimmtán árum fór ungur íslenskur maður til Bandaríkjanna í tónlistarnám. Nú er hann kominn á góða ferð upp á stjörnuhimin kántrítónlistarinnar. Ásgeir Ingvarsson ræddi við Gísla Jóhannsson um tónlistina og ættjarðarástina. http://www.giscountry.com asgeiri@mbl.is Ísland er Gísla Jóhannssyni ofarlega í huga en hann unir sér vel í Banda- ríkjunum og lifir ágætlega af tónlistinni. HINIR íslensku Coral (skal ekki ruglað við The Coral frá Bret- landi) hafa verið talsvert lengi að, eða frá árinu 2000. Þessi sjö laga stuttskífa gefur ágæta innsýn í það sem þessi kraftrokksveit er megnug þótt hún sé æði misjöfn á köflum. Þannig byrjar platan á ósunginni stemmu þar sem nánast klassískir gítartónar fá að heyrast með til- heyrandi rennsli upp og niður tónstiga. Fljótlega breytist lagið þó í hetjulega þungarokksstemmu, fremur ófrumlega. Lagið „Arthur“ tekur þá við, fremur hefðbundin gruggklisja með sterka tilvísun í Alice in Cha- ins (merkilegt hvað sú sveit er enn áhrifamikil). En … við þriðja lag gerist undrið, og það er til marks um téða tvöfeldni Coral. „The Coriol- is-effect“ er hreint út sagt snilld- arrokkari sem kallar sveitir eins og Placebo og Ensími upp í hug- ann. Trommuleikurinn skapandi, gítarinn drífandi, söngurinn bæði ævintýralegur og ástríðufullur. Frábært! Og hvað gerist svo? Jú, jú… hið aulalega „Sexdwarf“ fylgir í humátt á eftir, lítt inn- blásið Nirvana-líki. En „Big Bang“ og „Tapað stríð“ eru sannkallaðar sómasmíðar, síðara lagið skartar afar skemmtilegum gítarsamleik, nokkuð sem Coral virðist hafa vel á valdi sínu. Hljómur plötunnar er ennfremur Coral til tekna; surg- andi hrár og vel í takt við tónlist- ina. Semsagt, öldutoppar og -dalir en blessunarlega meira af því fyrr- nefnda. Fyrir utan það allt gefur platan sem heild sterkar vísbend- ingar (þá sérstaklega lög eins og „The Coriolis …“ og „The Big Bang“) um að Coral eigi góða möguleika á að beita sér enn frek- ar í rokkheimum og það af krafti. Umslag disksins og allur umbún- aður er þá nánast sem leiðarvísir að því hvernig standa á að sjálfs- þurftarútgáfu. Hönnunin er til stakrar fyrirmyndar og afar smekkleg. PS. Diskurinn inniheldur einnig myndbandið við „Arthur“ (á .mov- sniði). Tónlist Þéttir sprettir Coral Coral Eigin útgáfa Coral skipa Gunnar (gítar og söngur), Steinar (gítar), Andrés (bassi) og Þor- valdur (trommur). Öll lög tekin upp af Gunnari í Veðurstofunni nema eitt sem tekið er upp af Alberti í Stúdíói Ryki. Frekari upplýsingar hjá coralsuck- @hotmail.com. Platan fæst í Japis, 12 tónum og Geisladiskabúð Valda. Arnar Eggert Thoroddsen Samnefnd stuttskífa Coral gefur ágæta mynd af þessari rokksveit. Í DAG kl. 17.00 opnar Heimir Björgúlfsson sýningu í Nýlistasafn- inu. Mun hann sýna á þriðju hæð, í norðursal, og ber sýningin heitið Gott er allt sem vel endar (Sheep in disguise). Heimir er búsettur í Hollandi en dvelur hér í sumar. Í seinni tíð hefur hann einbeitt sér að mynd- list en hann var áður með- limur í rafsveitinni Still- uppsteypu. Tónlistin er þó aldrei langt undan og ýmis járn í þeim eldi líka um þessar mundir. „Það er nýr diskur að koma út sem ég vann með hinum sænska Jonas Ohlson (unnu áður saman að diskinum Unspoken World Tour). Við kláruðum hann reyndar í desember en hann kem- ur út í þessum mánuði á Bottrop- Boy-merkinu í Þýskalandi.“ Heimir segist vera farinn að hægja á sér í tónlistinni og hún sé farin að vega minna í listsköpun hans og því sjálfkrafa farin í annað sæti. Heimir er þó ekki hægari en það að hann er einnig að vinna á fullu með rokksveitinni Vacuum Boys og er diskur klár með þeirri sveit einnig. „Það er nóg að gera,“ segir Heimir. „Ég opnaði stóra sýningu í Amst- erdam áður en ég kom til landsins og nú er það þessi sýning í Nýlistasafninu. Svo er ég líka langt kom- inn með nýjan sólódisk.“ Framundan eru svo ferðalög um allan heim; til Bandaríkjanna, Japans og Evrópu. Hver sagði svo að það borgaði sig ekki að vera lista- maður? Heimir Björgúlfsson sýnir í Nýlistasafninu Kind í dulargervi Einnig verða opnaðar sýningar Gjörningaklúbbsins og Péturs Arnar Friðrikssonar á sama stað og á sama tíma. Allar sýning- arnar þrjár standa til 7. sept- ember. Heimir Björgúlfsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.